Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.07.2012, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2012 getað kosið sér betri aðstæður en að vera umkringdur ástvinum og fjölskyldu í faðmi vestfirskra fjalla, sem hann unni hugástum eins og landinu öllu. Við sem vorum svo lánsöm að njóta vináttu Einars eigum mjög erfitt með að sætta okkur við ótímabært andlát hans. Við hugsum til allra ókomnu ánægjustundanna og framtíðar- verkanna sem nú hafa verið frá okkur tekin. Samstarf og ævarandi vinátta okkar Sigríðar við Einar og Dröfn Árnadóttur eiginkonu hans hófst fyrir aðeins sex ár- um. Vettvangurinn var Saurbær og Kirkjuhvammur á Rauða- sandi við Breiðafjörð. Töfrandi sveit girt hamrabeltum vest- firskra fjalla, elsta hluta Íslands. Þau sæmdarhjón tóku að sér rekstur franska kaffihússins á Rauðasandi og ráðsmennsku og rekstur Saurbæjar, Kirkju- hvamms og nærliggjandi jarða sem Saurbæ tilheyra. Þessu öllu sinntu þau af stakri natni, ein- stakri nærfærni og virðingu fyr- ir sögu staðarins, viðkvæmri náttúru og mannlífi í einni allra fámennustu sveit landsins. Þrautþjálfuð af áratuga eigin farsælum atvinnurekstri reynd- ist ekkert viðfangsefni þeim of stórt eða of lítið. Allt tók stakka- skiptum og þau Einar bæði reyndust sveitinni styrkar stoðir og öflugur liðsauki. Þannig var því líka farið svo víða annars staðar. Einar var allt í öllu hvar sem hann fór, sem var víða. Einar sat í stjórn- um ótal félaga, söng í mörgum kórum, var ráðagóður, hjálp- samur, fágætur drengskapar- maður. Lífsleikni hans og verk- færni voru einstök. Hér á Saurbæ sér verka hans hvar- vetna stað, allt svo vel gert og fallega. Honum lét jafn vel að segja mönnum sögu staðarins með tilþrifum í fallegu kirkjunni okkar og að gera við bilaðan bíl erlends ferðalangs eða baka franska súkkulaðiköku. Aðeins viku fyrir andlát hans fór ég með þeim hjónum og fleiri góðum vinum úr sveitinni og öðrum ferðafélögum í surt- arbrandsnámurnar í Stálfjalli. Einar lét sig ekki muna um að hálfbera mig upp hjallann að námuopinu og er þar þó ekki um neinn dúnhnoðra að ræða. Í kol- niðamyrkri námunnar söng hann fyrir okkur ferðafélagana eitt uppáhaldslag sitt Rósina eft- ir Friðrik Jónsson við ljóð Guð- mundar Halldórssonar. Það er sæl minning sem seint gleymist. Sveitin er ekki söm, Patreks- fjörður vettvangur hans og Drafnar er ekki samur. Það munar um öfluga og ósérhlífna burðarása, ekki síst í litlum sam- félögum. Líf ástvinanna er ekki samt. Samheldnari hjón, sem jafn mikið jafnræði var með, eru vandfundin. Saman í leik og starfi, súru og sætu. Hvort ann- ars stoð og stytta. Ævinlega nefnd í sömu andránni. Við njótum áfram litadýrðar Rauðasands. Hafið við ystu rönd djúpblátt. Snæfellsjökull hvít- blár við sjóndeildarhringinn. Grasið skærgrænt og töðuilmur af túnum. Sólin hellir logagyllt- um geislum á rauðgullinn sand- inn. Fuglasöngurinn hljómar jafn fagurt og áður en söngur Einars er hljóðnaður og lífið er grárra án Einars vinar okkar. En góðar minningar lifa og styrkja okkur. Fimm ára hnokki sem gerði ekki greinarmun á almættinu og Einari og naut þroskandi lífs í sveitinni og óendanlegrar um- hyggju Einars segir: „Sporin hans Einars eru enn í tjörninni minni. Ég ætla að geyma þau þar.“ Hvert gengið spor Einars var gæfuspor. Guð blessi minningu Einars Jónssonar og varðveiti ástvini hans. Kjartan Gunnarsson. Sigríður Á. Snævarr. Kveðja frá Sjómannadags- ráði Patreksfjarðar „Dáinn, horfin‘‘– harmafregn! hvílík orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, Hvað væri sigur sonarins góða? illur draumur opin gröf. Svo kvað Jónas Hallgrímsson er hann minntist vinar síns Tómasar Sæmundssonar Fjöln- ismanns. Viljum við nú gera ljóð Jónasar að okkar, er við nú minnumst vinar okkar og félaga Einars Jónssonar sem varð bráðkvaddur laugardaginn 30. júní sl. Einar var einstakur maður að allri gerð, ákveðinn, viljafastur, en þó hógvær og gaf félögum sínum þann tíma sem til þurfti, til að ná hlutunum fram á hverj- um tíma. En stefnufastur var hann og vissi að til að ná árangri þyrfti tíma og ekki sparaði hann sig í þeim efnum. 26 ár starfaði hann í sjó- mannadagsráði, kom þar að þeg- ar á brekkuna var að sækja eins og gengur. Öll þekkjum við nú hvernig til hefur tekist með há- tíðarhöld sjómannadagsins á Patreksfirði, og er á engan hall- að að þar var Einar fremstur meðal jafninga og fyrir það skal nú þakkað. Einar var mikill gæfumaður í einkalífi. Ávallt stóð Dröfn kona hans við hlið hans, bæði í hinu daglega amstri og þá ekki síður í félagsstörfum, þau voru ávallt sem eitt. Þegar að dauðastundinni kom voru þau stödd með ættingjum og vinum í gönguferð á Hádeg- ishnjúk þegar sól ber hæst um norðurhvel. Og horfðu yfir sveit- ina hans, Barðaströnd, sem var honum svo kær eins og um- hverfið allt er hann lifði í og bjó. Er það falleg minning þó sár sé um skapadægur Einars vinar okkar. Fjölskyldunni allri sendir sjómannadagsráð hugheilar samúðarkveðjur og megi lífs- hlaup Einars vera okkur öllum huggun í harmi. Guð blessi minningu hans. Fyrir hönd sjómannadags- ráðs, Hjörleifur Guðmundsson. Það eru tregafull sporin á á kirkjuloftinu þegar við kveðjum kórfélaga okkar og kæran vin, Einar Jónsson. Það er stórt skarð höggvið í Kirkjukórinn sem og samfélagið allt hér á Patreksfirði. Það var mikill fengur að þeim hjónum, Einari og Dröfn, þegar gengu í kirkjukórinn. Einar hafði mikla unun af söng og tón- list enda var hann mikill söng- maður með kraftmikla og fallega rödd. Einar var ekki einungis burð- arás í söng kórsins heldur einnig í félagstarfinu í kringum hann. Hann var drifkraftur í öllu því sem kórinn tók sér fyrir hendur. Ef til stóð að fara í ferðalag var hann lykilmaður í skipulagningu og fjáröflun. Þar naut hann lið- sinnis Drafnar konu sinnar eins og í öðrum störfum sínum. Það voru engin vettlingatök við þau verkefni frekar en annað og stóðu félagar í fjáröflunarnefnd oft slorugir upp fyrir haus við verkun á grásleppu eða saltfiski. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa í fjáröflun og jafnan var boðið upp á dýrindis signa grá- sleppu af grillinu þegar kórinn kom saman. Signa grásleppan rann svo lúft niður undir söng þeirra félaga á hinu þekkta ljóði um Jón bónda. Þeir sem umgengust Einar komust ekki hjá því að smitast af lífgleðinni sem einkenndi hann og varla var annað hægt en að dást að dugnaði hans og ósérhlífni. Vandamál var ekki til í hans orðaforða, allt var leyst og helst á staðnum. Lausnin var borin upp og svo kom hans þekkta setning; „Ekkert annað“, málið afgreitt og svo hlegið. Elsku Dröfn, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Rósin eftir Guðmund Hall- dórsson var í sérstöku uppáhaldi hjá Einari og söng hann Rósina oft með sinni hljómmiklu bassa- rödd svo unun var á að hlýða. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarljós. Fyrir hönd Kirkjukórs Patreksfjarðar, Ólöf Guðrún Þórðardóttir. Það var á dagskrá hjá okkur gömlu skólabræðrunum að taka upp þráðinn að nýju þar sem frá var horfið fyrir um 40 árum, hressa upp á gamla vináttu og treysta böndin. Nú er ljóst að ekkert verður af því, alla vega ekki hérna megin við móðuna miklu. Erfitt er fyrir okkur fé- lagana að kveðja Einar Jónsson vin okkar, sætta okkur við að aðeins minningin um hann lifir og ekkert verður af endurfund- um. Sambúð okkar á heimavistinni í Stykkishólmi fimmtán og sex- tán ára drengja á árunum 1968- 70 tengdi okkur afar sérstökum böndum sem höfðu mótandi áhrif til framtíðar. Allir komum við hver úr sinni áttinni og höfð- um mismunandi bakgrunn. Allir héldum við áfram út í lífið eftir skólavistina í Hólminum, reynsl- unni og vináttunni ríkari. Þó að leiðir skildi héldum við nokkru sambandi þó að stopult væri. Einar hafði einstakt lag á því að gera lífið ekki of flókið með óþarfa vandamálum. Síðara námsárið í Hólminum barst til- kynning um að faðir Einars hefði orðið bráðkvaddur. Föð- urmissirinn var vitaskuld sár fyrir sextán ára ungling, en við- brögðin sýndu betur en annað styrk hans og eiginleika til að sætta sig við það sem enginn fær breytt. Einar var gæddur þeim einstaka hæfileika að taka hverju mótlæti af yfirvegun og halda ótrauður áfram. Með þess- um eiginleika hreif hann okkur hina með sér til að sjá framtíð- ina í björtum ljóma. Einar var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og samferðamönnum sínum. Minn- isstætt er þegar hann kom úr páskafríi með Flóabátnum Baldri til Stykkishólms síðari veturinn í skólanum. Hann tjáði okkur félögum sínum að hann ætlaði að sækja um skipspláss þar um sumarið, en mundi reyndar ekki hvað maðurinn hét sem hann átti að tala við. Hann skrifaði þó starfsumsókn í snatri og skrifaði utan á bréfið „Maður í brúnni lopapeysu“ o.s.frv. Það hljóta allir að vita hver hann er, sagði Einar og hló eins og hon- um einum var lagið og síðan var bréfið sett í póst. Að áliðnu sumri hittumst við og sagði Ein- ar að bréfið góða hefði komist til skila og hann fengið skipspláss- ið. Þar voru hans fyrstu skref á sjó, en sjómennskan átti síðan eftir að verða ævistarf hans. Einar hafði orginal framkomu með litskrúðugu málfari og afar eftirminnilegan hlátur sem stendur lifandi fyrir hugskots- sjónum okkar. Máltækið segir að hláturinn lengi lífið og óneit- anlega finnst manni að hann hefði átt skilið lengri lífdaga, nú þegar hann var rétt að byrja að njóta ávaxta mikillar vinnu og eljusemi síðustu áratugi. Við erum þakklátir fyrir eft- irminnileg kynni og langa vin- áttu við Einar og erum sann- færðir um að minning hans mun lifa um ókomna tíð. Dröfn eft- irlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Emil B. Karlsson og Runólfur Gunnlaugsson. Það voru góðir tímar í Vest- ur-Barðastrandarsýslu á árun- um í kringum 1970 þegar ég var að vaxa úr grasi fyrir vestan. Mikið að gerast til sjávar og sveita, uppgangur og framfarir. Fyrir tíma facebook voru sveita- böllin vettvangur unga fólksins til að hittast og kynnast. Dans- leikir voru haldnir um hverja helgi á sumrin. Þegar maður kom niður Skerfjallið að áliðnu laugardagskvöldi stefndu bílljós- in í firðinum á móti annað hvort inn fjörðinn ef það var stórdans- leikur í Birkimel eða út fjörðinn ef það var ball í einhverju þorp- anna. Þarna mynduðust oft góð kynni milli okkar strákanna úr sveitunum sem höfðum ekki haft mikið hvorir af öðrum að segja fram undir þennan tíma. Víða var verið að byggja, rækta, fjölga og stækka. Svo var farið á vertíð á veturna til að ná sér í pening. Þannig var lífið. Einn af þeim sem ég kynntist á þessum árum var Einar frá Vaðli. Ljósbirkinn, glaðbeittur og hress strákur sem var alltaf gaman að hitta. Það hélst góður kunningsskapur milli okkar meðan ég bjó fyrir vestan. Svo skildi leiðir eins og gengur og við hittumst ekki í áratugi. Hann menntaði sig til sjó- mennsku sem varð hans meg- instarf sem sjómaður og útgerð- armaður. Sumarið 2008 slóst ég síðan í för með gönguhóp sem gekk frá Siglunesi á Barða- strönd út að Melanesi á Rauða- sandi. Fjallbrött leið sem hafði verið fáfarin fram til þessa nema af gjörkunnugum smalamönn- um. Þegar ég hitti hópinn þá þekkti ég suma en aðra ekki eins og gengur. Svo heyrði ég kunnuglega rödd. Þar var Einar kominn. Við höfðum báðir breyst með árunum en röddin og húmorinn í honum var á sama stað og áður. Einar og Dabba kona hans voru þarna tekin við sem staðarhaldarar á höfuðbólinu Saurbæ. Þau sáu einnig um veitingahúsið í Kirkjuhvammi af miklum mynd- arskap. Þannig helgaðist að samskipti okkar urðu allnokkur á næstu sumrum þegar ég var að sýsla á jörðinni heima. Einar var greiðvikinn og hjálpsamur ef á þurfti að halda. Hress í tali og fann sig vel í að vera farinn að bjástra við sveita- störf á nýjan leik. Ánægjulegt var að sjá hve allt var vel um gengið og mikill metnaður í öllu er varðaði umhirðu og sinningu jarðanna sem maður þekkti svo vel frá fyrri árum. Þau hjónin voru áhugasöm um veiði og úti- veru. Rauðisandur og nágrenni er kjörinn vettvangur fyrir slík hugðarefni. Því var Einar vak- inn og sofinn í að koma upp góðu utanumhaldi um árnar sem eru í sameign þriggja jarða á Rauðasandi og var trúnaðar- maður okkar í þeim efnum. Þeim hjónum leið ákaflega vel á Rauðasandi, höfðu metnað til að skila góðu dagsverki og lögðu al- úð við þá ábyrgð sem þeim var falin. Það er því stórt skarð fyrir skildi á Sandinum þegar Einar frá Vaðli er allur, langt fyrir ald- ur fram. Ég sendi Döbbu, börnum þeirra og öðrum ættingjum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnlaugur frá Móbergi. Lionsklúbbur Patreksfjarðar kveður nú góðan félaga, Einar Jónsson sem kallaður hefur ver- ið frá okkur alltof snemma. Einar hafði verið félagi í Lionsklúbbi Patreksfjarðar í á annan áratug og þar lét hann vel að sér kveða, eins og annars staðar þar sem hann kom. Störf Einars fyrir klúbbinn voru ekki alltaf áberandi en drjúg voru þau. Þrjú starfsár sat hann í stjórn og gegndi þá alltaf starfi gjaldkera. Því starfi skilaði hann með miklum sóma. Einar tók einnig tvívegis að sér störf for- manna sem forfölluðust vegna veikinda um skeið. Þeim sinnti hann meðfram gjaldkeraemb- ættinu í samstarfi við aðra stjórnarmenn og leysti vel af hendi. Auk starfa í stjórn og nefnd- um klúbbsins voru viðvikin og íhlaupaverkin sem hann tók að sér óteljandi. Ekkert taldi hann eftir sér að gera og allt var leyst fljótt og vandræðalaust. Það voru ekki einungis góð störf Einars sem klúbburinn naut góðs af heldur var hann einnig einstakur félagi og vinur að umgangast. Hvort sem var á fundum, skemmtunum, ferðalög- um eða við störf, þá hafði Einar nærveru sem gaf af sér lífsgleði og drifkraft. Allar þær góðu stundir sem við félagar í klúbbn- um áttum með Einari munu lifa í minningu okkar um hann. Við vottum Dröfn, eiginkonu Einars, börnum þeirra, barna- börnum og öðrum aðstandend- um, okkar dýpstu samúð. Kveðja frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar, Sverrir Haraldsson. Vinum sínum kynnist maður oftast ungur. Þó hendir að mið- aldra menn ná saman í óvæntum aðstæðum og það held ég að hafi gerst þegar við Einar Jónsson og hans ágæta kona Dröfn hitt- umst fyrst fyrir um sjö árum á Rauðasandi. Við vorum sam- ferða löngum síðan þarna á Sandinum vegna áhuga og yndis á staðnum og nutum þess að horfa á Stálfjall í austri vaka yf- ir Bæjarvaðli, sem fyllist enda- laust og tæmist, og Jökulinn, sem skín á góðum degi og þó ekki endilega alltaf. Við Einar gengum saman í ýmis verk á staðnum og alltaf dáðist ég að honum hversu skjótt og vel hann vann, ekkert hik, og kenndi hann mér margt. Hann var hrjúfur, hann var harður og hann var alvöru. En fyrst og fremst fannst mér hann vera fínn kall. Síðast í júní vorum við Ing- ólfur bróðir minn að vasast á Saurbæ og hittum Einar á hverjum degi og hugðum til framtíðar. Staðurinn býður ekki upp á neina hvíld, alltaf er eitt- hvað í gangi og maður hrífst með. Einar og Dabba voru að girða milli þess sem kaffihúsinu var sinnt, Síðan ætluðu þau að ganga frá Trostansfirði yfir á Siglunes. Það varð hans hinsta ferð en hann hafði áður boðið okkur bræðrum út í Námur á gráa bátnum. Við Ingólfur þökkum góð kynni og sendum fjölskyldu Ein- ars Jónssonar innilegar samúð- arkveðjur. Hafliði Pétur Gíslason. Mér brá við, andlátsfrétt! Einar Jónsson frá Vaðli á Barðaströnd, varð bráðkvaddur, innan við sextugt. Enginn ræður sínum næturstað. Þarna fór góð- ur piltur of snemma. Ég minnist þess að ókunnug- ur maður kom að húsi mínu á Patreksfirði um kvöld, hvar ég var að flytja inn. Ég var ókunnugur að basla með hús- gögn og dót. Hann bauð fram aðstoð og virtist þekkja mig, sem hann gerði, af afspurn frá bróður sínum á Vaðli. Þarna var kominn Einar Jónsson, glaðleg- ur, gantafullur með ákafan kraft til aðstoðar. Við áttum góða stund, því hjálpin var þegin. Eftir þessar hjartanlegu mót- tökur á Patreksfirði áttum við Einar margar samverustundir. Hann og kona hans Dröfn Árna- dóttir, heiðruðu oft okkar heim- ili í þau sjö ár sem við bjuggum þar og þá var oft gantast og ekki síður alvarleg málefni rædd. Einar var söngvinn maður, tók lagið þar sem söngur var og oftar ef svo bauð við. Á vetr- arkvöldum, þá byljir dundu yfir byggðina og engir voru á sjó, áttum við til að koma saman, tvenn hjón. Arinn veitti yl og undursamlega birtu. Þá voru góðar stundir vina, á hvoru heimilinu sem var. Rósin, upp- vaxin á Barðaströnd, ofan við bæinn hans, sem blómstraði og dó, var aldrei langt undan. Þannig er lífsins saga. Miðlungs stórt byggðarlag í landsflórunni, hefur nú misst mikið. Athafnarsaman, menning- arlitaðan, félagsmálamann. Ein- ar kom víða við í lífshlaupi Pat- reksfjarðar nútímans, tók þátt í félagsstörfum samfélagsins, fór sér hægt en glaðlega og jákvæð- ur, en eftir á að hyggja verður hans minnst sem eins úr hópi driffjaðra í leik og starfi fé- lagshyggju og frumkvöðla við að gera bæjarbrag líflegri á við- hafnarmótum. Sjálfbjarga, vél- stjóri, hægt fas, en festa með góðlegu ívafi. Hann kláraði mál- in. Við Bryndís þökkum sam- fylgd, alltof stutta, og vottum Döbbu, afkomendum þeirra og öðrum ættingjum, samúð. Hvíl í friði, kæri vin, blessuð sé minn- ing þín. Guðm. Ó. Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.