Morgunblaðið - 16.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
Þegar Gróu vantar viðmælandafær hún sér miða á Saga-klass í
von um að þar eigi hún eyra. Páll Vil-
hjálmsson litast um á því leiti:
Þorvaldur Gylfa-son grípur til
nafnlausra heimilda-
manna þegar mikið
liggur við.
Þorvaldur óttastað tillögur
stjórnlagaráðs, þar
sem hann sat, fái ekki
þann frama að vera
lagðar í þjóð-
aratkvæði sökum
handvammar meiri-
hluta alþingis.
Í stað þess að harma handvömmmeirihlutans bloggar Þorvaldur
um ,,þjóðkunnan sjálfstæðismann“
sem vitanlega er nafnlaus og hefur
eftir honum samsæri Sjálfstæð-
isflokksins gegn stjórnlagaþingi.
Hinn 7. júlí 2005 skrifaði Þorvald-ur í Fréttablaðið að ,,víð-
kunnur“ nafnlaus hefði sagt sér að til
stæði að ákæra í Baugsmálinu og þau
orð hefðu verið sögð áður en ákæra
var gefin út. Samsærisstefið var að
öfl í Sjálfstæðisflokknum, nema hvað,
misnotuðu lögreglu og saksóknara til
að berja á Baugsmönnum.
Á þessum tíma var Þorvaldur ívinnu hjá Baugi að skrifa pistla í
Fréttablaðið.
Í Baugsmálum varð Þorvaldur svo
frægur að verjendur báru fyrir sig
pistilinn um víðkunnan nafnlausan og
sögðu staðfestingu komna á misbeit-
ingu opinbers valds.
Nú hljóta menn að rjúka upp tilhanda og fóta og krefjast op-
inberrar rannsóknar á áburði Þjóð-
þekkts Þorvaldssonar.“
Þorvaldur
Gylfason
Þau Gróa hittast
enn
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00
Reykjavík 18 skýjað
Bolungarvík 14 léttskýjað
Akureyri 11 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 14 rigning
Vestmannaeyjar 14 alskýjað
Nuuk 16 heiðskírt
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 13 skúrir
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 17 skúrir
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 13 skúrir
London 17 heiðskírt
París 17 léttskýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 19 skýjað
Moskva 18 skúrir
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 skýjað
Róm 30 heiðskírt
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 18 skúrir
Montreal 27 alskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:47 23:22
ÍSAFJÖRÐUR 3:14 24:04
SIGLUFJÖRÐUR 2:56 23:49
DJÚPIVOGUR 3:07 23:00
Guðrún Guðmundsdóttir
verkefnastjóri
- Æðislegir tímar og aðstaðan
er frábær!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Laugavegshlaupið fór fram síðastlið-
inn laugardag í 16. sinn. 301 hlaupari
tók þátt en ræst var út frá Land-
mannalaugum í góðu veðri. Sigurveg-
ari í karlaflokki var Björn Margeirs-
son sem kom í mark á nýju
brautarmeti 4:19.55. Fyrra metið var
frá 2009 en það setti Þorbergur Ingi
Jónsson þegar hann hljóp Laugaveg-
inn á 4:20:32. Annar í mark var Frið-
leifur K. Kristjánsson og þriðji Helgi
Júlíusson.
Hin skoska Angel Mudge sló einnig
brautarmet í kvennaflokki og hljóp á
5:00:55 en fyrra metið átti Helena
Ólafsdóttir sem árið 2010 hljóp á tím-
anum 5:21:12. Önnur var Valgerður
Heimisdóttir og þriðja Susanna Rait-
maki.
Aðstæður voru fínar þegar kepp-
endur lögðu af stað og milt í veðri. Ör-
lítið rigndi þegar keppendur komu í
mark í Húsadal í Þórsmörk. Í frétta-
tilkynningu segir að keppendur hafi
haft á orði að vel hafi viðrað á leiðinni. Í
Laugavegshlaupinu eru hlaupnir 55 km
við fjölbreyttar aðstæður. Laugaveg-
urinn tengir saman Landmannalaugar
og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi
landsins. heimirs@mbl.is
Settu met í Laugavegshlaupinu
Ljósmynd/Ólafur Andri Magnússon
Þol Björn Margeirsson kom, sá og
sigraði í Laugavegshlaupinu.
Lögreglan handtók þrjá menn um
borð í erlendu skipi við Miðbakka í
Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Menn-
irnir sem eru grunaðir um að hafa
ætlað að reyna að koma sér til Am-
eríku voru fluttir í fangageymslur.
Skömmu síðar var svo maður hand-
tekinn um borð í Sæbjörginni. Þar
var erlendur karlmaður á ferð og
reyndist hann mjög ölvaður.
Handteknir um borð
í skipum í fyrrinótt
Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Reyð-
arfirði í gærmorgun. Þrír voru inni
í húsinu, par og ungt barn. Fjöl-
mennt lið slökkviliðs var sent á
vettvang en þegar að var komið
hafði húsráðandi sjálfur slökkt eld-
inn með handslökkvitæki.
Skv. upplýsingum slökkviliðs
kom eldurinn upp inni á baðher-
bergi en þar inni hafði barnið lokað
að sér. Foreldrarnir björguðu
barninu út úr baðherberginu en
eldur hafði læst sig í baðherberg-
ishurðina. Húsráðandi kom svo fjöl-
skyldu sinni út úr húsinu en sneri
aftur inn til að slökkva eldinn. Þeg-
ar slökkviliðsmenn bar að hafði eld-
urinn verið slökktur. Maðurinn var
fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað
vegna gruns um reykeitrun.
Eldur kom upp í
íbúðarhúsi
Tilkynnt var um líkamsárás í Vest-
mannaeyjum snemma í gærmorg-
un. Að sögn lögreglu voru mörg
vitni að atvikinu og hefur árás-
armaðurinn játað að hafa lent í
ryskingum en mennirnir voru báðir
undir áhrifum áfengis.
Lögreglan segir atburðarásina
liggja fyrir að miklu leyti og telst
málið upplýst. Sá sem fyrir árásinni
varð var fluttur til Reykjavíkur til
frekari aðhlynningar. Að sögn lög-
reglunnar í Eyjum blæddi inn á
heila fórnarlambsins.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
segir mennina báða á þrítugsaldri.
Árásin átti sér stað fyrir utan
skemmtistað í bænum. Þegar lög-
reglu bar að var árásarmaðurinn
horfinn en hann var þó gripinn
skömmu síðar.
Játaði líkamsárás í
Vestmannaeyjum