Morgunblaðið - 16.07.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Fersk ÞingvallableikjaVeiðiafli laxveiðiánna er nú óðumað verða aðgengilegur rafrænt á
netinu. Nú þegar eru upplýsingar
um aflann úr sex laxveiðiám færð-
ar daglega inn á vefsíðu Veiði-
málastofnunar, en 20-30 í heildina
hafa fengið aðgang að kerfinu, að
sögn Benónýs Jónssonar, líffræð-
ings hjá Veiðimálastofnun.
Upplýsingar um aflann eru
færðar daglega inn úr eftirtöldum
ám: Gljúfurá, Norðfjarðará, Norð-
urá, Svalbarðsá, Víðidalsá og Ytri-
Rangá.
Á vefsíðunni veidibok.fiskistofa-
.is er hægt er að nálgast upplýs-
ingarnar og sjá hvern veiddan fisk,
hvar hann veiddist, hvaða dag,
stærð hans og þyngd auk þess
veiðarfæris sem notað var. Vef-
urinn komst reyndar í gagnið í
fyrra, en það er fyrst núna sem
notkun hans er að færast í aukana,
að sögn Benónýs. Ekki er þó um
að ræða neina stórfellda nýjung,
aðra en þá að upplýsingarnar eru
rafrænar, því um er að ræða ná-
kvæmlega sömu upplýsingar og
þarf að skrá í veiðibækur á hverj-
um stað.
„Kostir kerfisins eru helst þeir
að auka upplýsingastreymi til
veiðimanna, þannig að þeir geti
skoðað aflabrögð eftir veiðiám,
veiðidögum og veiðistöðum hvenær
sem þá lystir. Aðgengi að veiðitöl-
um verður þannig stóraukið, öllum
til hagsbóta,“ segir á vef Veiði-
málastofnunar. Laxveiðin í ár hef-
ur víða farið mun betur af stað en í
fyrra. Tölurnar eru einkum hærri
nú í ám á Vesturlandi auk Rang-
ánna. Undantekningar eru þó frá
því, bæði varðandi Norðurá og
einnig Þverá/Kjarrá. ipg@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðiupplýsingar Meðal þeirra laxveiðiáa sem veiðitölur birtast daglega rafrænt um er Norðurá í Borgarfirði.
Veiðitölur nokkurra
laxveiðiáa daglega á netið
Aðgengi að veiðitölum aukið Laxveiðin er víða betri í ár
Burkni Helgason sigraði í þríþraut-
inni á Hlaupahátíð Vestfjarða sem
fram fór um helgina. Náði hann
bestum árangri í sundi, hjólreiðum
og hlaupi en samanlagður tími hans í
öllum þremur greinum var 4:45:09. Í
öðru sæti varð Rúnar Pálmason á
tímanum 5:35:05 og í þriðja sæti
Guðmundur Þorleifsson á tímanum
5:45:00. Ein kona tók þátt í þríþraut-
inni, Clasina Jensen, og var tími
hennar 6:11:27.
Þátttakendur gátu skráð sig til
þátttöku í einni eða fleiri greinum.
Keppendur í þríþrautinni syntu 500
metra, hjóluðu 55 km og hlupu 24
km. Boðið var upp á þrjár vega-
lengdir í Vesturgötuhlaupinu. Sextíu
keppendur hlupu 24 km, þrír hlupu
45 km og um 50 manns hlupu 10 km.
Þá tóku um 100 manns þátt í
skemmtiskokkinu á Þingeyri á laug-
ardag á meðan á hjólakeppninni
stóð.
Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Glaðir Sigurvegarar í 24 kílómetra hlaupi karla. Burkni Helgason í 2. sæti,
Snorri Gunnarsson í 1. sæti og Rúnar Pálmason í 3. sæti.
Hjólað, synt og hlaupið
í blíðviðri á Vestfjörðum