Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Annríki var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Nokkuð var um útköll vegna drykkju og hávaða en einnig höfðu lögreglumenn afskipti af ökumönnum. Ökumaður var stöðvaður á Grett- isgötu skömmu fyrir klukkan eitt um nóttina og var hann grunaður um ölvunarakstur. Um klukkan þrjú í nótt var karlmaður handtek- inn í Hafnarfirði grunaður um eignaspjöll. Hann reyndist mjög ölvaður og látinn sofa úr sér í fangageymslum. Þá var karlmaður handtekinn um kl. hálffjögur í Bankastræti grun- aður um líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslum. Málið er í rannsókn en árásarþola var ekið á slysadeild til aðhlynningar. Óspektir í borginni  Ölvunarakstur og líkamsárás Morgunblaðið/Júlíus Ölvun Lögreglan við störf í mið- bænum. Myndin er úr safni. Klapparstígurinn hefur tekið stakkaskiptum og nú er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir samkvæmt upplýsingum Reykjavík- urborgar. „Starfsmenn verktaka eru kröft- ugir á endasprettinum og gang- stéttarnar renna fram. Bílaumferð hefur verið hleypt að nýju á hluta stígsins og í [þessari] viku verður hann allur opinn,“ segir í frétta- tilkynningu um gang fram- kvæmdanna. Í þessari viku verður unnið við lokafrágang í Njálsgötu og smávægilegar viðbætur og breytingar svo sem að færa ljósa- staur og lagfæra tröppur. Samhliða opnun fyrir umferð upp Klappar- stíginn verður umferð um Vega- mótastíg og Grettisgötu snúið í fyrra horf, en þar hafa verið hjá- leiðir vegna framkvæmdanna. Kostnaður við endurgerð Klapp- arstígs frá Laugavegi að Skóla- vörðustíg er minni en áætlað var. Kostnaður stefnir í að verða um 100 milljónir króna, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 120 milljónum. Fyrirhugað er að endurnýja einn- ig kaflann neðan Laugavegar að Hverfisgötu í svipuðum dúr og nú hefur verið gert ofan Laugavegar. Það verk er í hönnun og er stefnt að útboði eftir rúma viku. Fram- kvæmdir gætu þá hafist í ágúst eða september. Á endaspretti á Klapparstíg Morgunblaðið/Golli Breytt Framkvæmdir hafa verið á umliðnum mánuðum á Klapparstíg.  Verið að leggja lokahönd á umfangsmiklar framkvæmdir  Kostnaður undir kostnaðaráætlun eða alls um 100 milljónir Nokkur erill var í kringum rokkhá- tíðina Eistnaflug sem haldin var um helgina í Neskaupstað en um 1.500 manns voru gestkomandi í bænum í tengslum við hátíðina. Tvær líkams- árásir áttu sér stað í gærmorgun. Önnur var minniháttar að sögn lög- reglu en í hinu tilfellinu var einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árásarmennirnir voru báðir vist- aðir í fangageymslum lögreglu. Heimagemlingar létu eins og apakettir Á hátíðinni komu einnig upp fíkni- efnamál en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í gærdag voru málin þá orðin um 30 talsins og munu það vera svipað mörg tilfelli og í fyrra. Um er að ræða minniháttar fíkni- efnabrot. Talsvert var um pústra á milli manna í bænum að sögn lögreglu og munu þar aðallega hafa verið heima- menn að verki. Mikill fjöldi fólks nýtti sér tjaldsvæðið í tengslum við hátíðina. „Þetta er það mesta sem ég hef séð á þessu tjaldsvæði. Annars voru þessir tjaldbúar alveg til friðs, þetta voru heimagemlingarnir sem létu eins og apakettir,“ sagði varðstjóri. Tvær líkams- árásir á Eistnaflugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.