Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samningar sem Norðurlöndin, þ. á
m. Ísland, gerðu árið 2009 um upp-
lýsingaskipti á sviði skattamála við
fyrrverandi skattleyndarsvæði hafa
skilað góðum árangri, að sögn Skúla
Eggerts Þórðarsonar ríkisskatt-
stjóra. Skattleyndarsvæðin hafa oft
verið kölluð skattaskjól eða skattap-
aradísir. Nýlega kom fram í fréttum
að um 21 trilljón bandaríkjadala, eða
um 30% af heimsframleiðslunni, sé
geymd í skattaskjólum víða um
heim.
Embætti ríkisskattstjóra hóf árið
2009 rannsókn og greiningu á fjölda
fyrirtækja og félaga í skattaskjólum
sem hægt var að tengja við Ísland.
Tilgangurinn var að freista þess að
draga upp heildstæða mynd af eign-
arhaldi íslenskra félaga erlendis. En
hverju hafa samningar um upplýs-
ingaskipti skilað?
„Við fáum nú þær upplýsingar
sem við fengum ekki áður. Þetta er
mun betra en áður var og heilmikill
árangur að hafa náð þessu fram,“
sagði Skúli Eggert. „Það hafa komið
gagnlegar upplýsingar en niður-
staða í tilteknu skattamáli byggist
ekki alfarið á upplýsingum úr einni
átt. En svona upplýsingar geta t.d.
verið gagnlegar við ákvörðun um
hvort vísa eigi máli til skattrann-
sóknastjóra eða halda áfram með
það hér.“
Viljugri að gefa upplýsingar
Aðspurður hvort upplýsingaskipt-
in hafi leitt beinlínis til þess að
skattar hafi inn-
heimst sem ella
hefðu tapast
sagði Skúli Egg-
ert ekki hægt að
fullyrða um það.
„Það er ekki
víst að endur-
heimta hefði fall-
ið niður þó að
þessar upplýsing-
ar hefðu ekki
komið eftir þessum leiðum. En bara
það að vita að við getum fengið þess-
ar upplýsingar leiðir auðvitað til
þess að fólk er viljugra að afhenda
upplýsingar,“ sagði Skúli Eggert.
Meðal landa sem leitað hefur verið
upplýsinga í eru t.d. Luxemburg,
Bresku jómfrúeyjar og Ermarsund-
seyjarnar Jersey og Guernsey.
Greint var frá því í Tíund (desem-
ber 2011) að Svíar hefðu náð eft-
irtektarverðum árangri á þessu sviði
en þeir settu upp sérstaka deild sem
rannsakar greiðslur til erlendra að-
ila í lágskattaríkjum. Þá voru settar
reglur um sérstaka meðferð þeirra
sem greindu sjálfviljugir frá tekjum
eða eignum (Voluntary Disclosure)
sem ekki höfðu sætt skattlagningu í
Svíþjóð. Þetta átak skilaði umtals-
verðum skattgreiðslum.
Skúli Eggert sagði það hafa verið
rætt að fara svipaða leið hér og Sví-
ar hvað þetta varðar en engin
ákvörðun hefði verið tekin um það.
Hann sagði þetta hafa verið reynt
hér árið 1964 þegar rannsóknardeild
ríkisskattstjóra var stofnuð en það
bar ekki þann árangur sem þá var
vænst.
Upplýsingaskipti skila sér
Samningar um skipti á upplýsingum við fyrrverandi skattaskjól hafa skilað góð-
um árangri Skattayfirvöld fá nú upplýsingar sem þau fengu ekki áður
Skúli Eggert
Þórðarson
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Verðlaunahrúturinn Lindi, sem tekið hefur á móti
viðskiptavinum fyrir utan ullarvöruverslunina
Landau í Princeton í Bandaríkjunum í 36 ár, hefur
enn ekki skilað sér heim en óprúttnir aðilar námu
hann á brott 16. júlí síðastliðinn.
„There has been no ramsom note,“ segir Robert
Landau, annar eigenda fjölskyldufyrirtækisins, og
leikur sér þannig með ensku orðin yfir hrút, eða
„ram“, og lausnargjald, „ransom“. Hann segir að
Linda sé sárt saknað en þetta er í annað sinn á 15
árum sem hrútnum er stolið. „Við erum ennþá von-
góð, því síðast leið vika frá því að fyrsta blaðagrein-
in um hvarf hans birtist, þar til hann skilaði sér,“
segir Robert. Hann segir ljóst að þjófarnir hafi
a.m.k. verið tveir en fyrir utan að vera stór og þung-
ur stóð Lindi á gerðarlegri undirstöðu og því nokk-
urt átak að lyfta honum.
Glæsilegur og vel ættaður
Landau-fjölskyldan hefur rekið samnefnda versl-
un í 97 ár og var á tímabili, fyrir um 30 árum, einn
stærsti erlendi kaupandi ullarvara frá Íslandi, að
sögn Roberts. Íslenskar vörur skipuðu heiðurssess
í versluninni og kviknaði sú hugmynd að fjárfesta í
uppstoppuðum hrút frá Íslandi til að hafa til sýnis.
Fyrir valinu varð 106 kg hrútur frá Lindabæ, af-
kvæmi Gulrar og Eina, sem varð efstur á hrútasýn-
ingu árið 1974, þá 48 kg, og árið 1975. Brjóstmál
hans var 116 cm, leggirnir 12,7 cm og samkvæmt
ættartré, sem tekið var saman af Sigurði Jónssyni í
Kastalabrekku, var hann í móðurættina útaf Lítil-
látum frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi en í
föðurættina útaf hrútum frá Laxárdal í Þingeyjar-
sýslu.
Lengi beðið eftir Linda
Það útheimti talsverða þolinmæði og fjárútlát að
fá Linda til Princeton. „Í fyrsta lagi hafði uppstopp-
arinn séð þennan ákveðna hrút og vildi bíða þar til
hann dræpist þar sem þetta var álitlegasti hrútur-
inn sem hann hafði séð,“ segir Robert. „Síðan, eftir
að hann var tilbúinn, þurfti að smíða undir hann fá-
ránlega sérsniðinn kassa fyrir flutninginn og við
fengum hann síðan loftleiðina, af því við töldum að
hann gæti farið í sundur ef hann yrði fluttur með
bát,“ segir hann.
Við komuna til Bandaríkjanna þurfti Lindi að
fara í sóttkví og lengdist biðin því enn en ferlið allt
tók alls þrjú og hálft ár og kostaði um 10 þúsund
dollara. „Það er langt um liðið en ég held að við höf-
um greitt 2.500-3.000 dollara fyrir hrútinn sjálfan.
Síðan fengum við smið til að smíða kassann og svo
greiddum við fyrir flutning, síðan geymslu og aftur
fyrir flutning, og þetta safnaðist upp,“ segir Robert.
„En hann entist í langan tíma,“ bætir hann við.
Ullar-fjölskyldan
Robert gerir ráð fyrir að ef Lindi skili sér ekki
verði fenginn annar hrútur í hans stað. Verslunin sé
tryggð fyrir tjóninu og tilboða verði leitað. Hann
segir vissulega koma til greina að fá aftur hrút frá
Íslandi en nefnir einnig Skotland og Texasríki sem
möguleika.
Robert segir um tíu ár liðin frá því að Landau
hafði síðast íslenskar ullarvörur til sölu en á heima-
síðu verslunarinnar er enn vitnað í orð sem Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrum forseti, lét falla þegar fjöl-
skyldan var kynnt fyrir henni í móttöku í New York
árið 1982. „Já, ullar-fjölskyldan,“ sagði hún og það
varð viðurnefni okkar. Af því að forseti Íslands vissi
að við værum ullar-fjölskyldan,“ segir Robert.
Ljósmynd/Robert Landau
Frægur Morgunblaðið sagði frá því í frétt árið 1982 að Landau hefði selt 8.000 íslenskar lopapeysur á einum degi en útsölur verslunarinnar voru víðfrægar.
Viðskipti fjölskyldunnar með íslenskar ullarvörur urðu til þess að þau keyptu hrútinn Linda en hvarf hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.
Verðlaunahrútsins Linda
frá Íslandi enn sárt saknað
Kostaði talsverða fyrirhöfn að fá hann út Vigdís kallaði þau „ullar-fjölskylduna“
Íslenskt Robert og Lindi þegar báðir voru betur
hærðir. Og íslenskar lopapeysur á gólfinu.
„Göng undir
Hjallaháls hafa
ekki verið tíma-
sett á samgöngu-
áætlun. Þess
vegna treysta
heimamenn ekki
óljósum loforðum
inn í framtíðina
um að einhvern
tímann verði farið
í þau. Ég get vel
skilið þá afstöðu,“ segir Ólína Þor-
varðardóttir, þingmaður Norðvest-
urkjördæmis.
Vegagerðin hyggst meta þrjár
leiðir um Gufudalssveit við nýtt mat
á umhverfisáhrifum vegar frá Bjark-
arlundi að Melanesi. Tvær leiðirnar
eru með jarðgöngum um Hjallaháls
og þriðja leiðin er um Þorskafjörð
austanverðan. Vegagerðin hafnar
því að meta aftur umdeilda leið um
Teigsskóg sem margir heimamenn
vilja þrautreyna og þverun Þorska-
fjarðar í tengslum við sjávar-
fallavirkjun.
„Mér finnst skipta öllu máli að
íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum
fái öruggan láglendisveg sem tengist
hringveginum. Um það stendur
styrinn,“ segir Ólína. Hún rifjar upp
að ótrúleg vandkvæði hafi verið með
B-leiðina sem sé af mörgum ástæð-
um talin besta leiðin. „Aðalatriðið er
að haft sé samráð við heimamenn.
Það þarf að nást sátt um leiðarval.
Vestfirðingar eiga það inni hjá sam-
gönguyfirvöldum.“ helgi@mbl.is
Þarf sam-
ráð við
heimamenn
Göng undir Hjalla-
háls ekki tímasett
Ólína
Þorvarðardóttir
Fulltrúar Íslands á ólympíu-
leikunum í eðlisfræði, sem fram fór í
Eistlandi nýverið, náðu glæsilegum
árangri. Alls tóku þátt um 450 kepp-
endur frá 80 löndum. Liðið skipuðu
þau Atli Þór Sveinbjarnarson, Freyr
Sverrisson, Hólmfríður Hann-
esdóttir og Stefán Alexis Sigurðsson
úr MR, og Pétur Rafn Bryde úr
Borgarholtsskóla. Þau voru valin úr
14 manna hópi í lokakeppni hér á
landi í mars sl. en áður tóku 140
nemendur þátt í forkeppni.
Atli Þór fékk silfurverðlaun á ól-
ympíuleikunum, Hólmfríður brons-
verðlaun og sérstök heiðursverðlaun
fengu Stefán Alexis og Pétur Rafn.
Frábær ár-
angur á ól-
ympíuleikum
Um 40 manns komu saman á Ing-
ólfstorgi í gær á samstöðufundi
með almenningi í Sýrlandi. Jó-
hanna Kristjónsdóttir blaðamaður
flutti erindi og tónlistarmenn
sungu. Samþykkti fundurinn álykt-
un þar sem lýst er yfir hryggð
„vegna þess hörmungarástands“
sem nú ríkir í Sýrlandi og stuðningi
við almenning í landinu. Skorað er
á íslensk stjórnvöld að þrýsta á al-
þjóðastofnanir og önnur ríki um að
beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi
og friðsamlegri lausn deilumála í
Sýrlandi.
Samstöðufundur
með Sýrlendingum
Samstaða Jóhanna Kristjónsdóttir flutti
ávarp á samstöðufundinum í gær.
Morgunblaðið/Styrmir Kári