Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Össi frændi minn ólst að mestu
leyti upp hjá ömmu sinni og afa á
Laugavegi 27b eins og reyndar við
báðir. Afi Sigurður Sverrisson og
amma Sesselja Guðmundsdóttir
fluttust frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur með fjölskyldu sína
árið 1932. Þau höfðu flust til Vest-
mannaeyja árið 1912, afi úr Mýr-
dalnum en amma frá Vestur-
Landeyjum. Þau voru heiðarlegt,
vinnusamt og reglusamt fólk sem
skuldaði engum neitt. Afi var sjó-
maður og formaður á bát í Vest-
mannaeyjum en stundaði mest
smíðar þegar til Reykjavíkur
kom. Árið 1953 þegar þau brugðu
Örn Edvaldsson
✝ Örn Edvaldssonfæddist 28. apríl
1944. Hann lést í Sví-
þjóð 12. júní 2012.
Foreldrar hans
voru Kristín Sigurð-
ardóttir f. 16.2.1917
og Edvald Ingi-
bergsson. Þau eru
bæði látin.
Systkini Arnar
eru Sigrún Guðna-
dóttir, Sesselja Inga
Guðnadóttir, Sigurður Guðnason
og Sverrir Guðnason. Örn
kvæntist Lenu Andersson 2003.
Þau bjuggu í Svíþjóð.
Útför Arnar fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, fimmtudaginn
26. júlí 2012 kl. 11.
búi bjó Össi hjá
pabba sínum í nokk-
ur ár en hann var þá
giftur þýskri ko-
nu.Við andlát henn-
ar fluttist hann til
móður sinnar Krist-
ínar og manns
hennar Guðna Frí-
manns og bjó þar í
nokkurn tíma. Þá
bjó hann hjá móður-
ystur sinni Sigur-
laugu og Gunnari manni hennar
að Guðrúnargötu 4 og undi þar
hag sínum vel. Seinna fékk hann
íbúð að Hátúni 10A og bjó þar þar
til hann fluttist til Svíþjóðar með
konu sinni Lenu Andersson sem
hann kvæntist 2003.
Fólk er misjafnlega búið undir
lífsbaráttuna. Össi var heilsuveill
en hann fann í lífinu tilgang og lifði
því eins vel og honum var unnt og
er hans minnst og saknað hjá
þeim fjölmörgu er kynntust hon-
um. Hann var vinnusamur og
reglusamur, var til sjós á togurum
í stuttan tíma, vann hjá Sorphirðu
Reykjavíkur og hjá Örtækni í Há-
túni 10A. Össi var virkur meðlim-
ur í Hjálpræðishernum, stundaði
fundi reglulega, bjó sig upp í ein-
kennisbúning hersins og eignaðist
marga vini í þeim samtökum sem
minnast hans með mikilli velþókn-
un. Þrátt fyrir mótlæti í lífinu hélt
Össi sínu striki og lét ekki bugast.
Góðir vinir sem hann minntist oft
á eru systkinin Sigríður Ella
Magnúsdóttur söngkona og bróðir
hennar Bjarni Magnússon en þau
voru æsku- og leikfélagar í Bú-
staðahverfinu. Þau reyndust hon-
um einstaklega vel. Frændfólk
sitt að Kjaransstöðum við Akra-
nes heimsótti hann oft um helgar
og á stórhátíðum og dvaldi þar í
góðu yfirlæti.
Seinustu árin bjó Össi í Norð-
ur-Svíþjóð með konu sinni Lenu.
Ég kveð frænda minn Össa með
þakklæti.
Sigurður Pálmar Gíslason.
Í dag er til moldar borinn vinur
minn, Örn Edvardsson, Össi eins
og hann var kallaður af þeim sem
þekktu hann.
Kynni mín af Össa hófust í Bú-
staðahverfinu. Við vorum ná-
grannar og hann varð heimagang-
ur hjá fjölskyldu minni og vinur
bróður míns Bjarna. Þar mynduð-
ust vináttubönd sem æ síðan hafa
haldist.
Æsku og unglingsárin voru
honum torveld. Hlutskipti hans í
skóla lífsins á fyrstu fullorðinsár-
um var honum heldur ekki auð-
velt. En allt fór til betri vegar. Ég
minnist þess að hann kom til móð-
ur minnar og sagðist vera kominn
í „herinn“ svo nú væri allt í lagi hjá
honum. Það var sannkallað gæfu-
spor Össa að verða hermaður.
Hjálpræðisherinn hljóp síðan oft
undir bagga með honum.
Össi varð sem ungur maður ör-
yrki því hann átti ævilangt við
heilsuleysi að stríða og þurfti af
þeim sökum margoft að fara í
skurðaðgerðir. Því tók hann af
æðruleysi eins og flestu öðru í líf-
inu. Í gegnum Öryrkjabandalagið
fékk hann bæði vinnu og íbúð í
Hátúni, þar undi Össi sér vel. Líf
hans tók stakkaskiptum, þegar
hann, á miðjum aldri, giftist Lenu,
konu frá Sankti Pétursborg í
Rússlandi. Þau fluttu búferlum til
Svíþjóðar og áttu þar heimili með
kisunum sínum sem Össi hafði
mikið dálæti á.
Þegar ég horfi á myndir sem
Össi sendi mér af sér í fyrsta her-
búningi sínum, myndir af heim-
sókn hans til okkar í London og
myndir af honum með tengdafólki
sínu í Sankti Pétursborg sem
hann heimsótti, minnist ég þess
hvað Össi var óvenjulegur og kom
oft á óvart.
Aldrei hefði mig órað fyrir að
Össi ætti eftir að fást við að mála.
Lena kona hans, kenndi honum að
mála íkona, fyrsti íkoninn sem ég
sá var af Maríu guðsmóður, fín-
lega gerður af mikilli list. Hann
sendi mér í afmælisgjöf íkona sem
hann sagði að væri mynd af frels-
aranum. Gjöfin er mér einkar
kær, myndin minnir mig á Össa;
tær, saklaus, og góður eru orð sem
koma upp í hug mér.
Það var hinsta ósk Össa að
komast heim til Íslands og fá að
hvíla í gröf við hlið móður sinnar.
Við Bjarni þökkum Össa
samfylgdina.
Sigríður Ella Magnúsdóttir.
✝ John Ó.Lindsay fædd-
ist í Edinborg í
Skotlandi 24. apríl
1945. Hann lést 15.
júlí 2012 í South-
ampton, Englandi.
Hann var sonur
hjónanna John
Lindsay stórkaup-
manns f. 8. mars
1893, d. 30. júní
1965 og konu hans
Sigurborgar Ó. Lindsay f. 2.
mars 1905, d. 28. april 1967.
Systir hans er Anne Helen
Lindsay f. 24. mars 1947.
John Ólafur var þrígiftur.
Börn hans eru John Lindsay jr. f.
17. sept. 1965, Alana og Lucy
Lindsay f. 20. mars 1987 og Jos-
hua Olafur David Lindsay f. 20.
júní 1990.
Langafabörnin eru þrjú, Jack,
Jessica og óskírður Lindsay. Eft-
irlifandi kona hans er Yuy Wi-
monrat Lindsay.
John missti for-
eldra sína ungur að
árum. John ólst upp
í Laugarnesinu og
gekk í Laugarnes-
skólann. Síðan lá
leiðin í Gagnfræða-
skóla verknáms. Og
að því loknu stund-
aði hann nám í bif-
vélavirkjun. Hann
fór ungur að árum
til Bretlands og bjó þar alla tíð
síðan.
Hann vann við bifreiða-
viðgerðir og rak sitt eigið verk-
stæði árum saman. Á síðari árum
fór hann að stunda bátaíþróttir
og keppti oft í þeim með góðum
árangri í Bretlandi með elsta
syni sínum John Lindsay jr.
Útför John Ó. Lindsay verður
gerð í dag, 26. júlí 2012 í „All Sa-
ints Church“ Dibbden Southamp-
ton, Englandi.
Nú kveð ég bróður minn. Hann
bjó lengst af í Bretlandi og starf-
aði þar. Hann verður jarðsunginn
nálægt heimili sínu í Suður-Eng-
landi.
Við systkinin komum til Ís-
lands með tveggja ára millibili frá
Skotlandi. Við vorum ættleidd af
yndislegum foreldrum sem
bjuggu okkur dásamlega æsku og
bjarta framtíð hér á landi og vor-
um við bæði ævinlega þakklát fyr-
ir það. Við töluðum oft um það á
síðari árum hvað við vorum hepp-
in að eignast svona góða foreldra.
Við bjuggum í Laugarnesinu
og gengum bæði í Laugarnesskól-
ann og á þeim tíma var mikill
barnafjöldi í hverfinu enda var
það að byggjast upp á þeim tíma.
Við áttum yndislegar stundir í
Laugarnesinu. Fylgdumst með
þegar Laugardalsvöllurinn
byggðist upp og Laugardalslaug-
in en söknuðum nú alltaf gömlu
sundlaugarinnar þar sem við
lærðum bæði að synda. Við lékum
okkur upp í görðum eins og við
krakkarnir kölluðum það. Um
áramótin stunduðu strákarnir
það að byggja brennur en við
stelpurnar fengum nú líka stund-
um að vera með.
John fór nokkur sumur í sveit á
Grund í Eyjafirði. Móðir okkar
átti rætur sínar að rekja þangað.
Við komum svo síðla sumars til
að sækja hann og var oft gaman
að koma þangað og vera í sveit-
inni. Þetta var á árunum sem tók
mun lengri tíma að fara á milli
staða og það tók pabba tvo daga
að keyra norður og alltaf gist á
leiðinni. Þegar John var 10 ára fór
hann einn til Skotlands með Gull-
fossi (skipinu) til að eyða sumrinu
með ættingjum pabba í Edinborg
og læra málið. Hann lærði það svo
vel hann átti bágt með að tala ís-
lensku um haustið þegar hann
kom heim nokkrum mánuðum
seinna, það tók hann nokkra daga
að átta sig á íslenskunni aftur.
Við áttum góða æsku hér. John
var svolítið ráðríkur með mig í
æsku og vildi vernda litlu systur
sína. Ég veit þetta var gert af
væntumþykju og góðmennsku af
hans hálfu enda elskaði hann mig
og honum þótti mjög vænt um
mig, þetta staðfesti hann oft nú á
síðustu árum.
Hann veiktist fyrir sjö árum og
var mjög harður við sjálfan sig í
sínum veikindum eins og hann
var alltaf í vinnu alla tíð harðdug-
legur og ósérhlífinn. Hann ætlaði
ekki að láta þetta buga sig en svo
varð að lokum. John var svo lán-
samur að kynnast núlifandi konu
sinni á ferðalagi. Hann ákvað að
láta veikindin ekki hefta sig og
ákvað að leggjast í ferðalög og sjá
staði sem hann hafði langað til að
sjá og í einni ferðinni kynntist
hann Yuy. Hún reyndist honum
yndisleg kona. Hún hlúði að hon-
um öllum stundum og yfirgaf
hann aldrei þegar hann var á spít-
alanum sem var mjög oft. Þá svaf
hún hjá honum og neitaði að skilja
hann eftir einan. Hún yfirgaf
hann aldrei öll árin sem þau voru
saman.
John talaði oft við mig um hvað
hann væri hamingjusamur síð-
ustu árin og var það mikil huggun
fyrir mig að vita af honum í góð-
um höndum þar sem ég var svo
langt í burtu og þrátt fyrir veik-
indin var hann loksins hamingju-
samur og ánægður með líf sitt.
Ég kveð þig elsku bróðir og
þakka fyrir öll árin sem við áttum
saman, nú ertu kominn til pabba
og mömmu. Guð blessi þig og
geymi.
Þín systir,
Anne Helen Lindsay.
Minn kæri frændi hefur klárað
sína vist á þessu jarðríki. Hann
fékk styttri dvalartíma en gengur
og gerist en tímann nýtti hann
vel. John Lindsay eldri var í mín-
um huga ævintýramaður og svo-
lítill prakkari. Hann átti það til
þegar ég var ungur að dingla
óvænt á dyrabjöllunni á Miklu-
brautinni þar sem við fjölskyldan
bjuggum en hann dvaldi í Eng-
landi á þeim tíma. Þetta var ekki
eitt skipti heldur mörg sem hann
gladdi okkur með þeirri uppá-
komu sinni.
John var mikill mótorkall sem
hafði gaman af hraðskreiðum far-
artækjum og viðgerðarstússi. Í
einni heimsókn til Johns í Eng-
landi skellti hann mér aftan á
mótorhjólið sitt og brunaði um
göturnar og reykspólaði. Í ann-
arri heimsókn skellti hann mér í
hraðbátinn sinn og brunaði svo
hratt af stað að mér fannst bát-
urinn vart snerta öldurnar. John
var oft á faraldsfæti og hafði gam-
an af því að skoða heiminn.
Stundum ferðuðust þeir feðgarnir
John og John yngri saman en þeir
voru alla tíð mjög nánir enda áttu
þeir margt sameiginlegt og þá
sérstaklega ástríðuna fyrir bát-
unum sem þeir kepptu saman á
með góðum árangri.
John var ungur í anda og ég
fékk alltaf þá tilfinningu að hann
væri miklu yngri en hann raun-
verulega var. Svo mikill var gals-
inn hjá honum að oft fannst mér
ég frekar vera að sprella með
jafnaldra mínum en bróður móð-
ur minnar. Síðustu árin róaðist
hann þó eitthvað en það var nú
ekki vegna þess að hann væri eitt-
hvað að eldast heldur hafði krabbi
tekið sér bólfestu og sett á hann
hömlur. John neitaði þó alltaf að
vera sjúklingur og lifði lífinu eftir
sínu höfði.
Síðustu árin sýndi hann mild-
ari hliðina á sér sem var óvænt ný
sýn á hörkutólið með húðflúrin
sín. Það er með miklum söknuði
að þurfa að kveðja hann John
langt um aldur fram en ég veit að
hann lifði í raun fullt mannslíf á
þeim tíma sem honum var úthlut-
að því aldrei slakaði hann á fyrr
en hans tími var kominn.
Franz Gunnarsson.
John Ó. Lindsay
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ERLU JÚLÍUSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi.
Birgir Stefánsson,
Þorgerður Edda Birgisdóttir, Jón Ellert Sverrisson,
Brynhildur Birgisdóttir, Einar Þór Jónatansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra frænda og vinar,
EYJÓLFS EYJÓLFSSONAR
frá Botnum í Meðallandi,
Sundlaugavegi 24,
Reykjavík,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
fimmtudaginn 5. júlí.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Halldórsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður minnar,
fóstursystur, móðursystur og ömmu,
HELGU FOSSBERG.
Ragna Fossberg, Björn Emilsson,
Cyril Edward Hoblyn, Sigríður Ólafsdóttir,
Einar Örn Thorlacius,
Jóhanna M. Thorlacius,
Anna R. Magnúsardóttir,
Ívar Örn Helgason.
✝
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför elskulegs bróður
okkar, mágs og frænda,
BJARNA BJARNASONAR,
Krummahólum 8,
Reykjavík.
Ragnheiður Óskarsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson,
Lára Bjarnadóttir, Theódór Kárason,
Elín Bjarney Bjarnadóttir, Friðrik Helgi Vigfússon
og frændsystkin.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ODDNÝJAR DANÍELSDÓTTUR
frá Fossseli í Hrútafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eirar fyrir alúð
og umhyggju.
Daníel Bergur Gíslason, Helga Björk Jónsdóttir,
Brynjólfur Gíslason,
Arndís Gísladóttir, Ásgeir Sigurðsson,
Signý Gísladóttir, Ingvar Ágúst Þórisson,
Kristín Gísladóttir, Halldór Kvaran,
Ragnheiður Gísladóttir, Haukur Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
AÐALBJÖRG ÁSTA ÁSKELSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
SEN, SRN, SCM,
frá Akureyri,
lést á Bedford Hospital föstudaginn 13. júlí.
Hún verður jarðsungin frá All Saints Church
í Cople, Bedfordshire, fimmtudaginn 26. júlí.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Anna Askels,
Bernard Wallace,
Heimir Áskelsson.