Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 FÁST HJÁ OKKUR HINIR SÍVINSÆLU DAGSKRÁ Laugardagur 28. júlí Rokktónleikar á túninu við kirkjuna frá klukkan 13 – 17. Fram koma: Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur, Bubbi Morthens, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Kynnir Dóri DNA. Sunnudagur 29. júlí Hátíðarmessa kl. 14.00. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Séra Önundur S. Björnsson sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Einsöngur Maríanna Másdóttir, selló Uelle Hahndorf, orgel Guðjón Halldór Óskarsson, Kirkjukór Breiðabólstaðarsóknar syngur. Að lokinni messu er boðið í kirkjukaffi í hlöðunni á Breiðabólstað. Knattspyrnufélag Rangæinga annast veitingasölu á útihátíðinni. Aðgangur ókeypis á öll hátíðarhöldin. Allir hjartanlega velkomnir. Næg tjaldstæði við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. Sóknarnefnd Breiðabólstaðarsóknar. Útitónleikar og hátíðarmessa á Breiðabólstað í Fljótshlíð 28. og 29. júlí Aksturstími frá Reykjavík er ein og hálf klukkustund. 100 ára afmælishátíð Breiðabólstaðarkirkju Kirkjan & fólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur.Dóri DNA. Bubbi Morthens. Helgi Björns. Frú Agnes M. Sigurðardóttir. Séra Önundur S. Björnsson. Gervihnattamyndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 12. júlí sýna merki bráðnunar á 97% af yfirborði íshellunnar á Grænlandi. Frá því að mælingar hófust hefur íshellan aldrei bráðn- að hraðar en nú í júlímánuði en vísindamenn eru bæði undrandi og uggandi yfir þessari þróun. Myndir frá þremur gervihnött- um sýna hvernig bráðnun varð á nær öllu yfirborði íshellunnar á aðeins fjórum dögum, frá 8. júlí til 12. júlí. Þær komu vísindamönnum NASA svo á óvart að þeir héldu fyrst að um mistök væri að ræða. „Þetta var svo undravert að fyrst efaðist ég um niðurstöð- urnar: var þetta raunverulegt eða var þetta vegna gagnavillu?“ er haft eftir vísindamanninum Son Nghiem í tilkynningu frá NASA. Hann ráðfærði sig við kollega sína, loftslagsfræðinga og sérfræð- ing sem fylgist með yfirborðs- hitastiginu á Grænlandi, en þeir staðfestu niðurstöðurnar. Á aðeins fjórum dögum hafði það svæði þar sem bráðnun átti sér stað á yfirborðinu stækkað úr því að ná yfir 40% íshellunnar í það að ná yfir 97% hellunnar. „Ef þú lítur á myndina frá 8. júlí þá sérðu hvernig hámarks- hlýnun yfir sumartímann gæti litið út. Það hafa komið tímabil þar sem bráðnun hefur átt sér stað í meiri hæð í stuttan tíma, kannski í dag eða svo, en að hún skuli ná yf- ir gjörvallt Grænland líkt og þetta er óþekkt, sannarlega á tímabili gervihnattagagna,“ sagði jökla- fræðingurinn Jay Zwally hjá Goddard geimferðastöð NASA í samtali við breska dagblaðið Guardian. Verður á 150 ára fresti Lara Koening, annar jöklafræð- ingur hjá Goddard, segir bráðn- unar af þessu tagi verða vart á 150 ára fresti, en varar við því að bráðnunin í ár geti haft víðtækar afleiðingar. „Ef við höldum áfram að verða vör við bráðnunar-viðburði af þessu tagi á næstu árum, þá er það verulegt áhyggjuefni,“ segir hún en nærtækustu afleiðingar umfangsmikillar bráðnunar eru hækkun á yfirborði sjávar og frek- ar hlýnun á norðurskautinu. Hvað varðar orsakir bráðnunar- innar segir loftslagsfræðingurinn Thomas Mote að vísbendingar séu um hitahvelfingu yfir Grænlandi, eða óvenju öflugan heitaloftsgarð. Nær allt yfirborð íssins að bráðna AFP Grænland Yfirborðsbráðnunin 8. júlí (t.v.) og 12. júlí (t.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.