Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 11
Leiðsögumaður Skúli er mikill náttúruunnandi og fer oft í gönguferðir, hér er hann við Gjána í Þjórsárdal. Gálgatóft. En hið merkilega er að sú tóft er aðeins nokkurra áratuga göm- ul. Undirtitill göngunnar hjá mér á laugardag er því spurningin: Voru menn hengdir þarna eða er þetta að- eins tilvalinn staður til þess? Svipaðar spurningar vakna þegar skoðuð eru gálgaörnefni víðar um land.“ Ekki látnir hanga ofan í þingmönnum Skúli segir að rétt fyrir neðan gálgakletta í Reykholti sé Vinnu- konuvík. „Sagan segir að þar hafi vinnukonu rekið á land sem hafði far- ið í ána. Ég hef leitað fanga víða og verið að nema af mér fróðari mönnum í þessum örnefnamálum. Páll Sig- urðsson lögfræðingur hefur til dæmis stúderað aftökur mikið í tengslum við örnefni. Mjög víða um land eru ör- nefni sem tengjast dauða fólks og af- tökustaðaörnefni er víða að finna í grennd við þingstaði frá fyrri tíð. Páll hefur sett fram þá kenningu að menn hafi hér áður fyrr dæmt til lífláts á þingstöðum en farið með menn spöl- korn frá til að taka þá af lífi, svo þeir væru ekki hangandi í gálganum ofan í þingmönnum. Þetta var gert áður en allar aftökur fóru fram á Þingvöllum. Það að þó nokkur aftökuörnefni finn- ast í grennd við forna þingstaði, renn- ir stoðum undir þessa kenningu.“ Myrtur með stórri hellu Alræmda morðmálið sem Skúli ætlar að tala um í göngunni, segir af Helludals-Guddu, en hún bjó í Hellu- dal í Biskupstungum seint á átjándu öld. „Hún bjó þar ásamt Jóni Giss- urarsyni manni sínum en hún var í tygjum við Jón nokkurn Guðmunds- son og fékk hann til að drepa bónda sinn. Þetta er dómsmál með vitna- leiðslum og Gudda þverneitaði öllu en Jón játaði og var sendur út til fangavistar. Þau skötuhjú og saka- menn, Gudda og Jón, reyndu að láta dauðsfallið líta út fyrir að vera vinnu- slys, að Jón hefði fengið stóra hellu í höfuðið þar sem hann var við vegg- hleðslu. Hella þessi var sönnunar- gagn í málinu og hún var flutt á þing- staðinn á Vatnsleysu. Hellan var lengi á Vatnsleysu og var notuð í upphleðslu á húsi þar og ég veit að sumu heimafólki þar hefur verið illa við þessa hellu.“ Vopna-Teitur gekk með vopn Skúli hefur meðal annars leitað eftir munnlegum heimildum í vinnu sinni við að grafast fyrir um sagnir á bak við örnefni og hann segir að vissulega megi gera ráð fyrir að breytingar verði á slíkum sögum í gegnum kynslóðir og að þær þróist. „Munnmælasögur draga alltaf dám af samfélaginu hverju sinni,“ segir Skúli og bætir við að í Biskups- tungum sé einnig að finna örnefni tengd vopnaviðskiptum manna. „Til dæmis Teitsdæl sem er í landi Bræðratungu, en þar er dæld í landslaginu sem sagt er að Vopna- Teitur hafi verið gómaður. Hann hafði verið að afla sér heyja sem hann taldi sig eiga, en Bræðratungu- menn voru ekki á því. Þegar þeir komu að honum var Teitur búinn að binda hey upp á hestana en þeir komust í veg fyrir hann og viður- eigninni lauk með því að þeim tókst að skera á klakkana. Enginn var drepinn en Vopna-Teitur fékk viður- nefið af því hann gekk alltaf með vopn á sér.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gálgagangan hefst á laugar- dag kl. 14 og verður lagt upp frá Reykholtsskóla. Gangan tekur um einn og hálfan til tvo tíma. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er hressing inni- falin. Verði veður óhagstætt er möguleiki að komast í skjól á Kaffi Kletti í lok göngunnar, þar sem göngufólki gefst næði til að skrafa saman og hlýða á samantekt leiðsögu- mannsins, Skúla Sæland. Gálgaganga FRÓÐLEGT OG GAMAN Börn verða í fyrirrúmi á nýrri sýn- ingu sem opnar í MoMa, nýlistasafni New York, nú í lok mánaðar. Þar verður að finna leikföng, húsgögn í barnastærð og leiksvæði á sýningu sem skoðar hönnun fyrir börn á 20. öldinni. Sýningin kallast Century of the Child: Growing by Design, 1900- 2000, og er með henni rýnt í tákn- rænt samband milli barna og lista- manna sem hanna fyrir þau. „Líkja má uppgötvunum barnæskunnar við nýstárlegar hugmyndir um hönnun og sköpunargáfu. Sameiginlegt ein- kenni barna og listamanna er ein- lægni og jafnvel óhlýðni. Slík sýning gefur okkur hér því enn meira frelsi,“ segir Juliet Kichin, for- stöðumaður arkitektúr- og hönn- unardeildar safnsins. Á sýningunni má sjá yfir 500 gripi frá 20 löndum og þó að margir séu úr eigu safnsins má einnig sjá þar gripi sem eru í fyrsta sinn til sýnis í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal má nefna brúðuhús eftir skoska hönn- uðinn Jessie Marion King frá árinu 1912-13 sem gert er úr leðri og við. Fyrir áhugasama sem ferð eiga um New York ber að nefna að sýningin stendur til 5. nóvember og má lesa nánar um hana á vefsíðu Reuters. Sýning tileinkuð börnum á nýlistasafni New York MoMa fullt af leikföngum, leik- svæðum og barnahúsgögnum Barnahúsgögn Á sýningunni verða margir gripir tengdir börnum til sýnis. Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. júlí verð nú verð áður mælie. verð Nautabuff (kjötborð) ........................................... 1.798 2.398 1.798 kr. kg Nauta T-Bein (kjötborð) ....................................... 3.4981 2798 2.798 kr. kg Svínakótilettur (kjötborð) ..................................... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Hamborgarar 80gr 4stk pk................................... 620 720 620 kr. pk. SS Grískar svínaneiðar ........................................ 1.958 2.447 1.958 SS CajP’s Lærisneiðar ......................................... 2.695 3.369 2.695 kr. kg Sumarís Kjörís .................................................... 498 598 498 kr. pk. Hagkaup Gildir 26. - 29. júlí verð nú verð áður mælie. verð SS grískar grísahnakksneiðar ............................... 1.799 2.398 1.799 Holta ferskar lundir í magnpk. .............................. 2.253 2.854 2.253 kr. kg Holta vængir ferskir í magnpk............................... 314 449 314 kr. kg Íslandsnaut un piparsteik .................................... 2.744 3.659 2.744 kr. kg. Myllu eplalengja ................................................. 499 669 449 kr. stk. Myllu sérbökuð vínarbrauð................................... 159 259 159 kr. pk. Rex súkkulaði 40 g.............................................. 59 129 59 kr. stk. Myllu baguette 400gr.......................................... 219 299 299 kr. stk. Kjarval Gildir 26. - 29. júlí verð nú verð áður mælie. verð SS kryddlegnar lambatvírifjur ............................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg SS kryddlegnar lærisneiðar .................................. 2.756 3.445 2.756 kr. kg Bökunarkartöflur í lausu ...................................... 169 215 169 kr. kg Hindberjahorn .................................................... 49 199 49 kr. stk. Kókómjólk 6x250ml............................................ 467 549 467 kr. pk. Gunnars sósur 4 tegundir, 200 ml ........................ 254 299 254 kr. stk. Maryland kex 4 tegundir ...................................... 149 169 149 kr. kg Krónan Gildir 26. - 29. júlí verð nú verð áður mælie. verð Grísakótilettur magnpakkning .............................. 1.102 1.469 1.102 kr. kg Grísakótilettur ítalskri maríneringu ........................ 1.102 1.469 1.102 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar...................................... 1.182 1.689 1182 kr. kg Grísahnakki á spjóti NY/hvítl.&rósm ..................... 1.189 1.698 1189 kr. kg Grísahnakki úrb.NewYork marínering..................... 1.182 1.689 1182 kr. kg Grísahnakki úrb. erlendur .................................... 1.119 1.598 1119 kr. kg Lambalæri kryddað ............................................. 1.398 1.498 1398 kr. kg Ungnauta entrecote erlent ................................... 2.989 4.598 2989 kr. kg Plómur, askja 1000 g.......................................... 359 449 359 kr. pk. Klementínur í lausu............................................. 358 398 358 kr. kg Nóatún Gildir 26. júlí til 29. júlí verð nú verð áður mælie. verð Ungnautafille 4 piparmarineringar ........................ 3697 4349 3697 kr. kg Lambaframhryggjasneiðar kryddaðar .................... 1949 2298 1949 kr. kg Lambasúpukjöt, 1. flokkur ................................... 799 898 799 kr. kg Unganauta hamborgari 200gr. ............................. 298 359 298 kr. stk. ÍM kjúklingur heill ............................................... 789 939 789 kr. kg Sveppir í lausu .................................................... 896 995 896 kr. kg Grillbakki sætar kartöflur ..................................... 584 649 584 kr. kg Emmess Hversdagsís 3 tegundir........................... 398 478 398 kr. ltr ......................................................................... Þín Verslun Gildir 26. - 29. júlí verð nú verð áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði .................................. 1198 1898 1198 kr. kg Svínahnakki úrbeinaður úr kjötborði ..................... 1449 1898 1449 kr. kg Ísfugl kjúklingur læri/leggir .................................. 989 1239 989 kr. kg Toppur kolsýrður 2 l án bragðefna......................... 239 289 120 kr. ltr Trópí Tríó 1 l ........................................................ 299 419 299 kr. ltr MS Sýrður rjómi 18% 180 gr................................ 189 228 1.050 kr. kg Dalafeti í kryddolíu 325 gr. .................................. 449 525 1382 kr. kg Filippo Berio grænt pestó 190 gr. ......................... 398 549 2095 kr. kg Nescafé Red Cup kaffi ......................................... 329 389 581 kr. kg Maryland súkkulaðikex 172 gr.............................. 155 179 902 kr. kg Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.