Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Mávagræðgi Hann var heldur betur ákveðinn í að ná í ætið sem hann fann lykt af í tunnunni, þessi borgarmávur sem rétt eins og bræður hans er duglegur að bjarga sér en er þó mörgum til ama.
Árni Sæberg
Ríkisstjórnin hefur
nú unnið markvisst að
því í hálft fjórða ár að
innleiða sósíalisma á
Íslandi. Það hefur hún
gert með útvíkkun rík-
isvaldsins, auknu
regluverki og fleiri
boðum og bönnum.
Þeir sem standa ná-
lægt valdhöfunum hafa
fengið leyfi til að skara
eld að eigin köku á meðan aðrir
hafa þurft að horfa upp á rýrnun
lífskjara sinna og fækkun tækifæra.
Sósíalismi er slæm hugmynd
byggð á vondum ásetningi. Hann
gengur út á tvennt í raun, sama
hvað öllu orðagjálfri líður: Að koma
í veg fyrir að nokkur utan kjarna
valdhafa geti bætt kjör sín, og setja
þumalskrúfu á þá sem þóknast ekki
yfirvöldum. Sósíalistar boða hag-
fræði sem kvelur hagkerfið, og elur
á siðfræði öfundar, græðgi, yf-
irgangs og harðræðis.
Sósíalistar segja að hug-
myndafræði þeirra snúist um að
jafna lífskjör, sem hún gerir, því í
sósíalísku þjóðskipulagi hafa allir
það jafnskítt, nema fámenn yf-
irstétt valdhafa og þeirra sem
henni eru þóknanlegir. Sósíalistar
segjast berjast fyrir réttlæti og
vissulega finnst sósíalistunum rétt-
látt að ræna aðra og setja afrakst-
urinn í eigin vasa, en aðrir hljóta að
mótmæla réttmæti slíks „réttlætis“.
Núna, eftir þrjú og hálft ár af
innleiðingu sósíalisma á Íslandi eru
afleiðingar hans margar að koma
fram. Samkvæmt fréttablaði Rík-
isskattstjóra þurftu 59 fjölskyldur á
Íslandi að selja eignir árið 2010 til
að eiga fyrir hinum svokallaða
„auðlegðarskatti“, en hann er ann-
að orð fyrir hreina eignaupptöku
ríkisins. Smátt og smátt fer skatt-
stofn eignaupptökuskattsins allur í
felur eða til útlanda eftir krókaleið-
um. Hverja á þá að mjólka ofan í
ríkishítina?
Tölfræðin segir að
hagvöxtur hafi tekið
við sér á Íslandi en
við nánari athugun
kemur í ljós að hann
er meira og minna
skuldsett neysla hins
opinbera og ein-
staklinga. Fjárfesting
er nánast engin og þó
vantar ekki tækifærin
til að fjárfesta á Ís-
landi. Ríkisvaldið
stendur í vegi fyrir
verðmætasköpun og endurreisn
hagkerfisins.
Ísland er orðið að tilraunastofu
fyrir sambland af hagstjórn og póli-
tískri hugmyndafræði sem er marg-
reynd, virkar ekki og skilur eftir
sig eyðimörk af skuldum og sóun.
Þetta kusu Íslendingar yfir sig á
sínum tíma og hafa vonandi lært, í
eitt skipti fyrir öll, að af tvennu illu
er skárra að láta stjórna sér af
jakkafataklæddum en raunsæjum
íhaldsmanni en vinstrimanni fullum
af heift og hefndarþorsta, vopn-
uðum hagfræðikenningum stöðn-
unar og ríkiseinokunar. Best væri
þó að takmarka ríkisvaldið sem
mest, svo þeir sem starfa fyrir það
geri sem minnstan skaða.
Eftir tæpt ár verður kosið til Al-
þingis. Ætlar þú, kæri kjósandi, að
kjósa áframhaldandi sósíalisma og
ríkisforsjá, eymd og volæði, eða
eitthvað sem eykur frekar líkurnar
en hitt á því að þú fáir að ráða því
nokkurn veginn sjálf(ur) hvernig þú
hagar lífi þínu?
Eftir Geir
Ágústsson
»Ríkisstjórnin stend-
ur fyrir samblandi af
hagstjórn og pólitískri
hugmyndafræði sem er
margreynd og skilur
eftir sig eyðimörk af
skuldum og sóun.
Geir Ágústsson
Höfundur er verkfræðingur.
Viltu sósíalisma
eða frelsi?
„Það er ekki til neitt
sem heitir einka-
fjárfesting í Kína. Allir
þessir svokölluðu kín-
versku fasteignajöfrar
sem fjárfesta á er-
lendri grundu eru
háttsettir núverandi
eða fyrrverandi emb-
ættismenn í kínverska
kommúnistaflokknum.
Hvert eitt og einasta
þessara fjárfestingar-
fyrirtækja er með
deild eða sellu í kín-
verska komm-
únistaflokknum á bak
við sig. Kínverska rík-
isstjórnin getur yf-
irtekið þessi fyrirtæki
hvenær sem er.“ Þetta
segir Miles Yu um-
sjónarmaður frétta-
skýringardálksins In-
side China hjá
dagblaðinu The Wash-
ington Times.
Ég hef átt í tölvu-
póstsamskiptum við
Miles Yu undanfarna daga vegna
þekkingar hans á innviðum kín-
versks samfélags, nokkuð sem hefur
mjög skort á í umræðunni um fjár-
festinn Huangs Nubo og fyrirætl-
anir hans hér á landi. Ég bað Miles
Yu um að upplýsa mig í því skyni að
ég mætti birta orð hans í grein í ís-
lenskum fjölmiðlum. Ástæðan er sú
að ég hef áhyggjur af því hvert
þetta mikilvæga mál er að stefna,
því ráðherrar innan ríkisstjórnar Ís-
lands virðast vera fylgjandi fyr-
irætlunum Nubos, svo ekki sé talað
um sveitarstjórnarmennina. Tekið
skal fram að Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hefur þó verið
afar skýr og afdráttarlaus í and-
stöðu sinni við þetta mál.
Það sem vakti sérstaklega athygli
mína voru orð sem höfð voru eftir
Huang Nubo í dálki Miles Yu Inside
China í janúar en birtust fyrst í ís-
lenskum fjölmiðlum fyrir nokkrum
dögum. Þar talar hann niðrandi um
Íslendinga og kallar þá „sjúka“ og
„veikgeðja“: eða eins og haft er eftir
Nubo í The Wash-
ington Times: „The
Icelanders are sick and
they are weak,“ he sa-
id. „They feel scared of
the presence of a
strong young man.“
Nubo er
flokksgæðingur
Í áðurnefndri frétta-
skýringu í The Wash-
ington Times er einnig
fjallað um tengsl Nu-
bos við háttsetta valda-
menn í kínverska
kommúnistaflokknum
og þá spillingu sem
ríkir í flokknum á öll-
um stigum. Flokkurinn
ráði því algerlega
hverjir fá aðgang að
peningum og
viðskiptatækifærum,
en það séu að lang-
mestu leyti flokksgæð-
ingar. Sjálfur segir
Nubo í greininni vera
stoltur af því að vera
félagi í kínverska
kommúnistaflokknum.
Að sögn blaðamannsins Miles Yu
er allt sem kínversk yfirvöld gera
hugsað til langs tíma, áratugi fram í
tímann, og afar vel ígrundað. Þeir
ætli sér að komast til áhrifa á norð-
urheimskautssvæðinu, bæði vegna
auðlinda sem þar er að finna en
einnig vegna þess að ný siglingaleið
sem senn opnist um heimskautið
styttir vegalengdir frá Kína til Evr-
ópu um þúsundir kílómetra.
„Langtímaleiga á íslensku stór-
jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum til
Huang Nubos mun heldur ekki geta
hindrað það að Kínverjar eignist
landið þegar fram líða stundir.
Ímyndaðu þér kínverskan stjórnar-
erindreka sem vinnur á þessari
landareign í 10 til 15 ár, fær síðan
íslenskan ríkisborgararétt og getur
keypt landið samkvæmt íslenskum
lögum, sem leppur kínverskra
stjórnvalda,“ segir Miles Yu.
„Kínverjar eru að gera nákvæm-
lega þetta sama í Úkraínu. Þarlend
stjórnvöld hafa leigt þeim stór land-
svæði í tengslum við sameiginlegar
fjárfestingar ásamt kínverskum
fjárfestum, sem eru allar á vegum
kínverskra stjórnvalda. Og viti
menn, á næsta ári er gert ráð fyrir
því að yfirvöld í Úkraínu leyfi Kín-
verjum að kaupa land og ég spái því
að á næstu árum munu Kínverjar
efna til stórra landakaupa í Úkra-
ínu, beint eða óbeint,“ segir Miles
Yu.
Ósamræmanleg þjóðfélagsgildi
Að mínum dómi er rétt fyrir okk-
ur Íslendinga að staldra við og
hugsa út í hvílíkt glapræði það væri
að gera 30 þúsund hektara Íslands
að kínversku yfirráðasvæði. Grunn-
þjóðfélagsgildi þessara landa eru
ósamræmanleg. Hér eru mannrétt-
indi samkvæmt vestrænni lýðræðis-
hefð ofar öðrum gildum. Í Kína eru
þau virt að vettugi. Við Íslendingar
tökum Dalai Lama, leiðtoga Tíbets
sem býr í útlegð á Indlandi, opnum
örmum og styðjum réttindabaráttu
Tíbetbúa sem og baráttu kínverskra
andófsmanna gegn grófum mann-
réttindabrotum í heimalandi sínu.
Í grein sem Einar Benediktsson
fyrrverandi sendiherra, sem gjör-
þekkir alþjóðastjórnmál eftir ára-
tuga langt starf sem sendiherra,
skrifaði í Fréttablaðið 9. maí síðast-
liðinn segir hann: „Samvinnu við
Kína hérlendis sem tengist ein-
hverjum óljósum eigna- eða leigu-
yfirráðum þeirra á íslensku land-
svæði ætti alveg að útiloka. Slíkt er
meira mál en aðilar á sveitar-
stjórnarstigi og lögfræðingar iðn-
aðarráðuneytisins eigi að greina.
Um er að ræða grundvallaratriði ut-
anríkisstefnu Íslands í samskiptum
við erlend ríki og í þessu tilviki það
viðkvæma atriði, að allar langtíma
fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda
eru duldar og óþekktar. Langtíma
yfirráð Kínverja á íslensku land-
svæði væri fáránleg ráðstöfun.“
Ég tek fullkomlega undir orð
Einars og vil ganga enn lengra með
því að segja að þetta væri ekki að-
eins fáránleg ráðstöfun heldur bein-
línis hættulegar ráðagerðir fyrir
framtíð Íslands.
Eftir Elínu Hirst
» „Kínverska
ríkisstjórnin
getur yfirtekið
þessi fyrirtæki
hvenær sem er,“
segir Miles Yu,
fréttaskýrandi
hjá dagblaðinu
The Washing-
ton Times.
Elín Hirst
Höfundur er MA í sagnfræði
og fyrrverandi fréttastjóri.
Hættuleg ráðagerð