Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Heill heimur af ævintýrum Í síðustu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins 26. júlí kl. 20 mun Álf- heiður Ingadóttir, formaður Þing- vallanefndar, ræða um störf og stefnu Þingvallanefndar. Göngu- ferðin hefst á Valhallarreitnum þar sem fjallað verður um hugmyndir um framtíðaruppbyggingu á Þing- völlum eftir bruna Hótels Valhall- ar. Þingvallanefnd stóð fyrir viða- mikilli hugmyndaleit haustið 2011 um framtíð þjóðgarðsins og hvaða uppbygging eigi við í þjóðgarð- inum. Þaðan verður gengið að Lög- bergi og rætt um hlutverk og störf Þingvallanefndar. Að lokum verður gengið upp nýju göngubrúna um Almannagjá að Hakinu þar sem horft verður yfir Þingvallavatn og rætt um lífríki og vöktun Þingvalla- vatns og mögulega skráningu Þing- vallavatns og vatnasviðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Morgunblaðið/Jim Smart Formaðurinn leiðir Þingvallagöngu Snjáfjallasetur heldur fjölskylduhátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd helgina 27.-29. júlí í samstarfi við Ferðaþjón- ustuna Dalbæ. Dagskráin hefst með brekkusöng á föstudagskvöldinu kl. 21. Á laugardeginum verður knatt- spyrnumót kl 13. Frá kl. 16-18 verður menningardagskrá þar sem m.a. verður kynnt nýútkomin bók, Ævi- ágrip Kolbeins í Dal, með ítarlegum skýringum eftir Engilbert S. Ingvars- son, en í haust eru 150 ár liðin frá fæðingu Kolbeins sem var lengi afla- sæll formaður, hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður í Snæfjallahreppi og bjó lengst af í Unaðsdal og var kenndur við Dal. Á laugardagskvöld- inu verður tónlistardagskrá í Dalbæ frá kl. 20 og fram undir miðnætti. Á sunnudeginum verður messa í Unaðs- dalskirkju kl 14. Fjölskylduhátíð á Snæfjallaströnd Geitum hefur fjölgað um tæp þrjú hundruð á landinu á síðustu fimm árum og voru í fyrra ríflega átta hundruð talsins. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kemur út í dag. Í greininni seg- ir m.a. að verulegar áhyggjur hafi verið af því að íslenski geit- fjárstofninn hefði hreinlega getað þurrkast út, en árið 1983 voru ein- ungis um 200 geitur í landinu. Nú sé stofninn dreifður um landið. Geitum fjölgaði um 300 á fimm árum STUTT FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is „Forsendur hafa breyst á mjög skömmum tíma. Nú er til dæmis metanið búið að hækka um yfir 40% á rúmum tveimur árum, en auðvitað er þetta alltaf spurning um hvað er ekið mikið og hvort það hentar að hafa svona takmarkaða útbreiðslu á dælustöðum,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, aðspurður hvort það borgi sig ennþá að láta breyta bensínbifreið yfir í metan- bifreið en slík breyting kostar, líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær, um 400 þúsund ef miðað er við venjulega fjölskyldubifreið með ein- um gastanki. Spurning um akstursnotkun Að sögn Runólfs skiptir aksturs- notkun fyrst og fremst máli í þessu samhengi, þ.e. hvort metaneldsneyti samrýmist þeirri akstursnotkun sem um er að ræða. „Ef fólk er til að mynda að fara mikið út á land þá er einn akkilles- arhæll að þessir bílar eru oft með að- eins minni drægni á metaninu, þann- ig að þeir þurfa að keyra einhvern hluta af leið, ef þeir eru að fara lengri leiðir, á bensíni og það auðvit- að dregur úr hagkvæmninni,“ segir Runólfur og bendir jafnframt á að verðhækkanir á metaneldsneyti á síðustu tveimur árum séu langt um- fram þróun verðlags og sömuleiðis eflaust langt umfram væntingar þeirra neytenda sem létu breyta bif- reiðum sínum fyrir tveimur árum á þann máta að þeir gætu gengið fyrir metani. „Það er búið að flytja um það er- indi, m.a. á vettvangi Grænnar orku, að það sé hægt að fæða allavega 4.000 bíla, fyrir um 2-3 árum, en menn þurfa núna að fara út í ein- hverjar fjárfestingar til þess að mæta aukningu sem er samt ein- ungis rétt farin að tikka yfir þús- undið,“ segir Runólfur í samtali við blaðamann. Smábílaígildi Að sögn Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Metan hf. og Sorpu bs, hefur verið miðað við að núverandi metanframleiðsla ráði við 4000 smábíla. „Þetta eru ekki 1100 smábílar. Einn strætó tekur jafnmikið og 60 smábílar, einn sorpbíll tekur á við 20 smábíla og flestir af þessum breyttu bílum eru svona Ford Econoline, eða svona Ford-bílar, en þeir taka álíka mikið og strætó,“ segir Björn og bætir við að það þyrfti að reikna það út hvað þetta væri mikið í smábíla- ígildum. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að samtals væru 1.134 metan- bifreiðir á Íslandi, ef með eru taldar þær bifreiðir sem breytt hefur verið á þann veg að þær gangi fyrir bæði bensíni, eða dísel, og metanelds- neyti. Breyttar forsendur fyrir bílabreytingum Morgunblaðið/G.Rúnar Metanbílar Framkvæmdastjóri FÍB segir forsendur fyrir metanbreyt- ingum hafa breyst mikið á skömmum tíma. Bifreiðin hér að ofan er óbreytt. „Þetta er ekki rétt. Ég held að það hafi einu sinni komið fyrir að það kom raki í gasið og það fyrst þegar hleypt var á og það var vitað að það myndi gerast. En þetta með þrýstinginn er ekki alveg rétt, við höfum getað framleitt allt sem þeir þurfa, hinsvegar eru þeir ekki með nógu öfluga dælu til þess að taka við allan tímann,“ segir Björn H. Halldórsson, spurður út í ummæli Eggerts Þórs Krist- óferssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1, sem birtust í Morgunblaðinu í gær. Ekki raki í metaninu SORPA SVARAR N1 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framkvæmdir við nýja fiskeldisstöð Stolt Sea Farm utarlega á Reykja- nesi ganga samkvæmt áætlun, að sögn dr. Eyþórs Eyjólfssonar, fram- kvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Ís- landi. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga í notkun næsta vor. Búið er að jafna út svæðið þar sem platan verður steypt. Tilraunahola skilaði því sem búist var við og í framhaldinu verður boruð vinnslu- hola til sjóöflunar. Sjónum verður blandað við frárennslisvatn Reykja- nesvirkjunar til að tryggja kjörhita fyrir senegalflúru sem á að ala í fisk- eldisstöðinni. Vatnið þarf að vera 19°C - 22°C heitt. Húsin eru stálgrindarhús og verð- ur byrjað að setja þau upp í haust. Í fyrsta áfanga verða reist nokkur hús sem verða samtals rúmlega 20.000 m2. Húsnæði stöðvarinnar full- byggðrar verður um 75.000 m2. Fyrsti áfangi miðast við fram- leiðslu á um 500 tonnum af senegal- flúru á ári. Fullbyggð á stöðin að geta framleitt um 2.000 tonn á ári. Seiði verða flutt inn frá seiðaeldis- stöð Stolt Sea Farm á Spáni. Búið er að búa seiðaeldisstöðina undir að framleiða seiði fyrir fyrsta áfanga stöðvarinnar hér. Einn starfsmaður hefur verið í þjálfun á Spáni í tvo mánuði, auk hans eru tveir starfsmenn á skrif- stofu Stolt Sea Farm á Íslandi. Ey- þór sagði að 30-32 starfsmenn þyrfti í vinnu við 1. áfanga fiskeldis- stöðvarinnar. Verði hægt að taka eldiskerin í notkun næsta vor, eins og stefnt er að, má búast við fyrstu slátrun í byrjun árs 2014, að sögn Eyþórs. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykjanesvirkjun Fiskeldisstöðin mun nýta heitt afrennsli frá virkjuninni. Framkvæmdir eru á áætlun  Senegalflúrueldi á að hefjast í vor Stolt Sea Farm » Stolt Sea Farm er deild inn- an norska fyrirtækisins Stolt- Nielsen sem er skráð í norsku kauphöllinni. » Starfsmenn samstæðunnar eru um 5.000 á 33 starfs- stöðvum víða um heim. » Senegalflúra er heitsjávar- fiskur og vex hratt við góðar aðstæður. Hún er eftirsótt til matar og selst á háu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.