Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 25
stendur maður oft við grafar- bakkann og syrgir sjálfan sig – til eru fræ og það allt saman. En afi varð gamall. Þá spyr maður frekar hvað er farsælt líf. Ég naut þess að fá að læra í háskóla, heimspeki, og það helsta sem ég man úr því námi er gömul grísk speki að farsælt líf, það er tæki- færið að undirbúa sig vel fyrir dauðann. Afi fékk að vita að hann myndi deyja. En hann var undirbúinn. Hann rak smiðshöggið á eigin ævisögu. Alla tíð átti hann erfitt með ufsilon og í en hann skrifaði loksins bókina sína. Hann fékk tækifæri að taka saman ævi sína í þann poka sem hann kunni helst að meta, bókmenntir alvöru lífs. Valur Brynjar Antonsson. Valur föðurbróðir minn fædd- ist á Norðfirði, þröngum firði umlyktum háum, tignarlegum fjöllum. Neskaupstaður var fæð- ingarstaður hans og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann sem og margir fleiri samtíðarmenn hans voru miklir hugsjónamenn. Þetta var tími mikillar baráttu fyrir betri lífskjörum almennings. Valur var mikill jafnaðarmaður allt sitt líf, var með sterka rétt- lætiskennd og hélt sínum skoð- unum á því sem hann þar taldi máli skipta til æviloka. Á ung- lingsárunum stundaði hann nám í skipasmíði hjá Dráttarbraut- inni á Norðfirði. Á meðan á því námi stóð var hann kostgangari á heimili foreldra minna. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þeim árum tengdar Val, hann gaf mér ukulele og kenndi mér að spila á þetta fjögurra strengja hljóðfæri með strengjum úr katt- argörnum, sem leiddi til þess að á menntaskólaárum mínum varð ég gjaldgengur í skólahljóm- sveitina og vann fyrir mér með því að spila á gítar á dansleikj- um. Hvernig spil á kattargarnir gat síðar leitt til þess að ég þén- aði vel þó á óbeina vísu væri þar af, segir mikið um framsýni Vals! Valur átti fjölbreytta starfs- ævi, hann starfaði sem skipa- smiður, rak veitingaþjónustu að Grænuborg á Neskaupstað og einnig lærði hann húsasmíði. Á miðjum aldri flytur hann ásamt fjölskyldu til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Valur var enginn meðalmaður, hann var glæsilegur ásýndum, ævinlega flottur í tauinu eins og sagt er, viðræðugóður, léttur í lund, afar vel lesinn og vel að sér í málefnum líðandi stundar. Hann hafði listræna sýn á til- veruna, var einnig stórflinkur tómstundamálari, eins og ýmsir fleiri í fjölskyldunni og músík- alskur vel. Lengi vel skildu sjór og lönd okkur að, en eftir heim- komu mína tókum við upp þráð- inn á ný, tileinkuðum okkur nýj- ustu tæknina, Skypið, og áttum síðan mörg góð og skemmtileg samtöl um næstum hverja helgi um árabil. Valur var afskaplega fróður og minnugur á liðna tíma, skráði hann hjá sér minningar sínar frá æskuárunum á Norðfirði svo og hugrenningar sínar um foreldra sína og afkomendur aðra. Eru þessi merku skrif til í handriti sem afkomendur og frændfólk eiga eftir að lesa og njóta. Sagt er að þegar maður deyr er það eins og bókasafn brenni, svo má segja með sanni um hann frænda minn. Ég á eftir að sakna skemmti- legu samtala okkar í gegnum tíð- ina og vináttu áratuga. Nú er síð- asti Móhíkaninn úr föðurætt minni horfinn yfir móðuna miklu. Genginn er góður drengur og gegn. Far í friði frændi sæll, fylgi þér allar góðar vættir. Við Edda sendum eiginkonu Vals, Huldu Hannesdóttur, börnum þeirra og öðrum afkom- endum innilegar samúðaróskir. Sigurður Jónsson (Bonni). MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 ✝ Sigurður PéturÞorleifsson fæddist í Reykjavík 22.3. 1927. Hann lést á Landspít- alanum 19. júli 2012. Hann var sonur Þorleifs Þorleifs- sonar, ljósmyndara f. í Bjarnarhöfn, Helgafellssveit, Snæf. 11. júlí 1882, d. 3. apríl 1941 og Elínar Sigurðardóttur frá Bæ, Akranesi, f. á Innrahólmi 24. júní 1891, d. 4. mars 1985. Systkini Sigurðar: Amalía Kar- ólína Kristín Þorleifsdóttir 1911-1993. Þorleifur Þorleifsson 1917-1974. Oddur Hjaltalín Þor- leifsson 1922-2002. Eyja Pálína Þorleifsdóttir 1925-2003. Guð- jón Þorleifsson 1928. Guð- bjartur Hallbjörn Þorleifsson 1931. Kristín Þorleifsdóttir 1937. Samfeðra: Hjördís Þor- leifsdóttir 1916-1976. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Auði Elíasdóttur 27. mars 1948. Valgerður var fædd í Reykjavík 24. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Elías Sigurður stundaði fjölmörg störf um ævina. Má þar telja strætóbílstjóra, þungavinnu- vélar og viðgerðir. Vann á Keflavíkurvelli frá 1956 í nokk- ur ár. Byggingu háspennulínu frá Steingrímsstöð. Sjómennsku stundaði hann sem matsveinn á síldveiðum. Aðstoðarvélstjóri var hann á Brúarfossi 1962-68. Vann í Straumsvík við viðgerðir véla og við hafnargerð 1967. Hjá Heklu við bifvélavirkjun. Loks sem kaupmaður í Ljós- myndavöruversluninni Amatör þar sem hann átti lengstan feril, fyrst á Laugavegi 55 og síðar 82. Þar var m.a. rekin framköllunarþjónusta. Árið 1979 byrjaði hann að gera upp eyðibýlið Vallarhjáleigu í Gaul- verjahreppi. Alla tíð var honum hugleikið að gera við vélar og smíða alls konar tæki og tól, hvort sem það var að end- ursmíða traktora eða smíða hesthús sem átti að vera smátt en endaði sem stærðar skemma full af tækjum í Vallarhjáleigu auk þess að rækta tré sem í dag er orðinn mikill skógur. Hesta- mennskan tók mikinn tíma þar til Flórída tímabilið hófst. Frá 1999 bjó Sigurður að mestu á veturna í Orlando en síðustu tvo vetur leyfði heilsan ekki að hann gæti farið þangað. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 26. júlí 2012 klukkan 15. Högnason, f. á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, V-Skaft. 20. október 1894, d. 11. nóvember 1936 og Steinunn Auð- unsdóttir fædd í Eystri-Dalbæ í Kirkjubæjarhr. V- Skaft. f. 24. mars 1902, d. 29. júní 1991. Börn Sig- urðar og Valgerðar eru: Þorleifur Sigurðsson, kvæntur Brynju Dagbjarts- dóttur og eiga þau fjögur börn, Agnesi, Steinunni, Dagbjart og Þorleif og eru barnabörnin tólf. Hjalti Sigurðsson kvæntur Þór- eyju Dögg Pálmadóttur og eiga þau þrjú börn, Sigurð Pétur, Þórhall og Kristin Bjarka og eru barnabörnin þrjú. Margrét Sig- urðardóttir gift Þórði Jónssyni og eiga þau þrjú börn Svandísi Sif, Þórdísi Völu og Þröst Inga og eru barnabörnin þrjú. Sig- urður kvæntur Guðrúnu Björk Reykdal og eiga þau þrjá syni Þórarin, Auðun og Alexander. Einnig átti Sigurður börnin Gísla Sigurð, sem er látinn, Sig- rúnu Elsu og Jón Kristin. Í dag kveðjum við föður minn, Sigurð Pétur Þorleifsson. Æviferillinn er orðin langur og ýmislegt á dagana drifið. Á ung- lingsárum sínum vann hann í svo- kallaðri Bretavinnu og þar lærði hann ensku, nokkuð sem átti eftir nýtast vel síðar á ævinni. Um það bil sem ég fæddist starfaði hann sem sendill hjá Silla og Valda. Síðar eignaðist hann sinn eigin sendibíl, Packard fólks- bíl sem hann byggði yfir. Hann var einn af stofnendum Sendibíla- stöðvarinnar. Á 60 ára afmæli hennar var hann heiðraður sem einn af stofnendunum. Síðan var hann strætóbílstjóri í nokkur ár og ók í nýjasta hverfi borgarinnar sem þá var Kleppsholtið. Flesta farþegana þekkti hann með nafni og ef þeir voru ekki komnir á rétt- um tíma átti hann það til að gefa smá flaut. Næst fór hann að vinna á veghefli hjá Vegagerðinni og heflaði stanslaust Hellisheiðina og Keflavíkurveginn sem þá voru holóttir malarvegir eða vegaslóð- ar eins og við myndum kalla þá í dag. Þetta var árið 1957. Því næst fór hann í nútíma vegalagningu og réð sig til vinnu á Keflavíkurvelli við að malbika flugbrautir og vegi. Ameríski her- inn sendi nokkra Íslendinga, þ.á m. pabba, til Bandaríkjanna að læra á stórar þungavinnuvélar. Kom hann m.a. með prófskírteini upp á það að mega rífa upp stærstu gerð af trjárótum með stærstu gerð af Caterpillar jarð- ýtum. Enn söðlar hann um og fer á sjóinn. Réð sig á Brúarfoss sem vélamaður. Fórum við krakkarnir og mamma nokkrar ferðir með honum til fjarlægra landa, sem var mikið ævintýri í þá daga. Eftir að hafa unnið við allar þessar stórvirku vélar fór hann að vinna hjá Heklu 1969 við að gera við litl- ar Volkswagen bjöllur. Þegar Lilli bróðir pabba deyr 1974, tekur pabbi við Amatör, ljósmyndavöruverslun sem afi Þorleifur stofnaði 1925. Fljótlega keypti hann vélar til landsins sem framkölluðu myndir á klukkutíma og var hann einn af þeim fyrstu til að innleiða þá tækni hér. Um þetta leyti fékk pabbi áhuga á hestamennsku og hellti sér í það á fullum krafti eins og ávallt þegar hann tók sér eitthvað nýtt fyrir hendur. Árið 1977 gekk hann í Frímúr- araregluna og gegndi hann þar trúnaðarstörfum um tíma. Árið 1979 datt pabbi hreinlega um eyðibýlið Vallarhjáleigu og hóf ásamt fjölskyldunni mikla uppbyggingu. Þarna naut hann sín til fullnustu. Hóf trjárækt á landi þar sem áður var talið ill- ræktanlegt og er nú þar mikill skógur. Ásamt skógræktinni byrjuðum við feðgar að byggja upp allan húsakost á jörðinni og vorum við ötulir við það. Einnig sinnti hann sínu gamla áhugamáli sem voru vélar og gerði hann upp nokkra gamla traktora. Enn tók nýtt tímabil við, sem var Flórida. Þar keyptum við saman raðhúsaíbúð í Ventura hverfinu i Orlando 1999. Þarna voru pabbi og mamma í mörg ár og nutu lífsins meðan heilsa hans leyfði. En heilsu hans hrakaði nokkuð hratt síðustu árin og gat hann ekki notið Flórida síðustu tvö ár ævi sinnar. Hann kvaddi þennan heim 19. júlí sl. 85 ára, sáttur við lífshlaup sitt sem var fjölbreytt alla tíð. Þorleifur Sigurðsson. Eftir samfelldan og nánast ein- stakan góðviðriskafla í íslensku veðurfari, eru veðrabrigði í lofti. Skýin hrannast upp. Það dregur fyrir sólu. Þrátt fyrir það brjótast einstaka sólstafir í gegnum þykknið og varpa birtu þangað þar sem veikburða líkami, sem eitt sinn var þó sterkur og kraft- mikill, heyr sitt hinsta stríð. Sigurður Pétur Þorleifsson þraukar enn eins og oft áður. Þeg- ar allar dyr virðast lokaðar, leynist einhvers staðar ótrúlegt baráttuþrek sem fleytir honum yfir ótrúlega erfiða hjalla. En að lokum, hvað sem allri þrjósku líð- ur, finnur hann friðinn sem hann að lokum þráði, saddur lífdaga en sáttur við allt og alla. Það er erfitt að lýsa þessum manni. Í senn svo stór en samt svo smár. Svo sterkur en samt svo viðkvæmur. Strangur, jafnvel hrjúfur með sínar blíðu hliðar. Í senn svo blátt áfram, barn síns tíma, en samt svo flókinn per- sónuleiki. Vinur vina sinna. Völ- undur í höndum, hörkuduglegur og vinnuharkan orðlögð. Ég hef oft reynt að setja mig í einhver spor til að reyna að skilja hann. En það er ekki einfalt. Hann er að komast til vits og ára á einhverj- um mestu umbrotaárum í sögu landsins. Helstu mótunarárin ber upp á stríðsárin með öllum þeim umbyltingum í menningu, lífsstíl og afstöðu til lífsins almennt sem þeim árum fylgdi. Fyrstu kynnin einkenndust kannski af óttablandinni virðingu, en voru engu að síður sterk og eft- irminnileg. Viðvaranir voru margar, enda ráðist á garðinn þar sem hann var hæstur. Að gera sér dælt við einkadótturina. Jafnvel var reynt að forða því að við hitt- umst þá, en allt í einu stóðu stríðs- herrarnir frammi fyrir hvor öðr- um. Strákpjakkur að norðan var að stela gerseminni. Hringferð um landið sem alla jafna hefði átt að taka viku á þeim tíma, var tek- in á 2-3 dögum og pjakkurinn tek- inn í landhelgi. Allir sem vilja vita, vita að ásetningurinn var ekkert endilega að grípa pjakkinn glóð- volgan í landhelgi, heldur lágu aðrar hvatir að baki sprettinum á þjóðvegi 1. Þær þekkti pjakkur- inn ekki þá. Hvað um það, landhelgisbrot engu að síður! En fyrstu kynni voru góð, langdregin að vísu og einkenndust af mikilli orðgnótt um ágæti ættarinnar og hestak- lappi sem svo var nefnt. Þau ein- kenndust strax eins og alltaf af virðingu á báða bóga. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Það hefur sannast á mér og tengdapabba. Þó stundum hafi kastast í kekki, náðum við alltaf sáttum. Hann var hamhleypa til verka. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur var gert af ástríðu og ákafa, bikarinn tæmdur í botn. Hann var oft stórhuga og bjartsýnn þegar sá gállinn var á honum og fékk, að mörgum fannst, fáránlegar hug- myndir, en tókst yfirleitt að fá fjölskylduna í lið með sér að hrinda þeim í framkvæmd. Oftar en ekki, að vísu oft með ótrúlegri vinnu, lukkaðist framkvæmdin. Og fjölskyldan, ekki síst eiginkon- an, stóð ávallt þétt að baki honum, gegnum súrt og sætt, þykkt og þunnt. Löngu, ströngu og oft á tíðum ævintýralegu lífshlaupi er lokið. Við sem eftir sitjum ornum okkur við minningar um góðan dreng. Þórður Jónsson. Elskulegur afi minn er dáinn. Ég var svo heppin að fá að eyða með honum árum sem eflaust voru bestu ár hans og ömmu. Þau fengu Vallarhjáleigu þegar ég var eins árs. Ég var með þeim nánast hverja einustu helgi þegar var ég lítil og þegar allt var svo frum- stætt. Ég fylgdist með í öllum framkvæmdum í Vallarhjáleigu þegar mest gekk á og stórar að- gerðir á döfinni. Fórum við afi í Sanitas á föstudögum og keyptum goskassa, pepsi og mix svo enginn yrði þyrstur. Það var líka ýmislegt brallað í sveitinni og oftar en ekki var Þor- leifur litli frændi minn með líka, við drullumölluðum, byggðum kofa og ýmislegt. Þau opnuðu Amatör á Laugavegi 82 þegar ég var þriggja ára og þar kom ég mikið og oft og fór í hinar ýmsu útréttingar með afa fyrir búðina. Þegar ég var orðin aðeins eldri fékk ég stundum að vinna þar og það þótti mér ekki leiðinlegt. Ég bakaði líka oft jólaköku eða marmaraköku og færði afa. Ég æfði sund í Sundhöllinni og fór yf- irleitt snemma af stað á æfingar og kom við hjá afa og ömmu í búð- inni. Það voru forréttindi að fá að vera svona mikið með þeim og margar af mínum bestu æsku- minningum eru frá þessum tíma. Fyrir það þakka ég. Hvíl í friði elsku afi minn. Svandís Sif Þórðardóttir. Mig langar að minnast Sigga föðurbróður míns með örfáum orðum og blessa minningu hans. Foreldrar mínir eiga mörg systkini og í æsku var mikið um heimsóknir milli systkinanna. Man ég eftir heimsóknum til Sigga og Völlu á heimili þeirra og í búðina sem þau ráku á Lauga- veginum. En eftir að ég varð fullorðin minnkuðu tengslin og hver um sig komin með fjölskyldu. Ég var svo heppinn að fá að tengjast Sigga og Völlu fyrir nokkrum árum þeg- ar við áttum íbúðir á sama stað í Venturahverfinu í Orlando. Alltaf þegar við fórum út þá var eitt af því fyrsta sem gert var, það var að heilsa upp á þau. Það var yndis- legt að fá að kynnast þeim og gestrisni þeirra. Þegar við svo seldum íbúðina var Siggi fljótur að segja „Signý mín, þú veist þú getur alltaf kom- ið til okkar ef þú vilt koma til Or- lando“. Ég fékk tvisvar tækifæri til að vera hjá þeim og þá ásamt foreldrum mínum, nutum við gestrisni þeirra. Ég kom alltaf heim frá þeim full eldmóði að ég skyldi verða eins dugleg og góð húsmóðir og Valla „frænka“ sem er einstök að hugsa vel um sitt heimili og sína nánustu. Vil ég þakka fyrir góð kynni sem eru dýrmæt í banka minninga. Siggi var orðinn slappur síðustu ár. Undarfarið hef beðið ég algóðan Jesú að vaka yfir honum og taka hann inn í himininn sinn þegar að hans stundu kæmi. Í Biblíunni stendur: Sólin verður ekki framar ljós þitt um daga og tunglið ekki birta þín um nætur heldur verður Drottinn þér eilíft ljós og Guð þinn verður þér dýrðarljómi. Sól þín gengur aldrei til viðar og tungl þitt minnkar ekki framar því að Drottinn verður þér eilíft ljós og sorgardagar þín- ir á enda. (Jesaja 60:9) Drottinn blessi minningu Sigga frænda. Signý Guðbjartsdóttir. Kær vinur Sigurður Þorleifs- son kaupmaður er látinn. Fyrstu kynni okkar bar að í barnaskóla Miðbæjar við tjörnina í Reykja- vík 1938. Báðir söfnuðum við frí- merkjum, skipamyndum og Kaaber kaffipoka litmyndum frá Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Söfnunar- og skiptimyndakynni okkar Sigurðar héldust fram að hernámi Íslands 1941. Fjöl- breytni erlendra frímerkja stór- fækkaði á hernámsárunum og allt umhverfi unglinga á okkar aldri umturnaðist. Svo mikið bar fyrir augu og eyru hernámsárin að gömul gildi hurfu á skömmum tíma. Iðnnám og mikil vinna tók við. Áratugir líða þar til við Sig- urður hittumst að nýju báðir giftir og margra barna feður. Ég átti erindi á bílaverkstæði Heklu, þar er Sigurður verkstjóri og sérhæfður í öllu sem viðkom Volkswagen. Þetta voru ánægju- leg endurkynni og enduðu með því að minn bíll er skilinn eftir og ég orðinn eigandi að Ford Tau- nus. Sigurður Þorleifsson var prúðmenni og félagi Frímúra- reglunnar á Íslandi. Hann var ávallt yfirvegaður og úthalds- góður í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Má m.a. nefna ljós- myndavöruverslunina Amatör við Laugaveg. Hesthús reisti hann í hesthúsabyggð í úthverfi borgarmarkanna. Hjónin festa sér kaup á bújörð í Árnessýslu, nefnd Vallarhjáleiga og hefja vísi að trjárækt og stofn af fiðurfé. Þegar þetta hefur verið lagt að baki þá heilla Bandaríki N.A. Sigurður og Valgerði Elíasdótt- ur, konu hans. Þau festa sér íbúð í Orlandó og dvöldu þar langtím- um saman og heimsóttu Hawaii. Sigurður og Valgerður festa kaup á íbúðarhæð í sama húsi og við hjónin við Egilsgötu í Reykjavík. Gagnkvæm virðing og tillitssemi hefur ríkt milli beggja fjölskyldna frá upphafi. Þegar við hjónin kveðjum Sigurð hinstu kveðju í dag viljum við þakka eiginkonu Sigurðar, Val- gerði, sem syrgir góðan eigin- mann, fyrir eljusemi hennar fyr- ir blómarækt til fegrunar fyrir húseignina á Egilsgötu. Ekki í eitt einasta skipti í áratug kom upp ágreiningur á milli fjöl- skyldna okkar. Alltaf ríkti góð samvinna um framkvæmdir og viðhald sameignarinnar. Við hjónin og börn okkar vott- um þér kæra Valgerður og þín- um börnum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við óskum Sigurði velfarnaðar á þeim leiðum sem framundan eru. Anna Guðný Ármannsdóttir og Hermann Bridde. Sigurður Pétur Þorleifsson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.