Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Manneskjanhefur ríkaþörf fyrir
að vera í liði. Sam-
eiginlegur óvinur
þjappar jafnvel þeim saman sem
eiga fátt sameiginlegt og hafa
horn í síðu hver annars. Að-
þrengdir stjórnmálamenn hafa
bjargað sér á síðustu stundu af
því að þeir fengu ákjósanlegt stríð
upp í hendurnar.
Stjarna frú Thatcher stóð ekki
hátt á himni þegar argentínskir
herforingjar, sem hrifsað höfðu
pólitísk völd þar í landi til sín,
ákváðu að leggja Falklandseyjar
undir sig. Frú Thatcher ákvað að
halda sínum hlut, þótt hann væri í
þúsunda mílna fjarlægð frá Bret-
landi, en lægi nærri ströndum
Argentínu. Járnfrúin fæddist, en
herforingjastjórnin dó. Þetta var
þröngt afmörkuð smástyrjöld. En
hún dugði til þessarar útkomu og
það gleymdist fljótt að fjölmargir
ungir hermenn týndu öllu sínu
eða komu limlestir frá hildar-
leiknum.
Hernaðarbrölt þeirra Came-
rons og Sarkozy í Líbíu dugði
þeim síðarnefnda ekki til að halda
sínu, enda tilgangurinn óljós. Auk
þess náði forsetinn ekki að
hreinsa sig af ásökunum um að
gamli Líbíuleiðtoginn hefði verið
örlátur fjárhagslegur bakhjarl
forsetans þegar hann brölti til
valda. Langdregin stríð eru síst
allra til vinsælda fallin. Ekki síst
ef þau fara fram nánast í beinni
útsendingu og tapast í lokin.
Víetnamstríðið er
styrjöldin sem
Bandaríkin töpuðu.
Heimkomnir limlest-
ir hermenn höfðu
ekki einu sinni hetjustimpilinn til
að vinna á móti sinni örkumlun og
var ekki huggun ekkjum og mun-
aðarleysingjum. Sú og önnur
hörmung síðari tíma stríða heldur
þess vegna aftur af þrá stjórn-
málamanna til að baða sig í kast-
ljósi sigurvegarans.
Íraksstríð Bush og Blairs var
velheppnuð aðgerð út frá sjónar-
miði stríðsins. En forsendan sem
gefin var fyrir því fannst ekki
þegar til kom. Þess vegna horfa
menn nú fremur til hörmunganna
sem af öllum stríðsrekstri leiðir,
ekki síst þeim sem háður er með
ofurvopnum nútímans.
Það er vissulega fagnaðarefni
að Írak virðist vera að feta sig lýð-
ræðisbrautina og skera sig þannig
úr á svæðinu. En hvað stendur
það lengi? Stríðið í Afganistan er
ekki sigurstríð, þótt miklu hafi
verið kostað til. Sú tilfinning er að
grípa um sig að þar muni lýðræð-
ismenn falla á tíma. Óvininum
nægir að bíða og láta heimamenn
vita að skammt sé þangað til að
þeir verði varnarlausir á ný.
Tímabil miðalda hefjist þá aftur.
Pakistan er ekki fjarri þeim
tíma. Það verður því að horfast í
augu við að grátlega lítið hefur
hafst upp úr krafsinu og kostn-
aðurinn, á fleiri mælikvarða en
einn, er ógurlegur. En var samt
ekki rétt að reyna? Það er efinn.
Hefði verið betra að
hafast ekki að?}
Öll stríð vond –
Töpuð stríð verst
Enn er mönnum ífersku minni
þegar umsjónarmenn
kosningavöku Ríkis-
útvarpsins gættu ekki
stillingar þegar úrslit
forsetakosninga þókn-
aðist þeim ekki. Ekki
er ástæða til að rifja
upp alla þá takta sem skylduáskrif-
endur þurftu þá að umbera fram eft-
ir nóttu. En eitt er það sem þó verð-
ur ekki komist hjá að nefna.
Kosningavökumenn voru með sí-
felldar tilvísanir í dóm Hæstaréttar
um stjórnlagaþingskosningar og
voru formerki þeirrar umræðu ekki
aðeins neikvæð heldur beinlínis allt
að því farsakennd.
Sjálfsagt hefur einhver innan
þessarar ríkisstofnunar, sem um-
fram aðrar skal vera vörður óhlut-
drægni í umfjöllun, séð að í ógöngur
var komið. Ekki var þó farin sú leið
sem sjálfsögð var og eðlileg að biðja
lögþvingaða burðarmenn stofnunar-
innar afsökunar. Þess í stað var
reynt að fylgja málinu eftir í fréttum
á þeim dögum sem í hönd fóru til
þess að gefa hinni fáránlegu um-
ræðu á kosninganótt einhvers konar
lögmæti.
Var meðal annars rætt við lög-
mann sem kynntur var til sögunnar,
sem „mannréttindalögfræðingur“,
rétt eins og það heiti eigi ekki við
um alla starfandi lögmenn í landinu.
Sá sagði við frétta-
manninn að Hæsti-
réttur hefði markað
þá stefnu með stjórn-
lagaþingsdómi að sér-
hver annmarki á kosn-
ingum skyldi leiða til
ógildingar þeirra.
Fréttamaðurinn gerði
enga sjálfstæða athugun á þessari
fullyrðingu, gleypti hana hráa og
fleytti henni áfram til þjóðarinnar
með óhlutdrægnisstimpli RÚV.
Ekki var heil brú í þessum mála-
tilbúnaði. það hefði meira að segja
ólöglærður fréttamaðurinn sjálfur
séð hefði hann látið svo lítið að lesa
dóminn sem verið var að fjalla um,
sem var lágmarkskrafa við und-
irbúning fréttarinnar.
Sex dómarar Hæstaréttar höfðu
samhljóða komist að þeirri nið-
urstöðu að ekki yrði komist hjá því
að ógilda fyrri kosninguna vegna yf-
irþyrmandi annmarka tengdra
henni, sem raktir eru í dóminum.
Nú hafa tólf dómarar Hæsta-
réttar afgreitt samhljóða þær kærur
sem Ríkisútvarpið hefur reynt að
blása út í fréttum sínum og í sér-
stökum yfirvinstrisinnuðum áróð-
ursþætti, Speglinum. Er niðurstaða
dómaranna 12 eins og allir máttu
vænta að hún yrði. Því skal spáð að
Ríkisútvarpið muni ekkert læra af
þessu máli fremur en svo mörgum
öðrum á síðustu árum.
Það er vaxandi
áhyggjuefni hve vel
fjáð ríkisstofnun
heldur illa á sínu
verkefni}
Verður lærdómur dreginn?
Þ
að er furðulega sterk hneigð í ís-
lensku samfélagi að líta á gamalt
fólk nánast sem óvita sem þurfi að
hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér
ekki að voða. Þannig finnast ein-
staklingar sem skotra stöðugt áhyggjuaugum
til gamla fólksins og telja brýnt að hafa vit fyrir
því og helst geyma það á stofnun þar sem ekk-
ert ónæði stafi af því. Nú er samt svo að gamalt
fólk hefur yfirleitt sjálfstæðan vilja og á ekki í
erfiðleikum með að mynda sér skoðanir. Það
þarf ekki stöðugt að taka ákvarðanir fyrir þetta
fólk eins og það sé ómálga börn heldur á það,
eins og aðrir fullorðnir, rétt á því að velja úr
sem flestum möguleikum. Ellin á ekki að verða
til þess að fólk sé sett á geymslustað þar sem er
komið fram við það eins og það sé úr sér gengið
eintak af manneskju sem sé búin að glata öllum
sjálfstæðum vilja og því þurfi að hugsa fyrir hana. Eins og
aðrir þarf gamalt fólk hæfilegan frið til að fá að vera það
sjálft.
Nú eru deilur um það hvort rétt sé að heimila sölu á
áfengi á veitingastað á Hrafnistu. Það er alveg dæmigert
fyrir íslenska umræðu að hópur manna skuli rísa upp
vegna þessarar hugmyndar og góla af angist yfir því að
gömlu fólki verði heimilað að kaupa sér rauðvínsglas á
veitingastað á dvalarheimilinu þar sem það býr. Þessi væl-
andi hópur, sem segist bera hagsmuni eldri borgara fyrir
brjósti, dregur síðan upp hrollvekjandi mynd af
útúrdrukknum og afvelta gamlingjum skapandi alls kyns
vandræði á viðkomandi dvalarheimili. Sem-
sagt: allsherjar sukk og svínarí.
Það var leitt að sjá forstjóra Hrafnistu við-
urkenna í kvöldfréttum sjónvarps að hann
hefði að sumu leyti fengið bakþanka vegna
harðrar gagnrýni á fyrirhugaða vínsölu til vist-
manna. Svo virðist sem alls kyns þrýstihópar
geti haldið fram hvaða vitleysu sem er og haft
áhrif vegna þess að of margir þola ekki gagn-
rýni og hætta jafnvel við ágætar fyrirætlanir
sínar af því öðrum líkar þær ekki. Bulli á
annaðhvort að svara fullum hálsi eða láta eins
og maður viti ekki af því. Síst af öllu eiga menn
að láta kverúlanta ráða för. Það var því hress-
andi að heyra þetta sama kvöld í tveimur eldri
borgurum sem hafa fengið nóg af bullinu og
mótmæla því kröftuglega. Á skjáinn birtist
eldri kona, vistmaður á Hrafnistu, greinilega
mikill kvenskörungur, sem mislíkaði að talað væri til eldra
fólks eins og stöðugt þyrfti að passa það. Hún sagðist hafa
verið húsmóðir í um sjö áratugi og taldi það sjálfsagðan
hlut að geta boðið gestum sínum upp á rauðvín með steik-
inni, eins og hún hefði gert áður í húsmóðurhlutverkinu.
Annar eldri borgari, fyrrverandi sjómaður, tjáði sig svo í
fréttatíma á annarri sjónvarpsstöð um bann við neftóbaki
og sagðist alfarið vera á móti boðum og bönnum. Það var
einkar ánægjulegt að heyra í fulltrúum gamla fólksins sem
töluðu svo hressilega gegn forræðishyggjunni. Megum við
sem flest verða jafn vasklegir eldri borgarar.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Vasklegir eldri borgarar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þ
að er heimild fyrir því í
lögum að tekið sé upp
þjónustugjald en áður en
endanleg afstaða er tek-
in til þess, hvort greiða
skuli almennt gjald til að koma inn í
þjóðgarðana, þyrfti að skoða hvernig
best sé að standa að slíku,“ segir Ólöf
Ýr Atladóttir ferðamálastjóri en víða
erlendis tíðkast það að ferðamenn,
jafnt innlendir sem erlendir, greiði
gjald fyrir aðgang að þjóðgörðum.
Þjóðgarðar eru friðlýst svæði
sem teljast sérstæð vegna landslags,
gróðurfars, dýralífs eða vegna sögu-
legrar helgi. Hér á landi má finna
þrjá slíka garða: Þjóðgarðinn Snæ-
fellsjökul, Þingvelli og Vatnajökuls-
þjóðgarð sem nær yfir um 13 prósent
af flatarmáli Íslands.
Fólk geti keypt sér aðgangs-
passa inn á svæðin
Ólöf Ýr segir til greina koma að
skoða hvort hægt verði að setja á ein-
hverskonar passakerfi sem veita
myndi viðkomandi ferðamanni að-
gang að þjóðgörðum og friðlöndum
hér á landi. „Í mínum huga er í sjálfu
sér ekkert sem mælir gegn því en
það þarf að skoða þetta í samhengi
við alla aðra þætti,“ segir Ólöf Ýr og
bendir t.a.m. á að áður en til gjald-
töku kæmi þyrfti t.d. að samræma
betur stjórn þjóðgarðanna og ákveða
upphæðina á gjaldinu.
„Það sem einum finnst vera hátt
gjald, finnst öðrum vera lágt. Ef
gjaldtaka yrði ákveðin þá myndi hún
auðvitað miðast að því að hún yrði
ekki hamlandi fyrir fólk,“ segir Ólöf
Ýr en féð gæti nýst vel til að byggja
upp aðstöðu og bæta enn frekar að-
búnað ferðalanga.
„Það er verið að gera mjög
marga fína hluti fyrir það fjármagn
sem að til er en auðvitað er verk að
vinna innan þjóðgarðanna og því
hægt að gera ýmislegt meira ef að til
væri meira fé.“
Tímabært að hefja gjaldtöku
Snorri Baldursson er einn fjög-
urra þjóðgarðsvarða í Vatnajökuls-
þjóðgarði og segir hann tímabært
orðið að hefja gjaldtöku.
„Persónulega finnst mér það al-
gjörlega sjálfsagt að taka gjald og ég
tel best að gera það með einhvers-
konar passakerfi,“ segir Snorri og
bendir á að ef fólk keypti sér að-
gangspassa yrði auðvelt fyrir land-
verði að sjá hvort viðkomandi ferða-
maður hefði greitt fyrir aðgang að
svæðinu. Segir hann ljóst að verði
passakerfið tekið upp gætu þjóð-
garðar og friðlýst svæði aflað sér
mikilla tekna sem kæmu sér einkar
vel til uppbyggingar með aukinni
þjónustu í för með sér við ferða-
menn.
Mikill kostnaður fylgir gjarnan
rekstri og uppbyggingu ferða-
mannasvæða enda brýnt að uppfylla
helstu kröfur ferðafólks þegar kem-
ur að nauðsynlegum aðbúnaði. „Bara
það að setja niður eina salernis-
aðstöðu á hálendinu, með skolp-
lögnum, rafmagni og öllu tilheyrandi,
kostar ekki minna en 10 milljónir,“
segir Snorri. Að auki segir hann
mjög dýrt að viðhalda og leggja
göngustíga um svæðið en jafnframt
er nauðsynlegt að leggja enn meiri
vinnu í þjónustusvæðin. „Það þarf
bara mikla uppbyggingu til þess að
verja náttúruna og þjóna þeim mikla
fjölda sem sækir þjóðgarðinn heim.“
Í starfi sínu sem þjóðgarðsvörð-
ur segist Snorri hafa orðið var við
vissa undrun á meðal erlendra ferða-
langa þegar í ljós kemur að ekki þarf
að greiða sérstaklega fyrir aðgang að
þjóðgarðinum. „Þeim finnst þetta í
raun merkilegt að ríkið skuli halda
þessu svona úti – frítt fyrir gesti og
gangandi.“
Gjald verði ekki
hamlandi fyrir fólk
Morgunblaðið/Rax
Stórbrotin náttúra Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008 og er
hann stærsti þjóðgarður í Evrópu.
„Við höfum fylgt stefnu stjórn-
valda sem fór af stað með
óbeina gjaldtöku í formi gisti-
náttagjalds sem datt inn í byrj-
un þessa árs,“ segir Þórður H.
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Vatnajökulsþjóðgarðs, en skatt-
inum er ætlað að afla tekna til
að stuðla að uppbyggingu, við-
haldi og verndun fjölsóttra
ferðamannastaða, friðlýstra
svæða og þjóðgarða. Féð sem
safnast rennur svo í sjóð og fá
þjóðgarðar og friðlýst svæði
40% fjármagns úr sjóðnum en
ferðamannastaðir, sem flestir
eru á vegum einkaaðila, 60%.
Þórður segist fremur vera
hlynntur óbeinni gjaldtöku en
beinni þar sem oft eru margar
leiðir inn í þjóðgarða og því erf-
itt fyrir starfsmenn að inn-
heimta gjald. Í ár er gert ráð fyr-
ir að um 300.000 ferðamenn
heimsæki Vatnajökulsþjóðgarð
og því segir Þórður vert að huga
að aukinni gjaldtöku svo tryggja
megi góðan aðbúnað.
Óbein gjald-
taka hentug
GISTINÁTTAGJALD