Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 36

Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Fjöllistahópurinn Shadez of Reykjavík hefur vakið athygli á vefmiðlum undanfarið fyrir tónlist- armyndbönd og stutta snjalla þætti. Þættirnir nefnast Shadez of Reykjavík og innihalda fjölbreytt efni af tónlist, grínsketsa, faldar myndavélar, viðtöl og jaðarsport, en hjólabrettaiðkun er áberandi. Upphaflega voru meðlimirnir þrír: Arnar Guðni Jónsson, Máni Kjartansson og Elvar Heimisson en fleiri hafa bæst í hópinn sem er orð- inn fjölskipaður listafólki á aldrinum 17 til 30 ára. „Fyrir tveimur árum ákváðum við að búa til þætti því við höfum mikinn áhuga á kvikmyndagerð og fórum að safna efni,“ segir Arnar Guðni talsmaður hópsins. Þeir hafa nýtt tímann vel í að skrifa handrit, semja tónlist, klippa saman og út- færa efnið. Þættina hafa þeir sett út á netið, einn í hverri viku síðustu tvo mánuði. Hægt er að nálgast þá á youtube.com. „Við byrjuðum á tónlistar- myndbandi svo hefur þetta þróast og er orðin hljómsveit og lista- grúppu. Mottóið okkar er að við er- um eins og sólin, við gefum og gleðjum án þess að biðja um eitt- hvað til baka,“ segir Arnar. thorunn@mbl.is Lúpínublús Shades of Reykjavík hefur fengið mikið áhorf á internetinu. Skuggar Reykjavíkur „Það urðu oft og tíðum ánægjuleg slys en það gerðist vegna þess að þetta hefur verið mjög opið ferli,“ segir Sigtryggur Baldursson stjórnandi þáttanna Hljómskál- inn sem sýndir voru á RÚV í vetur. Nýlega kom út mynd- og hljómdiskur samnefndur sjónvarpsþáttunum þar sem er að finna bæði efni úr þáttunum ásamt tónlist- inni sem samstarf hljómsveita og tónlistarmanna í Hljómskálanum leiddi af sér. Ásamt Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum, og Braga Valdimar Skúlasyni, Baggalúti, sá Sigtryggur um að hrista saman tónlistarmenn og hljóm- sveitir sem frumfluttu nýtt efni í þáttunum. „Ég hef gaman að sjá hversu fjölbreytt útkoman var, og hvað þetta fór í ólíkar áttir,“ segir Sigtryggur. „Við komumst fljótlega að því að okkur fannst skemmtilegast þegar bilið milli kynslóða var stærra, þegar eldri og yngri kynslóðum var att saman,“ segir Sigtryggur. „Ég varð var við mikla gagnkvæma virðingu milli þeirra, sem var áhugavert að fylgjast með. Eldri tónlistarmenn hafa gaman af því að vinna með yngri tón- listarmönnum, og sömuleiðis var það gott tækifæri fyrir yngri kynslóðina að vinna með eldri tónlistarmönnum. Þar myndast samtal milli kynslóða, sem er lærdómsríkt, skemmtilegt og gefandi í báðar áttir,“ segir Sigtryggur. Á plötunni eru áberandi fáar konur, eða aðeins fimm talsins af þrjátíu flytjendum í heildina. „Það er hluti af vandanum. Það eru miklu færri konur heldur en karlar í þessum bransa. Ef maður reiknar saman úrfellislög- málið þá er erfitt að hafa jafnan fjölda kvenna og karla, það verða alltaf fleiri karlar,“ segir Sigtryggur. Allar líkur eru á því að Hljómskálinn snúi aftur í Rík- issjónvarpið í vetur. „Sjónvarpið hefur lýst yfir áhuga á meira efni frá okkur,“ segir Sigtryggur. „Kiddi, Bragi og ég þurfum bara að fara að setjast niður og kanna mögu- leikana til þess að sjá hvað meira við höfum fram að færa. Við erum með allskyns hugmyndir en það er ekk- ert niðurneglt.“ larah@mbl.is Tónlistarkynslóðir tala saman í Hljómskálanum  „Lærdómsríkt, skemmtilegt og gefandi í báðar áttir“  Áberandi fáar tónlistarkonur á plötunni Morgunblaðið/Eggert Samsetningar Sigtryggur etur saman tónlistarmönnum og hljómsveitum úr ólíkum áttum í Hljómskálanum. THE DARK KNIGHT RISES Sýnd kl. 3:50 - 7 - 10:10 (Power) TED Sýnd kl. 5:50 - 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20 ÍSÖLD 4 ÍSL TAL 3D Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWE RSÝN ING KL. 10 :10 ÍSL TEXTI HHHH -FBL HHHH -MBL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 35.000 MANNS! ÍSL TAL MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS! 12 12 12 L TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 35.000 MANNS! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSÖLD 3D KL. 5.50 L TED KL. 8 - 10.10 12 SPIDERMAN 3D KL. 10.10 10 INTOUCHABLES KL. 5.50 - 8 12 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI DARK KNIGHT RISES KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 - 11.30 DARK KNIGHT RISES LÚXUS KL. 4.30 - 8 - 11.30 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.20 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.50 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12 WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 10.25 L TRANS HANN ER MÓÐIR OG TRANSMAÐUR „Ég bjóst alltaf við spurningunni: Hvað með börnin?”, segir Örn Danival Kristjánsson, transmaður, sem var þriggja barna móðir áður en hann hóf transferlið. Örn segir sögu sína í nýjasta þætti af TRANS hér á MBLsjónvarpi. Nýr þáttur alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.