Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Forsíðumerkingar Kjölmiðamerkingar V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Leikfangafyrir- tæki hefur nú lagt fram kæru á hendur Lady Gaga fyrir brot á samningi. Fyrir- tækið, sem er að hanna Lady Gaga-dúkkur, segir að söng- konan og hennar fólk hafi vísvit- andi brotið samning þeirra til að fresta útkomu dúkkunnar svo að tímasetningin hentaði þeim betur. Fyrirtækið fer fram á rúmar 125 milljónir íslenskra króna frá söng- konunni sem vill ekki kannast við að hafa brotið af sér. Lady Gaga kærð Ákæra Söngkonan stendur í deilum. Breska sveitin Happy Mondays hefur staðfest það að hún sé að vinna að nýrri plötu. Síðasta plata, þar sem allir uppruna- legu meðlimir bandsins tóku þátt, kom út árið 1992. Sveitin, sem hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi mun spila á Camp Bestival í vikunni. Nýtt efni Plata Von er á nýju efni frá sveitinni. Tölvupönksveitin Crystal Castles er nú að vinna að nýrri plötu og mun hún koma út í september á þessu ári. Platan var tekin upp í Varsjá og verið er að leggja lokahönd á verkið um þessar mundir í Lund- únum. Ethan Kath, meðlimur sveit- arinnar, hefur tjáð sig um plötuna og segir að hún verði í svipuðum dúr og þær fyrri. Alice Glass, söng- kona bandsins, hefur einnig tekið í sama streng. Plata frá Crystal Castles Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sig- urðsson opnaði sýningu á Galtarvita á Vestfjörðum á sumarsólstöðum og stendur sýningin til 7. ágúst næst- komandi. Verkin á sýningunni, sem eru fjögur, eru þrívíð verk unnin upp úr gömlum steyptum grunnum sem tengir þau saman. Hrafnkell vann verkin alfarið á staðnum þar sem hann dvaldi í einveru. Í frétta- tilkynningu lýsti hann vinnuferlinu svo: „Þetta var heillandi verkefni. Hugmyndin var að ég myndi vinna verk út frá staðnum. Þetta var óvissuferð. Þannig að ég mætti með það í huga að sjá bara hvað myndi gerast og það gerðist bara hell- ingur. Þetta var mjög sérstakt ferðalag. Sérstök einvera. Sérstakt vinnuferli. Alveg nýtt ferli fyrir mér.“ Myndlistarsýning var fyrst sett upp á Galtarvita síðasta sumar, en þá voru tíu ár liðin frá því að Galtar- viti var sóttur í fyrsta sinn heim af listamönnum. Gestir sem hafa áhuga á að komast á sýninguna komast þangað gangandi úr Skála- vík. Þá er haldið frá Bolungarvík, ekið í Skálavík og gengið þaðan um Bakkadal og um Bakkaskarð. Gang- an tekur um fjóra tíma. Hægt er að fara sjóleiðina að vitanum í góðu veðri, lendingin við Galtarvita getur verið varasöm ef sjór er ókyrr. Á staðnum er boðið upp á tjaldstæði eða svefnpokapláss. Heillandi verkefni Hrafnkels  Hrafnkell Sig- urðsson sýnir úti- listaverk við Galtarvita Bjartviðri Fjöldi gesta sótti sýningaropnunina og nutu leiðsagnar listamannsins um verkin í blíðskaparveðri. Ljósmynd/Hrafnkell Sigurðsson. Óvissa Verkin á sýningunni vann Hrafnkell á staðnum úr efnivið sem þar var að finna. Hann lýsti vinnuferlinu svo að það hafi verið ferð út í óvissuna. Ljósmynd/Hrafnkell Sigurðsson Þrívídd Verkin eru fjögur og samanstanda af þrívíðum verkum sem unnin eru upp úr gömlum steyptum grunnum sem tengja þau saman. ir Tjörvi. Rapparinn verður lík- legast Erpur Eyvindarsson en söngkonan en enn ófundin. Á tónleikunum spila einnig Prince Valíum, EinarIndra, og Samaris. Hljómsveitina Samaris skipa Áslaug Rún Magnúsdóttir, Þórður Kári Steinþórsson og Jó- fríður Ákadóttir, en þau fóru með sigur af hólmi í Músíktil- raunum í fyrra. Þrímenningarnir frumflytja ný verk á tónleikunum í kvöld, en ný plata er í bígerð hjá hljómsveitinni. „Við erum búin að spila svo mikið upp á síðkastið þannig að vinna við næstu plötu hefur ekki verið efst í forgangsröðinni. Núna erum við hinsvegar byrjuð að vinna að henni af alvöru. Reyndar erum við ekki með plötusamning né stúdíó, þannig að oft krössum við stúdíó hjá vin- um okkar. Engu að síður stefnum við að því að gefa plötuna út fyr- ir Airwaves,“ segir Sigurlaug en hljómsveitin kemur fram á tón- listarhátíðinni. vænt Subminimal Samaris Áslaug segir hljómsveitina vera að „þróast í rétta átt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.