Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
✝ Símon ValurSigurðsson var
fæddur í Neskaup-
stað 10. september
1924. Hann lést í
Varberg, Svíþjóð,
þann 11. júli 2012.
Foreldrar Vals
voru Sigurður
Jónsson, sjómaður,
f. 1876, d. 1951, og
Guðrún Gísladótt-
ir, húsfreyja, f.
1887, d. 1977. Systkini Vals
voru Jón Svan Sigurðsson. f.
1913, d. 1986, Hermann Sig-
urðsson, f. 1921, d. 1956, Sig-
þrúður Sigurðardóttir, f. 1922,
d. 1999. Eftirlifandi eiginkona
Vals er Hulda Heiðar Hann-
esdóttir f. 1932. Börn þeirra: 1)
Hannes Valsson, f. 1954, kvænt-
ur Marnhildi Hilmu Kambsenni,
f. 1956. Dóttir Hannesar er
Anna Clark Rosengren, f. 1979,
gift Glen C ’Iboga’ 1979, barn
þeirra er Charlie Lucas, f.
2007. Úr fyrra hjónabandi,
börn með Huldu Hreindal Sig-
urðardóttur, f. 1959, börn: a)
Sigurður Örn Hannesson, f.
1985. b) Hörður Heiðar Hann-
esson, f. 1988. c) Ólafur Krist-
inn Hannesson, f. 1996. 2) Sig-
urður Hermann Valsson, f.
1961, kvæntur Marcela Ange-
lica Valsson Becerra, f. 1965.
Börn þeirra: a) Rebecca Berra
Becerra, f. 1994. b) Amanda
Sigurdsson, f. 1998. 3) Olga Lo-
uise Bagley, Sigurðsson, f.
1971, gift Justin Begley, f.
1967. Börn: a) Oli-
ver Bagley, f. 2007.
b) Leoni Bagley, f.
2010. Fyrrum eig-
inkona Vals er Lí-
neik Þórunn Kar-
velsdóttir, f. 1932.
Börn þeirra: 1)
Guðrún Valsdóttir,
f. 1955. Börn: a)
Valur Brynjar Ant-
onsson, f. 1976,
kvæntur Ellu Björt
Teague, f. 1980. b) Snæfríður
Sól Thomasdóttir, f. 1996. 2)
Hermann Valsson, f. 1956.
Börn: a) Hermann Valur Her-
mannsson, f. 1976. Dóttir hans
er Vigdís Elva Hermannsdóttir,
f. 2000. b) Rut Hermannsdóttir,
f. 1976. Dóttir hennar er Bryn-
dís Guðmundsdóttir, f. 1997. c)
Atli Rúnar Hermannsson, f.
1976. Sonur hans er Ísak Atla-
son, f. 2007. d) Þórunn Her-
mannsdóttir, f. 1977, gift Einari
Karlsen, f. 1976. Börn þeirra
eru, Emil Einarsson Karlsen, f.
2006, Elinor Einarsson Karlsen,
f. 2008. Eldar Einarsson Karl-
sen, f. 2010 e) Sverrir Vil-
hjálmur Hermannsson, f. 1983.
f) Vera Guðrún Hermannsdótt-
ir, Borghildardóttir, f. 1988. g)
Ester Bjarnadóttir, f. 1991. h)
Sigurður Hermannsson, f. 1992.
i) Alexandra Jóna Her-
mannsdóttir, f. 1994.
Útför Vals fer fram frá St:
Jörgens Kapellu í Varberg, Sví-
þjóð, í dag, 26. júli 2012, kl. 13
á sænskum tíma .
Hve undur hægt vaggast bátur þinn
við landsteina eigin bernsku.
Í mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi,
horfist þú í augu við litla telpu,
slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum
vængjum
inn í laufgrænan skóg.
(Jón úr Vör.)
Ég man föður minn sem ung-
an mann. Ég var þriggja ára og
hann 34 ára og við vorum í heim-
sókn. Ég sat á hnjánum á pabba
og það var verið að kappræða, ef-
laust um vinstri pólitík. Pabbi
var glaður maður, hló mikið og
talaði hátt og það glampaði í
ljósa hárið hans og ég var mjög
hreykin yfir þessum fallega og
klára pabba sem allir hlustuðu á
og hlógu með, og mitt í umræð-
unum sagði ég, „en pabbi þú
mátt ekki reykja“ og þá leit hann
á mig og hló og sagði, „auðvitað
geri ég eins og þú segir“! Hvað
ég var hreykin yfir að pabbi hafi
leyft mér að ráða og að ég fékk
að vera í miðju athyglinnar sem
hann skapaði í kringum sig.
Nú þegar ég kveð pabba er
það þessi minning sem ég tek
með mér og aðrar henni líkar,
þegar hann hló og rökræddi af
áhuga um þjóðfélagsmál, listir,
bókmenntir og hvað eina sem
hann hafði áhuga á. Allt vildi
hann heyra og skilja og ef hann
þekkti ekki málefnið fór hann
fram á skýringu og það þýddi
ekkert að hætta fyrr en hann
hafði áttað sig á málinu og tekið
afstöðu til þess. Það var fátítt að
hann hefði ekki áhuga á málefn-
um og þessi áhugi og þekking-
arþörf fylgdi honum alla hans
ævi.
Það er erfitt að kveðja og við
erum líklega aldrei tilbúin að
kveðja þá sem við elskum, viljum
það ekki! En hér höfum við ekk-
ert val og ég verð að beygja mig
og sleppa takinu. Ég hef alltaf
saknað hans, sem skilnaðarbarn
gat ég ekki alist upp hjá honum,
og sú staðreynd fól í sér söknuð
og sorg yfir fjarveru hans. Þessi
söknuður kenndi mér þó einnig
að skapa myndir og sögur, þar
sem ég tíndi saman öll augnablik
okkar, samræður og bréf sem ég
síðan notaði til að búa til mynd.
Sá maður, með styrkleika sína,
hæfileika og gleði hefur síðan
haldið í hönd mína allt mitt líf og
gefið mér kjark og þor til að gef-
ast ekki upp og aldrei gleyma að
brosa. Þegar ég var ung sá ég
grunninn í skapgerð pabba,
kjark, gleði, hlýju, vit og list-
ræna hæfileika. Allt þetta átti
hann og gaf mér og þess vegna
hef ég alltaf haldið í hönd hans
frá því ég var lítil. En nú sleppi
ég takinu og kveð, elsku pabbi og
ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér og kennt. Í
minningunum eru sögurnar um
þig. Hvíl þú í friði elsku pabbi.
Guðrún Valsdóttir.
Í minningu föður og afa.
Valur ólst upp á Neskaupstað
en dvaldi einnig í Vestmanneyj-
um þar sem faðir hans sótti sjó
og móðir hans verkaði fisk. Lífs-
baráttan var hörð á uppvaxtarár-
unum en foreldrar hans komu
öllum börnum sínum til manns
og starfsmenntunar. Hann var
menntaður smiður og vann við
þá iðn á Íslandi þar til hann flutt-
ist með fjölskyldu sinni til Var-
berg í Svíþjóð árið 1970, þá orð-
inn 46 ára. Þar starfaði hann
áfram sem smiður en stofnaði
rúmlega fimmtugur torgverslun
í Varberg og vék ekki frá því
starfi fyrr en rúmlega áttræður.
Valur var alla tíð mjög list-
rænn, lék á yngri árum uppi á
sviði, dansaði og flutti tónlist,
auk þess sem hann undi sér vel
við að mála og skrifa allt fram á
síðasta dag. Hann var frá unga
aldri mjög vinstrisinnaður, trúði
á möguleika jafnaðarstefnunnar
fyrir alþýðu manna, og átti þann
draum að allir gætu menntað sig
og unnið við það sem hugurinn
lysti. Hann fylgdist grannt með
heimsmálunum og pólitískum
umræðum. Áhersla jafnaðar-
stefnunnar á menntun og list-
fræðslu alþýðufólks hafði mikil
áhrif á Val og var honum hvatn-
ing frá unga aldri til að leggja
rækt við lestur heimsbókmennta
og afla sér þekkingar á list og
tónlist. Hugðarefni Vals voru
alla tíð pólitík, bókmenntir, listir
og mannlífið og hafði hann mjög
gaman af því að umgangast og
ræða við fólk, bæði eldri og
yngri. Blessuð sé minning föður
og afa.
Hermann Valsson.
Elskulegi afi minn var alltaf
glaður og honum þótti alltaf jafn
skemmtilegt þegar ég kom í
heimsókn. Ég man eftir öllum
þeim skiptum sem við sátum fyr-
ir framan húsið og Hulda hafði
búið til pönnukökur og afi vildi fá
að vita allt sem ég hafði verið að
gera. Hann var alltaf svo forvit-
inn um álit mitt á hlutum og hvað
unga fólkið í dag hefði að segja
um hitt og þetta. Afi var nú einn-
ig svolítið ungmenni sjálfur,
aldrei hef ég hitt neinn annan
áttræðan mann sem er jafn mik-
ið inná Facebook og ég sjálf!
Hann notaði Skype og las dag-
blaðið á netinu og las bækur á
Kindlinum sínum. Seinast þegar
ég heimsótti afa þá var hann að
lesa sömu bók og ég og þótti hon-
um mjög gaman að ræða um
hana við mig. Ég man einu sinni
þegar ég var með mömmu á
torginu í Varberg og ég fékk að
standa í sölubásnum þegar verið
var að selja og ég var svo hreyk-
in yfir því að hann væri afi minn.
Ekki var það verra að ég fékk
alltaf að velja mér eins mikið
nammi þaðan og ég vildi! Svo
gengum við um torgið, bara hann
og ég, og ég á ennþá armbandið
sem hann keypti handa mér þar.
Á seinni árum gerðist það oft
að við settumst úti í kvöldsólinni
og hann kveikti á sígarettu og við
ræddum um dans. Afi dansaði
mikið á yngri árum og fannst
gaman að segja mér frá sýning-
unum hans í Þjóðleikhúsinu. Við
ræddum einnig mikið um aðrar
listgreinar, s.s tónlist og bók-
menntir, en þetta voru hlutir
sem við höfðum bæði áhuga á.
Ég mun ávallt minnast allra
góðu stundanna sem við höfðum
og seinustu orð hans til mín
munu alltaf fylgja mér. Hvíl þú í
friði, elsku afi minn.
Snæfríður Sól Thomasdóttir.
Fyrsta minningin af Val afa
var hlaðin eftirvæntingu. Ég var
níu ára kominn til Svíþjóðar frá
Danmörku og mamma sagði að
afi minn átti nammibúð í Var-
berg. Ég sagði öllum vinum frá
því að ég átti von á nammi af
himnum ofan. Þeir tóku því með
jafnaðargeði. Afi kom með poka.
En engan venjulegan nammi-
poka. Venjulegan? Ég man eftir
fimm króna sænskri mynt sem
var vikulegur vasapeningur:
nokkrar súkkulaðikúlur, tvö eða
þrjú lakkríshöfuð, einar eða tvær
súrsætar kúlur, og handfylli af
gúmmíbjörnum. Allt þetta sat
kirfilega í grænum poka lófa
barns. En svo kom afi. Poki full-
ur af nammi? Já, risapoki.
Ótæmandi … Aldrei grunaði mig
að ég gæti boðið öllum börnun-
um í hverfinu heim til mín með
þeim endalokum að þau ultu
heim eins og tunnur: Nóg. Nóg.
Ég hef fengið nóg af nammi.
Mamma kvartaði: barnið er ný-
komið frá tannlækni. En í minn-
ingu barnsins – sem svo óx upp
og varð ég – já, mig minnir, að
hann afi hafi sagt, af hverju ekki
gefa barninu nóg?
Í Varberg beið mín lyktin af
matargerð Huldu, tölvutæknin
sem afi kenndi mér – Sinclair,
Commodore, allt út af Bridge, og
svo Max, hundurinn, sem hljóp
með ólina til mín glaðbeittur og
andfúll, við valhoppuðum út að
skógarjaðrinum við Torsgränd.
Þar gátum við veitt maura og
kantarellur og furuköngla og
engisprettur.
Svo leið tíminn. Og ég að
spjalla við hann afa á Skype,
þegar hann er rúmlega áttræður
– hann var nefnilega alltaf með
tæknina á hreinu – og um hvað
gátum við talað? Nammi? Nei.
Við töluðum um það sem maður
getur aldrei fengið nóg af:
Nammipokinn.
Það er þá sem hann segir mér
að viss hluti lífs síns hafi verið
vonbrigði. Hann hafi orðið smið-
ur, en hann hafi hatað það starf.
Skyndilega man ég eftir augna-
bliki – þegar ég er 11 ára og afi
er ekki lengur smiður, hann á
sælgætisbúð á torginu, og ég er
að hjálpa honum við að brjóta
saman tjaldbúðina – þá er ég
stunginn af býflugu og höndin á
mér bólgnar. Hann tekur um
höndina mína og ég sé að á hann
vantar fingur og hinir eru stórir
og þykkir. Smiðshendur. Ég var
nógu gamall til þess að vita að
sumir með smiðshendur hötuð-
ust út í þær hendur sem mamma
mín var með; kvenlegar hendur
sem héldu um penna í fílabeinst-
urni háskólans, hún fyrst til þess
að komast þangað. En ég veit
ekki hvað olli því, þessi býfluga,
á sama degi sagði afi mér að ekk-
ert væri betra fyrir sálina en að
fá góðan tíma til þess að lesa
bækur.
Þegar ung manneskja deyr þá
Valur Sigurðsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES HARALDUR PROPPÉ,
hjúkrunarheimilinu Mörk,
áður Hæðargarði 33,
Reykjavík,
lést laugardaginn 21. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí og hefst
athöfnin kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á líknarstofnanir.
Unnur Guðmundsdóttir Proppé,
Sævar Guðmundur Proppé, Inga Jóna Sigurðardóttir,
Fríða Proppé, Helgi Skúlason,
Ragna Björk Proppé, Valur Friðriksson,
Auður Brynja Proppé-Bailey, Jean-Pierre Pascal Bailey,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGA MARÍA PÁLSDÓTTIR,
Stúlla,
Lækjarhvammi 5,
Búðardal,
verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju
laugardaginn 28. júlí kl. 14.00.
Hilmar Óskarsson,
Auður Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Hreiðarsson,
Unnur Ásta Hilmarsdóttir, Ásgeir Salberg Jónsson,
Anna Lísa Hilmarsdóttir, Brynjar Bergsson,
Óskar Páll Hilmarsson, Sunneva Ósk Ayari,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
HÆDÝ,
Köldukinn 16,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 23. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 30. júlí kl. 13.00.
Jón Marteinsson, María Hjartardóttir,
Ólöf Marteinsdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson,
Þorlákur Marteinsson, Unnur Bjarnþórsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA VATNSDAL JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund mánudaginn 16. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sævar Jóhann Bjarnason, Hong Sun,
Katrín Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Soffía Jóna Bjarnadóttir, Guðlaugur Ómar Leifsson,
Agnes Helga Bjarnadóttir, Róbert Lee Tómasson
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
SIGURLAUG AUÐUR EGGERTSDÓTTIR
frá Vindheimum,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, mánudaginn 23. júlí.
Elín Jóhannesdóttir,
Eggert Bogason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SÆVAR ÞÓRÐARSON,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. júlí.
Ásta Ágústsdóttir,
Ágúst og Erika,
Hulda og Þröstur,
Örvar,
Þóra,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BALDUR BJARNASON,
Laufási,
andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund föstudaginn 21. júlí.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 30. júlí kl. 10.15.
Bjarni Einar Baldursson,
Karl Jóhann Baldursson, María Guðmundsdóttir,
Ásta Brynja Baldursdóttir, Sigmundur Rúnar Karlsson,
börn og barnabörn.
Elsku besti vinur minn, ástkær faðir, tengda-
faðir, afi, langafi, langalangafi og bróðir,
BRAGI VESTMAR BJÖRNSSON
skipstjóri
frá Sjónarhóli,
Hafnarfirði,
til heimilis að Ásbúð 96,
Garðabæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 23. júlí.
Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí
kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu LSH,
sími: 543 1159.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Luckas,
Guðbjörg Birna Bragadóttir, Rolf Aage Larsen,
Harpa Bragadóttir,
Þóra Bragadóttir, Hafsteinn Ólafsson,
Geir Bragason,
Erna Dóra Bragadóttir, Arnfinn Johnsen,
Guðmundur Ýmir Bragason, Guðrún Hallgrímsdóttir,
Karl Udo Luckas, Rósa Linda Thorarensen,
Claudia M. Luckas, Þórður Bachmann,
Frank D. Luckas, Gígja Magnúsdóttir.