Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Við vorum fátæk, brúa- og vegalaus. Þá voru hetjur og frum- herjar sem börðust fyrir frelsi og fram- kvæmdum. Athafnir nú eru í lágmarki. Skattheimta er í al- gleymingi. Ósam- komulag og at- hugasemdir eru við flestar „hugsanlegar“ framkvæmdir. Almenningur hefur flúið landið sitt í þúsundatali og flyt- ur enn samkvæmt nýjustu fréttum. Þá lifnar sú hugsun, hvort Ísland hafi tapað öllu lýðræði og sjálfstæði á þremur árum með ríkjandi vinstri ríkisstjórn. Hvað varð um kosninga- loforðin þeirra? Er landið okkar komið í sjálfstæðisbaráttu á nýjan leik eftir stjórnleysi vinstrimanna? Besta lausn Alþingis væri að ESB- hópurinn yfirgæfi Ísland og settist að á sínum óskastað í hrynjandi Evrópu, en léti okkur í friði sem bú- um á Íslandi. Reyndar gerir þjóðin sér grein fyrir því að lygum var al- varlega beitt við síðustu kosningar varðandi ESB-aðild. VG sór þess dýran eið að berjast gegn ESB-aðild, en sveik allt. Ham- ast nú fótgönguliðar ESB og ríkjandi vinstristjórn við inngöngu í dauðvona Evrópusamband. Synda- selir bíða enn spenntir eftir loka- tilboði frá logandi Evrópu. Þvílíkt rótleysi og peningaeyðsla hrjáir eina þjóð undir merkjum vinstri- manna. Í ofanálag eru hróp um sölu eða leigu á íslensku landi til stór- veldis Kínverja. Það er ekki draumsýn Íslend- inga að samþykkja nokkurn tíma sölu eða langtímaleigu á ís- lensku landi til kín- verska heimsveldisins eða annarra þjóða. Hér geta Kínverjar eins og aðrir átt sín viðskipti við sjálfstæða þjóð, Ís- lendinga. Ísland er hvorki til sölu né leigu. Við þurfum að beita öllum tiltækum ráðum til að stöðva sviksemi og landráð samfylk- ingarmanna og VG við íslenska þjóð. Aðila atvinnulífsins inn á Alþingi Mikilvægustu mál Íslands og Ís- lendinga eru nei-in. Nei við ESB. Nei við Samfylkingardekri gagnvart Kínverjum um kaup á íslensku landi. Nei við Schengen-samn- ingnum. Eflum enn frekar öflugt út- lendingaeftirlit sem afgreiðir málin „á staðnum“ á Keflavíkurflugvelli eða á Seyðisfirði, svo eitthvað sé nefnt. Sjálfumgleði og brandarabros hér heima og erlendis er lýsandi varðandi utanríkismál. Lágkúran er óþolandi. Engin þjóðrækni er í núverandi ríkisstjórn. Ísland vantar þjóðræk- inn leiðtoga með afreksmönnum úr atvinnulífinu inn á Alþingi til að reka okkar gamla og góða samfélag undir náð, kærleik og kristnum sið- um. Þingmönnum á Alþingi má hugsanlega fækka um helming? Leiðtoginn þarf að hvetja okkur til góðra verka á öllum sviðum atvinnu- lífsins þar sem engin störf eru æðri öðrum. Minnumst gamalla tíma þeg- ar hvert handtak til góðra verka og hjálpsemi var ríkjandi meðal manna úr hvers manns húsi. Gleymum ekki framförum og uppbyggingu á Ís- landi í 100 ár. Þar hafa vinstrimenn ekki komið að liði nema í „hágóli“. Ef þeir ná kosningu er þeim tamt að eyða annarra manna peningum af miklum eldmóð, en áorka litlu. Styrkjum Ísland og íslenska framleiðslu Oft er minnst á árlega styrki til bænda sem eru „smámunir“ miðað við árlegan kostnað til ESB sem er miklu hærri og fer vaxandi. Fram- leiðsla bænda og íslenskar sjávaraf- urðir veita okkur vissu um fyrsta flokks gæði og uppruna matvælanna og undirstrikar heilsu og langlífi Ís- lendinga. Gróðurhúsaræktun og ak- uryrkja eru í hæsta gæðaflokki á Ís- landi, auk annarrar landbúnaðarframleiðslu. Sjávaraf- urðir falla í sama flokk. Hvað vitum við um hina ýmsu framleiðslu er- lendis frá sem hér er seld? Hvaðan kemur varan, hvert er upprunaland hennar? Erum við örugglega með fullnægjandi upplýsingar um slíkt? Frelsi okkar er hvorki til sölu – né leigu Lærum af biturri reynslu síðustu ára og byggjum upp blómlegt og öruggt Ísland. Forðumst logandi Evrópu og hefjum endurnýjun og uppbyggingu. Yfirgefum þriggja ára lánleysi vinstrimanna. Frelsi okkar og lýðveldi er ekki til skiptanna með neinum þjóðum né heimsveldum. Gleymum ekki 200 ára lýðveldisbar- áttu Íslendinga. Biðjum fyrir frelsi, framtíð og kristnum siðum á Íslandi. Fámennt, góðmennt Ísland Eftir Gísla Holgersson »Hamast nú fót- gönguliðar ESB og ríkjandi vinstristjórn við inngöngu í dauðvona Evrópusamband. Gísli Holgersson Höfundur er kaupmaður. Nú styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Lundúnum, og aldeilis ánægjulegt að sjá að Ríkisútvarpið sjónvarp ætlar að gera leikunum góð skil í fréttatímum, íþrótta- tímum og beinum útsendingum. Rúmum tveimur vikum eftir að þeim lýkur, fer svo fram á sama vettvangi Ólymp- íumót fatlaðra þar sem Íslendingar munu eiga fulltrúa líkt og á hinum fyrri leikum. Nú ber svo við að í litla íþrótta- félaginu sem ég er í forsvari fyrir er sundkona sem hefur í mörg undanfarin ár lagt á sig mikl- ar æfingar og keppnir á mótum bæði hérlendis og erlendis til að ná lág- mörkum inn á þetta mót, og nú er loks ljóst að hún mun uppskera ár- angur erfiðis síns og fá þátttökurétt á mótinu. En til upplýsingar þá á fatlað íþróttafólk síður en svo auð- veldara aðgengi en ófatlaðir inn á Ól- ympíumót, nema síður sé. Íþrótta- fólkið þarf líkt og ófatlaðir að ná ákveðnum lágmörkum til að eiga möguleika á að öðlast þátttökurétt, en jafnvel þó lágmörkunum sé náð er ekki víst að rétturinn sé tryggð- ur, því að auki kemur til fjöldakvóti sem Alþjóðaólympíu- hreyfing fatlaðra, IPC, úthlutar hverju landi. En í ár var Íslandi út- hlutað fjórum plássum, tvö fyrir sundfólk og tvö fyrir frjálsíþróttafólk. Það má því af of- ansögðu sjá að það er mikið afrek að komast í hóp hinna útvöldu. Af- rek sem ætti ekki að láta hjá líða án þess að vekja á því athygli í gegnum miðla rík- isútvarpsins, sjónvarps og útvarps allra lands- manna. Getur þú, Páll Magn- ússon, upplýst mig um hvernig Ríkisútvarpið sjónvarp hyggist fjalla um þetta mót svo að við sem heima sitjum getum fylgst með íþróttakon- unni okkar á stóra sviðinu. Ég hef fyrir því heimildir að ekki standi til að sýna eina einustu mínútu frá þessu móti, hvorki í beinum útsend- ingum né samantektir í íþróttatím- um, þaðan af síður stendur til að senda íþróttafréttaritara til London til að fylgjast með og afla frétta. Ég vona sannarlega að þetta sé ekki til- fellið og RUV sjái sóma sinn í að sinna fréttaflutningi með sjónvarps- útsendingum frá þessu móti. RÚV – Ólympíuleik- ar fatlaðra 2012 Eftir Þór Jónsson Þór Jónsson » Opið bréf til Páls Magn- ússonar út- varpsstjóra. Höfundur er formaður Fjarðar Íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði. Háþrýstidælur Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is makes a difference GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.