Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
HVER ER STAÐAN
Á ÞINNI HEILSU?
HEILSUMAT HENTAR ÞEIM
SEM VILJA PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF
VARÐANDI BETRI LÍFSSTÍL
Markmiðið með Heilsumati er að veita vandaða ráðgjöf
hjúkrunarfræðings um heilsufar, hreyfingu og næringu
sem og áhættuþætti helstu sjúkdóma.
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Innifalin er mæling í líkamsgreiningartæki þar sem
grunnorkuþörf þín er reiknuð út
Verð kr. 6.900.
Pantaðu tíma
í Heilsumat
í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
AFP
Yfirvöld í Kína hafa sætt gagnrýni á kínverskum net-
miðlum fyrir slæleg viðbrögð við miklum flóðum í Pek-
ing um helgina. Yfirvöldin segja að 37 manns hafi beðið
bana í flóðunum en margir íbúa borgarinnar telja að
miklu fleiri hafi dáið, hugsanlega hundruð manna. Á
myndinni eru skemmdir bílar í bæ nálægt Peking.
Reiði vegna flóða í Peking
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Breskir sérfræðingar telja vaxandi
líkur á erlendri hernaðaríhlutun í
Sýrlandi þótt vestræn ríki séu enn
treg til að beita hervaldi í landinu, að
sögn breska ríkisútvarpsins.
BBC vitnar í skýrslu sérfræðinga
hugveitunnar Royal United Services
Institute (RUSI) sem er í nánum
tengslum við breska varnarmála-
ráðuneytið. Haft er eftir skýrsluhöf-
undunum að stjórnvöld í vestrænum
ríkjum, Tyrklandi og Jórdaníu hafi
þegar byrjað að gera áætlanir um
hugsanlega hernaðaríhlutun. Ástæð-
an sé fyrst og fremst áhyggjur af því
að sýrlensk efnavopn geti komist í
hendur íslamskra öfgamanna.
Í skýrslunni er haft eftir breska
ofurstanum Richard Kemp, sem
stjórnaði bresku hersveitunum í
Afganistan, að átökin í Sýrlandi séu
orðin svo hörð að vaxandi líkur séu á
því að vestræn ríki ákveði hernaðar-
íhlutun til að koma í veg fyrir að
blóðsúthellingarnar breiðist út til
grannríkja Sýrlands. „Þau hafa samt
enn miklar efasemdir vegna afleið-
inganna og kostnaðarins af íhlutun,
auk landfræði-pólitískra afleiðinga,“
er haft eftir Kemp.
Skýrsluhöfundarnir telja ólíklegt
að erlend ríki geri allsherjarinnrás í
Sýrland en segja að ef til vill verði
nauðsynlegt að hefja takmarkaðan
hernað til að vernda óbreytta borg-
ara eða koma í veg fyrir að efnavopn
komist í hendur íslamskra öfga-
manna. Stjórnvöld á Vesturlöndum
og í arabaríkjum hafa áhyggjur af
því að efnavopnin komist í hendur
samtaka á borð við Hizbollah í Líb-
anon og al-Kaída.
Al-Kaída sækir í sig veðrið
The New York Times sagði í gær
að fram hefðu komið vísbendingar
um að íslamskir öfgamenn úr röðum
súnníta hefðu flykkst til Sýrlands á
síðustu mánuðum, þeirra á meðal ísl-
amistar sem starfi undir merkjum
al-Kaída. Blaðið hefur eftir Daniel
Byman, bandarískum sérfræðingi í
baráttunni gegn hryðjuverkum, að
ljóst sé að al-Kaída sé að reyna að
láta meira til sín taka í Sýrlandi, líkt
og samtökin hafa gert á öðrum
átakasvæðum, t.a.m. í Írak, Sómalíu,
Malí, Tétsníu og Jemen.
Íslamistarnir í Sýrlandi beita
sömu aðferðum og al-Kaída hefur
beitt í öðrum löndum, þ.e. bíl-
sprengjutilræðum og sjálfsmorðs-
árásum.
Undirbúa mögu-
lega íhlutun
Íslamistar taldir
hafa flykkst
til Sýrlands
AFP
Harðstjóri Skór á skemmdri mynd
af Sýrlandsforseta í Aleppo.
Hryðjuverkum fjölgar
» Stjórnin í Sýrlandi ýkti þátt
hryðjuverkamanna al-Kaída í
átökunum í fyrstu en sérfræð-
ingar segja að íslamskir öfga-
menn hafi flykkst til landsins
síðustu mánuði og látið meira
til sín taka.
» Frá því í desember hafa ver-
ið gerðar a.m.k. 35 bíl-
sprengjuárásir og tíu sjálfs-
morðsárásir í Sýrlandi. Seúl. AFP. | Fjölmiðlar í Norður-Kóreu staðfestu í fyrsta
skipti í gær að leiðtogi landsins, Kim Jong-Un, væri
kvæntur og bundu þar með enda á nokkurra vikna
vangaveltur í erlendum fjölmiðlum um samband hans
við dularfulla konu sem hafði sést með honum opin-
berlega.
Norður-kóreska ríkissjónvarpið sagði að leiðtoginn
hefði verið viðstaddur opnun skemmtigarðs í Pjongjang
í gær með eiginkonu sinni, „félaga Ri Sol-ju“.
Í fjölmiðlunum kom ekki fram hvenær þau gengu í
hjónaband og ekkert er vitað með vissu um eiginkonuna.
Fjölskylda Kims hefur verið annáluð fyrir pukur, til
að mynda er aldur hans á reiki, en talið er að hann nálg-
ist þrítugt. „Það er mjög óvenjulegt í Norður-Kóreu að
leiðtoginn komi fram opinberlega með eiginkonu sinni,“
segir Yang Moo-Jin, suður-kóreskur sérfræðingur í mál-
efnum N-Kóreu. Hann telur að Kim hafi reynt að breyta
ímynd sinni að undanförnu með því að vera frjálslegri í
framkomu á opinberum vettvangi en faðir hans sem tal-
aði aðeins einu sinni opinberlega á sautján ára valdatíma
sínum. Kim hefur m.a. sést faðma hermenn og bjóða
konum arminn.
Staðfest að Kim er kvæntur
Ný ímynd Kim Jong-Un, leiðtogi einræðisstjórnarinnar
í N-Kóreu, með konunni dularfullu á nýlegri mynd.
Leiðtogi Norður-Kóreu
reynir að breyta ímynd sinni
Lítill silkiapi á fingri starfsmanns
dýragarðs í Eberswalde í austan-
verðu Þýskalandi. Hann er einn af
þremur silkiöpum sem komu í
heiminn 29. júní en starfsmenn
dýragarðsins þurfa að gefa honum
pelamjólk vegna þess að móðirin
getur ekki haft þá alla á brjósti.
AFP
Hjálparþurfi silkiapi