Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf eldri borgara                               !  ! "  #           $ ! "  %& ' ! )  ) & ' ! "  *& '  +          ) ,   %&   ' !   % - ! "    !     *      . "& '  )   /    0 12(    3" ) "& #/ ) +  &     & . #/ ) ' .      "    "          !   ! " !) /    4    *(* ) 555 )    ! "  #  62  "+"  ) ' ! )  ) 7   ! "# "         ✝ Jens Jónssonfæddist í Reykjavík 29. september 1927. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 10. júlí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Þorsteins- dóttir húsmóðir og verkakona f. 9.11. 1886 á Hrafntóft- um í Rangárvallasýslu d. 7.7. 1979 og Jón Friðriksson bóndi og síðar verkamaður f. 19.7. 1873 á Uxahrygg í Rang- árvallasýslu d. 6.12. 1939. Systur Jens: Friðsemd f. 1915, d. 1931, Ingigerður f. 1917, d. 2001 og Þóra Aðalheiður f. 1923. Jens kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Óskarsdóttur, þann 31.12. 1953. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Guðmundsdóttir húsmóðir f. 2.12. 1905 í Reykjavík, d. 14.11. 1972 og Óskar Ágúst Sigurgeirsson skipstjóri f. 19.8. 1902 í Reykjavík, d. 22.2. 1978. Börn Jens og Margrétar eru: 1) Sig- urgeir Már læknir f. 1953, eiginkona hans er Helga Þor- bergsdóttir hjúkrunar- fræðingur f. 1959. Börn þeirra eru: Þorbergur Atli lífeinda- fræðingur f. 1983, kvæntur Margrét f. 1995 og Jens Ingv- ar f. 1998. Jens ólst upp hjá foreldrum sínum og systrum á Ljós- vallagötu 30 í Reykjavík en dvaldi mörg sumur í sveit m.a. á Hrafntóftum í Rang- árvallasýslu með móður sinni sem var fædd þar og uppalin. Hann lærði málaraiðn hjá Jökli Péturssyni í Reykjavík á árunum 1944-1948. Jens lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1948 og sveinsprófi sama ár. Hann fór til Kaup- mannahafnar í eitt ár til fram- haldsnáms í iðninni. Árið 1955 varð hann málarameistari og starfaði fram yfir sjötugt við húsamálun. Hann átti sæti í stjórnum Málarasveinafélags- og Málarameistarafélags Reykjavíkur um árabil. Garðar sonur hans lærði málaraiðn hjá föður sínum og unnu þeir saman í mörg ár. Jens og Margrét bjuggu fyrstu hjúskaparárin að Hörpugötu 8 með foreldrum hennar. Árið 1963 byggðu þau sér hús við Safamýri 95 og bjuggu þar upp frá því. For- eldrar Margrétar byggðu sumarhús við Álftavatn í Grímsnesi í upphafi síðari heimsstyrjaldar og hefur það verið mikill sælureitur fjöl- skyldunnar í gegnum árin. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og naut þess að vera með börnum sínum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Útför Jens fór fram í kyrr- þey, frá Fossvogskapellu, mið- vikudaginn 18. júlí 2012. Svanlaugu Árna- dóttur nema f. 1981 og eiga þau synina Skarphéðin Árna f. 2005 og Brynjólf Má f. 2010. Margrét Lilja nemi f. 1987, sambýlismaður hennar er Jóhann Fannar Guð- jónsson nemi f. 1982, sonur þeirra er Sigurgeir Máni f. 2010, fyr- ir á Jóhann Fannar dótturina Lilju Dögg f. 2004. Ingveldur Anna nemi f. 1992. Dóttir Helgu og uppeldisdóttir Sig- urgeirs er Harpa Elín fram- kvæmdastjóri f. 1980, sam- býlismaður hennar er Pablo Cárcamo Maldonado verk- fræðingur f. 1986. 2) Garðar Þór málarameistari f. 1956, sambýliskona Bergþóra Ing- ólfsdóttir f. 1962, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Kormákur sálfræðingur f. 1983, sambýliskona hans er Bergþóra Eyjólfsdóttir hjúkr- unarfræðingur f. 1976, dóttir hennar er Agneta f. 2002. Ið- unn nemi f. 1989, unnusti hennar er Benóný Harðarson nemi f. 1988. 3) Þórdís Lilja lífeindafræðingur f. 1965, eig- inmaður hennar er Gísli Gunnlaugsson tæknifræðingur f. 1954. Börn þeirra eru Lára Milt bros, hógværð, traust, yfirveguð rósemd og hlý nær- vera einkenndu tengdaföður minn, Jens Jónsson. Hann stóð ungur á eigin fótum, var glögg- ur að greina kjarna frá hismi og á sinn látlausa hátt var hann fastur fyrir ef þörf krafði. Það var stutt í kankvísan húm- or og Jenni lét dægurþras ekki slá sig út af laginu. Þessir eig- inleikar, ásamt svo mörgum öðrum mannkostum sem hann var gæddur, gerðu það að verkum að auðvelt var að lað- ast að honum. Þessa nutum við fjölskyldan í ríkum mæli, erum þakklát fyrir og ornum okkur við minningarnar. Það eru margar ljúfar myndir sem koma upp í hug- ann. Heimsóknir til Möggu og Jenna á fallega heimilið við Safamýri, samvera í sælureit- num við Álftavatn og svo gleði- legar heimsóknir þeirra til okkar, sem lengi höfum búið á landsbyggðinni. Börnin okkar og síðar þeirra börn sóttu í fé- lagsskap afa síns og alltaf var glatt á hjalla. Það var farið í fótbolta, spilað á spil, leystar krossgátur og afi hafði lag á að skemmta, fræða og örva þroska í hvaða leik sem var. Það er ekki í anda tengdaföður míns að fara hér með langan lofsöng sem þó væri vissulega hægt. Hamingjusöm samvera tengdaforeldra minna spannar rúm sextíu ár og við leiðarlok er missir Margrétar tengda- móður minnar mikill. Elsku Magga mín, nú er það okkar sem eftir stöndum að ganga þétt saman, áfram veg- inn. Ég þakka tengdaföður mín- um hjartanlega fyrir samfylgd- ina. Helga Þorbergsdóttir. „Við afi borðum kartöflur og fitu!“ Atli bróðir horfir aðdá- unaraugum á afa sem situr við enda borðstofuborðsins í Safa- mýrinni, tekur utan af kartöflu og brosir út í annað. Afi er í minningunni, eins og hann var alltaf, góður, hlýr, traustur og glæsilegur. Ég var í raun aldr- ei alveg sannfærð um það að hann og amma hefðu ekki sest að í Safamýrinni eftir stjörnum prýddan feril í Hollywood. Þegar gömul albúm voru tekin fram og skoðuð, um leið og við gæddum okkur á hvítum og rauðum brjóstsykri úr krúsinni í eldhúsinu, styrktist þessi grunur minn. Glæsilegra par var ekki hægt að hugsa sér, hvort sem þau sátu fyrir á sundlaugarbakka á Mallorca eða umvafin birkikjarri á Þing- völlum. Það var alltaf svo gott að koma í Safamýrina. Eitt það allra besta var að koma sér fyrir við eldhúsborðið þar sem afi sat og horfði á enska bolt- ann. Harðfiskur með smjöri á borðinu, hitinn frá ofninum bjó til netta Miðjarðarhafs- stemmningu. Orkan sem kom frá afa var svo góð; ró og yf- irvegun í bland við yndislegan húmor. Milli leikja var svo gripið í krossgátur. Afi var fyr- ir mér einn helsti krossgátu- snillingur landsins. Hann, hóg- værðin uppmáluð, vildi nú ekki gangast við því en það var töfr- um líkast hvernig fyrir tilstilli afa auðir reitirnir fylltust af orðum og merkingu. Afi var svo alltaf á fyrsta bekk á tísku- sýningunum sem við amma skipulögðum reglulega. Ekki var hægt að hugsa sér betri og stuðningsríkari áhorfanda. Elsku afi, takk fyrir allar okkar stundir saman. Þær eru margar og góðar minningarnar sem þú gafst okkur, minningar sem munu ávallt fylgja okkur og halda áfram að styrkja í gegnum lífið. Harpa Elín Haraldsdóttir. Nú er hann elsku afi minn dáinn. Ég er svo þakklátur fyr- ir að hafa kynnst honum svona vel. Ég á svo margar góðar minningar um afa og ömmu í Safamýri. Þegar ég var strák- ur hlakkaði ég alltaf svo til þegar afi og amma komu í heimsókn og þegar ég var spurður hvers vegna ég væri að fara í bæinn stóð ekki á svari hjá þeim stutta: „Leika við afa,“ svaraði ég undantekn- ingalaust. Ég man svo vel þegar við stilltum vekjaraklukkuna um helgar til þess að vakna og horfa á barnaefnið. Þegar það kláraðist hrærðum við skyr í eldhúsinu hjá ömmu, áður en haldið var út í garð að spila fótbolta meðan aðrir fjöl- skyldumeðlimir eyddu degin- um í Kringlunni eða öðrum leiðinlegum verslunum. Við kvöldverðarborðið átti ég fast sæti við hliðina á afa og ég lýsti því stoltur yfir að við afi borðuðum líka fituna af kjöt- inu. Öll menntaskólaárin mín bjó ég í kjallaranum hjá afa og ömmu. Það er tími sem ég met mjög mikils. Þau voru ófá kvöldin sem við sátum í eld- húsinu og horfðum á fótbolta eftir að hafa borðað góða mat- inn hennar ömmu. Ég fékk einnig að kynnast vinnunni hans og við máluðum saman nokkur sumur. Hann brýndi alltaf fyrir mér að fara varlega þegar við vorum að príla í stig- um og pöllum. „Haltu þér fast í pensilinn,“ bætti hann við í léttum dúr. Elsku afi, ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og ég mun alltaf geyma með mér allt það góða sem ég lærði af þér. Þorbergur Atli Sigurgeirsson. Elsku afi minn, nú þegar þú ert búinn að kveðja okkur koma svo ótalmargar minning- ar upp í hugann. Allar heim- sóknirnar til ykkar ömmu eru mér ómetanlegar og ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Alltaf þegar ég kom í heimsókn í Safamýr- ina til ykkar ömmu komstu til dyra með þitt hlýja bros, tókst í höndina á mér og kysstir á kinnina. Þú varst alltaf svo góður við litla Sigurgeir Mána og Lilju og þú hafðir einstakt lag á því að ná til þeirra með þínu rólega fasi. Elsku afi minn, krossgátur voru í miklu uppáhaldi hjá þér og ég gleymi aldrei þeim stundum sem við eyddum sam- an í gamla daga og réðum krossgátur. Þú varst oft búinn að taka frá þær krossgátur sem þú taldir að byrjandi eins og ég í krossgátugerð réði við og geymdir handa mér. Þetta lýsir þér svo vel því þú hugs- aðir alltaf svo vel um þína. Þol- inmæðin þín var ótakmörkuð og svo margt sem þú kenndir mér. Elsku afi minn, ég get ekki lýst með orðum hversu mikið ég sakna þín en í söknuðinum verða minningarnar enn skýr- ari og dýrmætari og þeim mun ég aldrei gleyma. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir. Elsku Jenni afi minn. Þegar ég hugsa til þín á kveðjustund koma svo margar góðar minn- ingar upp í hugann. Samvera með þér og ömmu í Safamýri, í sumarbústaðnum og heima hjá okkur í Víkinni. Mér finnst þessi sálmur segja svo margt sem lýsir því hvernig þú varst. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott og hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvern þann blett á brott, er býr í huga mínum. Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum finnast.5 Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég heiti. Stýr mínum fæti’ á friðar veg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrung aldrei veki. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helzt og fremst til heiðurs þér, í heilagleika sönnum. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (Valdimar Briem.) Elsku afi minn takk fyrir allt. Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir. Jens Jónsson Það eru ekki svo margar manneskjur sem maður hittir á lífsleiðinni sem maður tengist órjúfandi böndum. Þó að ég hafi ekki haft mikið af Laugu að segja í langan tíma var hún svo mikill partur ef bernsku minni og æsku að mér finnst hún hafa verið með mér alltaf. Sem betur fer náði ég að heilsa upp á hana í vor þegar hún hélt upp á áttræðisafmælið sitt. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá hana og mér þótti hún hafa minnkað aðeins en annars ekkert breyst, og hún varð svo glöð að sjá mig. Þegar ég var barn bjuggum við í blokk í Bólstaðarhlíðinni, við á fyrstu hæð til hægri, pabbi, mamma og við systurnar fjórar. Á hæðinni fyrir ofan bjuggu Guð- laug og Steinar og dætur þeirra fimm. Að mörgu leyti voru þetta afskaplega ólíkar fjölskyldur, for- eldrar mínir lítið og fíngert fólk, pen og prúð, en Guðlaug og Stein- ar (sem lést fyrir nokkrum árum) stór og mikil. Hann svo glæsileg- ur og hún eins og vingjarnleg út- gáfa af tröllskessu. Hávaxin með stórar tennur og „frekjuskarð“ og djúpa og mikla rödd. Sjálfri fannst mér ég oft passa betur inn á efri hæðinni, þar sem mikið var um háværar umræður og læti og jafnvel rifrildi og ekkert verið að skafa utan af því eða vanda orða- valið um of. Ég vandi snemma komur mín- ar upp, ekki minnst til að heim- sækja Laugu. Hún bjó til allt öðruvísi mat en mamma mín, al- vöru íslenskan sveitamat í stórum pottum og hún tók slátur og bjó til kæfu og allt þótti mér þetta ákaflega spennandi. Ég man einu sinn að hún var að elda og sagðist vera að gera kartöflumús. Mér þótti þetta magnað og var forvitin og vildi sjá músina. Lauga lyfti mér upp og leyfði mér að kíkja í pottinn og þar var bara venjuleg kartöflustappa! Það var létt spæl- andi – en heima hjá mér var sem sagt ekki einu sinni talað sama tungumál og á efri hæðinni. Ég var ekki gömul þegar ég stóð á því fastara en fótunum að það héti sko mesingur en ekki mysingur, hún Lauga segir það og þá er það rétt! Ég gæti sagt ótal sögur af kynnum mínum við fjölskylduna uppi, en það er óþarfi. Kjarni málsins er að Guðlaug Pálsdóttir var óvenjuleg og stór og hlý manneskja, stórbrotin og stund- um hrjúf, en svo mikið falleg inn- an í og óbifandi í ró sinni og trú á lífið. Svo var hún oftast í góðu skapi og svo fyndin og skemmti- leg. Lauga vann um tíma við hrein- gerningar við Æfingaskóla Kenn- araháskólans, þar sem mamma mín kenndi. Þar var einhverju sinni haldinn fundur og Lauga steig í pontu. Mamma var svo hrifin, hún sagði að af öllum þeim sem eitthvað hefðu sagt á fund- inum, fínum kennurum og sprenglærðu fólki, hefði Lauga verið afgerandi best talandi og skörulegust af öllum. Já, hún hafði munninn fyrir meðan nefið og var ekkert að pakka því pent inn – dásamlega vel og skemmti- lega máli farin. Elsku systur, Magga, Steinka, Guðlaug Pálsdóttir ✝ Guðlaug Páls-dóttir fæddist á Hauksstöðum í Vopnafirði 27. apríl 1932 en fluttist hálfsmánaðar- gömul að Refsstað í sömu sveit. Hún lést þann 11. júlí síðastliðinn á Heil- brigðisstofnun Austurlands. Jarðarför Guð- laugar var gerð frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 23. júlí 2012. Helen, Svanhildur og Svava, eigin- menn, kærastar, börn og barnabörn. Ég ber ykkur öllum bestu kveðjur frá systrum mínum og foreldrum, við sam- hryggjumst ykkur öllum. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Laugu og henni fyr- ir að vera þessi hlýi og skemmtilegi partur af mínu barnalífi. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ólöf Eyþórsdóttir. Svövumamma var sú mamma vinkvenna minna sem ég kynntist hvað nánast og best. Þegar ég hugsa til baka eru það minninga- brotin sem ég geymi og þykir vænt um og langar til að rifja nokkur upp í þessum skrifuðu orðum. Hjá Svövumömmu heyrði ég fyrst neikvæð orð eða skamm- aryrði notuð sem gæluyrði eða til þess að tjá umhyggju. Þegar við Svava skottuðumst inn í Bóló66, tók hún oft á móti okkur brosandi um leið og hún sagði kannski með glettnislegum en umfram allt blíðum tón: „Koma litlu hálfvit- arnir!“ Örstuttu síðar kom heim- iliskanínan Gráni, sem virtist halda að hann væri heimilishund- ur eða í það minnsta heimiliskött- ur, skoppandi innan úr stofu og með sinni blíðustu röddu kjassaði Svövumamma hann með því að segja honum að hann væri helvít- is hálfviti! Svipað var með naggr- ísinn hennar Svövu. Honum var blótað með ást og umhyggju og enginn var eins snar í snúningum og Svövumamma til þess að ná í grænmeti eða gras þegar hann lét í sér heyra. Enda var naggrísinn farinn að þekkja fótatakið hennar og tísti (lesist skrækti) eftir mat þegar hann heyrði hana ganga framhjá. Svövumamma var ein sú dug- legasta sem ég hef þekkt að breyta til inni hjá sér. Hillusam- stæðan og blái hornsófinn skipt- ust til dæmis á veggjum reglu- lega og húsgögn ásamt smáhlutum komu og fóru. Alltaf spennandi og skemmtilegt að koma og sjá hvað hefði breyst. Hið árlega bollukaffi er mér minnisstætt þegar ég fékk að koma með á meðan fjölskyldan var enn með minna sniði. Þar voru systurnar mættar með fjöl- skyldum og var mikið talað og hlegið. Allir höfðu eitthvað að segja og ef einhver komst ekki al- mennilega að, þá var rómurinn bara hækkaður! Með skemmti- legri (háværari) kaffiboðum og nánast endalaust af bollum. Ef ég kom heim til Svövu að kvöldi til fór ég stundum með þeim mæðgum upp í íþróttahús Kennaraháskólans til að hjálpa til við að skúra. Á leiðinni heim hlup- um við inn í Herjólf á horninu og keyptum okkur kók. Þegar við vorum byrjaðar í MH og vorum að vinna verkefni á meðan Svöv- umamma fór að skúra, var ansi oft sem hún kom heim með kók í poka til að gleðja okkur og stund- um eitthvað fleira ef var helgi. Ég gisti stundum hjá Svövu um helgar og eitt mesta tilhlökk- unarefnið, fyrir utan kannski að sjá Stöð 2, var að það var alltaf til eitthvað með (kvöld)kaffinu og jafnvel nýbakað. Svo ekki sé minnst á nokkra uppáhaldsrétti sem hún gerði hvað best eins og brauðsúpuna! Mörg fleiri eru þau minninga- brotin sem birtast mér sem þessi góða, yndislega og skemmtilega kona gaf mér og svo mörgum öðr- um og er sárt saknað. Hvíl í friði, elsku Svövumamma. Sif Þráinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.