Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hver vill vera tölfræði? Gerðu allt
sem í þínu valdi stendur til þess að bjóða skil-
greiningum byrginn. Ef þér er hafnað í dag,
áttu að líta svo á að þú sért á meðal þeirra
heppnu.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er komið að því að finna nýjar leiðir
til þess að koma skoðunum þínum á fram-
færi. Gríptu tækifærið og skipulegðu frí eða
skemmtanir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst þú ekki fá útrás fyrir at-
hafnaþörf þína. Leitaðu ráða í tíma ef þú ert
að því kominn að gefast upp.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert draumlyndur hugsjónamaður
og þarft því stundum á einveru að halda.
Hafðu í huga að þetta gæti verið gömul sann-
færing sem stjórnar sannleikanum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk vill falla þér í geð, eiga viðskipti við
þig, vingast við þig. Að hluta til er þetta
vegna þess að öðrum finnst þú hafa góða
kímnigáfu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki eyða aur fyrr en þú hefur horft á
heildarmynd fjármálastöðunnar. Farðu á
kaffihús, keyptu þér bók eða tímarit eða jafn-
vel tónlist sem er frábrugðin því sem þú ert
vön/vanur að hlusta á.
23. sept. - 22. okt.
Vog Talaðu við einhvern eldri sem hefur meiri
reynslu en þú. Tafir og ergelsi sem þú fannst
nýverið fyrir, heyra nú sögunni til.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þegar þú þekkir og fylgir for-
gangsröðuninni þinni, gengur allt sem smurt.
Stíllinn skiptir máli og þú hefur hann svo
sannarlega.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sérstakrar þolinmæði er þörf í
samskiptum við vini og félaga. Fólk hlustar á
þig eins og í leiðslu. Nú er sú törn á enda og
komið að því að þú njótir næðis um stund.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Gerðu upp fortíðina, skildu hana eftir og
gakktu öruggur og djarfur mót framtíðinni.
Skrifaðu bréf og gerðu grein fyrir máli þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er engu líkara en þér séu allir
vegir færir og ekki til það vandamál sem þú
getur ekki leyst. Gríptu til andlegra tóla til að
róa þig; möntru eða öndunaræfinga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú setur þér of stífa dagskrá er hún
dæmd til að mistakast nema þá aðeins að þú
leyfir þér ekki að njóta augnabliksins. Gagn-
legar umræður gera alla hluti framkvæm-
anlegri.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir aðgefnu tilefni:
Við landsmenn oss leitum í kringum
í löngum miklum törnum
að ótýndum útlendingum
og ímynduðum björnum.
Nú eru margir á ferðalagi um
landið. Í bókinni Gönguleiðir, Hvít-
árnes-Hveravellir, eftir Pál Ásgeir
Ásgeirsson segir frá sorglegum ör-
lögum Reynistaðabræðra og þar
stendur: „Enginn veit nákvæmlega
hvernig þeir mættu örlögum sínum
en íslensk alþýða hefur reist þeim
minnisvarða í þessum tveimur
draumvísum sem eftirlifandi systur
bræðranna vitraðist:
Enginn finna okkur má
undir fanna hjarni.
Dagana þrjá yfir dauðum ná
dapur sat hann Bjarni.
Í klettaskoru krepptir erum við báðir
en í tjaldi áður þar
allir voru félagar.
Páll Guðmundsson á Hjálms-
stöðum kvað þessar vísur við hross-
beinahrúgu á Kili frá Reynistaða-
bræðrum:
Hefur eina og hálfa öld
hraunið steinmeitlaða
varðveitt beinin ber og köld
blakka Reynistaða.
Líður tíð, en fjöllin fríð
föstum bíða í skorðum
þar í hríðum hinsta stríð
háðu lýðir forðum.
Sem kunnugt er rifjaði Jón
Helgason upp þessa atburði í
Áföngum:
Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili;
skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili;
hleypur svo einn með hærustekk,
hverfur í dimmu gili.
Og í Kvæðabók er kynngimagnað
kvæði Hannesar Péturssonar „Jón
Austmann ríður frá Reynistaða-
bræðrum“, sem lýkur á orðunum:
Hann reið yfir hraunin og loks
er klárinn nam staðar þar dunaði í
djúpum hyli
dimmt fljót sagði hann glaður: ó byggð
ó líf,
reið áfram til norðurs; hraustlega hélt
um taum
sú hönd sem fannst dauð og ein niðrí
Blöndugili
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af leitarstarfi, ferðalögum
og Reynistaðabræðrum
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ÉG FANN
PARADÍS!
HÚRRA! ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG VILJI VITA
HVAÐ FLOKKAST SEM FLUGNAPARADÍS
HANN
ER ÞAKINN
FÍFLUM!
KALLI,
EKKI SNERTA
FÍFLANA!
EKKI LÁTA ÞÉR DETTA Í
HUG AÐ SKAÐA ÞESSA
SAKLAUSU FÍFLA!
SVO ERTU LÍKA SVO
SÆTUR SVONA
UMKRINGDUR FÍFLUM
MIG LANGAR EKKI
AÐ VERA SÆTUR!
SKATTHEIMTUMAÐUR
KONUNGSINS VAR AÐ LEITA AÐ ÞÉR
SKILDI
HANN EFTIR
SKILABOÐ?
JÁ,
ÞAU ERU
ÞARNA...
ÉG HELD
AÐ ÞAÐ VÆRI
ÆSKILEGT AÐ
ÞÚ SLEPPTIR ÞVÍ
AÐ HALDA FYRIR
MUNNINN
ÞEGAR ÞÚ
HÓSTAR
...FÖST Í
MELÓNUNNI
Víkverji er ánægður með þærbreytingar, sem gerðar hafa ver-
ið á Laugardalslauginni. Hún fékk
nýja vídd með innilauginni og með
nýjustu viðbótum vex henni enn ás-
megin. Börn hafa meira við að vera
og hægt er að rápa milli urmuls
potta.
x x x
Þegar hann fór þangað nýverið umkvöldmatarleytið var þó nokkuð
um manninn og mátti hafa fyrir því
að greina íslensku. Í einum pottinum
voru þýsk mæðgin, bresk fjölskylda,
franskt kærustupar og pólskur vina-
hópur. Í heitasta pottinum sat hópur
sænskra ferðalanga í kringum eftir-
launaaldurinn og virtist una sér vel,
þótt Víkverja fyndist hitinn þar
reyndar slíkur að hann velti fyrir sér
þegar hann dýfði tánni í hann hvort
þetta væri matreiðslupottur.
x x x
Heiti potturinn með sjónum er frá-bær viðbót. Einhver sagði Vík-
verja að salt vatnið væri allra meina
bót fyrir húðina, en Víkverji selur
það ekki dýrara en hann keypti það,
enda engar tilraunir gert til að sann-
reyna hvort sú fullyrðing standist.
En honum leið vel í pottinum. Vík-
verji laumaðist einnig í eimbaðið,
sem leit út eins og farþegarými í
geimflaug. Hann hélt eiminn út í 123
sekúndur. Þá var farið að blása
snarpheitri gufu inn í klefann og Vík-
verji flúði út í snarhasti. Víkverji
fann aðeins einn galla á lauginni eftir
breytingarnar. Hann þarf að hafa
jafn mikið fyrir því að synda í henni
og áður. Hann átti von á að í svona
nútímalegri laug gæti hann synt
þingmannaleið áreynslulaust.
Víkverji er velunnari sundlauga á
Íslandi. Sundlaugar eru auðvelt
áhugamál hér á landi því að þær eru
nánast úti um allt. Hvar sem hann
kemur gerir hann sér far um að prófa
sundlaugina. Sundlaugar landsins
eru auðvitað misjafnar og misvel
búnar. Sumar eru svo dýrar að heilu
bæjarfélögin hafa riðað til falls vegna
kostnaðarins. Aðrar eru litlar og ein-
faldar og eru löngu orðnar skuldlaus-
ar. Allar hafa þær þó eitthvað við sig,
eitthvað sem veitir þeim sérstöðu og
gleður Víkverja. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjört-
um yðar, því að til friðar voruð þér
kallaðir sem limir í einum líkama.
Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.)
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðasmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Grænkáls-
draumur
NÝR SAFAMATSEÐILL
FULLUR AF HOLLUM OG NÆRINGAR-
RÍKUM ÞEYTINGUM OG SÖFUM
Íslenskt
grænkál
lífræn
t
Ofurfæðudrykkur með nýuppteknu
lífrænu grænkáli, hlaðinn vítamínum
og steinefnum til að auka orku og þrek.
Einstaklega bragðgóður og seðjandi.