Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Nú þegar Guðjón mágur minn hefur lokið lífs- göngu sinni fyrir aldur fram spretta fram margar hlýjar minningar eftir næstum hálfrar aldar samleið með þeim góða dreng. Það var eftirminnilegt þegar ég sá hann fyrst vorið 1967. Þá birtist Helga systir okkar heima á Hóli með kærast- ann sinn, hann Guðjón. Okkur systkinunum leist vel á þennan glaðlega unga mann sem var margfaldur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, lærður smiður og flottur í tauinu. Þau Helga giftu sig um haustið og fóru að búa á Hrísateignum í Reykjavík. Síðar bjuggu þau í Vesturbergi, á Seljabraut og á Kristnibraut. Fljótlega fæddust börnin eitt af öðru, Ívar, Sævar, Guðný Svandís og Viðar. Guðjón var mikill fjölskyldu- maður og lét sér annt um börnin og heimilið, sívinnandi fyrir fjöl- skylduna. Hann starfaði mest- alla ævi við húsasmíði og sum- arið 1971 var ég handlangari hjá smíðaflokki Guðjóns. Þá kynnt- ist ég því hvað Guðjón var flink- ur smiður, ósérhlífinn og fram- úrskarandi duglegur. Þau Helga tóku mig inn á heimili sitt fyrsta sumarið sem ég var í Reykjavík og löngum var ég eins og einn af fjölskyldunni. Þau buðu mér alltaf til sín á jólunum og ég var tíður gestur á heimilinu og fylgdist með börnunum vaxa úr grasi. Fyrir það vil ég þakka. Guðjón átti rætur í Kjósinni og sumarið 1974 byggði hann þar litla notalega sumarbústað- inn í hvamminum við ána. Smíð- arnar léku í höndum Guðjóns og undir haustið var þessi griða- staður fjölskyldunnar kominn undir þak. Þarna áttu þau Helga og börnin margar yndisstundir ásamt foreldrum hans, Gauju og Konna. Stöðugt var Guðjón að laga til og endurbæta gróður og umhverfi staðarins og undi sér hvergi betur enda sannkallað náttúrubarn. Oft var gestkvæmt í litla bú- staðnum en alltaf var pláss fyrir alla. Kaffiboð, matarveislur og hringjakast eru minnisstæð. Aldrei var Guðjón glaðari en þegar sem flestir voru þarna því hann var bæði gestrisinn, fé- lagslyndur og hjartahlýr. Segja má að börnin þeirra Helgu hafi alist upp í Kjósinni og öll eru þau með í að byggja nýja bú- staðinn sem þar er að rísa. Guðjón var einstaklega um- hyggjusamur faðir og afi og barnabörnin máttu ekki af hon- um sjá. Þeirra missir er mikill en mildast af góðum minningum. Guðjón var hamingjunnar maður og það gerði hann sér ljóst. Börn hans og tengdabörn eru vel menntuð, dugandi fólk og Helga einstaklega geðgóð kona sem alltaf fann það besta út úr hlut- unum. Hinn seinni ár vann Guð- jón hjá bókaútgáfu og stundaði bæði veiði og golf í frístundum sínum. Þau Helga voru samhent í golfinu og fóru nokkrar golf- ferðir til útlanda sem þau höfðu mikla ánægju af. Fyrir tæpu ári greindist Guð- jón með illvígan sjúkdóm. Hann tókst á við hann af mikilli karl- mennsku og með aðdáunarverðu æðruleysi. Hann stundaði sína vinnu, fór í gönguferðir og var mikið á meðal fólks. Líklega Guðjón Þorkell Hákonarson ✝ Guðjón ÞorkellHákonarson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1941. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans þann 15. júlí 2012. Útför Guðjóns fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 24. júlí 2012. kynntist Guðjón því best þegar veikind- in sóttu að honum hvað hann átti góð börn og góða konu. Fyrir það var hann innilega þakklátur. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á björtum hásumar- degi. Það er bjart yfir minningu Guð- jóns Hákonarsonar. Jón M. Ívarsson. Guðjón mágur okkar kvaddi allt of snemma. Í yfir fjörutíu ár hefur hann verið hluti af okkar fjölskyldu og nú hefur myndast mikið tómarúm, bæði í hjörtum okkar og tilveru. Við minnumst fyrstu kynna okkar af Guðjóni, þegar Helga systir okkar kom austur með kærasta sinn, broshýran ungan íþróttamann og smið ættaðan úr höfuðborginni. Ósjálfrátt urðum við dyggir stuðningsmenn Fram í boltaíþróttum, því þar spilaði Guðjón. Þau Helga hófu sinn búskap á Hrísateigi og varð heimili þeirra nú miðstöð heimsókna okkar í bæinn. Við yngri stelpurnar fengum að fara til skiptis í orlof til Helgu og Guðjóns og alltaf var húspláss í litlu íbúðinni ef gista þurfti í lengri eða skemmri tíma. Guðjón var mjög bóngóður og var gott að leita til hans. Það var gott að eiga hann að ef lagfæra þurfti hluti eða smíða nýtt. Þau hjón hafa alltaf verið afar gestrisin og eftir að þau fluttu í Vesturbergið og síðar Selja- brautina var oft glatt á hjalla. Við minnumst ótalinna gamlárs- kvölda með stórfjölskyldunni, þar sem Guðjón heilsaði öllum með hlýju brosi og faðmlagi. Honum var í mun að allir væru velkomnir, stórir sem smáir. Hann var hlýr og barngóður, ró- leg og góð nærvera hans varð til þess að börnin stór og smá löð- uðust að honum. Hann gaf þeim sinn tíma. Síðasta en ekki sísta skal telja samveruna í sumarbústaðnum í Kjósinni. Í þessum hlýlega litla bústað, smíðuðum af Guðjóni sjálfum, höfum við átt yndislega samveru í mörg sumur. Guðjón fræddi um landslagið í kring, fjöruna, fuglana og gróðurinn, en hann var mikill náttúruunn- andi. Við munum halda í heiðri minningu Guðjóns með því að halda áfram að koma upp í bú- stað. Þar munum við styrkja enn frekar þau sterku fjölskyldu- bönd sem við svo blessunarlega höfum og ganga slóðir minning- anna. Að lokum sendum við systk- inin og fjölskyldur okkar elsku Helgu systur, öllum börnum hennar, tengdabörnum og ynd- islegu barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar systkin- anna, Áslaug Ívarsdóttir. Þá hefur frændi minn yfirgef- ið þetta jarðlíf. Guðjón Hákonar- son, eða Gúi eins og hann var kallaður í daglegu lífi, andaðist 15. júlí síðastliðinn eftir erfið veikindi. Við Gúi vorum náskyldir. Mæður okkar, þær Hanna og Gauja, voru systur og feður okk- ar, þeir Lói og Konni, voru bræður. Það voru viss forrétt- indi að alast upp í faðmi stór- fjölskyldu mæðranna, að Grett- isgötu 31, en þar höfðu móðurforeldrar okkar búið fjöl- skyldunni mörg heimili á sama stað. Foreldrar okkar bjuggu um tíð á sömu hæð í þessu húsi og í íbúðum á móti hvort öðru. Margs er að minnast, þó að aldursmunur á okkur Gúa væru níu ár. Til dæmis kemur strax í hugann jólaborðhaldið sem alltaf var haldið á aðfangadagskvöld í íbúð ömmu og afa. Þá var eldað í öllum íbúðum og borið á lang- borð hjá ömmu og afa. Þar var tekið hressilega til matar og var Gúi einn af þeim. Gúi hafði þann kost fram yfir marga aðra, að geta borðað mikið, en vera samt alla tíð grannur. Á Grettisgötunni voru mikið stundaðar íþróttir og var Gúi enginn eftirbátur í því. Hann gerðist Fram-ari eins og flestir sem bjuggu við Grettisgötuna og lagði þar aðallega stund á hand- bolta. Hann var dyggur stuðn- ingsmaður Fram alla tíð. Í Fram eignaðist hann marga vini sem voru honum trúir til æviloka. Ég minnist þess sem ungling- ur þegar þessir vinir hans voru að koma í risherbergið á Grettó þar sem hist var áður en farið var út að skemmta sér. Guðjón afi okkar var smiður og það átti eftir að liggja fyrir Gúa að læra húsgagnasmiði. Hann lærði smíðina hjá Hús- gagnavinnustofu Ingvars og Gylfa, sem þá var með aðsetur í bílskúrum í Bogahlíð. Á þessum árum var samgangur minni hjá okkur. Það kom því skemmtilega á óvart árið 1972 þegar við Gurrý keyptum okkar fyrstu íbúð í Vesturbergi 72, að Gúi og Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, höfðu keypt sér íbúð á sömu hæð í sama húsi og á móti okkur. Þetta var alveg ótrúlegt, því hvorugt okkar vissi af hinu. Þarna endurnýjuðust kynnin og bjuggum við þarna í tíu ár. Gúi var mikill stangveiðimað- ur og sagði mér alltaf veiðisögur eftir veiðitúrana. Það átti svo fyrir okkur Gúa að liggja að vinna saman í smíði í nokkur ár. Hann var hörkudug- legur, samviskusamur, útsjónar- samur og góður handverksmað- ur. Gúi hafði svo undanfarin ár lagt stund á þá göfugu íþrótt, golf, eins og svo margir. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að spila með honum einu sinni í Fram-móti okkur báðum til mik- illar ánægju. Gúi hafði búið fjöl- skyldunni sumarhús í landi Fossár í Kjós sem nú er verið að endurbyggja. Nú verður hann ekki til staðar til þess að njóta, gefa góð ráð og skipuleggja. Gúi var alinn upp við mikið og náið fjölskyldulíf og hann sá til þess, ásamt Helgu, að halda því áfram innan sinnar fjölskyldu. Gúi frændi, hafðu þökk fyrir allar þær minningar sem ég á um þig, ég mun geyma þær í mínum huga. Elsku Helga og fjölskylda, við Gurrý og fjölskylda okkar vott- um ykkur innilegrar samúðar og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Kristbjörn Þorkelsson. Þegar fyrir dyrum stóð að flytja lager Bjarts & Veraldar haustið 2009 lá einhvern veginn beint við að kalla til eldri mann á hvítum jepplingi sem eitt okkar þekkti að góðu einu. Guðjón Hákonarson reyndist okkur sannkallaður happafengur – enda slepptum við ekki af hon- um hendinni þótt flutningum lyki. Hann gekk rösklega til allra verka, hvort sem var að pakka bókum, skjótast með sendingar, setja upp bókamark- að, flytja lagerinn (aftur) yfir portið á Seljaveginum, koma upp heilu röðunum af margra metra háum rekkum eða dytta að lúnum húsgögnum þar sem þvingur af ýmsum stærðum og trélím komu sterk inn. Ef maður rak inn nefið á lag- ernum til að taka stöðuna var hann ævinlega til í smá spjall, gaf skýrslu um hvað væri að seljast, það væri nú alveg ótrú- legt hvað sumt væri að ganga, kom með tillögur til úrbóta í húsnæðismálum, býsnaðist að- eins yfir allri þessari ljóðabóka- útgáfu en var um leið dálítið hissa á því að þær skyldu alltaf vera að seljast upp. Þegar hann birtist á skrifstof- unni staldraði hann gjarnan við með bros á vör á meðan hvíti jepplingurinn beið þolinmóður fyrir utan með golfsettið í skott- inu. Við ræddum gjarnan hvað væri fram undan í útgáfunni en ekki þurfti síður að víkja að mik- ilvægari málum, yfirvofandi golfferð hans suður til Spánar eða skoða teikningar að sumar- húsi sem reist skyldi á grunni gamla bústaðarins hans í Hval- firði. Þar átti að verða sannkall- aður unaðsreitur stórfjölskyld- unnar og leyndi sér ekki að hann hlakkaði til að eyða þar ævi- kvöldinu með fólkinu sínu. Fyrir nokkru greindist Guð- jón með krabbamein og hófst þá hörð og tvísýn glíma. Hann gaf ekkert eftir, stundaði sína vinnu eins og kostur var – og kannski aðeins meira en það; það skipt- ust á skin og skúrir og allt fram undir síðustu mánaðamót mætti hann á lagerinn til að tryggja að dreifingin væri í lagi. Við trúð- um því að hann myndi hafa sig- ur. En enginn má sköpum renna. Við hjá Bjarti & Veröld sökn- um frábærs samstarfsmanns og góðs félaga og sendum fjöl- skyldu Guðjóns Hákonarsonar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pétur Már Ólafsson. Góður vinur hefur kvatt. Guð- jón Þorkell andaðist á krabba- meinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 15. júlí sl. eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hugur okkar reikar aftur til ársins 1982 er við nokkrir félagar í Fram hittumst og ákváðum í framhaldinu að taka að okkur stjórn handknatt- leiksdeildar félagsins. Þekktum í byrjun mismikið hver til annars, en vorum allir tilbúnir til þess að taka að okkur verkefnið og veita því forgang og þá um leið verulegan hluta tíma okkar, þótt allir værum við uppteknir við önnur störf. Áttum við það sameiginlegt að hafa alist upp með félaginu og vildum við hag þess sem bestan. Varð hér um samhentan hóp að ræða er tók sameiginlega á öll- um nauðsynlegum verkefnum. Kom fljótt í ljós að þrátt fyrir miklar annir við smíðar stóð aldrei á Guðjóni að bæta við sig störfum fyrir félagið, hver sem þau voru, enda bar hann hag þess mjög fyrir brjósti. Leiddi samstarf þetta til traustrar vináttu sem stöðugt hefur styrkst síðan. Er stjórn- arstörfum okkar lauk árið 1985 ákváðum við að hittast áfram reglulega. Fengum við eiginkon- ur okkar með í leikinn og til varð matarklúbbur Framhópsins. Höfum við síðan notið veislumat- ar hjá hvort öðru minnst fimm sinnum á vetri og eru veislurnar nú vel á annað hundrað, hver annarri betri og ánægjulegri bæði fyrir líkama og sál. Samhliða þessu var ákveðið að nýta tímann jafnframt til heil- brigðara lífernis og var því ákveðið að reyna til við golf- íþróttina og fylgja þannig for- dæmi eins úr hópnum. Eftir inn- anhússæfingar vetrarpart höfum við síðan öll leikið saman golf bæði innanlands og utan. Eru utanlandsferðirnar orðnar sjö og hefur Guðjón aldrei vantað í þær ferðir. Auk þessa hafa reglu- bundnar gönguferðir í Reykja- vík og nágrenni orðið hluti sam- verunnar. Með Guðjóni er genginn góð- ur drengur, vinur og félagi. Lýs- ir það honum vel að þrátt fyrir erfiða meðferð og dvínandi þrek lét hann aldrei verk úr hendi falla. Eftir að hann hætti vinnu við iðn sína hóf hann störf hjá bókaforlaginu Bjarti og sinnti þeim nánast til dánardægurs. Þrátt fyrir skoðanafestu stuðlaði hann með orðum sínum og æði ávallt að sáttum, ef deilt var. Er hans nú sárt saknað. Helgu, Ívari, Sævari, Guð- nýju, Viðari og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Framhópurinn, Friðgeir, Gunnar, Ingólfur, Þorgeir, Þórarinn og makar. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Við fráfall Guðjóns Hákonar- sonar sér Fram á bak góðum og traustum félaga, sem alltaf var tilbúinn að svara kallinu – hafði alltaf tíma fyrir félag sitt. Guð- jón, sem ólst upp á Grettisgöt- unni, var einn af liðsmönnum hins sigursæla handknattleiks- liðs Fram upp úr 1962. Fljótlega fékk hann mikinn áhuga á þjálf- un og fór til Danmerkur til að kynna sér galdra handknatt- leiksins – kom heim ákveðinn að gefa yngri flokkum Fram krafta sína. Guðjón var alla tíð mjög Framrækinn – einn af þeim fé- lagsmönnum sem sagði aldrei nei! Mönnum sem félög eiga aldrei nóg af – mönnum sem hugsa: Hvað get ég gert fyrir fé- lagið mitt, en ekki hvað getur fé- lagið gert fyrir mig. Guðjón, Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, og börn þeirra gáfu Fram margt og það var og er mikill heiður fyrir félagið að þiggja krafta þeirra. Guðjón lét sig aldrei vanta þegar Framarar komu saman á góðra vina stundu – hann mætti alltaf á völlinn, kom í getrauna- kaffi í Safamýrina á laugardags- morgnum og sýndi ræktarsemi sína með góðum hug til félagsins með ýmsu móti og átti góða vin- áttu margra Framara. Framarar munu sakna Guð- jóns þegar flugeldasalan hefst fyrir næstu áramót. Guðjón hef- ur í marga áratugi verið innsti koppur í búri þegar flugeldasal- an hófst. Hann var alltaf mættur þriðja í jólum með hamar sinn og setti upp hillur og borð fyrir flugeldasöluna. Aðalstjórn Fram kveður góð- an félaga, Guðjón Hákonarson, með söknuði og þakkar honum mikil og vel unnin störf í þágu félagsins. Eiginkonu hans og fjölskyldu eru sendar hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar, Sigmundur Steinarsson. Marinó Sigurbjörnsson kvaddi og fór fyrirvaralaust. Hraustur maður sem kenndi sér ekki meins þótt aldur færðist yfir. Sorgin leggst yfir, sársauki og söknuður. Sagt er að allur sársauki leiti að líkn. Í ljúfum minningum um góðan mann er gott að leita líknar. Og það eru eingöngu góðar minningar. Samskiptin voru meiri en vega- lengdin á milli sagði til um. Marinó Sigurbjörnsson ✝ Marinó Óla-son Sig- urbjörnsson var fæddur á Lækn- isstöðum, Sauða- neshr., N-Þing. 3. mars 1923. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 11. júlí 2012. Útför Marinós fór fram frá Reyðarfjarðarkirkju 21. júlí 2012. Hann á Reyðarfirði og stór hluti afkom- enda á Reykjavíkur- svæðinu. En það skipti ekki máli, regluleg símtöl þar sem skipst var á fréttum og málin rædd. Fylgst náið með öllum afkom- endum munað eftir öllum afmælisdög- um, símhringing og glaðningur sem ekki mátti sleppa þrátt fyrir stóran hóp. Komið suður á hátíðarstundum. Heimsóknir austur. Og barna- börnin og langafabörnin elskuðu afa sinn sem hljóp á eftir hverri ósk. Þrátt fyrir að hann nálgaðist níutíu ára aldur var hann sí- starfandi. Það var hans eðli að klára hlutina, fumlaust, skilja ekki eftir óklárað verk, ljúka því sem ljúka þurfti. Þannig lifði hann, sífellt að, aldrei verkefna- laus. Hann var farsæll og trúr í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur Marinó var gæfumaður í líf- inu. Þau Magga eignuðust hvort annað og síðan sex börn. Far- sælla og ástríkara hjónaband er vart hægt að hugsa sér. Sam- stíga í einu og öllu í yfir sextíu og fimm ár. Og hin síðari ár nutu þau þess að vera saman öllum stundum eftir að bæði hættu að vinna. Það er vart hægt að óska sér betra samlífs. Fimm af sex börnum þeirra fluttu burt en Sigurbjörn sonur þeirra býr á Reyðarfirði ásamt eiginkonu, börnum og barna- börnum og það hefur verið Möggu og Marinó mikil gæfa að hafa þau sér nærri. Marinó var gæddur mörgum góðum hæfileikum. Sem tónlist- amaður lék hann fyrir dansi á árum áður og hann lék á harm- onikkuna allt tildauðadags. Hann var veiðimaður og nátt- úrubarn. Fæddur norður á Langanesi og alinn upp þar sem náttúran var gjöful. Sjórinn gaf fiskinn og heiðarnar fuglana sem veiddir voru til matar. Lág- fótu var haldið í skefjum. Nátt- úrubarnið sem vildi lifa í sátt við landið og dýrin, taldi að maðurinn ætti að nýta landið á skynsamlegan hátt, græðgi var honum fjarri. Veiddi sér til mat- ar, veiddi rjúpu og gæs fyrir sig og sína. Fór á greni til að halda lágfótu í skefjum, mófuglinn þurfti að lifa líka. Vaskur göngu- og fjallamaður, reglu- maður alla ævi. Ég er þakklát fyrir að vera hluti af fjölskyldu þeirra og að börnin mín skuli hafa eignast afa og ömmu eins og þau. Við Einar erum svo heppin að hafa fengið að hafa þau á heimili okkar á ferðum þeirra til Reykjavíkur. Yfir morgun- kaffinu höfum við fengið að heyra margar sögur og minn- ingar frá liðnum tímum sem verða dýrmætari þegar fram líða stundir og þessar stundir eru okkar kærar. Magga og stór hópur afkom- enda syrgir nú yndislegan mann sem hafði mikil áhrif á þá sem honum kynntust. Ég bið góðan guð að styrkja þau öll á þessari kveðjustund. Elsku Marinó, ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa kynnst þér og allt það sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Minning um góðan mann lifir. Þín tengdadóttir, Ólafía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.