SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 6
6 15. júlí 2012 Adrian Nastase, fyrrverandi for- sætisráðherra Rúmeníu, sem er táknmynd spillingar í stjórnkerfinu í Rúmeníu, er pólitískur upp- eldisfaðir Vic- tors Pontas for- sætisráðherra. Nastase var dæmdur í tveggja ára fangelsi í júní fyrir ólöglega fjármögnun flokks síns. Í fréttaskýringu Die Zeit segir að sá dómur hafi haft áhrif: „Hann var lokaviðvörun stéttar spilltra rúmenskra stjórn- málamanna og athafnamanna: Valdbarátta stjórnar Pontas er þegar öllu er á botninn hvolft til- raun þessarar valdastéttar til að undanskilja sig leikreglum lýð- ræðisins og réttarríkisins.“ Barist um völd Adrian Nastase, fyrrverandi for- sætisráðherra Rúmeníu. Rúmenía er í pólitísku uppnámi. VictorPonta forsætisráðherra og TrainBasescu forseti berjast um völdin.Landið er í greipum spilltrar yfirstéttar. Ponta var á fimmtudag í Brussel þar sem hann reyndi að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um að tilraun sín til að koma forsetanum frá ógnaði ekki lýðræði í Rúmeníu. „Mér er mjög annt um ímynd Rúmeníu sem lýðræðisríkis, að leysa innri pólitískar deilur með pólitískum og almennum atkvæðagreiðslum,“ sagði hann á blaðamannafundi í Brussel. Ponta átti fund með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Bruss- el. Var til þess tekið að Rompuy hafði á borði sínu regluverk sambandsins, Lissabon-sáttmál- ann, líkt og hann vildi minna á nauðsyn þess að virða lög og reglur ESB. Ponta ítrekaði að rúmensk stjórnvöld myndu afturkalla allar aðgerðir, sem reyndust stangast á við regluverk ESB. Hann varði einnig tilraun samsteypustjórnar sinnar til að koma Basescu frá og benti á að stjórnlagadómstóll landsins hefði staðfest ákvörðun þingsins í atkvæðagreiðslu um að víkja forsetanum tímabundið frá störfum. Síð- an yrði ákveðið í þjóðaratkvæði 29. júlí hvort hann yrði settur af. Átökin milli Pontas og Basescus hófust þegar Ponta komst til valda eftir að fyrri stjórn var felld í vantraustsatkvæðagreiðslu í maí. Eftir hægri stjórnina tók við þriggja flokka samband, USL, sem kennir sig við sósíalisma og frjálslyndi, með Ponta í broddi fylkingar. Frá því að Ponta tók við hefur stjórn hans gefið út hátt á þriðja tug skynditilskipana, sem hafa lagagildi og þurfa ekki staðfestingu þings fyrr en eftir á. Þegar Rúmenar gengu í Evrópusambandið 2007 komu fram áhyggjur af því að þeir væru ekki tilbúnir vegna ólýðræðislegra stjórnarhátta, ósjálfstæðra dómstóla og rótskotinnar spillingar. Í fréttaskýringu á vef vikuritsins Die Zeit segir að nú, fimm og hálfu ári síðar, virðist sem þær áhyggjur hafi síst verið of miklar. Í átökunum við Basescu hafi Ponta beitt aðferðum, sem kalla megi valdaráns- tilburði, og lýðræð- isleg og evrópsk grunngildi hafi verið virt að vettugi. Margar skyndi- tilskipananna hafa þjónað þeim tilgangi að tryggja að það tækist að svipta Ba- sescu embætti forseta. Þar hefur þó ekki ver- ið látið staðar numið og hefur ríkisstjórnin til dæmis einnig gefið út tilskipun um að stjórnlagadómstóllinn hafi ekki lengur lögsögu yfir ákvörðunum þings- ins. Die Zeit bendir á að í samanburði við það séu það smámunir að með stjórnartilskipun hafi ver- ið komið í veg fyrir að Ponta yrði sviptur doktorsnafnbót sinni eftir að í ljós kom að stórir kaflar í doktorsritgerð hans voru stolnir. USL kveðst vilja koma Basescu frá til að verja réttarríkið og sakar forsetann um að hafa tekið sér meiri völd en stjórnarskráin kveður á um að hann hafi og skipta sér um of af störfum stjórnar og þings. Basescu dregur heldur ekki dul á að hann sé virkur forseti og athafnasamur, en fæstar ásakanirnar standast gegn honum. Það var að minnsta kosti niðurstaða stjórnlagadómstólsins. Hins vegar hafa komið fram efasemdir um heilindi núverandi stjórnar. Tekið er til þess að í USL séu sérlega margir sem hafi verið allt frá yf- irmönnum úr hinni illræmdu öryggisþjónustu Ceausescus, Securitate, til fyrrverandi forstjóra úr röðum kommúnista, vellauðugra óligarka og dæmdra fjárglæframanna. Í áðurnefndri fréttaskýringu í Die Zeit er því haldið fram að þar sé á ferð yfirstétt, sem reyni að verja sitt góss, hafi orðið rík og voldug með því að misnota embætti, með hálf- eða ólögleg- um viðskiptum, glæpsamlegri einkavæðingu og spillingu og líti á völdin sem umboð til rána og gripdeilda. Ráðabrugg í Rúmeníu Forsætisráðherra vændur um gerræði í aðför gegn forseta Viktor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu, svarar spurningum blaða- manna í Brussel á fimmtudag. Hann hét því að standa vörð um lýðræði. AFP Traian Basescu, forseti Rúmeníu, ávarpar þingið, sem vill svipta hann embætti, fyrir viku. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Gagnrýnendur Victors Pontas, forsætisráðherra Rúmeníu, segja að harka dómstóla í spillingarmálum hafi komið stjórn hans í uppnám. Stjórn- völd segjast ekki vera að reyna að hræða dómstóla og saksóknara. „Réttarkerfið fer sína leið óháð því hver er við völd,“ sagði Titus Corlatean dómsmálaráðherra. Þrýst á rétt- arkerfið? Titus Corlatean dómsmálaráðherra. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Fataskápar í miklu úrvali

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.