SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 12

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 12
12 15. júlí 2012 Fimmtudagur Gerður Kristný Greifing- inn sem býr undir hús- inu mínu hér í Stokk- hólmi er hinn rólegasti. Allt er því með kyrrum kjörum og ég hef endurnýjað kynni mín við polkaísinn ljúffenga. Með honum les ég The Crime Wave at Blandings eftir P.G. Wodehouse. Kristinn Hrafnsson Frá- bær áfangasigur í stríði gegn makalausri mis- beitingu valds. Gleður mitt hjarta að fyrsti sig- urinn fyrir dómi í slagnum við al- þjóðlega fjármálarisa skuli vera í mínu heimalandi. Það verður tekið eftir þessu. Kristín Svava Nafn: Guðrún Gríms- dóttir. Kyn: Kona. Aldur: 47. Staða: Hans kona. Föstudagur Kristín Svava Nafn: Loftur Vigfússon. Kyn: Karl. Aldur: 26. Staða: Böðull, flengimann. Einar Skúlason fer grátandi á Fimm- vörðuháls síðdegis. Þarf að fórna Vin- ylplötusölu ársins. Nema að Arnar Eggert Thoroddsen sendi þyrlu inn í Mörk á morgun. Fésbók vikunnar flett Meðlimir hljómsveitarinnar The Rolling Stones fagna um þessar mundir hálfrar aldar starfsafmæli hljómsveitarinnar. Þeir Mick Jag- ger, Keith Richards, Charlie Watts og Ronnie Wood eru enn að þrátt fyrir að vera á sjötugsaldri. Af því tilefni gáfu þeir félagar út bók um feril bandsins og ber verkið titillinn 50. Ný útfærsla á hinu víðfræga merki hljómsveitarinnar, tungunni, hefur einnig litið dagsins ljós og mátti sjá því skartað er meðlimir sveitarinnar fögnuðu afmælinu. Getgátur hafa verið uppi þess efnis að The Rolling Stones muni ferðast um heiminn á þessu ári, eða því næsta, og halda fjölda tón- leika. Keith Richards staðfesti fyrir skemmstu að hljómsveitin hefði vissulega æft sig að undanförnu en vildi þó ekkert tjá sig um það sem væri framundan. Þess má einnig til gamans geta að ljósmyndasýn- ing, sem sýnir feril sveitarinnar, hefur verið opnuð í hinu fornfræga Somerset House í London. Sýningin mun standa frá 13. júlí til 27. ágúst og er aðgangur ókeypis. Á ljósmyndasýningunni má sjá myndir frá ýmsum skeiðum The Rolling Stones. Stones á safni Charlie Watts, Keith Richards, Ronnie Wood og Mick Jagger hressir. Sex tónlistarmenn hafa komið að sveitinni fyrir utan hinn endanlega kvartet. Á mynd á veggnum eru meðlimirnir til að mynda fimm talsins. AFP

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.