SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 13

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 13
15. júlí 2012 13 Vatnsskortur er ekki vandamálá Íslandi. Það er þó vandamálsem Íslendingar, ásamt allriheimsbyggðinni, ættu að vera mjög vakandi fyrir. Vandamál sem gæti valdið alvarlegum deilum á komandi ár- um. Ania Grobicki þekkir það að lifa við vatnsskort. Í heimalandi hennar, Suður- Afríku, er farið afar sparlega með vatn. Hún er einn helsti sérfræðingur heimsins í vatnsrannsóknum. Þurrkur, fellibylir og flóð Ania Grobicki nam hagfræði og efna- verkfræði í heimalandi sínu. Hún hlaut doktorsgráðu í líftækni frá Líftæknihá- skólanum í London. Grobicki er fram- kvæmdastjóri samtakanna Global Water Partnership, GWP, sem stofnuð voru árið 1996. Samtökin vinna að rannsóknum vatnsauðlinda, þróun og stefnumótun vatnsbúskapar. Höfuðstöðvar GWP eru í Stokkhólmi en þau eru í samvinnu við 1.600 félagasamtök um allan heim. Markmið félagsins er að ná jafnvægi og öryggi í vatnsbúskap heimsins. Að vekja athygli á vandamálum vatnsbúskaparins segir Grobicki afar mikilvægt. „Gróðurhúsaáhrifin og hitabreytingar hafa áhrif á alla heimsbyggðina. Áhrifin eru ólík í mismunandi heimshlutum. Á meðan sum lönd standa frammi fyrir miklum þurrkum munu önnur upplifa ofsaveður, til dæmis flóð, fellibyli og þrumur og eldingar. Þetta eru öfgar í báðar áttir,“ segir hún. Hún segir áhrifin hafa sýnt sig nú þegar og bendir á Mar- okkó máli sínu til stuðnings. Loftslag í Marokkó er mjög þurrt en landið upplifir fyrstu flóð í sögu landsins. „Í Bandaríkj- unum hafa skógareldar aukist sem gleypa heimili fólks. Ég sá í gær að um- hverfissérfræðingar í Bandaríkjunum segja að þessir eldar tengist beint gróð- urhúsaáhrifunum og loftslagsbreyting- unum.“ Grobicki er sannfærð um að þegar fólk fer að finna fyrir afleiðing- unum á eigin skinni muni það vakna til lífsins. „Það mun sýna frumkvæði til þess að ráðast gegn vandamálinu á sínu svæði. Einnig er mjög mikilvægt að fjöl- miðlar séu vakandi og fjalli um þessi al- varlegu mál.“ Lausn vandamálsins segir hún að liggi í rannsóknum á hitabreyt- ingum og gróðurhúsaáhrifum. „Við hjá GWP leggjum mikið upp úr rann- sóknum. Til þess að skilja vandamálið þarf að leggja meira fjármagn til rann- sókna.“ Að virkja stjórnvöld telur hún afar mikilvægt en hún segir að þau sofi á verðinum. „Í rauninni eru einkafyrirtæki virkari. Þau hugsa fram í tímann og leggja meira upp úr sjálfbærri þróunn.“ Og umræðan er mikilvæg. „Málið er tví- hliða: Það verður að minnka mengun og finna leið til þess að aðlagast breyttum heimi. Þjóðarleiðtogar verða að taka höndum saman og finna grundvöll til þess að búa til stefnumótun.“ Hún bend- ir á að vatn sé mjög pólitískt málefni og miklir hagsmunir í húfi. Ísland í fremstu víglínu Á ráðstefnunni Rio +20, sem haldin var í Barsilíu í júní, var vatnsbúskapur meðal annars á dagskrá. Þrátt fyrir góða um- ræðu vonast Grobicki til þess að hún aukist í framtíðinni. „Við erum að slá hitamet í sögu jarðarinnar. Það eru til mjög góð gögn sem sýna fram á að þessi hækkun hitastigsins orsakast af gróður- húsaáhrifunum. Jöklarnir bráðna vegna lofthitabreytinganna. Sjávarborðið hækkar í samræmi við bráðnun jökl- anna. Rannsóknir benda til að lofthitinn muni aukast meira í framtíðinni.“ Hún telur Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki í umræðunni um bráðnun jökla. Hún er mjög hrifin af íslenska frumkvæðinu Vox Natura eða Rödd jök- ulsins. Haustið 2013 mun Rödd jökulsins lýsa upp Svínafellsjökul til þess að vekja athygli á bráðnun jökulsins. „Þetta verð- ur flottur viðburður sem mun án efa vekja umræðu um vatnsbúskap.“ Hún segist nota hvert tækifæri sem henni gefst til þess að tala um íslenska frum- kvæðið. „Ég minntist á verkefnið á ráð- stefnu í Durbin og á ráðstefnunni Rio + 20 í Brasilíu.“ Og verkefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur á ráðstefnunum. Ania Grobicki telur að verkefnið muni skipa Íslandi í fremstu víglínu í um- ræðunni um bráðnun jökla. Hún hvetur Íslendinga til þess að kynna sér málið og stjórnvöld til þess að vera vakandi fyrir vandamálinu. „Hvað er Ísland án íss?“ segir hún og hlær. Grobicki telur að Ísland geti skipað mikilvægan sess í að vekja umræðu um bráðnun jökla. Hvað er Ísland án íss? Á umhverfisráðstefnunni Rio +20 var rætt um framtíð umhverfismála og hvernig má viðhalda sjálfbærri þróun auðlinda. Doktor Ania Grobicki, sérfræðingur í vatnsrannsóknum, ræddi um mikilvægi Íslands í umræðunni um bráðnun jökla. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is ’ Málið er tvíhliða: Það verður að minnka mengun og finna leið til þess að aðlagast breytt- um heimi. Þjóðarleiðtogar verða að taka höndum saman.“ Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.