SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 17
15. júlí 2012 17
araðstöðu í háskólanum í Rhode Island,
þar sem ég starfaði lengst af.“
Byggð á hættusvæðum
Hvað ertu að rannsaka núna?
„Ég er meðal annars að rannsaka jarð-
fræði Snæfellsnessins. Hluti af rútínu
minni er að fara út klukkan sjö á morgn-
ana og upp í fjöllin. Ég er þrjá til sex tíma
úti einhvers staðar á hverjum degi. Það
er eiginlega alveg sama hvernig veðrið er
og hvaða árstími er, það er alltaf hægt að
finna staði þar sem er skjól. Annars er
bara spennandi að vera úti í brjáluðu
veðri. Vinna úti í náttúrunni er mikilvæg
fyrir jarðfræðinga því þar eru allar upp-
lýsingarnar. Þær eru huldar og því oft
erfitt að finna þær og maður veit ekki ná-
kvæmlega hvað maður finnur fyrr en
maður rekst allt í einu á það.“
Þú ert maður sem er á ferð og flugi, er
þér kannski nokkurn veginn sama hvar
þú býrð meðan þú getur komist út í
náttúruna?
„Fastur bústaður skiptir ekki svo
miklu máli ef ég get verið í nátt-
úrumhverfi þar sem eitthvað er að rann-
saka, þá aðallega varðandi eldfjöll. Að-
alvinnan mín hefur verið á sviði
eldfjallarannsókna en ég hef líka unnið á
öðrum sviðum, til dæmis hef ég rann-
sakað loftsteinaárekstra.“
Hafa víða um heim verið byggðar
borgir og mannabústaðir á svæðum þar
sem er vitað að mannskæð eldgos muni
verða?
„Já, því miður. Indónesía er mesta eld-
fjallasvæði heimsins. Þar eru 150 virk
eldfjöll og gos á hverjum degi og stund-
um tvö. Eyjan Java er þéttbýlasta svæði
jarðarinnar með fjölda eldfjalla og þar er
byggð alveg uppi við eldgígana. Af þessu
stafar gríðarleg hætta. Ísland er mjög
strjálbýlt en vandinn er að þar verða gos
oft á svæðum þar sem hefur ekki gosið
áður og því koma upp ný eldfjöll, nýjar
sprungur og nýjar gjár. Það er mjög erfitt
að segja til um hvenær og hvar gos verði.
Það er eiginlega ekki hægt að spá um það
nema rétt áður en byrjar að gjósa.
Sérðu eitthvað sem bendir til að eld-
gos verði fljótlega á Íslandi?
„Nei, ekkert sérstaklega. Ég hef bent á
Krísuvíkursvæðið, sem ástæða er til að
hafa áhyggjur af en þar er sprungukerfi
sem Heiðmörk liggur á og Straumsvík er
byggð nærri sprungukerfi og ung hraun
eru í Hafnafirði og í grennd við Njarðvík-
ur, ættuð úr eldstöðvum á Reykjanesi.
Það er nokkurn veginn regla að þar sem
ungt hraun er mun yngra hraun koma
ofan á það. Ytri mörk höfuðborgarsvæð-
isins eru að færast upp að Elliðavatni og
Heiðmörk og í Hafnarfirði er hún að fær-
ast yfir í Kapelluhraunið, þannig að verið
er að reisa byggð á hættusvæðum.
Í fyrra gáfu Almannavarnir út skýrslu
um áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þetta er 65 blaðsíðna skýrsla, unnin af 28
manns, en í þeim hópi var enginn einasti
jarðfræðingur, sem mér finnst ein-
kennilegt. Á þessum 65 síðum fjallar einn
fjórði úr blaðsíðu um eldgosahættu á
höfuðborgarsvæðinu. Þetta nær ekki
nokkurri átt. Í skýrslunni er kort af
hraunum sem hafa runnið umhverfis
höfuðborgina og gegnum Hafnarfjörð, en
engu er líkara en skýrsluhöfundar stingi
höfðinu í sandinn og neiti að viðurkenna
að þetta geti gerst aftur eða telji að lík-
urnar séu það litlar að hægt sé að lifa með
því.
Veðurstofan og vísindamenn við Há-
skóla Íslands fylgjast vel með sem þýðir
að ef til vill verður hægt að sjá fyrir gos á
þessum svæðum skömmu áður en þau
hefjast en það er þegar búið að byggja á
svæðunum. Það verður hægt að bjarga
fólkinu og kannski kæliskápnum og hús-
gögnum en það verður aldrei hægt að
byggja aftur á sumum af þessum svæð-
um.“
Af hverju er byggt á hættusvæðum?
„Ég held að þarna sé pólitísk pressa,
eins og í svo mörgu í okkar landi. Stjórn-
málamennirnir lifa fyrir kjörtímabilið og
hugsa sem svo: Það gerist ekkert meðan
við erum á lífi. Sem getur verið alveg
rétt. Þetta er sennilega allt í lagi varðandi
verksmiðjuna í Straumsvík því það þarf
hvort eða er að byggja nýja verksmiðju
eftir fimmtíu ár, þá verður núverandi
verksmiðja orðin gamaldags, menn vilja
rífa hana og byggja nýja og þá er svo sem
allt í lagi að hraunið taki hana. En það er
nokkuð annað mál ef þú átt einbýlishús í
útjaðri Hafnarfjarðar eða uppi við Elliða-
vatn, sem þú varst ekki bara að byggja
fyrir þig heldur líka fyrir afkomendur
þína. Þér þætti sárt ef það færi undir
hraun. Aðalveitur til höfuðborgarinnar
eru svo á þessum svæðum, þannig að
hraunstraumar á þeim myndu taka út
rafmagns- og vatnsveitur, sem myndi
skapa mikil vandamál.
Ég er ekki að segja að það séu að koma
gos. Reyndar hefur verið mikill óróleiki í
Krýsuvík þannig að það er fylgst með því
svæði.“
Þú talar nokkuð afdráttarlaust um
þetta, það eru kannski ekki margir vís-
indamenn sem gera það.
„Ég er ekki háður styrkjakerfi og er
ekki hluti af háskólakerfinu og þess
vegna get ég rifið kjaft. En marga kollega
mína gruna ég um að passa mjög vel hvað
þeir segja vegna þess að þeir starfa innan
kerfisins í litlu landi. Þá er stutt í sjálfs-
ritskoðun. Menn passa hvað þeir segja.
Embættiskerfið og styrkjakerfið þrengja
’
Ég hef búið erlendis í
40-50 ár og þá sér
maður hlutina með
öðrum augum. Hér á landi
virðast menn vera ragir við
að stíga fram og vara við
náttúruhamförum.
Haraldur Sigurðsson. „Vinna úti í nátt-
úrunni er mikilvæg fyrir jarðfræðinga
því þar eru allar upplýsingarnar. Þær
eru huldar og því oft erfitt að finna
þær og maður veit ekki nákvæmlega
hvað maður finnur fyrr en maður rekst
allt í einu á það.“