SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 20
20 15. júlí 2012
Búlgarska eftirlitið
Guðrún, eða „Gunna frænka“ eins og Ægir hefur alltaf
kallað hana, sá um að senda Ægi jóla- og afmælispakka
til Búlgaríu frá því hann man eftir sér. „Ég var nú reynd-
ar einfaldlega kallaður „Gunna“ í hverfinu mínu. Þegar
sendingarnar komu tvisvar á ári frá Íslandi vissi allt
hverfið hvað var að gerast.“ Guðrún Sverrisdóttir er
viðstödd viðtalið sem blaðamaður á við Alexöndru og
Ægi og lýsir því hvernig hún þurfti að haga þeim send-
ingum til að þær kæmust til skila í gegnum búlgarska
eftirlitið og ljóst er að það gat verið heljarinnar mál að
koma einföldum barnagjöfum inn í landið. Í pökkunum
ekki vita almennilega ástæðuna. „Það er sérstaklega
mikill áhugi á þessu í Búlgaríu. Fólk lærir utanbókar
þessi ljóð úr Konungsbók en Hávamálin sem ég gef út
eru þau fyrstu sem eru þýdd beint úr íslensku en þau
hafa verið til í þýðingum úr rússnesku og ensku til að
mynda. Ég bar þýðinguna undir prófessora í Sofíu og ég
fékk mjög jákvæð viðbrögð frá þeim prófessorum.“
Ægir ætlar sér líka að gefa út Völuspá en áður en við
fjöllum nánar um bókmenntirnar, ástríðu Ægis fyrir
Hávamálum og ljóðin hennar Alexöndru er ætlunin að
spóla aðeins aftur, til þess tíma þegar eini snertiflötur
Ægis við Ísland voru pakkasendingar frá „Gunnu
frænku“.
Fyrstu viðbrögðin voru þau að pabbi hennarhlyti að hafa mútað einhverjum,“ segir ÆgirEinarov Sverrisson um það þegar dóttir hans,Alexandra Sverrisson, vann aðalverðlaun í
einni þekktustu keppni ungra ljóðskálda í Búlgaríu. Hún
var aðeins 17 ára og búlgarski bókmenntaheimurinn
spurði sig hvaðan þessi stúlka með þetta undarlega ætt-
arnafn kæmi. Einhver hafði heyrt að hún ætti rætur að
rekja til Írlands. En það var og, hennar rætur liggja til Ís-
lands.
Missti íslenskan föður
Ægir Einarov Sverrisson er hálfíslenskur. Faðir Ægis var
Einar Ragnar Sverrisson, sem lést sem ungur maður í
bílslysi í Þýskalandi en hann var við nám þar ytra. Ægir
var þá þriggja ára og leið hans lá til Búlgaríu þar sem
móðir hans, Nevena Kalawranova, var búlgörsk.
Foreldrar Ægis höfðu kynnst í námi í Þýskalandi en
Ægir var aðeins þriggja ára þegar faðir hans lést í bílslys-
inu. Það sem beið hans var því harður heimur í Búlgaríu,
lokað land kommúnismans sem vaktaði hvert skref og
hverja afmælispakkasendingu frá ættingjum á Íslandi.
Ægir og Alexandra voru stödd á Íslandi fyrir nokkrum
dögum og eyddu tíma með íslensku fjölskyldu sinni.
Þeirra stoð og stytta, fyrr og nú, er föðursystir Ægis,
Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún og faðir Ægis eru börn
Sverris heitins Kristjánssonar, hins kunna sagnfræðings
og konu hans, Ernu Einarsdóttur. Sverrir var þjóð-
þekktur fyrir fræðimennsku sína, tungumálasnilld og
pennafimi. Pabbi Ægis talaði þá níu tungumál, meðal
annars búlgörsku sem hann lærði eitt sumar úti á sjó.
Það er ljóst að Ægir og Alexandra dóttir hans hafa fengið
væna sneið af þessari köku í vöggugjöf.
Búlgarar læra Hávamál utanbókar
Ægir talar vandaða íslensku en hann kunni varla stakt
orð í tungumálinu fyrr en eftir tvítugt. Þá hefur hann
séð um ærin þýðingarverkefni úr íslensku á búlgörsku,
meðal annars ritstýrt þýðingu á Svani Guðbergs Bergs-
sonar í Búlgaríu og snarað íslenskum nútímaljóðum yfir
á móðurmál sitt. Ljóðum eftir skáld á borð við Njörð P.
Njarðvík og Matthías Johannessen. Hann hefur líka ráð-
ist í að þýða Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson.
„Jú, það er erfitt verk en það var ekki þess vegna sem
það hefur ekki klárast heldur einfaldlega skortur á fé og
tíma til verksins. Hávamálin sem ég þýddi yfir á búlg-
örsku hef ég nýlokið við að gefa út en ég hef kennt goða-
fræði á hverju ári í Háskólanum í Sofíu.“
Ægir upplýsir blaðamann um þann mikla áhuga sem
er í Búlgaríu á gömlum norrænum fræðum en heilu hóp-
arnir hafa myndast sem félagsskapur í kringum þetta
áhugamál sem hljómar svolítið sérstakt og Ægir segist
Búlgarar læra
Hávamál utanbókar
Árið 1996 stóð Ægir Einarov
Sverrisson í röð og beið eftir
laununum sínum. „Peningarnir
eru búnir,“ sagði gjaldkerinn
þegar röðin kom að honum.
Ægir ákvað á þessu augnabliki
að hann myndi aldrei þiggja
pening fyrir að kenna við Há-
skólann í Sofíu – norræn fræði
og íslensku. Saga Ægis er með
ólíkindum. Dóttir hans, Alex-
andra Sverrisson, hefur þá
vakið mikla athygli í búlgarska
bókmenntaheiminum.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Hávamál nýþýdd Ægir Einarov hefur nýlokið við að þýða Hávamál yfri á búlgörku.
Morgunblaðið/Júlíus