SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 36

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 36
36 15. júlí 2012 Upphaf sögu þessarar gæti veriðkyrralífsmynd; staðarlýsing ííslenskri skáldsögu. Bærinnstendur í fjörunni undir hárri hlíð, það er sígild upphafslína í sveit- aróman. Frásögn af fallegu mannlífi í byggð á ystu nesjum. Og staðarlýsingin gæti sannarlega átt við um marga staði, heima og heiman. Nú erum við stödd í Færeyjum. Í Sumba, sjávarþorpi sem stendur á fremstu tá Suðureyjar sem er syðst eyjanna átján. Hér búa um 240 manns; margir hafa viðurværi sitt af sauð- fjárbúskap en aðrir sækja vinnu út í frá. Hér eru gömul hús og grónir garðar, kirkja og skóli og dansurhús eins og Fær- eyingar segja um höllina þar sem fólk kemur saman og tekur sporið í alls konar vikivökum og hringdönsum. Nýtum landsins gæði „Hér í Færeyjum þarf nýjar áherslur og áhrifafólk sem setur málefni fjölskyldn- anna á oddinn; kvenna, barna og eldra fólks sem margt lifir við afskaplega bág kjör og aðstæður. Karlarnir ráða alltof miklu. En fyrst og síðast þurfum við meiri atvinnu,“ segir Arnfrid. „Síðustu árin hefur fiskveiði hér við eyjarnar verið mjög dræm og atvinnu- leysið talsvert. Við því þarf að bregðast; það gæti skapað mörgum vinnu ef við ynnum betur til dæmis úr makrílnum og eins laxinum úr eldisstöðvunum hér. Við þurfum og verðum að búa betur að okkar; nýta gæði lands og sjávar eins og kostur er,“ segir Arnfrid. Hún undirstrikar þetta sjónarmið raunar ágætlega á fésbókarsíðu þar sem kjörorð hennar er á færeysku sagt: Landsins mat fyrir landsins fólk. Auðlindin og sjálfstæðið Raunar er Arnfrid ekki bara bóndi. Hún er formaður Fjallbrúðarinnar, verkakvenna- félagsins í nágrannabænum Vogi. Jafn- framt skátahöfðingi í sinni sveit. Lætur til sín taka og vill hafa áhrif á samfélagið. Tekur þátt í starfi Sjálfstýriflokksins, sem berst með öðru fyrir því að skorið verði á bönd við Dani svo Færeyjar verði sjálfstæð þjóð og lýðveldi. Í kosningum á sl. ári fékk flokkurinn 7,2% greiddra atkvæða og hef- ur nú tvo fulltrúa af 33 á Lögþinginu í Þórshöfn. „Færeyinga skortir kannski fyrst og fremst sjálfstraust þannig að stærri skref í átt til sjálfstæðis verði tekin. Þessu hefur miðað hægt og meðal annars ber fólk kvíðboga fyrir því að ef við segjum skilið við Dani missum fjárhagslegan stuðning þeirra. Við náum hins vegar ekki langt með slíku viðhorfi. Sem sjálfstæð þjóð myndum við sækja fram af meiri þunga. Huga frekar og betur að auðlindum okkar hér í lögsögunni, til dæmis olíunni. Hér myndi allt gjörbreytast ef hún fyndist og fengist,“ segir Arnfrid sem hefur verið áberandi í Færeyjum. Meðal annars sem reglulegur viðmælandi í þáttunum Fólks- ins rödd í færeyska sjónvarpinu. Þættirnir eru einskonar tilsvörun við Landann á RÚV á Íslandi, frásagnir af áhugaverðu fólki og fróðleikur víða úr byggðum landsins. Ólafsvík, Varmaland og Hvanneyri Það var vorið 1983 sem Arnfrid útskrif- aðist frá Bændaskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði. Í Færeyjablöðum á þeim tíma var þess og sérstaklega getið að hún væri fyrsta færeyska konan sem aflað hefði sér búfræðimenntunar. „Ég átti góð ár á Íslandi og hef alltaf haft þangað sterk tengsl. Foreldrar mínir sem bæði eru Færeyingar kynntust á vertíð vestur í Ólafsvík og þar var ég víst búin til,“ segir Arnfrid kímin á svip. Bætir við að býsna margt af eldra fólki í Suðurey hafi einmitt farið Íslands um og eftir 1960 þegar afabrögð í Færeyjum brugðust og þungt var fyrir fæti. Raunar er áberandi, eins og blaðamaður kynntist vel í Fær- eyjum, að flest eldra fólk hefur einhver tengsl við Ísland og áranna þar er minnst sem einhvers mesta ævintýris lífsins. „Ég var einn vetur í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi í Borgarfirði og í framhaldi af því var ég tvo vetur á Hvann- eyri,“ segir Arnfrid sem að námi loknu snéri aftur til Færeyja. Settist að í Vogi þar sem þau Albert Hentze heitinn eig- inmaður hennar stofnuðu heimili og eign- uðst þrjú börn. Þau eru nú um tvítugt og komin að því að fljúga úr hreiðrinu. Tírur í einstaka húsum „Við vorum búin að koma okkur ágætlega fyrir í Vogi þegar allt bankakerfið hrundi árið 1993, segir Arnfrid. „Samfélagið fór bókstaflega um koll eins og síðar gerðist á Íslandi. Fyrirtæki fóru í þrot í stórum stíl, unga fólkið flykktist til Danmerkur og tekjur sveitar- félagsins drógust mikið saman. Ég man enn vetrarkvöldin þegar við horfðum yfir byggðina þar sem við sáum tírur í einstaka húsum þegar fátækur bæjarsjóður hafði ekki lengur efni á götulýsingu. Það voru ömurlegir tímar. Og við fundum sann- arlega fyrir þessum þrengingum á eigin skinni, þegar járnsmiðjan sem Albert rak fór í þrot. Ég er enn að borga af skuld- unum eftir það ævintýri.“ Ætlaði alltaf í sveit Sveitin kallaði á búfræðinginn. Þótt Arn- frid og fjölskylda yndu sér í Vogi var sveitabúskapur draumur og hann rættist. „Ég ætlaði mér alltaf í sveit og sótti um þær ríkisjarðir sem losnuðu úr ábúð. Karl- arnir höfðu alltaf forgang uns kom að því að jarðalögum var breytt. Þá fyrst var ég jafnsett körlunum og fékk jörð hér í Sumba vorið 1993; hér í þorpinu þar sem faðir minn ólst upp og rætur mínar liggja,“ segir Arnfrid. Jafnhliða búskap með rösklega 100 fjár starfaði hún lengi í fiski í Vogi auk þess að sinna öðrum störf- um. Eiginmaðurinn Albert varð bráð- kvaddur í janúar 2005 og býr Arnfrid nú ein í Sumba með börnum sínum. Heill heimur út af fyrir sig Færeyjar eru allar utan ein í byggð. Í eðli eyjabyggða liggur að vera heill heimur út Fjallbrúður í Færeyjum „Karlar ráða of miklu,“ segir Arnfrid Vesterga- ard Hentze sauðfjárbóndi í Sumba, þorpi á syðsta odda Færeyja. Nam grautargerð og bú- fræði á Íslandi og lauk bændaskólaprófi fyrst færeyskra kvenna. Nú berst Arnfrid, verkalýðs- leiðtogi og skátaforingi, fyrir sjálfstæði Færeyja en þykir landar sínir þar vera hikandi. Texti og ljósmyndir: Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bundinn er bátlaus maður, segir máltækið í Fræeyjum. Í Vogi býr systir Marita, systir Arnfrid, sem með sinni fjölskyldu á skektu sem kemur sér vel þegar róa skal eftir ýsu í soðið.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.