SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 37

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 37
15. júlí 2012 37 af fyrir sig. Gildir það meðal annars um Suðurey þar sem búa um 5.000 manns. Þar eru Vogur og Þvereyri fjölmennustu byggðirnar. Á fyrrnefnda staðnum starfa margir við t.d. laxeldi. Á Þvereyri snýst hins vegar allt um sjávarútveginn, meðal annars vinnslu á uppsjávarfiski í verk- smiðju sem íslenskir iðnaðarmenn eru þessa dagana að smíða og setja upp. „Ég bind vonir við starfsemina á Þver- eyri eins og alla aðra græðlinga í atvinnu- lífinu hér. Allar leiðir hér á Suðurey eru góðar og greiðfærar og auðvelt að sækja vinnu milli staða,“ segir Arnfrid. Hún tel- ur mikilvægt að byggð og mannlíf í eynni nái viðspyrnu til vaxtar og sóknar. Sú staðreynd sé sláandi að á uppvaxtarárum sínum hafi verið um það bil 600 íbúar í Sumba en þeir séu í dag um 240. Eitt sinn hafi verið nærri 100 börn í grunnskól- anum en séu nú aðeins sextán. Aðrar tölur sem endurspegli hnignun byggðarinnar séu á þessu róli. Þjóðdansar og messa Staðreyndasúpa með hagtölum segir harla lítið þegar lýsa skal landi og þjóð. Vitur maður sagt einhverju sinni að hagur og staða samfélagsins endurspeglaðist stund- um best í lífi æskunnar. Og það má sjá blik í augum barnanna færeysku sem leika sér áhyggjulítil í umhverfi sem lýtur um margt eigin lögmálum. Suðurey er nefni- lega býsna vel til þess fallin að þar sé hægt að lifa glaðværu og notalegu lífi, eins og hvarvetna þar sem skipulagshyggja og reglustrikuhugsun eru ekki allsráðandi. „Félagslífið hér er öflugt þrátt fyrir fá- mennið. Yfir veturinn komum við saman vikulega hér í Sumba á þjóðdansaæf- ingum, hefðin fyrir slíku er óvíða jafn sterk og hér í Suðurey. Svo eru spilakvöld hér alltaf öðru hvoru og messa á hverjum sunnudagsmorgni, segir Anrfrid um helgihaldið í sóknarkirkjunni í Sumba – þangað sem presturinn í Vogi kemur bara einu sinni í mánuði. Trúaðir og kirkju- ræknir þorspbúar láta sig slíkt þó einu gilda; meðhjálparinn les bæn og guðspjall dagsins og svo syngur hver með sínu lagi – af innlifun með heitu hjarta. Þá nú er verið að koma upp fugla- og byggðasafni í Sumba og einhvern næstu daga opnar kaupmaðurinn í Vogi útibú verslunar sinnar í þorpinu. Kaupmaðurinn á höf- uðbólinu gleymir ekki hjáleigunni. Heimsendi við þjóðbraut þvera „Ég vil búa hérna. Þetta er minn staður. En við Færeyingar þurfum að setja markið hærra ætlum við virkilega að ná árangri. Megum samt ekki gleyma rótum okkar og menningu – eða einangra okkur,“ segir Arnfrid hvar við sitjum á heimili hennar í húsinu við ysta hafið. Við getum kallað þetta Turninn á heimsenda, svo vitnað sé til hinnar frægu bókar Williams Heinesen; öndvegisskáldsins færeyska. Sá hafði meiri áhrif á samtíð sína en flestir aðrir; hugsaði stórt og hafði heiminn undir. Og í raun og sann er Suðurey ekki af- skekkt lengur og fjarlægðir afstæðar. Á sjónvarpsskjánum í Sumba birtast okkur fréttir frá öllum heimshornum (meðal annars úrslit í forsetakosningum á Ís- landi), í færeyska útvarpinu kynnir þul- urinn Bítlalög og fréttamaðurinn góð- kunni, Elis Paulsen spilar allskonar fínirí. Á samskiptasíðum netsins er Arnfrid í sambandi við fjölda fólks; í Færeyjum, á Íslandi, í Danmörku og víðar. Og svo sendir hún sínu fólki skilaboð á rafrænum öldum út í nóttina sem breiðist yfir hlíðina háu og þorpið – sem tækni nútímans hef- ur fært í þjóðbraut þvera. Sauðfjárbúskapur skiptir í Sumba. Faðir Arnfrid, Bjarni Vestergaard, og Sjurð sem er til vinstri á myndinni eru bændur en voru árum saman á vertíð á Íslandi og eiga hér rætur. „Færeyinga skortir kannski fyrst og fremst sjálfstraust þannig að stærri skref í átt til sjálfstæðis verði tekin,“ segir Arnfrid Ves- tergaard Hentze. Hún býr í þorpinu Sumba, sem er á fremstu tá Suðureyjar sem er syðst Færeyja sem eru átján alls. Suðuroy Færeyjar Sandvík Hvalba Trongisvágur Froðba Tvøroyri Famjin Porkeri Vágur Lopra Sumba

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.