SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 42
42 15. júlí 2012
Flest höfum einhvern tímanngefið loforð. Oftast reynist okk-ur auðvelt að standa við gefinloforð enda meðvituð um að
ekki sé gott að lofa upp í ermina á sér.
Stundum göngum við hins vegar á bak
orða okkar. Fæstum þykir það ákjós-
anlegt eða til eftirbreytni og oft reynum
við að bæta fyrir svikin loforð.
Loforð sem fólk gefur hvað öðru hafa
sjaldan áhrif á aðra. Ef ég lofa þeim sem
ég bý með til dæmis að fara út með ruslið
alla næstu viku en stend svo ekki við það
er ólíklegt að svikin hafi áhrif á fleiri en
þann sem ég gaf loforðið og sjálfa mig.
Ekki er ólíklegt að næst þegar ég gef við-
komandi loforð efist hann um að ég muni
standa við það að fenginni reynslu. Það
að ég fari ekki út með ruslið hefur hins
vegar ekki áhrif langt út fyrir heimili
mitt.
Stundum notum við loforð til að fá
okkar fram. Hver hefur ekki heyrt eitt-
hvað á þessa lund: „Ég lofa að hoppa ekki
í rúminu ef ég má horfa á sjónvarpið“? Í
slíkum tilvikum er líkast því að reynt sé
„selja“ viðkomandi „vöru“. Í þessu til-
felli væri það þá óbælt rúm sem við vild-
um kaupa því verði sem „seljandinn“
setur upp. Loforð eins og þetta hafa
hvorki mikil né hættuleg áhrif á sam-
félagið.
Áhrif loforða af þessu tagi geta hins
vegar haft víðtækari áhrif. Það vita þeir
best sem hafa það hlutverk að selja vörur.
Loforð af þessu tagi eru, eins og lesendur
vita, algeng í auglýsingum. Oft er þó farið
í kringum loforðin því sjaldnast geta selj-
endur staðið við þau. Það er til dæmis
erfitt að tryggja góðan svefn þótt maður
kaupi ákveðið rúm. Það sem auglýsendur
gera er að reyna að selja neytendum þá
hugmynd að þeir muni sofa betur ef þeir
kaupi rúmið góða. Eflaust munu sumir
sofa ágætlega í nýju rúmi en svo eru aðrir
sem munu sofa jafnilla eða jafnvel verr en
í gamla rúminu. Í þeim tilfellum verður
sá hinn sami líklega fyrst og fremst að
horfast í augu við sjálfan sig og bíta í það
súra epli að hafa trúað því sem stóð í aug-
lýsingunni. Um auglýsingar gilda þó
ákveðin lög og reglur sem eiga að tak-
marka nokkuð það sem auglýsendur geta
sagt.
Þeir sem bjóða sig fram til setu á al-
þingi eru þekktir fyrir loforð rétt fyrir
kosningar. Ólíkt loforðum sem fólk gefur
hvað öðru geta kosningaloforð haft mikil
áhrif á aðra en þá sem falla fyrir þeim.
Þannig getum við hugsað okkur stjórn-
málamann sem lofar hærri sköttum eftir
kosningar. Líklegt er að margir muni
ekki kjósa þann einstakling vegna þessa
loforðs á meðan aðrir kjósa hann í trausti
þess að hann standi við loforðið. Komist
viðkomandi til valda og efni hann loforð
sitt hefur það áhrif á miklu fleiri en þá
sem kusu tiltekinn einstakling. Loforð
um stórauknar framkvæmdir, niðurfell-
ingu skulda og lægri skatta hafa líka áhrif
langt út fyrir raðir þeirra sem trúa þess
konar loforðum eða telja þau vera til
bóta.
Af þessum sökum er nauðsynlegt að
þau sem hafa áhuga á þingstörfum hugsi
sig tvisvar um áður en loforðunum er
dælt yfir kjósendur. Kosningaloforð eru
dýr orð og hafa áhrif á miklu fleiri en þá
sem fyrir þeim falla.
Dýr loforð
’
Stundum notum við
loforð til að fá okkar
fram. Hver hefur ekki
heyrt eitthvað á þessa lund:
„Ég lofa að hoppa ekki í
rúminu ef ég má horfa á
sjónvarpið“?
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
El
ín
Es
th
er
X-P
Kjósið Pedró!
Málið
Þegar ég næ kjöri ætla ég að stytta
vinnuvikuna í þrjá daga, lengja
sumarið um fjóra mánuði, fjölga
jólunum í þrenn á ári, leggja niður alla
skatta, fækka alþingismönnum um
70, sendiráðum um 3.000 og íbúum í
miðbæ Reykjavíkur um 15%.
Flugvöllurinn verður fluttur úr Vatns-
mýrinni og á Stokkseyri, atvinnuleysi
mun minnka um 200%, meðalhiti
hækka um 10° og á sama tíma munu
jöklarnir hætta að minnka.
Einnig mun ég tryggja öllum íbúum
landsins gott tásunudd á hverju
kvöldi, nema þeim sem eru ekki með
tásur. Þeir fá Sinalco í staðinn.
Að lokum ætla ég að setja Ríkisút-
varpið á frjálsan markað, fella niður
nefskatt og opinber framlög til stofn-
unarinnar en á sama tíma tryggja að
dagskráin verði fólki bjóðandi.
Þór Whitehead
Í grein í Sunnudagsmogganum 27.maí sl. („Treysti Jón ekki Jóni?“)fullyrti Jón Kristjánsson kaup-maður, að í bók-
inni Sovét-Ísland óska-
landið ályktaði ég
ranglega að Jón Magn-
ússon, forsætis- og
dómsmálaráðherra,
hefði ekki treyst Jóni
Hermannssyni lög-
reglustjóra til að útkljá
svokallað drengsmál
Ólafs Friðrikssonar 1921.
Því hefði hann látið Jóhann P. Jónsson
skipherra landhelgisgæslunnar taka við
stjórn lögreglunnar í þessu átakamáli. Jón
Kristjánsson segir að orð sjálfs Jóns
Magnússonar á Alþingi 1925 hnekki þess-
ari ályktun minni. Í henni felist „fullyrð-
ing“, sem ekki hefði „sést áður í bókum
og blaðagreinum um hvíta stríðið í nóv-
ember 1921, og ekki heldur í Písl-
arþönkum eða öðrum gamankveðskap“.
Þessi staðhæfing Jóns Kristjánssonar
nær engri átt. Í bók minni er skýrt vitnað
til tveggja heimilda því til stuðnings að
Jón Magnússon ráðherra hafi fyllst van-
trausti á Jóni Hermannssyni lög-
reglustjóra vegna framgöngu hans í
drengsmálinu. Auk þess er slíkar fullyrð-
ingar að finna í sömu umræðum á Alþingi
og orð ráðherrans, sem Jón Kristjánsson
vísar til og telur sanna óskorað traust
hans á lögreglustjóranum, er hann vék til
hliðar í málinu.
Í bók minni er meðal annars stuðst við
frásögn góðkunns lögregluþjóns um að
Jón Hermannsson hafi verið tregur til að
fylgja eftir ákvörðun Jóns Magnússonar
ráðherra um að vísa drengnum Nathan
Friedmann úr landi að ráðum lækna
vegna skæðs augnsjúkdóms. Þá er það
rakið, hvernig níu manna lögreglulið
Reykjavíkur gerði tilraun til að ná Fried-
mann úr höndum Ólafs Friðrikssonar,
sem flutt hafði piltinn hingað til lands frá
Sovét-Rússlandi, líklega einkum til að
aðstoða sig við erindrekstur fyrir Al-
þjóðasamband kommúnista í Moskvu. En
Ólafur, einn helsti leiðtogi verkalýðs-
hreyfingarinnar og kommúnista, réð yfir
ofurefli liðs, sem hann notaði til að yf-
irbuga lögregluna.
Fullyrt er að bæjarbúar hafi þó almennt
kennt lakri liðsstjórn Jóns Her-
mannssonar um ófarir lögreglunnar
fremur en mannfæð hennar. Í rétt-
arhöldum, sem síðar fóru fram í málinu,
komst foringi aðstoðarlögreglumanna,
Axel Tulinius, til dæmis svo að orði í
skýrslu: „Að mínu áliti voru kring-
umstæðurnar ... þannig ... að lögreglan
jafnvel án aðstoðar hefði átt að geta fram-
kvæmt verk sitt.“ Lögfræðingur Ólafs
Friðrikssonar tók undir þessi orð Axels og
sagði að það hefði verið „sérstakt lán, að
ekki hlutust slys af því, hve ráðþrota og
skipulagslaus lögreglan var við þetta
tækifæri“.
Þótt sitthvað hafi verið hæft í þessari
gagnrýni, var Jóni Hermannssyni vissu-
lega vorkunn. Ómaklegt var að skella
skuldinni á hann fyrir ofbeldi Ólafs og fé-
laga. Þessi mæti og friðsami embætt-
ismaður af gamla skólanum stóð skyndi-
lega frammi fyrir skipulögðu ofbeldi af
pólitískum toga. Honum var ætlað að
ganga á hólm við ofurefli liðs undir for-
ystu manns, sem nánustu félagar úr hópi
kommúnista lýstu síðar sem ofbeldis-
manni, veilum á geði.
Orð og gjörðir
Eftir ósigur lögreglunnar ákvað Jón
Magnússon ráðherra að safna 400 manna
liði henni til aðstoðar við að fylgja eftir
brottvísun Nathans Friedmanns úr landi.
En treysti ráðherrann sínum gamla sam-
starfsmanni úr stjórnarráðinu, Jóni Her-
mannssyni, til forystu í væntanlegum
stórátökum við Ólaf? Heimildir hníga
eindregið að því að svo hafi ekki verið,
meðal annars þegar litið er til tregðu lög-
reglustjórans við að fylgja málinu eftir á
fyrri stigum auk niðurlægjandi ósigurs
hans fyrir Ólafi. Þegar orð Jóns Magn-
ússonar um málið á Alþingi röskum
þremur árum síðar eru grannt skoðuð,
sést líka að þau eru ekki sú sönnun um
traust hans á lögreglustjóranum sem Jón
Kristjánsson fullyrti í áðurnefndri grein
sinni. Jón Magnússon sagðist hafa ,,kom-
ist á þá skoðun síðan ... að ekki hafi átt að
ganga frekar fram af hálfu lögreglunnar
en gert var“ í átökunum við Ólaf „vegna
þess, hve fámenn hún var“. Orðið síðan
er hér lykilorðið. Í þessu orðalagi fólst í
raun viðurkenning ráðherrans á því að
hann hefði vantreyst lögreglustjóranum
1921. Ábyrgð á því að hann fól Jóhanni P.
Jónssyni að taka við lögreglustjórn í
drengsmálinu, vísaði hann hins vegar
óbeint til aðstoðarlögreglumanna. Þeir
hafi viljað hafa „sérstakan foringja“, en
það hafi alls ekki stafað af vantrausti á
Jóni Hermannssyni.
Nú er traust heimild fyrir því, að ráð-
herrann hafði áður en hann skipaði Jó-
hann aðstoðarlögreglustjóra, fyrst leitað
árangurslaust til tveggja löglærðra og
ráðsettra embættismanna, sem ólíklegt
var að liðsmenn aðstoðarlögreglunnar
hefðu nokkru sinni kosið sér til forystu.
Þetta bendir til þess að ráðherrann hafi
sjálfur átt frumkvæði að því að víkja lög-
reglustjóranum til hliðar í málinu. Ekki
þarf þó að efast um vilja aðstoðarlög-
reglumanna til að hafa „sérstakan for-
ingja“, en fullyrða má að það hafi sann-
arlega stafað af vantrausti á Jóni
Hermannssyni. Ekki þarf annað en líta á
fyrrnefndan vitnisburð Axels Tuliniusar,
aðalliðsöfnunarmanns aðstoðarlögregl-
unnar, til að sannfærast um fullkomið
vantraust hans á liðsstjórn Jóns. Á meðan
stuðningsmenn Ólafs Friðrikssonar yf-
irbuguðu lögregluna, hafði Axel reynt Jón
að því að láta liðsauka borgara undir sinni
forystu sitja hjá og leysast því næst upp
vegna skorts á fyrirmælum. Sigurbjörn
Þorkelsson, einn aðalfyrirliði hægri
manna í bænum, kveðst líka hafa talið
Jón Hermannsson svo ófæran til forystu,
að hann hafi neitað að ganga í aðstoð-
arlögregluna undir forystu hans, ef til
kæmi.
Loks verður að benda á það að ráð-
herrann gat að sjálfsögðu skipað sér-
stakan foringja fyrir aðstoðarliðið og sett
Hvers vegna
treysti Jón
ekki Jóni?
Þór Whitehead
Lesbók