SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 43

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 43
15. júlí 2012 43 hann undir lögreglustjóra. En ráðherrann virðist hafa farið öfugt að, svipt nafna sinn Hermannsson stjórn yfir lögreglunni í málinu og sett landhelgisgæsluskipherr- ann bæði yfir lögregluna og aðstoðarlið hennar. Þó fullyrti ráðherrann í alþing- isumræðunum 1925, að Jóhann skipherra hefði aðeins verið skipaður vara- lögreglustjóri Jóni Hermannssyni „til að- stoðar“. Á svig við sannleikann. En hvers vegna kaus Jón Magnússon að gangast ekki við augljósu og alkunnu vantrausti sínu og aðstoðarlögreglu- manna á Jóni Hermannssyni, þegar rætt var um málið á Alþingi 1925? Aðalástæðan var líklega sú, að þá var ráðherrann að flytja umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Íhaldsflokksins um stofnun varalögreglu til að takast á við pólitísk upphlaup af því tagi, sem Ólafur Friðriksson hafði efnt til 1921. Stofna átti fastan liðsflokk um eitt hundrað varalögreglumanna undir stjórn sérstaks forstöðumanns, en ekki lög- reglustjórans í Reykjavík. Jón Magnússon var því aftur að sýna nafna sínum Her- mannssyni álíka vantraust í verki og 1921. Stjórnarandstæðingar, framsóknarmenn og jafnaðarmenn, notuðu þetta meðal annars sem rök fyrir því að ráðherrann væri að stofna hér til frambúðar ,,hvítan her“, eins og hann hefði sýnt tilburði til með því að safna liði og setja lög- reglustjórann af í drengsmálinu. Fram- sóknarmenn fullyrtu auk þess að stofnun aðstoðarlögreglunnar þá hefði aðeins stafað af því að Jón Hermannsson lög- reglustjóri eða fulltrúi hans hefðu reynst ófærir um að veita lögreglunni forystu, eins og öllum bæjarbúum væri fullkunn- ugt um. Sama væri hve mörgum mönn- um Jón hefði á að skipa beint eða óbeint, hann væri dæmdur til að bíða ætíð ósigur. Í stað þess að stofna fjölmenna vara- lögreglu til frambúðar, væri því brýnt að skipta lögreglustjóraembættinu upp í embætti tollstjóra og lögreglustjóra. Leyfa ætti Jóni Hermannssyni að fá að njóta ótvíræðra skrifarahæfileika sinna við stjórn tollheimtu, en skipa mann með foringjahæfileika fyrir lögregluna og styrkja hana að öðru leyti. Jón Magnússon átti í vök að verjast fyr- ir þessum málflutningi. Hann hafði því ríka ástæðu til að fara á svig við sannleik- ann og fullyrða að lögreglustjórinn nyti fulls trausts sín og hefði notið slíks trausts bæði af sinni hálfu og aðstoðarlögreglu- manna í drengsmálinu 1921. Samstarf og gömul vinátta kann einnig að hafa ráðið einhverju hér um, en Jón Hermannsson hafði verið skipaður lögreglustjóri í ráð- herratíð Jóns Magnússonar. Þó tók ráð- herrann því ekki fjarri 1925 að skipta lög- reglustjóraembættinu upp að tillögu framsóknarmanna ,,og fá lögreglustjóra æðsta vald yfir varalögreglunni“ eftir slíka skiptingu. Það kom síðan í hlut Framsókn- arflokksins að framkvæma þessa tillögu í stjórnartíð sinni 1928. Þá var rösklega þrítugur bæjarfógetafulltrúi, Hermann Jónasson, síðar forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, skipaður lögreglustjóri í Reykjavík. Þessi skipun Hermanns er almennt talin marka upphaf að nútímavæðingu lögreglunnar á Íslandi. Það segir nokkuð um þá stjórnunarhætti fyrirrennara hans, sem framsóknarmenn á Alþingi töldu brýnt að breyta 1925 og Jón Magnússon tók óbeint undir, þegar hann léði máls á skiptingu embættisins. Af þessu öllu má ráða, að Jón Krist- jánsson hefði þurft að lesa bókartexta minn og viðeigandi heimildir af meiri ná- kvæmni, áður en hann staðhæfði í Sunnudagsmogganum að ég túlkaði orð Jóns Magnússonar „að eigin vild“. Gam- ankveðskap og ættfræði hefði hann frem- ur átt að láta liggja á milli hluta, en svo má skilja að grein hans sé sprottin af frændrækni við Jón Hermannsson og hvöt til að verja orðstír Jóns Magnússonar fyrir glannalegum ályktunum óábyrgra sagnfræðinga. Staðhæfingar, sem stjórn- málamenn hafa í frammi í hita umræðna á Alþingi, geta seint talist algildur sann- leikur um söguleg efni. Jón Magnússon verður þar ekki undanskilinn, eins og þetta dæmi sannar, þó að víst megi telja hann á meðal ágætustu stjórnmálaleið- toga landsins á 20. öld. En það er hlutverk sagnfræðinga að sannreyna orð manna, bera þau saman við aðrar tiltækar heim- ildir, kanna úr hvaða jarðvegi þau eru sprottin og hvernig þau fara saman við gjörðir þeirra. Sátt um ósannindi Jón Kristjánsson segir að það sé „ekki al- menn sátt“ um bók mína Sovét-Ísland draumalandið, vegna þess að ég eigi „auðvelt með að draga ályktanir beinustu leið út á hægri kant“. Hér hefði Jón gjarn- an mátt beita ögn meiri nákvæmni svo sem víðar: Vilji menn víta bókarhöfund í dagblaði fyrir slæm vinnubrögð, þá þurfa þeir helst að fara rétt með titil bók- arinnar, sér í lagi, þegar hann er úr al- kunnu kvæði. Ávítur Jóns á „drauma- landið“ missa annars marks af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er alhæfing hans um ályktanir mínar hreinn sleggjudóm- ur, sem meta verður eftir gildi at- hugasemda hans í heild. Í öðru lagi hefur það aldrei verið markmið mitt að skapa almenna sátt um verk mín. Ég er að mörgu leyti samþykkur þeirri kenningu, að sagnfræði, sem sátt ríkir um, sé oft harla lítils virði. Fræðimaður, sem sífellt reynir að sætta ólík sjónarmið, hlýtur fyrr eða síðar að fjarlægjast sjálft markmið vísindanna, að leita að sannleika, hvað sem það kostar. Að því markmiði vil ég umfram allt keppa með því notfæra mér tiltölulega einfaldar og hefðbundnar að- ferðir sagnfræðinnar og dylja hvergi skoðanir mínar og viðmið. Með bók minni, Sovét-Ísland óskalandið, rauf ég vissulega sátt, sem hér hefur ríkt um túlkun á ýmsum þáttum í sögu komm- únisma á Íslandi. Sú sátt hvíldi á því að sagnaritararnir voru flestir kommúnistar ellegar arftakar þeirra af ysta vinstri væng. Skýrt dæmi um þetta eru 90 ára frásagnir þeirra af drengsmálinu, þar sem Ólafi Friðrikssyni og Nathan Friedmann er jafnan lýst sem fórnarlömbum „hvíta stríðsins“, sefasjúkra, fasískra ofsókna af hálfu Jóns Magnússonar og ríkisstjórnar hægrimanna og framsóknarmanna. Þegar farið var í saumana á þessum frásögnum, sást hvernig sáttin studdist iðulega við frávik frá fræðilegum vinnubrögðum og pólitíska hlutdrægni eða viðmið, sem fáir gætu lengur aðhyllst nema þeir, sem enn halda í trú sína á kommúnisma eða vilja verja þá stefnu. Hlutur stjórnvalda í drengsmálinu var afbakaður svo mjög, að Jóni Magnússyni var að ósekju kennt um dauða Nathans Friedmanns og það spunnið upp að hann hefði látið lífið í út- rýmingarbúðum nasista. Með því að rjúfa sáttina um slík vinnubrögð og túlkanir, má segja að bók mín hafi rétt að nokkru hlut Jóns Magnússonar í margumræddu máli. Því er hjákátlegt, þegar Jón Krist- jánsson kaupmaður telur það ljóð á bók minni að um hana ríki ekki sátt, en veitir mér jafnframt þá föðurlega áminningu að ,,rangtúlka ekki orð Jóns Magnússonar, hann „eigi betra skilið“. Ég hef end- urmetið hlut Jóns í drengsmálinu með nákvæmlega sömu aðferð og ég hef beitt til að sýna fram á að ekki er hægt að trúa orðum hans um traust hans og aðstoð- arlögreglumanna á Jóni Hermannssyni 1921. Höfundur er rannsóknarprófessor í sagnfræði í Háskóla Íslands. Aðstoðarlögregla („hvítliðar“) á leið í hús Ólafs í Suðurgötu. Um 400 manns voru kvaddir í aðstoðarlögregluna, sem var vopnuð bareflum og að hluta rifflum, því að rauðliðasveit Ólafs hafði slík vopn undir höndum. Bæjarbúar flykktust á vettvang. Ljósmynd/Óskar Gíslason, LR ÓSG MAP ón1 12

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.