SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 47

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 47
15. júlí 2012 47 Stuttmynd um þróunar verslunarí miðborg Reykjavíkur hefurvakið mikla athygli á netinuundanfarið, en myndin ber heit- ið „Hvað varð um allar búðirnar?“ Í myndbandinu fer Björn Jón Bragason, verslunarmaður og sagnfræðingur, um miðborgina og kynnir fyrir áhorfendum hvernig stórar verslanir eru horfnar úr miðborginni og hverjar séu ástæður þess. En myndbandið vann Björn Jón í sam- starfi við Ingvar Hauk Guðmundsson kvikmyndagerðarmann. Í samtali við Sunnudagsblaðið segir Björn Jón að kveikjan að myndbandinu hafi verið starf hans með hópi kaupmanna við Lauga- veginn sem hefðu viljað vekja athygli á þeirri eyðileggingu sem þeir telja að ýmsar aðgerðir borgaryfirvalda hefðu haft á verslun í mið- borginni, en kaupmenn við Laugaveginn stofn- uðu með sér samtök nú á vordögum. „Austurstræti var hér á árum áður glæsi- legasta verslunargata landsins og þar í grennd voru fjölmargar af stærstu versl- unum landsins, en Kvosin var þá mið- punktur verslunar í Reykjavík. Lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð 1973 gerði endanlega útaf við verslun á þessu svæði“ segir Björn Jón og bætir við: „Síðan þá hefur hnignun miðborgarinnar haldið áfram, stöðugur viðskiptaflótti er af svæðinu, nánast öll stór fyrirtæki í versl- un og þjónustu hafa horfið á braut síð- ustu áratugi, en áður fyrr voru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins með höf- uðstöðvar sínar í miðborginni.“ Öll verslun að hverfa af Hverfisgötu Björn rekur í myndbandinu hvernig hnignunin haldi stöðugt áfram, öll versl- un sé horfin af Hverfisgötunni og Lauga- vegurinn, aðalverslunargata borgarinnar sé varla svipur hjá sjón – langflestar stór- verslanir séu farnar af götunni. Þar er engin húsgagnaverslun lengur, engin hljómtækjaverslun, engin íþrótta- vöruverslun og aðeins fáeinar tísku- vöruverslanir eftir. Björn nefnir að fjöl- margar verslanir séu komnar inn í Kringlu og inn við Skeifu og Síðumúla þar sem aðgengið sé betra og þá hafi fast- eignaeigendum í miðborginni verið gert erfitt fyrir að byggja myndarlegt versl- unarhúsnæði, en á seinni árum hafi húsafriðunarárátta gengið út í öfgar. „Nú um stundir gætir líka mikils hat- urs á fjölskyldubílnum í borgarkerfinu og borgaryfirvöld gera flest til að amast við bílum í miðborginni, loka götum, fækka bílastæðum o.s.frv. Staðreyndin er samt sú að mikill meirihluti borgarbúa kýs að ferðast um í sínum bíl og ef hann kemst ekki leiðar sinnar þá leitar hann annað eftir verslun og þjónustu. Skert aðgengi dregur óhjákvæmilega úr viðskiptum, en kaupmenn við Laugaveg eiga í sam- keppni við önnur verslunarsvæði á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem borgaryfir- völd rukka ekki fyrir að lagt sé í stæði og hægt er að aka upp að dyrum.“ Björn nefnir í myndbandinu að lokun Lauga- vegar fyrir bílaumferð geti hæglega orðið banabiti verslunar við götuna. Er ekki of djúpt í árinni tekið? „Nei, við höfum horft upp á það í ná- grannalöndum okkar, til að mynda í Bretlandi að heilu miðborgirnar hafa dáið drottni sínum og þá erum við að tala um borgir mun fjölmennari en Reykjavík, þar sem ekkert blasir við nema auðir búðargluggar eða verslunarpláss þar sem búið er að birgja fyrir glugga. Og þar í landi leita menn leiða til að færa líf í mið- borgirnar, en lykilþáttur í því er að bæta aðgengi, til dæmis með því að fella niður gjaldskyldu í útjöðrum miðborga, lækka bílastæðagjöld eða afnema þau hreinlega og hafa bílastæðaklukkur í staðinn.“ Björn nefnir líka að með lokun götunnar sé vegið gróflega að ferðafrelsi aldraðra og öryrkja, en margir viðskiptavinir verslana við Laugaveg eru eldra fólk sem hefur engin tök á að ganga hundruð metra. Þá rúnturinn – hið gamla og sér- staða menningarfyrirbæri Reykvíkinga – eyðilagður með lokun Laugavegarins og Austurstrætis. – „Öllu virðist mega fórna til að svala duttlungum örfárra embætt- ismanna og borgarfulltrúa“, segir Björn Jón og bætir við: „Reykjavík er frábær borg til að búa í. Hér er gott samgöngukerfi, falleg og góð íbúðarhús, gríðarlega góð útivistarsvæði, sundlaugar, íþrottamannvirki og svo framvegis og framvegis, en við eigum einn laskaðan miðbæ, ef hann deyr end- anlega verður borgin miklu fátækari. En það eru sannarlega til leiðir til að hefja verslun í miðborginni til vegs og virð- ingar á nýjan leik, en til þess að svo megi verða þurfa borgaryfirvöld að hlusta á raddir þeirra kaupmanna sem hvað mesta reynslu hafa í miðborginni og hætta að tálma aðgengi borgararanna að verslunum og hætta að amast við upp- byggingu verslunar- og skrifstofu- húsnæðis sem hæfir 21. öldinni.“ vilhjalmur@mbl.is Tími verslunar úti í miðborginni Stærstu fyrirtæki landsins hafa flest flúið miðborgina og verslunin fylgir. Fjöldi verslanna hefur flúið Laugaveginn í gegnum árin. Nú hefur stór hluti verslunareigenda við Laugaveginn stofnað með sér samtök í þeim tilgangi að snúa þróuninni við og efla verslun. Morgunblaðið/Kristinn Björn Jón Bragason Mannlíf á Laugaveginum snemma á 20.öld. ’ Nú um stundir gætir líka mikils haturs á fjölskyldubílnum í borgarkerfinu og borgaryf- irvöld gera flest til að amast við bílum í miðborginni

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.