Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 51

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 51
03/04 piStill Ekki er það heimska, því sannast sagna sýnist mér Okwy vera töluvert snjallari náungi en ég. Allavega gæti ég ekki búið til forrit til þess að leita uppi tugþúsundir ókunnugra tölvupóstfanga í ríku löndunum, hvað þá sent þeim öllum sérsniðinn póst sem leggur út af eftirnafni þeirra, þótt líf mitt lægi við. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja, og samt finnst mér ég nokkuð flinkur á hvort tveggja tölvupóst og Facebook. Það var ekki fyrr en ég rakst á snilldarlega greiningu Cormac Herley, fræðimanns hjá Microsoft sem hefur rann- sakað tölvuglæpi og veföryggi, sem ég áttaði mig á því að Nígeríupóstar frá Nígeríu eru alls ekkert klúður, heldur snilldarleg leikjafræði. Fjöldapóstur á borð þann sem rataði í póst- hólfið mitt er nefnilega aðeins fyrsta skrefið í lengri vegferð, en þannig getur svindlarinn lagt net fyrir óhemjufjölda fólks með litlum sem engum tilkostnaði. Það er ekki fyrr en einhver hefur samband sem svindlarinn þarf að leggja á sig raunverulega vinnu til þess að svara viðkom- andi og sannfæra hann um að láta fé af hendi rakna. Og þar komum við að vandamálinu sem Okwy og félagar hans standa frammi fyrir. Markmið hans er alls ekki að fá sem flest viðbrögð við póstunum, enda er einn helsti vandi stéttarinnar fölsk svörun (e. false positives); fólk sem verður forvitið eftir fyrsta póstinn og hefur samband við svikahrappinn, á við hann samskipti sem útheimta tíma og orku en ganga á einhverjum tímapunkti úr skaftinu og millifæra á endanum ekkert fé. Nei, það er lítið á slíku fólki að græða. Svikahrappurinn vill helst einungis svörun frá hinum trúgjörnustu, þeim sem eru líklegir til að láta glepjast og millifæra á hann fé sama hversu undarleg bón hans kann að virðast. Þannig hámarkar hann afrakstur þess tíma sem hann eyðir í samskipti við fórnarlömb sín. En það er erfitt að greina á milli þeirra netverja sem eru trúgjarnir og þeirra sem eru grandvarir. Þess vegna fundu „En það er erfitt að greina á milli þeirra netverja sem eru trúgjarn- ir og þeirra sem eru grandvarir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.