Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 8

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 8
02/09 nEytEnduR í slenska ríkið hefur rekið einkasölu áfengis hérlendis frá árinu 1922. Ef núverandi fyrirkomulagi verður haldið áfram mun það því eiga 100 ára afmæli eftir átta ár. Svo gæti hins vegar farið að fyrirkomulaginu verði breytt. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, ætlar í haust að leggja fram frumvarp um að leyfa sölu á bjór og léttvíni í verslunum. Ljóst er að frumvarpið nýtur þverpólitísks stuðnings úr flestum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi og í óformlegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði á meðal þingmanna nýverið kom í ljós að 30 þingmenn hið minnsta muni styðja frumvarpið. 22 þingmenn voru óákveðnir eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Einungis tveir hinna óákveðnu þurfa að styðja frumvarpið til að það verði að lögum. Verði frumvarpið að lögum mun það því breyta starfsemi ÁTVR gríðarlega. Árið 2013 voru tekjur fyrirtækisins vegna áfengissölu 22,8 milljarðar króna. Þar af voru 46,8 prósent vegna bjórsölu og 28,2 pró- sent vegna sölu á rauð- eða hvítvíni. Því myndu 75,5 prósent af allri sölu ÁTVR vera í uppnámi. Umræðan um þessi mál hefur að mestu snúist um það að með sölu léttra áfengra drykkja í verslunum muni aðgengi aukast og að það muni hafa neikvæð áhrif á drykkju, sér- staklega ungmenna, hagnaður muni færast frá ríkissjóði til einkafyrirtækja og að vöruúrval muni minnka. En minna virðist hafa farið fyrir umræðu um hvort það sé eðlilegt að ríki reki risavaxið smásöluveldi sem einokar sölu á einni löglegri vöru. Risafyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði ÁTVR er nefnilega ekkert smáfyrirtæki. Það rekur 48 verslanir út um allt land. Árið 1986, þremur árum áður en bjórinn var leyfður aftur með lögum, voru verslanirnar 13 talsins. Fjöldi þeirra hefur því tæplega ferfaldast síðan þá. Til samanburðar eru þjónustustöðvar og eldsneytis afgreiðslur N1, sem er með stærsta net slíkra á meðal íslenskra nEytEnduR Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer „Bónus, stærsti sölu- aðili matvöru á landinu, rekur 29 verslanir um land allt. Það eru 19 færri en vínbúðir ÁTVR.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.