Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 5

Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 5
02/03 lEiðari verðsveiflur og áhætta Ástæðan fyrir áhuga sjömenninganna á áburðarverksmiðjunni er því aðallega bundin við það mat þeirra að um einstakt við- skiptatækifæri sé að ræða. Ekki er þó annað hægt en að nefna að þessi texti greinargerðarinnar í þingsályktunartillögunni sýnir glögglega um hversu mikla áhættu er að ræða. Verðsveiflur eru miklar og eftirspurnin hefur verið drifin áfram af ótrúlegu hagvaxtarskeiði Indlands og Kína á undanförnum árum. Verðið á áburði nú er það lægsta í átta ár og ómögulegt að segja til um það með vissu hvernig verðið mun þróast. Til lengdar litið mun fjölgun mannkyns vafalítið kalla á meiri áburðarnotkun, en hugsanlega gæti einhverjum öðrum en sjömenn- ingunum dottið í hug að byrja að framleiða hann og þannig tekið til sín tekjur sem annars gætu komið hingað. Í þessum skrifum er ekki gengið út frá því að íslenska ríkið eigi að fjármagna verksmiðjuna og eiga hana en samkvæmt tillögunni er kostnaður við hana um 120 milljarðar króna og um 150 til 200 störf verða við hana til framtíðar. Því verður ekki trúað upp á sjömenningana að þeir vilji setja skuldum vafinn ríkissjóð, sem borgar 85 milljarða á ári í vexti, í þá stöðu að fjármagna 120 milljarða fífldjarfa áhættufjárfestingu, eins og mál standa. Ég ætla í það minnsta að leyfa þeim að njóta vafans, og geri ráð fyrir að þeir séu að hvetja ríkisstjórnina til þess að leggja út í vinnu og kostnað við undirbúning fyrir mögu- lega áburðarverksmiðju annarra. Reyndar hefur verið, af orðum Þorsteins Sæmundssonar í viðtölum við fjölmiðla, að skilja að honum sé alvara með því að ríkissjóður eigi að greiða 120 millj- arða fyrir verksmiðjuna og eiga hana, en það er ekki útilokað að það sé misskilningur. Áhuginn sem slíkur á verksmiðjunni er nægt tilefni til þess að velta þessum málum fyrir sér. Ef sjömenningarnir eru að koma fram með þessa tillögu fyrir hönd einhverra einkafjárfesta, og þannig að láta ríkið taka á sig kostnað við hagkvæmniathugun á þessu verkefni, þá er lágmarkskrafa að koma fram með upplýsingar um slíkt áður en lengra er haldið. Allt annað er óboðlegt. „Í þessum skrifum er ekki gengið út frá því að íslenska ríkið eigi að fjármagna verksmiðjuna og eiga hana.“

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.