Kjarninn - 18.09.2014, Síða 9

Kjarninn - 18.09.2014, Síða 9
02/05 EfnahagsmÁl f ramkvæmdastjórn um losun fjármagshafta, sem skipuð var af stjórnvöldum í júlí síðastliðnum, hefur undanfarið fundað með slitastjórnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, sem fara með þessi þrjú stærstu þrotabú Íslandssögunnar. Um er að ræða fyrstu formlegu fundi sem fulltrúar stjórn- valda hafa átt með þeim vegna mögulegrar losunar á fjár- magnshöftum sem sett voru síðla árs 2008 til að koma í veg fyrir að gríðarlegt magn eigna streymdi úr íslensku hagkerfi, með tilheyrandi áhrifum á gengi íslensku krónunnar. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð hver fundur yfir í um tvo til þrjá klukkutíma. Þar voru engin skilyrði fyrir gerð nauðasamninga kynnt heldur farið almennt yfir stöðuna, greiðslujöfnuð íslenska hagkerfisins og nauðasamninga búanna þriggja. tillögur lagðar fram á næstunni Úrlausn á stöðu þrotabúa föllnu bankanna þriggja er lykil- atriði í losun hafta. Alls nema eignir þeirra þeirra yfir 2.500 milljörðum króna og þar ef eru um 475 milljarðar króna í íslenskum krónum. Sú upphæð gæti reyndar verið hærri, enda liggur ekki alveg fyrir hvaða að- ferðafræði er t.d. að baki verðlagningu á Íslandsbanka og Arion banka í þeim tölum. Eins og staðan er í dag er ekki til gjaldeyrir til að skipta þeim krónum í eigu erlendra aðila í aðra gjaldmiðla. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands er 502 milljarðar króna og að langmestu leyti tekinn að láni. Því þarf að finna lausn á málinu, annaðhvort með samningum eða að knýja á lausn stöðunnar með lagasetningu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni við setningu Alþingis í síðustu viku að niðurstöður úr vinnu hópsins og tillögur til Alþingis um lagasetningu varðandi afnám hafta yrðu lagðar fram á næstu mánuðum. „Slíkt ætti meðal annars að ryðja brautina að lyktum skuldaskila slitabúa föllnu bankanna. Komast þarf EfnahagsmÁl Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer „Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð hver fundur yfir í um tvo til þrjá klukkutíma. Þar voru engin skilyrði fyrir gerð nauðasamninga kynnt.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.