Kjarninn - 18.09.2014, Síða 12

Kjarninn - 18.09.2014, Síða 12
04/05 EfnahagsmÁl þær síðan seldar til nýrra eigenda. Afrakstrinum verði skipt milli kröfuhafa og þeir myndu fá allt sitt greitt í íslenskum krónum. Samkvæmt þeim viðmælendum Kjarnans sem setið hafa fundi með framkvæmdastjórninni virðist helmingur hennar, Kim og Benedikt, vera á því að semja en hinn helmingurinn, Freyr og Eiríkur, vera hrifnari af gjaldþrotaleiðinni. mega ekki ógna greiðslujöfnuði Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis sóttu um undanþáguheim- ild frá fjármagnshöftum síðla árs 2012 til að ljúka nauða- samningum sínum. Seðlabankinn hefur sagt að ekki séu forsendur til að ljúka nauðasamningi með þeim hætti sem sóst var eftir. Frumforsenda þess að hægt sé að ljúka slíkum samningum sé að fyrir liggi nákvæm greining á eignum og endurheimtum þrotabúanna með tilliti til áhrifa á útgreiðslu þeirra til kröfuhafa á greiðslujöfnuð Íslands. Slitastjórnirnar töldu sig hafa fengið skilboð um að í þessari viku yrðu lagðar fyrir þær upplýsingar um hvers konar skilyrði stjórnvöld teldu að þær þyrftu að uppfylla þannig að greiðslujöfnuði yrði ekki ógnað. Á fundunum með framkvæmdastjórninni kom hins vegar fram að ekkert slíkt stendur til strax.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.