Kjarninn - 18.09.2014, Side 19

Kjarninn - 18.09.2014, Side 19
05/07 nýsKöpun svo vísinda- og nýsköpunarstarf geti þrifist. Einn þeirra sé skilningur og stuðningur kjörinna fulltrúa. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Hópurinn hefur það á tilfinningunni að sumir íslenskir stjórnmálamenn (auðvitað eru undantekn- ingar) geri sér ekki grein fyrir mikilvægi vísinda-, tækni- og nýsköpunarstarfs og nauðsyn þess að fjárfesta í geiranum.“ Hópurinn rekur áhugaleysi stjórnmálamanna á mála- flokknum til þess að vísinda- og nýsköpunarmál séu ekki ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, og þar með ekki að- kallandi pólitískt mál. Eins megi rekja áhugaleysið til þess að stjórnmálamenn og aðrir sjái ekki möguleikana og tækifærin sem séu fólgin í því að sækja fram á þessum sviðum. Skýrsluhöfundarnir brýna fyrir stjórnmálamönnum, þvert á flokka, að beita sér fyrir því að stefnu Vísinda- og tækni- ráðs verði framfylgt enda sé aukið vísinda-, tækni- og ný- sköpunarstarf hvað best til þess fólgið að hafa jákvæð áhrif á hagsæld þjóðarinnar til framtíðar. Þá er bent á mikilvægi þess að gera háskólum landsins auðveldara um vik að vinna saman að rannsóknum, og að hluti fjárveitinga til rannsókna- og vísindastarfs renni í

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.