Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 43

Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 43
04/04 Álit jafna neyslu sína yfir tíma. Hjá slíkum heimilum eru útgjöld til matarkaupa mun stærra hlutfall af tekjum en hjá fólki um miðjan aldur sem er almennt að greiða niður námslán og safna í sjóð til eldri ára. Alþýðusambandið virðist telja að þetta geri það að verkum að tillögur Bjarna komi sérstaklega illa niður á þessum heimilum. Þetta er ekki rétt. Slík heimili eyða einnig mun meiru, sem hlutfall af tekjum, í vörur sem eru í hærra skattþrepinu. Þau hagnast því meira af lækkun hærra þrepsins (og afnámi vörugjalda) og tapa meira á hækkun lægra þrepsins. Hvort þau koma betur eða verr út þegar á heildina er litið ræðst af vægi matar í heildarútgjöldum, ekki hlutfalli matarútgjalda í heildartekjum. Þær tölur sem koma fram í minnisblaði ASÍ frá 9. september 2014, sem vakið hafa talsverða athygli og vitnað hefur verið til á Alþingi, eru því ekki rétti mælikvarðinn til þess að leggja mat á nauðsynlegt umfang mótvægisaðgerða fyrir þau heimili sem verst eru sett fjárhagslega.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.