Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 51

Kjarninn - 18.09.2014, Qupperneq 51
02/04 tónlist Against Me! - transgender dysphoria blues Against Me! hafa verið milli tannanna á fólki síðastliðin ár eftir að söngvari sveitarinnar, Tom Gabel, ákvað að hefja loksins opinberlega sitt rétta líf sem kona, Laura Jane Grace. Þar varð til helsti innblástur að Transgender Dysphoria Blues – og Grace varð um leið innblástur transgend- er-fólks víðs vegar um heiminn. platan er því ekki eingöngu flott plata ein og sér, heldur byggir hún á raunverulegri og mikilvægri leit að sjálfinu og grípur hlustendur með sér á áður ókannaðan hátt. damon Albarn - Everyday robots Damon Albarn fylgdi eftir óper- unni Dr Dee (2012) með örlítið hefðbundnari plötu – sem kannar þó nýjar hliðar á tónlistarmann- inum. Lagasmíðarnar sem og hljóðvinnsla eru meðal hans bestu til þessa og fengu tónlistar- spekúlanta og aðdáendur til að staldra við og hlusta. Fatima Al Qadiri – Asiatisch Asiatisch er frumraun Fatima Al Qadiri og kemur út hjá hinni virtu plötuútgáfu Hyperdub sem er leið- andi í útgáfu framúrstefnulegrar raftónlistar í dag. Á Asiatisch leiðir Al Qadiri hlustendur í gegnum ímyndaða Kína og er útkoman framandi og ferskir raftónar. Svo ekki sé minnst á magnaða ábreiðu af “Nothing Compares 2U”. Avey tare’s Slasher Flicks – Enter the Slasher House Animal Collective gáfu ekki út plötu í ár, það verður því einhver að taka að sér að senda frá sér sýru- húðaða poppsmelli. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt því Avey Tare, forsprakki sveitarinnar, tók sig hreinlega til og stofnaði nýja hljómsveit sem sinnir þessu verkefni hreint ágætlega með plöt- unni Enter The Slasher House. baths – ocean death Baths, hliðarsjálf Will Wiesen- feld, fylgir eftir frábærri plötu síðasta árs með jafnvel enn betri stuttskífu. Hljómurinn er þyngri, dekkri – en á sama tíma leikandi. partítónlist fyrir lengra komna. beck – Morning Phase Morning phase er fyrsta plata Beck í hartnær sex ár. Hún kynnir aftur til leiks mýkri hliðar tónlistar- mannsins eftir nokkur ár af breytt- um áherslum. Beck hefur sjálfur sagt að hún sé eins konar fylgiplata hinnar sívinsælu Sea Change (2002) og það getur vel passað, hún á að minnsta kosti margt meira sameiginlegt með þeirri plötu en þeim sem á eftir komu.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.