Kjarninn - 18.09.2014, Page 54

Kjarninn - 18.09.2014, Page 54
01/03 Kjaftæði É g legg metnað minn í það að míga úti, eins og móðurbróðir minn söng um árið. Mér finnst gaman að finna goluna leika við bununa og sjá gróðurinn taka við sér þar sem ég hef girt niðrum mig og gefið af mér gullinn vökva í kringum sumarbústað fjölskyldunnar. Að frussa úr nellikkunni úti í náttúrunni finnst mér það eina góða við útilegur. vanvirðing og viðbjóður Hins vegar felst mikið virðingarleysi í þvagláti á almanna- færi í borgarumhverfi. Þegar ég var í Menntaskólanum þótti nemendum dansskólans við Kringluna virkilega sniðugt að míga á hurð og inn um bréfalúgu aðalbyggingar Lærða skólans – til að sýna yfirburði einhvers konar og gera lítið úr okkur. Á galeiðunni virðist sem klósett fyrir karlpeninginn séu af skornum skammti, ekki komist allir að sem vilja og því bregði karlmenn á það ráð að merkja sér annara manna hús. Ég vil ekkert svona „Þú býrð í miðbænum - svona er þetta bara“-kjaftæði; að pissa á hús og húsveggi er dónalegt, og að ætlast til þess að samborgarar sinni garðstörfum í hlandlykt ókunnugs fólks er viðbjóður. partíblöðrur Margrét Erla Maack skorar á karlpeninginn að halda í sér og hætta að kasta af sér þvagi utandyra. Kjaftæði margrét Erla maack sirkuslistamaður og danskennari kjarninn 18. september 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.