Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  180. tölublað  100. árgangur  FRÁBÆR UNG- MENNI FULL AF HUGMYNDUM HINSEGIN DAGAR HEFJAST MEÐ HRAFNHILDI MÁLAR MYNDIR MEÐ KREDIT- KORTUM HEIMILDARMYND 41 PÓLITÍSK VERK 38UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 10 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Styrking krónunnar að undanförnu varð þess valdandi að Toyota á Ís- landi lækkaði verð á nýjum bílum um 3% um mánaðamótin. Hekla er einn- ig að lækka verð en ekki fæst upp- gefið hve mikil lækkunin er. Önnur umboð fylgjast vel með þróuninni og munu lækka verð ef krónan heldur áfram að styrkjast enn meir. Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota, segir lækkunina nú tilkomna vegna mikillar lækkunar evrunnar gagnvart krónu en umboð- ið flytur allan sinn flota inn fyrir evr- ur. Síðast breytti Toyota verðinu í apríl sl. með 3% hækkun þannig að hún hefur nú gengið til baka. „Gengið spilar stórt hlutverk í rekstri okkar. Erlendur kostnaður fer eftir genginu og það þótti rétt að lækka verðið um 3%,“ segir Páll. Salan hefur að hans sögn verið mjög góð í sumar, einkum á smærri bílum. Páll segir þörf á endurnýjun bílaflotans hafa verið að hlaðast upp eftir hrun. Talsmenn bílaumboða segjast hafa haldið aftur af sér sl. vetur þeg- ar krónan veiktist verulega og evran fór í tæpar 170 kr. Krónan styrkist enn frekar í gær og evran var þá skráð á rúmar 147 krónur, eða 12,7% lægri síðan í lok mars sl. »6 Verðlækkun á bílum  Toyota lækkar nýja bíla um 3% vegna styrkingar krónu  Fleiri bílaumboð áforma lækkun ef gengið styrkist áfram Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bílar Toyota lækkaði verð nýrra bíla um 3% um mánaðamótin. Ísland er komið í átta liða úrslitin í handknattleiks- keppni Ólympíuleikanna eftir sætan sigur á Svíum í London í gærkvöld, 33:32. Þetta er fyrsti sigur Ís- lands á Svíþjóð á stórmóti í 48 ár, eða síðan í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu árið 1964. Aron Pálmarsson átti stórleik og skoraði 9 mörk, en hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Til hægri fylgist Staffan „Faxi“ Olsson, þjálfari Svía, áhyggjufullur með en hann var Íslendingum löngum erfiður ljár í þúfu á árum áður. Ísland er með fullt hús stiga og mætir Frakklandi í úrslitaleik riðilsins annað kvöld klukkan 18.30. » Íþróttir Morgunblaðið/Golli Langþráður sigur á Svíum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „En ég mun bíða eftir fréttum frá Íslending- unum. Ég hef heyrt að þeir séu í alvöru að færa sönnur á að það búi eng- ir litlir álfar undir land- inu sem ég ætla að leigja,“ segir kínverski auðjöfurinn Huang Nubo í samtali við China Daily, málgagn kín- verska kommúnistaflokksins, um Gríms- staðamálið. Greinin birtist áður en ríkisstjórnin skip- aði samráðshóp til að rannsaka málið en þar lýsir Huang því hvernig hann hafi áður uppskorið eftir að hafa sýnt þolinmæði í sambærilegum málum. Stefnt sé að því að taka á móti fyrstu hótelgestunum á Gríms- stöðum eftir fimm ár. Fleiri fjárfestar í spilinu Þá kemur fram að Huang leiti eftir með- fjárfestum vegna sambærilegs verkefnis í Kína og er haft eftir honum að framlag þeirra geti reynst lyftistöng fyrir áformin á Grímsstöðum. Er það ekki skýrt frekar. Einnig var fjallað um áformin á vef People’s Daily, öðru málgagni kommúnista, í gær en þar sagði að Huang hefði í hyggju að byggja hótel og koma upp golfvelli á Grímsstöðum í framkvæmd upp á sem svar- ar 24,2 milljörðum kr. Á sama vef var rætt við ónafngreindan starfsmann kínverska sendiráðsins á Íslandi sem sagði engin pólitísk tengsl við Grímsstaðamálið. MEru álfar á sveimi? »18 Bíður eftir álfaleit  Framkvæmd upp á 24,2 milljarða króna Huang Nubo  Þurrkar hafa leikið marga bænd- ur grátt í sumar. Á meðan sumir bændur hafa lokið við fyrri slátt hafa aðrir ekki hafið slátt vegna grasleysis. Í Kelduhverfi verða margir hektarar af túnum, sem borið var á í vor, ekki slegnir vegna grasleysis. Svo gæti farið að bænd- ur á því svæði verði að skera niður bústofn vegna fóðurleysis. Á sum- um bæjum verður heyfengur allt að 40% minni en áður. Einungis hefur rignt einu sinni almennilega í sum- ar í Kelduhverfi. Í nágrannasveit er heyskapur þó að klárast. »4 Búfé gæti fækkað vegna heyskorts Hey Misjafnlega gengur að afla heyforða. Akureyringar hafa sólað sig 120 klukkustundum lengur í sumar en metárið fræga 1939. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur um sólskinið í bænum mánuðina maí til júlí. „Þetta er svo mikið að ótrúlegt verður að teljast,“ segir Trausti en bætir við að mæling- arnar á sólskinsstundum séu til- tölulega öruggar. Samanlagður sól- skinsstundafjöldi á Akureyri í maí, júní og júlí eru 783 stundir. „Árið 2012 hrekkur langt upp fyrir öll önnur ár. Áður en þetta gerðist þótti manni 1939 (663 stundir) vera furðuhátt og árið 2000 hafa gert það býsna gott.“ Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, segir að sumarið hafi verið einstaklega gott í eynni. „Það má heita að það hafi verið sól meiri partinn í sumar,“ segir hann. »4 Akureyri Laugin er vinsæl í blíðunni. Akureyri sólar sig  Aldrei mælst jafn margar sólskinsstundir í bænum og í sumar Morgunblaðið/Kristján  Páll Sveins- son, Douglas DC 3 vél Þrista- vinafélagsins, fékk ekki end- urnýjað lofthæfi- skírteinið á þessu ári. Flug- málastjórn vildi fá lista yfir all- ar breytingar sem gerðar hefðu verið á vélinni gegnum tíðina, að sögn formanns félagsins, Tómasar Dags Helgasonar. Hann segist þó viss um að lausn finnist á málinu. Þristurinn var smíðaður árið 1943 og var fyrst í eigu bandaríska flughersins hér á landi en komst í eigu Flugfélags Íslands 1946. »8 Mega ekki fljúga Þristinum um sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.