Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 16

Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 16
Félagsheimili Festi er fornfrægur skemmtistaður og þar eru enn haldnar veislur þótt fyrir löngu sé komið að lagfæringum. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brak og jafnvel brestir virðast komnir í meirihlutasamstarfið í bæj- arstjórn Grindavíkur. Deilt er um sölu á félagsheimilinu Festi. Þrír bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins mynduðu meirihluta eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Vonir voru bundnar við að það yrði styrkur meirihluti, eftir afar róstu- sama tíð í bæjarmálunum í Grinda- vík á síðasta kjörtímabili þar sem mörgum sinnum var skipt um meiri- hluta. Íbúarnir voru greinilega þreyttir á þrefinu. Í málefnasamningi lýstu bæjar- fulltrúar meirihlutans því yfir að þeir væru sammála um að byggja upp Festi. Salurinn yrði gerður upp og fundið út hvaða stofnanir og þjón- usta ætti þar best heima og stjórn- sýslan nefnd ásamt fleiru. Breytt í gistihús Ýmsir snúningar hafa verið teknir á málinu á þeim tíma sem liðinn er. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var sam- þykkt að selja hlutafélagið sem á húsið til einkafyrirtækis sem hyggst breyta því í gistiheimili. Hlutabréf bæjarins voru seld á 400 þúsund en kaupandinn greiðir auk þess 15 millj- ónir af 25 milljóna uppsafnaðri skuld félagsins við bæinn. Felld var tillaga sjálfstæðismanna um að leitað yrði álits íbúa. Á bak við þá tillögu liggur væntanlega hug- mynd um að salan á Festi legðist almennt ekki vel í íbúana. Samningur um söluna var sam- þykktur með atkvæðum fulltrúa framsóknarmanna og minnihlutans, gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Í bókun er útskýrt hvers vegna afstaða fulltrúanna hefur breyst frá síðustu kosningum, meðal annars að athugun á húsnæðisþörf stofnana bæjarins sýni að óhentugt sé að flytja þær í Festi. Festi hefur þjónað sem aðalsamkomusalur bæj- arbúa en um leið verið baggi á bæjar- sjóði. Stóri salurinn verður ekki til reiðu þegar húsinu verður breytt í gistihús og þjónusturými. Þeir sem samþykktu söluna leggja áherslu á að byggja frekar upp á íþróttasvæð- inu. Hugmyndir eru um að koma upp félagsaðstöðu við íþróttamiðstöðina og búnaði til að hægt sé að breyta íþróttasalnum í veislusal á einfaldan og fljótlegan hátt. Verulegur kostn- aður er við þær framkvæmdir. Enn er ekki komið í ljós hvernig fulltrúar meirihlutaflokkanna vinna úr ágreiningi sínum enda fór bæjar- stjórnin í sumarfrí strax eftir fund- inn. „Við erum ekki ánægðir með að málið skuli keyrt í gegn en ætlum ekki að láta það verða til að slíta meirihlutanum,“ segir Guðmundur L. Pálsson. Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti framsóknarmanna og forseti bæjar- stjórnar, segir að málið hafi verið rætt í meirihlutanum áður en það var afgreitt. Fulltrúarnir hafi verið sam- mála um að vera ósammála um af- greiðslu þess. „Við framsóknarmenn fórum eftir þessu en bókanir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins finnast okkur ekki í takti við samkomulagið. Við þurfum að ræða það í meiri- hlutanum,“ segir Bryndís. Brak og brestir í meirihlutan- um í Grindavík  Deilur um sölu á félagsheimilinu Festi Festi » Víkurbraut 58 ehf. hefur verið eigandi félagsheimilisins Festis. Grindavíkurbær á 80% hlut á móti Kvenfélagi og Ung- mennafélagi Grindavíkur. » Kaupandinn er fasteigna- félagið AFG ehf. sem hyggst breyta húsinu í gisti- og þjón- usturými. Jafnframt fær kaup- andinn vilyrði fyrir lóð við félagsheimilið. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Mér finnst þetta vera mjög í sam- ræmi við það sem hann talaði um í kosningabaráttunni. Sérstaklega síð- ustu tvær vikurnar. Þá var hann far- inn að tala um að hann vildi leggja sitt af mörkum til að endurvinna traust á Alþingi. Hann sagði að það væri mikið álag á forsetaembættið þegar vantrú væri á þingið og þegar mikill ágrein- ingur væri í þjóðfélaginu um mikil- væg mál,“ sagði dr. Stefanía Óskars- dóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við innsetinguna í fyrradag. „Hann talaði um á þeim tíma að hann vildi leggja sitt af mörkum til að bæta þarna úr og mér finnst hann vera að undirstrika þetta og leggja áherslu á að forðast mikinn ágreining. Mér fannst að í rauninni væru það ráð til stjórnarforystunnar að gæta að því að ætla sér ekki of mikið í því að um- breyta þjóðfélaginu,“ sagði Stefanía. Í ræðu forseta var stjórnarskráin tíðnefnd. Hann sagði hana tryggja al- menningi aukið lýðræði og að frá hruni hefði fólk fimm sinnum gengið að kjörborðinu vegna hennar. Að stjórnarskráin væri skýr, en einfalda mætti orðalagið. Stjórnarskráin rammi sem hélt „Hún er rammi sem hélt þrátt fyrir stéttaátök og kalda stríðið og veitti á nýliðnum árum svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda og gera upp mál með atkvæðagreiðslum þjóðarinnar,“ sagði forseti og að Íslendingar hefðu borið gæfu til þess að breyta henni alltaf í sem mestri sátt. „Þar fer hann með rétt mál að mínu viti. Hingað til hafa stjórnarskrár- breytingar verið gerðar í samvinnu flokkanna, sem kannski útskýrir hvers vegna breytingar á stjórnar- skránni hafa verið hægfara. Það hef- ur verið litið til þess að það væri mik- ilvægt að það væri góð samvinna á milli flokka um slíka vinnu,“ sagði Stefanía. Segir engin ný tíð- indi í ræðu forseta  Ræddi fyrst og fremst áherslumál kosningabaráttunnar Morgunblaðið/Eggert Sáttatónn Forseti Íslands horfir til ráðherra ríkisstjórnar og þingmanna þegar hann ræðir um þörf á meiri sátt. Samkvæmt stjórnskipan lands- ins vinnur forseti eið að stjórn- arskránni við innsetningu í hvert sinn, í tveimur eintökum, í samræmi við 10. grein Stjórn- arskrár Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson vann slíkan eið í fimmta sinn í fyrra- dag þegar innsetning hans í embættið fór fram. Enginn í Ís- landssögunni hefur unnið eið að stjórnarskrá jafnoft. Þingmenn vinna slíkan eið en einungis í eitt skipti og er litið svo á að hann gildi um aldur og ævi þó svo að þingferill sé ekki samfelldur. Allir eiðstafir for- seta frá 1944 eru varðveittir á Alþingi og á þjóðskjalasafninu. Vann eið í fimmta sinn STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS Við innsetningu forseta voru helstu embættismenn landsins samankomnir. Sjá mátti að fjöldi þeirra hefur verið sæmdur hinni íslensku fálkaorðu. Það vakti at- hygli að einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, for- sætisráðherrann, bar ekki slíka orðu, en aðrir hand- hafar forsetavalds báru stórriddarakross. Allir núlifandi fyrrverandi forsætisráðherrar hafa verið sæmdir fálkaorðunni. Morgunblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að ástæðan fyrir orðuleysi forsætis- ráðherra sé sú að hún hafi ekki viljað þiggja orðu og er því eini handhafi forsetavalds sem ekki má bera slíka orðu. Forsætisráðherra ekki enn þegið fálkaorðu Án orðu Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.