Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.08.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þjónustum allar gerðir ferðavagna Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau. Gott verð, góð þjónusta! Umboðsaðilar fyrir Truma & Alde hitakerfi á Mover undir hjólhýsi 249.900 kr. Tilboð Tilboð áTruma E-2400 Gasmiðstöð 159.900 kr. Tilboð Mikið úrval vara- og aukahluta! Markísur á frábæru verði Ísskápur: Gas/12 Volt/ 220V – Mikið úrval Sólarsellur á góðu verði – Fáið tilboð með ásetningu Hörður Ægisson hordur@mbl.is Evrópski seðlabankinn hefur gefið til kynna að bankinn sé reiðubúinn að grípa til aðgerða á evrópska rík- isskuldabréfamarkaðnum í því augnamiði að draga úr lántökukostn- aði jaðarríkja evrusvæðisins og stemma stigu við ótta fjárfesta um uppbrot myntbandalagsins. Á mánaðarlegum blaðamanna- fundi bankans í gær, þar sem til- kynnt var að stýrivextir yrðu óbreyttir í 0,75%, kom fram í máli Marios Draghis seðlabankastjóra að peningamálayfirvöld á evrusvæðinu „gætu ráðist í nægjanlega umfangs- miklar aðgerðir til ná fram markmið- um sínum“ og þannig komið til móts við þann mikla skuldavanda sem fjöl- mörg evruríki glíma við. Markaðir í Evrópu tóku heldur dræmt í yfirlýs- ingar Draghis. Gengi hlutabréfa féll í evrópskum kauphöllum – og nam lækkunin um 5% á hlutabréfamörk- uðum á Spáni og Ítalíu. Krafan á tíu ára spænsk ríkis- skuldabréf fór einnig upp fyrir 7%. Miklar væntingar voru fyrir fund Evrópska seðlabankans, en fjárfest- ar höfðu vonast eftir bæði skýrari yf- irlýsingum og róttækari aðgerðum frá Draghi í kjölfar ummæla sem hann lét falla í síðustu viku um að Evrópski seðlabankinn væri „tilbú- inn að gera allt í sínu valdi til að standa vörð um evruna“. Á blaðamannafundinum ítrekaði Draghi að ekki yrði aftur snúið með evruna. Hann útilokaði hins vegar að seðlabankinn myndi veita björgun- arsjóði ESB bankaleyfi við núver- andi aðstæður. Slíkt leyfi myndi auð- velda aðgengi sjóðsins til muna að lánsfjármagni sem hægt yrði að veita beint til einstakra ríkja. AFP Í kastljósinu Mario Draghi seðlabankastjóri útilokaði að björgunarsjóður ESB fengi bankaleyfi. Draghi veldur fjár- festum vonbrigðum  Gengi hlutabréfa féll  Íhugar kaup á ríkisskuldabréfum Brást væntingum » Gengi hlutabréfa féll mikið í Evrópu eftir blaðamannafund Evrópska seðlabankans. » Draghi gaf til kynna að bank- inn væri reiðubúinn að kaupa ríkisskuldabréf til að draga úr lántökukostnaði jaðarríkjanna. » Björgunarsjóður ESB fær ekki bankaleyfi. Adidas, stærsti íþróttavörufram- leiðandi Evrópu, greindi frá því í gær, að sala fyrirtækisins hefði tek- ið kipp upp á við á öðrum ársfjórð- ungi og aukist um 15% og hagnaður ársfjórðungsins hefði verið tæpir 25 milljarðar króna eða 165 millj- ónir evra. Herbert Hainer, forstjóri fyr- irtækisins, sagði þegar afkoman var kynnt að stjórnendur fyrirtæk- isins þökkuðu þennan góða árang- ur Ólympíuleikunum í London og EM í fótbolta 2012 og því að Adidas var stór styrktaraðili beggja við- burða. Framlag Adidas til ÓL í London nemur um 22,5 milljörðum króna. Slíkir stórviðburðir í íþróttum hafi ávallt hvetjandi áhrif á íþrótta- þátttöku og fyrirtækið njóti góðs af í aukinni sölu. Hainer sagði jafn- framt, samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu WSJ, að Adidas hefði aukið áætlanir sínar fyrir hagnað ársins úr 12% í 15-17%. Morgunblaðið/Golli Gullegg Ólympíuleikarnir í Lundúnum reynast Adidas dýrmæt tekjulind. Adidas græðir á ÓL  Sala íþróttavara jókst um 15% á öðr- um ársfjórðungi, í 520 milljarða króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.