Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 22

Morgunblaðið - 03.08.2012, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 ZUMBA Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. • Þri og fim kl. 17:30 • Þjálfari: Eva Suto • Hefst 14. ágúst - 4 vikur • Verð kr. 12.900 Betri heilsa borgar sig! ZUMBA TONING ZUMBA toning er nýtt þjálfunarkerfi með áherslu á þol- og styrktaræfingar ásamt taktföstum hreyfingum. Árangursrík leið til að móta líkamann á náttúrulegan hátt og skemmta sér konunglega á meðan! Einföld og skemmtileg dansspor. Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is • Þri og fim kl. 16:30 • Þjálfari: Eva Suto • Hefst 14. ágúst – 4 vikur • Verð kr. 12.900 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Öryggissveitir einræðisstjórnarinn- ar í Sýrlandi voru í gær sakaðar um að hafa tekið tugi fanga af lífi án dóms og laga eftir að hafa pyntað þá. Uppreisnarmenn í Aleppo, fjölmenn- ustu borg landsins, voru einnig sak- aðir um stríðsglæpi. Öryggissveitirnar voru sagðar hafa ráðist inn í bæ skammt frá Damaskus í fyrradag, handtekið um hundrað unga menn, flutt þá í skóla- byggingu og pyntað þá. Í gærmorg- un fundust 43 lík á staðnum, að sögn SOHR, upplýsingaskrifstofu í Bret- landi, sem safnar gögnum um blóðs- úthellingarnar í Sýrlandi. „Sumir þeirra höfðu verið teknir af lífi án dóms og laga,“ sagði í yfirlýsingu frá SOHR. Annan segir af sér Að sögn SOHR hafa tugir óbreyttra borgara beðið bana í átök- unum dag hvern að undanförnu og alls um 20.000 á síðustu sextán mán- uðum. Skýrt var frá því í gær að Kofi Annan hefði sagt af sér sem sérlegur erindreki SÞ og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands vegna þess að friðarumleitanir hans hafa ekki borið árangur. Hann kvaðst ekki hafa fengið nægan stuðning. Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi sögðu að öryggissveitirnar hefðu gert aðra árás í grennd við Dam- askus í fyrradag, farið hús úr húsi, krafið íbúana um skilríki og skotið marga þeirra til bana. Alls hefðu a.m.k. 70 manns beðið bana í árás- unum tveimur. Ríkissjónvarpið í Sýrlandi sagði að tugir „hryðju- verkamanna“ hefðu annaðhvort gef- ist upp eða fallið í árásunum. Áður hafði verið birt myndskeið þar sem uppreisnarmenn í Aleppo sáust drepa nokkra fanga sem sagt var að hefðu verið í vígasveitum sem nefnast shabiha, styðja einræðis- stjórnina og hafa verið sakaðar um að hafa orðið mörgum óbreyttum borgurum að bana. Uppreisnar- mennirnir virtust hafa pyntað fang- ana áður en þeir skutu þá til bana með rifflum. Sýrlenska þjóðarráðið, samtök stjórnarandstöðunnar, gagn- rýndi uppreisnarmennina í Aleppo og mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu að þeir kynnu að hafa gerst sekir um stríðsglæpi. Neyðin eykst Neyðarástand hefur skapast með- al íbúa Aleppo og fleiri staða þar sem átök hafa geisað. Áætlað er að um 1,5 milljónir Sýrlendinga þurfi á mat- vælaaðstoð að halda á næstu þremur til sex mánuðum, að sögn embættis- manna Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir því að um þrjár milljónir manna þurfi á hjálp að halda á næstu tólf mánuðum vegna matvælaskorts og búsifja sem bændur hafa orðið fyrir vegna ófriðarins. Tugir fanga pyntaðir og myrtir AFP Fangi Uppreisnarmenn í Aleppo handtaka mann sem þeir gruna um að vera í vígasveitum sem styðja stjórnina.  Öryggissveitir Sýrlandsstjórnar sagðar hafa gengið hús úr húsi, handtekið fólk, pyntað og tekið það af lífi án dóms og laga  Uppreisnarmenn í Aleppo einnig sakaðir um stríðsglæpi vegna drápa á föngum 100 km SÝRLAND Barist í tveimur stærstu borgum Sýrlands Hörð átök hafa geisað í Aleppo, fjölmennustu borginni, og höfuðborginni Damaskus Stjórnarherinn beitti orrustu- þotum LÍ BA N O N Homs Hama ÍS R A E L Idlib Aleppo TYRKLAND ÍRAK M IÐ JA R Ð A R H A F JÓRDANÍA Átök milli hermanna og uppreisnarmanna Landamærastöðvar sem uppreisnar- menn hafa náð á sitt vald Deir Ezzor Heimild: SOHR DAMASKUS Barack Obama, for- seti Bandaríkj- anna, hefur undirritað leynilega til- skipun þar sem hann heimilar CIA og fleiri leyniþjónustustofnunum að veita uppreisnarmönnum í Sýr- landi aðstoð. Fréttasjónvarpið CNN hefur þetta eftir banda- rískum embættismönnum. Ekki kom fram hvenær skjalið var undirritað, en heimildar- mennirnir sögðu að það hefði verið gert einhvern tíma á síð- ustu mánuðum. Talið er að Barack Obama hafi þó ekki heimilað að uppreisnarmönnunum verði send bandarísk vopn. CNN hafði eftir embættismönnunum að bandarísku stofnanirnar hefðu samstarf við ríki sem hafa séð uppreisnarmönnum fyrir vopn- um, meðal annars Sádi-Arabíu og Katar. Nokkrir þingmenn í Banda- ríkjunum, þeirra á meðal repú- blikanarnir John McCain og Lindsey Graham, hafa hvatt stjórn Obama til að vopna upp- reisnarmennina. Aðrir þing- menn hafa lagst gegn því og telja að of lítið sé vitað um marga uppreisnarhópana. Þeir skírskota einkum til vísbend- inga um að áhrif íslamskra öfgamanna, þeirra á meðal stuðningsmanna al-Kaída, hafi aukist meðal uppreisnarmann- anna í Sýrlandi. Aðstoð CIA heimiluð FÁ HJÁLP AÐ VESTAN Barack Obama Piltar bruna á krossviðarplötum á flóðvatni í bænum Navotas nálægt Manila eftir úrhellisrigningu sem fylgdi fellibylnum Saola. Yfirvöld segja að flóðin hafi kostað 23 menn lífið á Filippseyjum síðustu daga. Fellibylurinn gekk yfir Taívan í gær og kostaði að minnsta kosti sex manns lífið þar. Brettabrun á flóðvatni AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.