Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 29

Morgunblaðið - 03.08.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 ✝ Guðlaug Böðv-arsdóttir fæddist á Lang- sstöðum í Flóa 9. desember 1922. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 30. júlí 2012. Foreldrar hennar voru Böðv- ar Friðriksson og Jónína Guðmunds- dóttir. Hún var næstyngst níu systkina sem nú eru öll látin. Guðlaug fluttist ásamt for- eldrum sínum og systkinum á Eyrarbakka sem barn og ólst þar upp. Guðlaug giftist Sverri Bjarnfinnssyni 2. nóvember 1947. Sverrir lést 26. september 1992. Börn Guð- laugar og Sverris voru ellefu. Frum- burðinn Jónínu misstu þau barn- unga. Tíu komust á legg en dóttur missti hún, Sól- rúnu, 2007. Önnur börn þeirra hjóna eru Rannveig, Svanhildur, Sigurjóna, Böðv- ar, Hrönn, Bjarnfinnur, Krist- björg, Sigríður og Atli. Af- komendur þeirra Guðlaugar og Sverris eru 89. Útför Guðlaugar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 3. ágúst 2012, kl. 11. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með þakklæti fyr- ir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. Þú skilur eftir þig stórt skarð og þín er sárt saknað. Það er okkur huggun að þú hvílir í faðmi ástvina og nú líður þér vel. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægð þú ert. Ég kvaddi þig í hinsta sinn, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn, við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þín dóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir. Í dag kveð ég hinstu kveðju elskulega tengdamóður mína Lillu á 90. aldursári og langar mig að minnast hennar í fáeinum orðum, en hún lést að morgni 30. júlí síðastliðins. Kynni okkar hófust er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Lillu og Sverris á Búðarstígnum fyrir um 37 árum. Þau voru góð heim að sækja, hlýja og glatt yfirbragð ein- kenndi heimilið. Vel var fylgst með fjölskyldunni sem átti hug þeirra allan, jafnt stórum sem smáum, hvað hver væri að fást við og hvernig gengi. Í september 1992 féll Sverrir frá og var það mikið áfall fyrir Lillu. Þá missti hún og Sólrúnu dóttur sína 2007 og áður höfðu þau hjónin misst Jónínu á þriðja ári. Hún var svo lánsöm að eiga stóra fjölskyldu sem stóð henni fast við hlið. Lilla var glettin og glaðvær kona, föst fyrir en afar æðrulaus, æðraðist ekki yfir hlutunum þótt áföll bæri að garði. Félagsmál voru henni hugleik- in og tók hún virkan þátt í þeim af ýmsum toga þótt heimilið væri stórt. Í kirkjukór Eyrarbakka- kirkju stóð hún vaktina til margra ára og í kvenfélaginu einnig og var gerð að heiðurs- félaga fyrir tæpum 10 árum. Fljótlega eftir að ég kom á Bakkann gekk ég í kvenfélagið og í kirkjukórinn og áttum við margar góðar og ljúfar stundir saman sem gott er að minnast. Einnig fórum við í ýmsar ferðir saman og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Ég vil þakka þér Lilla mín fyr- ir allt sem við gerðum saman, spjallið og alla góðu kaffisopana og fyrir að hafa fengið að kynnast heimili ykkar Sverris. Af þér mátti margt læra, svo sem að taka hlutunum af æðru- leysi þótt lífsleiðin geti verið grýtt slóð. Það gerðir þú svo sannarlega og sagðir bara: „Þetta er bara svona.“ Með þeim orðum kveð ég góða og hlýja konu, tengdamóður mína. Þín bros voru hugljúf, blíð og góð Svo bjart var í návist þinni. Þau endurskin voru af innri glóð Sem yljuðu fyrstu kynni Því vakir þín minning helg og hljóð Í hjartnanna dulda inni. (Höf. ók.) Hvíl þú í friði. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir og vinkona, María. Elsku hjartans amma mín, þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar okkar, það var alltaf gaman að koma til þín á Búðarstíginn að spjalla og oft var margt um manninn, enda stór fjölskylda. Þú varst svo stolt af hópnum þín- um. Ég minnist líka hvað þú varst alltaf flott og fín til fara. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði, en núna ertu komin á góðan stað og ég veit að þú munt fylgjast með okkur öll- um, blessuð sé minning þín. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Elín Birna Bjarnfinnsdóttir Elsku amma, núna ertu farin, mikið held ég að fagnaðarfund- irnir hafi verið miklir þegar þú hittir afa, Jónínu litlu og Sólu aft- ur eftir langa bið. Og mikið á ég eftir að sakna þess að heimsækja þig á Búðarstíg, ég hef alltaf komið til þín, svolítið reglulega óreglulega. Þegar ég var barn var alltaf svo gaman að koma, maður fékk alltaf að ná sér í kleinur í græna stampinum og svo var alltaf til heimabakað vínarbrauð. Ég kom líka oft í hádeginu og borðaði hjá ykkur afa soðna ýsu. Ég heyri ennþá hljóðið í afa þegar hann beið eftir matnum, hann blístraði eins og vindurinn, svo snéri hann öskubakkanum. Núna í seinni tíð varst þú alltaf að vandræðast með hvað þú gætir nú eiginlega gefið mér því að ég drekk ekki kaffi og þér fannst nú alveg ómögulegt að ég vildi bara vatn svo þú laumaðir bara pinna- brjóstsykur eins og þú kallaðir það að stelpunum mínum í stað- inn. Mikið er ég, og við öll afkom- endur þínir, heppin að hafa átt þig að, yndislegri manneskju er erfitt að finna. Með þessum fá- tæklegu orðum langar mig að kveðja þig, elsku amma mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast , margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guð þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnosss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Sandra og fjölskylda. Elsku amma Lilla er nú horfin á braut. Það er með miklum söknuði sem við skrifum þessi orð en með gleði í hjarta er við rifjum upp minningar um góðar sam- verustundir sem við áttum á Búð- arstígnum. Alltaf var vel tekið á móti okkur þegar við komum í heimsókn og ekki var komið að tómum kofanum. Að fá nýbökuð vínarbrauð og kleinur var það besta sem við fengum og ekki skemmdi það nú þegar ísköld mjólk fylgdi með. Yfirleitt vorum við spurð spjörunum úr því amma hafði mikinn áhuga á að fylgjast með skólagöngu okkar og seinna meir okkar daglega lífi. Þó svo að amma yrði 90 ára hinn 9. desember næstkomandi hafði hún það alveg á hreinu hver drykki kaffi og hver ekki og var henni mikið í mun að bjóða upp á gott kaffi með spjallinu. Hún sagði svo oft „það má nú geta nærri“ er hún ræddi um daginn og veginn eða þjóðmálin og þar lá hún ekki á skoðunum sínum og munum við geyma gullmola hennar og hlýju í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku amma, um leið og við biðjum Guð að blessa þig og varð- veita er það okkar huggun að vita að afi tekur á móti þér opnum örmum og saman munuð þið haldast í hendur inn í eilífðina. Takk fyrir allt, Guðlaug, Helga Kristín, Bergvin og Barði Páll. Yndislega amma mín. Ég kveð þig með söknuði. Þú varst ein- stök. Svo falleg, svo góð. Ég dvaldi mikið hjá ykkur afa á Eyrarbakka á Búðarstígnum í uppvexti mínum og á óteljandi minningar sem eru mér svo dýr- mætar, svo stór partur af sjálfri mér. Þú varst mér fyrirmynd í svo mörgu. Þú varst sterk, þú varst staðföst, en um leið hógvær og æðrulaus. Þú fékkst þinn skerf af áföllum í lífinu en lést aldrei bugast. Nóttina eftir að afi var jarðsunginn fékk ég að sofa við hlið þér í „holunni“ hans afa. Ég hélt í höndina á þér þar til við sofnuðum og ég fann að þér þótti vænt um það. Þetta er mér dýr- mæt minning. Þú varst alltaf létt í lund og varst með góðan húmor sem þú hélst fram til síðustu stundu. Þú fylgdist vel með öllu og öllum þín- um og varst með allt á hreinu. Þú varst svo dæmalaust barn- góð. Ég man þegar ég var lítil og ég stóð á stól í eldhúsgatinu og horfði á þig baka, spjallaði við þig og beið eftir að fá að sleikja sleif- ina og þeytarann, þegar þú baðst mig að skreppa fyrir þig í Lauga- búð. Ég man þegar þið afi gáfuð mér hljól í afmælisgjöf. Vá. Það var appelsínugult, rosalega flott. Þegar ég vann í frystihúsinu á Eyrarbakka eitt sumar vaktir þú mig á morgnana með blíðlegri stroku á vangann. Þetta man ég og svo miklu meira. En ég sakna þess um leið að eiga ekki eftir að sjá þig koma labbandi á móti mér þegar ég kem í heimsókn á Búðarstíginn, að sjá þig ekki umvefja litlu barnabarnabörnin þín og horfa á þau hlýlegum aðdáunaraugum. Ég sakna þess að eiga ekki eftir að fá að klippa á þér hárið sem þú vildir alltaf hafa fínt og þú varst alltaf svo fín. Ég sakna þess að finna ekki lyktina þína, að fá ekki kossinn þinn, faðm þinn og heyra ekki röddina þína. En það er huggun að geta lokað augunum og munað þetta allt. Þú varst alltaf svo endalaust þakklát amma mín. Enda áttir þú marga að og þá sérstaklega hana Krissu sem hugsaði svo ómetan- lega vel um þig. Þú þakkaðir svo innilega fyrir litlu vatnssopana sem ég gaf þér á sjúkrabeðnum og þegar ég kyssti þig kveðjukoss í hinsta sinn sagðir þú „takk“. Mig langaði að tjá þér ást mína og þakka þér en kökkurinn í háls- inum á mér leyfði það ekki. Ég vildi ekki hindra þig í þinni för með að sýna þér sorg. Ég vildi sýnast sterk og hugrökk. Ég veit að nú líður þér vel og að nú ert þú með afa, Jónínu litlu, Sólu og öllum hinum ástvinum okkar sem hafa beðið þín og tekið fagnandi á móti þér. Við sjáumst síðar. Takk fyrir allt amma mín. Ég elska þig. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Þín Guðlaug Dröfn. Þá er fallin í valinn heiðurs- og sómakonan Guðlaug Böðvars- dóttir, Búðarstíg 8 á Eyrar- bakka, komin hátt á nítugasta aldursár. Ég var svo heppinn að kynnast Guðlaugu fyrir u.þ.b. 10 árum. Þá kom ég fyrst í heimsókn á Búðarstíginn í fylgd með einni af dætrum hennar. Við settumst við eldhúsborðið og strax var boðið kaffi. Einhvern veginn var það svo við þetta eldhúsborð að ég fann strax að ég var velkom- inn í fjölskylduna og fannst því gott að vera þarna. Guðlaug var ákaflega hlý og viðræðugóð kona og fylgdist vel með öllu þótt ald- urinn væri orðinn hár. Ég furðaði mig oft á því hversu vel hún mundi alla afmælisdaga og nöfn niðja sinna, sem eru þó orðnir gríðarlega margir. Guðlaug hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en aldrei heyrði ég hana þó tala styggðaryrði um nokkurn mann. Hún gætti vel tungu sinnar. Ég var svo heppinn að fara í fáein skipti í dagslanga bíltúra með Guðlaugu. Kunni hún vel að meta fegurð og náttúru landsins þar sem komið var. Hún undirbjó sig ávallt vel fyrir þess- ar ferðir og gætti vel að því að nóg kaffi og smurbrauð og flat- kökur væru með í ferðinni. Eftir slíkar ferðir var hún ævinlega mjög þakklát. Ég vil þakka Guðlaugu sam- fylgdina, sem hefði mátt vera miklu lengri. Afkomendum henn- ar votta ég mína dýpstu samúð. Erling Gunnlaugsson. Guðlaug Böðvarsdóttir HINSTA KVEÐJA. Elsku langamma, takk fyrir allt. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá. Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblóm með vorsins geislum vefur sumarfeguð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Ók. höf.) Góða nótt elsku langamma. Hrafn, Böðvar og Arnar Helgi. ✝ GuðmundurBrynjólfur Hersir Sergi fædd- ist í Reykjavík 21. október 1957. Guð- mundur varð bráð- kvaddur á heimili sínu 21. júlí 2012. Móðir Guð- mundar er Unnur María Hersir, f. 9.3. 1929, fóst- urfaðir er Jóhann Stefánsson, f. 2.12. 1930. Systkini sammæðra eru Helga Jóhannsdóttir, búsett á Egils- stöðum, Hjörtur Jóhannsson, búsettur á Egilsstöðum, og Ása Jóhannsdóttir, búsett í Reykja- vík. Þau eru öll gift og systk- inabörnin eru sex. Faðir Guð- mundar er Rocco Sergi frá Messina á Sikiley á Ítalíu. Systur samfeðra eru Monica, Romana, Germana og Cris- tiana. Um ársgamall fluttist Guð- mundur með móð- ur sinni austur í Egilsstaði. Þar kláraði hann grunnskóla, fór síðan til föður síns á Ítalíu og stund- aði nám þar í tvö ár. Þegar hann kom aftur til Ís- lands settist hann að í Reykjavík, þar sem hann hóf fljótlega nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Áður en því námi lauk veiktist hann og hefur frá þeim tíma glímt við andlega vanheilsu. Guðmundur bjó lengi vel á ýmsum sambýlum, lengst af á Kleppsvegi, en síðustu árin bjó hann í Hátúni 10. Útför Guðmundar fór fram frá Árbæjarkirkju 31. júlí 2012. Elsku Gummi. Nú hef ég kvatt þig í síðasta sinn. Þú varst stóri bróðir minn, átta árum eldri, og þar sem þú fluttir að heiman eftir barnaskóla þekkti ég þig ekki mikið sem barn. Minningar sem ég á um þig frá barnæsku eru þó um skemmti- legan, kátan og góðan bróður, sem var líka rosalega flinkur að teikna. Þú fórst til Ítalíu í um tvö ár og þegar þú komst heim fluttir þú til Reykjavíkur. Ég vissi í raun lítið af þér, nema hvað að þú áttir við geðheilsu- vandamál að stríða. Frá því ég flutti suður hefur þú alltaf verið velkominn á mitt heimili. Sam- gangur var mismikill fyrstu ár- in, ég bíllaus og líka svolítið vit- laus og sinnti bróður mínum ekki mikið. Síðustu 20 árin eða svo hefur samgangurinn verið meiri. Á meðan þú varst á sam- býlum þurftirðu oft á peningaað- stoð að halda seinni hluta mán- aðar en eftir að þú fluttir í Hátún hefur þú haldið þínu sjálfstæði á ótrúlega flottan máta og oft komið okkur á óvart með getu þinni. Já, í Hátúninu leið þér vel. Þá byrjaðir þú að mála reglulega aftur og þó að veikindin hafi eitthvað dregið úr hæfileikunum eru nýju mynd- irnar þínar sannkölluð meistara- stykki. Að okkar mati varstu þó heldur snöggur að selja kunn- ingjum þær og við systkinin fengum ekki að sjá þær full- gerðar. Eftir að þú komst í Hátúnið entist peningurinn þinn út mán- uðinn og það veitti þér ómælda ánægju að geta gefið okkur af- mælis- og jólagjafir, geta verið gefandi líka í stað þess að vera alltaf þiggjandi. Aldrei klikkaði að það kom pakki frá Gumma frænda til barnanna minna. Núna þegar þú ert farinn hellist yfir mann samviskubitið; ég hefði getað sinnt þér meira, tekið þig oftar til mín og nú er það of seint. En þú vissir að þú gast alltaf leitað til mín og gerð- ir það á ýmsum tímum sólar- hringsins, og margoft sagðir þú mér að ég væri góð systir og veistu, þú varst líka góður bróð- ir. Þú varst hlýr, með góðan húmor og skemmtilegur að vera með. Þú hafðir marga góða hæfileika en myndlistarhæfileik- arnir standa upp úr og þótt þú skiljir ekki eftir þig veraldlegar eignir eru myndirnar þínar okk- ur ættingjum þínum algerlega ómetanlegar sem og minningin um góðan dreng. Elsku Gummi, ég trúi að þér líði vel þar sem þú ert og takir vel á móti mömmu þegar hennar tími kemur. Þetta er erfiður tími fyrir hana. Ég vil nota tækifær- ið og þakka öllu því góða fólki sem hefur sinnt þér í gegnum árin, sérstaklega starfsfólki í Geðhjálp, Hátúninu, Vin og Geysi. Þín systir, Ása. Guðmundur Brynjólfur Hersir Sergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.