Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.2012, Blaðsíða 30
✝ AðalheiðurJónasdóttir fæddist í Reykja- vík 6. febrúar 1945. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 27. júlí 2012. Foreldrar Að- alheiðar voru Jón- as Eysteinsson, kennari, f. 11.8. 1917, d. 13.11. 1999 og Guðrún Vilborg Guð- mundsdóttir, f. 23.8. 1921, d. 19.6. 2004. Systkini Aðalheiðar eru Rósa, f. 1942, búsett í Sví- þjóð, Eysteinn Óskar, f. 1947, kennari á Selfossi, Erla Björk, f. 1957, fiðlusmiður, búsett í Frakklandi og Sigrún Huld, f. 1959, doktor í sjávarlíffræði, búsett í Danmörku. Þann 14. maí 1967 giftist Aðalheiður Benedikti R. Jó- hannessyni, blikksmið, og eign- Öldungadeild Fjölbrautaskól- ans á Selfossi 1982 auk þess sem hún kenndi dönsku í Gagn- fræðiskóla Hveragerðis í fjögur ár og ensku í Iðnskólanum á Selfossi og við Námsflokkana. Hún lauk stúdentsprófi 1985. Aðalheiður vann í fimm ár hjá Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Suðurlandi, en hóf svo að kenna dönsku við Fjölbrauta- skóla Suðurlands sem og að stunda nám við Háskóla Ís- lands. Þaðan útskrifaðist hún 1995 með BA í dönsku auk uppeldis- og kennslufræða. Hún starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands til ársloka 2011. Aðalheiður söng í kirkjukórum í Reykjavík og svo á Selfossi í fjölda ára og sat í stjórn kórs- ins á Selfossi sem ritari í fjögur ár. Hún var félagi í Inner Wheel-klúbbi Selfoss og var er- lendur ritari og forseti klúbbs- ins. Hún gegndi trún- aðarstörfum fyrir bæjarfélagið og sat í félagsmálaráði í fjögur ár. Hún var í stjórn Norræna félagsins á Selfossi um árabil. Útför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. ágúst 2012, kl 13. uðust þau þrjár dætur : 1) Hrefna Ósk, f. 11.12. 1967 í sambúð með Ými Björgvini Arthúrs- syni. 2) Vilborg, f. 29.4. 1970, gift Sævari Óla Ólafs- syni. 3) Jóhanna, f. 11.8. 1971, gift Pétri Þorleifssyni. Barnabörnin eru sjö, Ragnheiður Sara, Adam Karl, Hrafn Helgi, Kristín Björt, Benedikt Óli, Áróra Ósk og Inga Aðalheiður. Benedikt og Aðalheiður skildu 1985. Að loknu gagnfræðaskóla- prófi frá verzlunardeild Haga- skóla fór Aðalheiður sem skiptinemi til Texas árið 1963- 64. Hún vann svo hjá gullsmið- unum Steinþóri og Jóhannesi. Þau Benedikt fluttust búferlum á Selfoss 1984. Hún hóf nám í Það er sárt að missa elsku systur sína og erfitt að sjá hana líða svo mikið. Þótt að fjarlægðin sé mikil höfum við alltaf haldið mjög góðu sambandi með heim- sóknum og símtölum. Vinátta okkar hefur alltaf verið mér mjög dýrmæt. Ég sakna þín og þakka dætr- um þínum fyrir hvað þær hafa hjálpað móður sinni þennan erf- iða tíma. Guð verði með þér Heiða mín. Síðustu kveðjur frá Rósu og fjölskyldu. Við elskum þig og minnumst að eilífu. Rósa Jónasdóttir. Við Heiða vorum systrabörn. Feður okkar einnig náskyldir, Jónas og pabbi voru bræðrasynir og ólust upp sem nágrannar norður í Víðidal. Þegar pabbi fór að heiman suður til Reykjavíkur fékk hann vitanlega að gista hjá Jónasi og þar hitti hann systur konu hans og bauð henni í bíó. Það varð til þess að hann kom aftur suður eftir skamman tíma og foreldrar mínir tóku saman. Það var alltaf mikill og náinn samgangur milli heimila foreldra okkar Heiðu. Þau slógu ferming- um okkar Heiðu saman, ég rétt náði Heiðu í öxl. Þetta rifjast allt- af upp þegar ég fer í fermingar í dag og sé litla stráka fermast með stúlkum, sem virðast vera töluvert eldri. Heiða var góður vinur, vönd- uð, heilsteypt og vel gerð kona. Við hittumst á Hellu um jólin í vetur í afmæli systur minnar. Þegar ég ók henni heim til Sel- foss sá ég að hún var mikið veik- ari en ég hafði gert mér grein fyrir og án þess að segja það beint gerði hún mér grein fyrir því hvert þetta virtist stefna. Hún hefði alltaf ætlað sér að hætta störfum um leið og hún næði rétti til þess og væri búin að safna saman í ferðasjóð sem hún ætlaði svo að nota til þess að ferðast um heiminn. Þrátt fyrir þessa vitneskju snerti það mann djúpt þegar fréttin barst. Ég var þá staddur í náttúruparadís við Apavatn í sumarveðri eins og það getur best orðið. Náttúran togaði fram einhverja kynjatóna og knúði mig til þess að setjast og horfa á daginn skila sér inn í nóttina. Fjöllin stóðu sperrt roðaslegin yfir dalnum. Spóinn rauf vellandi kyrrðina og hrossagaukurinn renndi sér um himingeiminn og myndaði seiðandi tóna með fjörð- um sínum. Allt þetta rann saman við hvell köll álftanna á vatninu. Smá saman breiddi nóttin mjúkri töfrablæju sinni yfir allt með töfraljómum nætursólarinn- ar. Fuglarnir höfðu sungið og kvakað allan liðlangan daginn elsku sína yfir ungana sem földu síg í móanum. Þegar við gengum heim með hestagirðingunni reistu þeir snöggt upp höfuðið og þeir brokkuðu nokkra faðma og brugðu undir sig höfðinu hnar- reistir og sperrtu eyrun. Ærin lá milli þúfna með lömbunum sín- um,ánægð með lífið. Hún hafði enga óuppfyllta þrá og skyldur, lífsnautn hennar var fyllt. Kýrn- ar lágu í haganum og jórtruðu og horfðu upp í himininn með stó- ískri ró, svo fjarri öllum deilum samfélagsins. Hér ríktu engar kreddur og kúgandi afl sem myrkvaði heiminn. Og lífið heldur áfram, en við eigum dýrmætar minningar um góða vini sem hafa reynst manni vel og eru manni svo verðmætir. Takk, Heiða, fyrir allt sem þú gafst okkur. Við Helena sendum Hrefnu, Vilborgu og Jóhönnu ásamt systkinum Heiðu og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Þeir eru misstórir klettarnir í lífi manns og í mínu var Heiða einn af þessum stóru. Það er því stórt skarðið sem hún skilur eftir sig nú þegar hún hefur fært sig um set. Heiða var næstelst í fimm systkina hópi og tilheyrir pabbi minn þessum hópi, eini karlinn í kvennaskaranum. Svo til öll mín uppvaxtarár bjuggu hinar systurnar þrjár einhvers staðar dreift milli heimsálfa þannig að sem barn kynntist ég Heiðu óneitanlega nánast af þeim. Þegar við bjuggum í Reyk- holti var það fastur liður á hverju sumri að fara á Selfoss og hlökk- uðum við systkinin alltaf mikið til og ekki síst að fá að gista í Mið- enginu, þar sem hún bjó með fjöl- skyldunni. Eftir að við svo flutt- um á Selfoss varð Heiða auðvitað bara partur af daglega lífinu; skyldi bíllinn vera heima fyrir ut- an Fossheiðina? Var hún kannski í sundi, eins og svo oft. Auðvitað var hún svo reglulegur heima- gangur í Spóanum. Í Fjölbraut fékk ég Heiðu sem dönskukennara og mér fannst það æði. Ég hafði alltaf svo gam- an af hárbeittum húmornum í tímunum og á meðan sumir krakkarnir sátu stjarfir tísti ég af hlátri. Eina sem ég átti erfitt með var að í skólanum var hún alltaf kölluð Aðalheiður en ég hefði þá alveg eins getað kallað hana Kar- ólínu, svo fráleitt fannst mér að kalla hana ekki Heiðu. Þegar kom svo að því að fljúga endanlega úr hreiðrinu leigði Heiða okkur Halldóri fyrstu íbúðina og við höfum oft rætt hvað það var frábært fyrir tví- tuga krakka eins og okkur að læra að leigja hjá henni, þar sem allt var á hreinu en þó sveigjan- leiki til staðar. Aðalheiður Jónasdóttir Þær mæðgur hafa í mörg ár haldið svokölluð Mæðgnakvöld einu sinni á ári og samgladdist ég þeim (öfundaði) alltaf mikið vegna þeirra, verandi eina stelp- an í systkinahópnum mínum. Þær voru síðan svo dásamlegar að bjóða mér til sín sem heiðurs- gesti fyrir tæpum tveimur árum. Mikið sem við hlógum og höfðum það gaman það kvöld. Þetta er ein þeirra minninga sem ég á eft- ir að ylja mér við, ásamt minn- ingunni um humar í forrétt, aðal- rétt og eftirrét, matarhópinn á ættarmótinu á Jótlandi, kaffiboll- ana bæði í eldhúsinu í Spóanum og í Fossheiðinni og svo mörgum, mörgum fleiri. Þegar hún greindist með krabbamein áttum við mörg góð samtölin yfir bollanum um lífið og tilveruna og reyndum við Halldór að miðla því sem við gát- um. Það verður skrýtið að hafa enga Heiðu í Fossheiðinni. En það er þó huggun harmi gegn að hún skildi eftir dágóðan slatta af sér í dætrunum sem eru hver annarri yndislegri og ég er hepp- in að eiga að. Elsku Hrefna, Vilborg og Jó- hanna, hugur minn er hjá ykkur og krökkunum. Hún var sko óbætanlegt eintak en ég er viss um að mamma hefur tekið á móti henni með stóra faðminn og get vel ímyndað mér að þær hafi það bara nokkuð næs þarna hinum megin, mágkonurnar, enda mikið sem á eftir að spjalla. Elsku Heiða, takk fyrir allt í gegnum tíðina. Ég bið þess að þú hafir það dásamlegt, laus undan verkjum og óþægindum og yljir þér við sólarströnd með danska bók í annarri og kokteil í hinni. Það fer þér best. Þess óskar þín elskandi frænka, Arnrún. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Við áttum okkur framtíðar- draum, vinkonurnar, um að búa saman í ellinni í einu stóru húsi og ráða sjálfar fólk til að annast okkur, eins konar einkaelliheim- ili. En nú hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn. Á einu ári hafa tvær fallið frá, fyrst Ásta og nú Heiða. Eftir sitjum við fjórar og syrgjum. Vinskapur okkar hófst árið 1963 þegar við sex lögðum af stað til Bandaríkjanna ásamt 14 öðr- um ungmennum. Við vorum skiptinemar á vegum Þjóðkirkj- unnar og dreifðumst vítt og breitt um landið þar sem við dvöldum í eitt ár. Þetta var fyrir tíma tölva og gsm-síma. Sam- skiptum okkar var þannig háttað, að við skrifuðumst á og kynnt- umst vel í gegnum sendibréfin. Eftir heimkomuna styrktust vin- áttuböndin enn frekar og það má segja að í þau 49 ár sem liðin eru, hafi ekki borið skugga þar á. Heiða var okkur fyrirmynd og foringi, hún var einu ári eldri en við hinar, örlítið hærri og oftast feti framar í flestu. Þegar við skiptinemarnir stigum á svið í Bandaríkjunum í þjóðbúningum og sýndum íslenska dansa, bar Heiða af öðrum, glæsileg í fal- legum skautbúningi. Líf Heiðu var ekki alltaf dans á rósum. Ung varð hún einstæð þriggja barna móðir og þurfti að takast á við ýmsa erfiðleika. Við dáðumst að dugnaði hennar og hvernig hún tók á hverjum þeim vanda er á vegi hennar varð. Með fullri vinnu utan heimilis tókst henni að afla sér háskólamennt- unar og komast í góða stöðu sem framhaldsskólakennari. Heiða var fagurkeri og smekk- manneskja, hún var skemmtileg, hafði mikla kímnigáfu, góða söngrödd og það var alltaf gaman í návist hennar. Minnisstæðar eru ferðir okkar bæði hér heima og til útlanda. Þótt við séum sorgmæddar nú, þá eru minningarnar svo margar og góðar. Við sjáum okkur í Met- ropolitan-óperunni í New York, dansandi á bryggjunni í South Street Seaport, röltandi um Central Park með nesti í tösku, einstök fararstjórn Heiðu í að- ventuferðinni til Kaupmanna- hafnar, á siglingu um Breiða- fjörð, leikritin óborganlegu í Tjaldanesi, faðmlög og falleg orð ef einhver okkar var döpur – endalausar myndir, sem er svo ómetanlegt að eiga nú. Í auðmýkt og þakklæti göng- um við nú með Heiðu síðustu skrefin hér á jörð. Líf okkar var betra vegna þess að við áttum vináttu hennar. Fari hún í friði inn í eilífa ljósið, ævinlega bless- uð og umvafin kærleika. Guð styrki Hrefnu, Vilborgu, Jóhönnu, fjölskyldur þeirra og aðra ástvini. Við fjórar lútum höfði, söknum og syrgjum, en treystum því að við munum hittast á ný. Hjördís, Vilhelmína, Kristín og Sigríður. Það er ekki ár síðan að þú fékkst þær gleðifréttir að meinið væri á undanhaldi og ganga upp- byggingar með bros á vör væri framundan. En lífið er fallvalt og sælan stóð stutt, því ekki leið á löngu þar til vondu fréttirnar bárust og síðan þá ertu búin að há erfiða þrautagöngu við þennan vágest sem sótti þig heim. Þinn minnisvarði, Heiða mín, er fallegur. Þú varst glæsileg og góð vinkona með þægilega nær- veru og húmorinn og góða skapið í fararbroddi, þessir þættir þínir voru ríkjandi ásamt ljúfum hlátri og hlýrri altrödd sem laðaði fólk að og hreif okkur vini þína alltaf með. Við kynntumst fyrir rúm- lega þrjátíu árum síðan, þegar okkur datt í hug langt gengnar í fertugt að fara í skóla og stefnd- um við á stúdentinn í öldunga- deildinni sem byrjaði á Selfossi áður en Fjölbrautaskólinn var reistur. Við vorum ekki mörg sem stefndum á þetta nám á þessum tíma og vorum við stelp- urnar í fleirtölunni í upphafi því aðeins var einn hani í hópnum til að byrja með. Þetta uppátæki tókst vel hjá okkur og eftir fjög- urra ára nám, náðum við því að verða samstúdentar, vá! hvað það var oft gaman hjá okkur á þess- um tíma enda tengdumst við góð- um vináttuböndum á þessum ár- um, við vorum jú ákveðnar og fylgnar okkur þrátt fyrir að vera bæði útivinnandi og með heimili. Við deildum líka áhuga á fé- lagslega sviðinu og erum við bún- ar að fylgjast að í yfir þrjátíu ár í kvennaklúbbnum Inner Wheel og munum við vinkonur þínar þar sakna vinar í stað. Sl. haust datt okkur svo í hug að ganga í félag eldri borgara og ætluðum við okkur að fylgjast að þar líka, við byrjuðum í leshring sem okkur datt í hug að gæti ver- ið gaman í og eins datt þér í hug að ganga í Hörpukórinn þar sem þú varst búin að vera í tíu ára fríi frá kórastarfi, en vera þín varð ekki löng innan þeirra veggja og nú er runnin upp kveðjustund, Þú hefur kvatt okkar tilveruskeið og ert farin yfir móðuna miklu og yfir á annað tilveruskeið, þar sem ekki er hægt að ná sambandi við þig. Ég veit að þó að hljómfagra altröddin þín sé þögnuð, þá munt þú örugglega fylgjast með okkur vinkonum þínum og munt trúlega brosa þínu hlýja brosi af gríninu og vitleysunni á fundunum hjá okkur hinum. Ég þakka þér vinan fyrir sam- fylgdina, ég er þakklát fyrir okk- ar kynni, þau voru góð en hefðu mátt vera lengri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý Guðmunds.) því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. (Tómas Guðmundsson) Að morgni eins sólríkasta sumars hér á landi, kvaddi mín góða vinkona, Heiða, lífið við sumarbláan voginn sem við blasti út um gluggann hvar hún var umvafin gullstelpunum sínum Hrefnu, Vilborgu og Jóhönnu. Nú reika ég um á torgi minn- inganna og myndirnar koma hver af annarri. Heiðu kynntist ég fyr- ir nær þrjátíu árum en vinskapur okkar styrktist seinna meir, þeg- ar við stóðum jafnfætis í breytt- um fjölskylduhögum og urðum trúnaðarvinkonur, bjuggum í sama fjölbýli í Fossheiðinni hvor í sinni íbúð í sitthvorum stiga- gangi þá var hlaupið á milli þegar málin þurfti að leysa í snatri eða gleðin tók völd, skipti þá engu hvort við vorum á náttsloppum eða flókaskóm þegar stokkið var út á stéttina. Hlutina varð að ræða, stundum langt inn í nótt- ina. Heiða bjó yfir miklu innsæi og reynslu á mörgum sviðum, hún var hetjan sem snéri vörn í sókn þegar á steytti við hjúskaparslit og ekki úr miklu að spila. Hún tók háskólapróf á miðjum aldri með glæsibrag og sinnti sínu starfi sem dönskukennari af alúð og samviskusemi. Í mörg sumur höfum við farið tvær í svokölluð „dömuferðalög“ um landið ýmist í sumarhús eða á hótel, rölt um Vaglaskóg og Hallormsstað, set- ið við Lagarfljótið í sólsetrinu. Hún var einstaklega þægilegur ferðafélagi alltaf „præcis og pa- rat“ eins og sagt var, leyfði bíl- stjóranum ráða för en kom svo líka með sínar hugmyndir. Svo rauluðum við undir tónlistinni í útvarpinu, hún með milliröddina á tæru. Þegar komið var í nátt- stað dekraðar eftir mat og drykk var svo gott að þegja með henni í kvöldkyrrðinni, það er líka kost- ur. Ógleymanlegar eru aðventu- ferðir okkar til Kaupmannahafn- ar. Heyrðist þá oft „skal det være gilde så lad det være gilde“. Mið- jarðarhafssiglingin sem okkur dreymdi um varð að veruleika ár- ið 2007 og nutum við lífsþæginda eins og hefðarkonur út í ystu æs- ar, hafaldan vaggaði okkur í svefn eftir dagsævintýrin og þá ómaði hrotusinfónían inn í nótt- ina. Sumarferðin okkar þetta ár- ið var ákveðin við sjúkrabeð hennar, í Þórsmörkina skyldi ég fara fyrir okkur báðar, hún lofaði að fylgja mér eftir, þú hlustar á söng sólskríkjunnar sagði hún. Hún var listræn með fágaðan smekk, málaði fallegar myndir sem prýða veggi mína og ann- arra. Listakokkur var hún og matreiddi gómsæta málsverði ávallt fallega fram borna á huggulega heimilinu hennar. Hún bar mikla umhyggju fyrir dætrunum og þeirra fjölskyldum, systkinum sínum sýndi hún tryggð og hlýju. Var umhyggja hennar við fólkið sitt ríkulega endurgoldin í lokabaráttu veik- indanna. Hlýjar kveðjur sendi ég dætrunum og þeirra fjölskyldum sem og systkinum Heiðu. Minn- ingin er björt og fögur. Með þakklæti, virðingu og augun full af tárum kveð ég „sól- skríkjuna“ mína. Nú flýgur hún inn í fegurð himins þessi elska, laus úr fjötrum veikinda. Vermi þig sólin að eilífu við himnaborð- in, kæra vinkona. Þóra Grétarsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og skólasystur sem lést 27. júlí sl. Það er sárara en tárum taki að horfa upp á erfið veikindi 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.