Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 03.08.2012, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2012 Sjaldan eða aldrei hefur hljómlist spörfuglanna hljómað með meiri glæsibrag en einmitt þetta ár. Það hefur verið sungið og dansað á frægustu pöllum og gleðin og kátínan hefur verið við völd. Tónarnir hljómuðu frá febrúar og langt fram á vor. – Nóturnar raða sér upp, aftur og aftur, og enduróma þá vinnu sem lögð hefur verið í að skapa ánægju fyrir þær og aðra tón- unnendur, en sumir elska tóna meir en aðrir. Er sól hækkaði á lofti og söng- ur fuglanna í trjánum varð há- værari tóku menn eftir að ein nótan tók að fölna, það var ein- mitt sú dýpsta og fegursta, sem lengst hafði staðið í þeirra röðum og verið þeirra sverð og skjöld- ur. Þar kom, um sólbjartan dag, að syrti í lofti og þessi stóra og sterka nóta féll og fallið var þungt. Það þyrluðust upp ótelj- andi minningar sem hvergi bar skugga á, litlar og stórar, kröft- ugar og „laufléttar“. Minningar um ferðalög, faðmlög, kröftug handtök og breitt bros. Nú varð ekki lengur skroppið í „bjórkjallarann“ eða raulað „Undir stóra steini“, en samt eru það einmitt allar þessar minn- ingar sem enginn tekur frá okk- ur og við geymum þær í spari- skríninu. Minningarnar munu einnig þerra tár af hvarmi þeirra er sárast syrgja og þær munu sefa tregann. Nú ertu farinn „elsku dreng- urinn“. Þín verður sárt saknað. Lovísa og Óli. „Elsku drengurinn minn“ var ávarp eða kveðja sem við þekkt- um svo vel af vörum vinar okkar Helga Þórðarsonar. Þessu ávarpi fylgdi mikil hlýja og væntum- þykja. En nú hefur þessi öðling- Helgi Sævar Þórðarson ✝ Helgi SævarÞórðarson fæddist í Hafn- arfirði 20. desem- ber 1947. Hann lést 24. júlí 2012. Útför Helga Sævars fór fram frá Víðistaða- kirkju í Hafn- arfirði 2. ágúst 2012. ur hann Helgi okk- ar, elsku drengurinn, kvatt í hinsta sinn og hald- ið á nýjar brautir. Við hjónin kynnt- umst Helga Sævari Þórðarsyni fyrir einum 38 árum er leiðir lágu saman í karlakórnum Þröst- um í Hafnarfirði. Það bar ekki mikið á Helga í fyrstu, hélt sig jafnvel til hlés en það duldist þó engum af hans ljósa og hreina yfirbragði að þar fór drengur góður, hægur og öruggur í fasi. Helgi naut bæði andlegs og líkamlegs þroska snemma á ævinni sem nýttist honum vel. Hann var mjög fylginn sér og hvikaði ógjarnan frá teknum ákvörðun- um. Einhvern tíma sagðist hann hafa tileinkað sér orð, bæði í eig- inlegri sem og óeiginlegri merk- ingu, sem tengdafaðir hans hafði kennt honum, að „bakka aldrei lengra en þarf“. Þetta lýsir bæði hans varfærni og staðfestu í lífinu. Helgi var mikill félagsmála- maður. Hann gekk ungur í Skátahreyfinguna og starfaði í Hraunbúum í Hafnarfirði um skeið. Það var svo árið 1965 sem að Helgi gekk í karlakórinn Þresti og hóf að þjóna hinni fögru sönggyðju. Hann byrjaði í I. bassa en söng hvað lengst í II. bassa enda hafði hann mjög djúpa og hljómmikla bassarödd. Helgi var mjög ötull innan Þrasta bæði sönglega svo og fé- lagslega. Hann hreif með sér fé- laga sína til margra góðra verka og miklaði aldrei fyrir sér við- fangsefnin þótt stundum væru stór. Hann var í stjórn Þrasta til fjölda ára og formaður Þrasta í ein fimm ár. Hann var meðal annars aðalhvatamaður að því að kórinn eignaðist eigið húsnæði og vann þar sjálfur hvað manna mest við að standsetja það heim- ili sem kórinn á í dag. Helgi var félagi í Frímúrarareglunni á Ís- landi. Þá var hann einnig starf- andi í Rotary-hreyfingunni um árabil. Helgi var húsasmíðameistari og þótti bæði góður og traustur smiður. Hann vildi alltaf skila góðri vinnu. Þessu kynntumst við hjónin þegar við hófum að reisa okkur sumarbústað fyrir rúmum tveimur áratugum en þá var Helgi auðvitað fenginn til að sjá um verkið. Það var okkur mikið happ að öðlast vináttu þeirra hjóna Ástu og Helga. Það hefur lengi verið góður sam- gangur á milli okkar heimila og einhver leynd bönd sem tengt hafa okkur saman. Helgi var ætíð mikill gleðimaður og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann var hrókur alls fagnaðar. Þá var stutt í húmorinn og þess oft ekki lengi að bíða að hafinn var upp söngur og þá í röddum ef þess var kostur. Og eins og margir kannast við, að þegar náðst hefur upp góð stemning, „þá er engin leið að hætta“. En nú er hin djúpa bassarödd hljóðnuð og er skarð fyrir skildi, en söngur Helga Þórðarsonar mun áfram óma í hugum okkar vina hans. Við biðjum Guð að blessa og styðja eiginkonu hans Ástu og börn þeirra þau Ágúst, Huldu, Örvar og Þóru og fjölskyldur þeirra. Árni Ómar og Bryndís. Kveðja frá Þröstum „Elsku drengurinn minn!“ Þessi yndislega kveðja í hópi okkar, Karlakórsins Þrasta, hef- ur nú hljóðnað og fær aldrei sama hljóm framar með brottför kærs félaga og vinar úr okkar röðum, Helga S. Þórðarsonar bassa. Hann hefur allt of fljótt verið kallaður yfir í eilífðarkór- inn með sinn djúpa tón og víst að þar batnar tónninn til muna, en við sitjum eftir með gap sem verður vandfyllt. En eins og Helgi myndi sjálf- ur hafa lagt til, okkar reyndasti kórkarl, þá þýðir ekki vol og víl, heldur stefna áfram, hærra! Hann var sannarlega ekki alltaf sammála öllum ákvörðunum sem teknar voru og lét okkur hina heyra það, en þegar línan hafði verið lögð var hann okkar ákaf- astur um að vel tækist til og markmiðið ávallt að Karlakórinn Þrestir yrði til sóma hvar og hve- nær sem er. Alltaf var hann tilbúinn í verkin, stór sem smá, og honum fannst leitt að geta ekki mætt í öll verkefni, jafnvel nú á síðustu vikum vegna sjúkra- húsvistar. Og baráttuandinn var til staðar alla leið, þetta væri bara lurða sem viki og síðan myndi hann mæta galvaskur, í næsta söngverkefni, á næstu æf- ingu, eða til að taka til hendinni í Þrastaheimilinu. Við söknum Helga mjög, en vitum að minning hans mun allt- af lifa í brjóstum okkar sem þekktum hann og um gervalla framtíð í sögu Karlakórsins Þrasta; svo óafmáanleg spor sem hann skilur eftir sig. Þrestir, ungir sem aldnir, nýir sem reyndari, þakka fyrir að hafa fengið að ganga götuna með Helga S. Þórðarsyni alltof skamma leið; en senda Ástu, eft- irlifandi eiginkonu hans, og ást- vinum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Karlakórsins Þrasta, Halldór Halldórsson. „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Þessi fleygu orð Davíðs Stefánssonar koma okkur í hug þegar við setjumst við að rita minningarorð um Helga S. Þórð- arson. Þau hjónin, Helgi og Ásta Ágústsdóttir, hafa verið meðal elstu og bestu vina okkar. Þau voru mjög samrýnd og jafnan nefnd bæði saman. Samskipti okkar grundvölluðust á vettvangi karlakórsins Þrasta og náðu yfir nærfellt hálfa öld eða frá því er Helgi gekk í raðir kórmanna, að- eins sautján ára. Þá höfðu nánir ættmenn okkar allra fjögurra sungið lengi í kórnum og hélst svo áfram. Öll gátum við talist rótgrónir „Gaflarar“. Kynnin voru alla tíð einstaklega góð og öll samskipti þannig að ekki varð á betra kosið. Minningarnar eru sem hafsjór góðra stunda í söng, félagsstarfi og skemmtunum, m.a. ferðalögum innanlands og utan. Kórfélagar Þrasta sjá nú á bak einum af allra bestu félögum sínum og er það þriðja stóráfall kórsins á skömmum tíma sem af þeirri rót er runnið. Helgi var mjög tónelskur og hafði sérlega fallega bassarödd sem hann beitti af smekkvísi, myndugleika og tónvísi. Hann söng iðulega einsöng og gerði því hlutverki ávallt eftirminnilega góð skil sem og þátttöku í söngkvartettum og tvísöng. Það sem einkenndi Helga þó umfram allt annað sem söngmann var mikil og hjartan- leg sönggleði. Helgi var allra manna glað- astur þegar við átti en undir niðri var hann alvörumaður, liðs- maður réttlætis og unnandi fag- urra laga og ljóða. Margt, sem á milli fór í löngum samtölum, mun seint gleymast. Það var ávallt bjart yfir Helga og hann stráði alla tíð birtu og gleði í kringum sig. „Drengir góðir“, „drengurinn minn“ og „elsku stelpan mín“. Þannig voru ávarpsorð Helga oft og einatt og má segja að þau hafi einkennt hann; einkunnarorð hans sem voru kunn fjölmörgum Hafnfirð- ingum. Helgi var einmitt sjálfur drengur góður í sannri merk- ingu þess orðtaks. Við kveðjum Helga, góðvin okkar og söngfélaga, með virð- ingu og þökk. Við sendum Ástu, börnum þeirra hjóna og þeirra fjölskyld- um sem og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Helga S. Þórðarsonar. Inga María Eyjólfsdóttir, Sigurður Hallur Stefánsson. Kæri vinur, það fyrsta sem kom upp í hug minn þegar ég fékk fréttina um andlát þitt var vinátta. Um huga minn þyrlast minningar frá því að við kynnt- umst fyrst við byggingu okkar fyrsta heimilis að Álfaskeiði. Þar varst þú, ungur, sterkur, hjálp- samur með afbrigðum, alltaf brosandi, hlýr og notalegur við alla. Íbúðirnar okkar komust upp og þið Ásta urðuð okkar bestu vinir. Börnin okkar bund- ust vináttuböndum. Þessi ár voru yndisleg, allt var svo auð- velt, allt var svo sjálfsagt, við stóðum saman. Það voru ekki ófáar ferðirnar okkar um landið, upp í sumarbústað, í Geirakofa og þið Ketill að veiða. Ekki voru nú bílarnir uppá marga fiska en það var bara staflað vel og lagt af stað, heim komumst við eftir allskonar ævintýri. Ein er þó minningin sem ekki gleymist, þegar þú óðst út í jökulsá eins og sannur víkingur. Þetta var við Seljavallalaug og krakkarnir Óli, Ágúst og Auður fylgdu á eftir. Ógleymanlegt. Ekki er hægt að minnast þín án þess að nefna sönginn, þú bjóst yfir þeirri náðargáfu að geta sungið þennan líka flotta bassa eins og þeir bestu í heim- inum. Það sem mér þótti þó ynd- islegast var að þegar sungið var í veislum eða á ferðalögum varð það hún Ásta þín sem leiddi sönginn því hún kunni alla texta. Kæri vinur, ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú skilur eftir þig, öll brosin og faðmlögin sem allir fengu sem umgengust þig, þú varst sannur mannvinur. Það var verst að þið Ketill fór- uð aldrei á sjóinn saman en kannski gerið þið það á öðrum stað. Elsku Ásta, Ágúst, Hulda, Örvar, Þóra, makar og barna- börn, þið getið verið stolt af þessum mæta manni sem þið átt- uð, blessuð sé minning hans. Og þegar sólin sígur í hafið að kvöldi með litadýrð svo undursamlegri að orð fá ekki lýst líttu þá alla þessa fegurð opnaðu síðan sál þína með lyklinum sem er falinn undir regnboganum og þar muntu sjá spegilmynd alls þessa. (Rut Guðmundsdóttir) Fjölskyldan í Heiðarlundi, Hlín, Ketill, Ólafur, Auður, Steinunn, Hildur og fjölskyldur. Þegar ég hitti Helga í fyrsta skipti var hann raulandi fyrir munni sér. Svo ljúfur, kurteis og glaðlegur. Ég var að vinna þar sem kórinn hans Þrestir í Hafn- arfirði var í æfingabúðum, og alltaf kom hann og þakkaði sér- staklega fyrir sig. Löngu seinna þegar ég var flutt í Hafnarfjörð hitti ég hann aftur sem eigin- mann Ástu vinnufélaga míns, og þegar ég rifjaði upp okkar fyrstu kynni hló hann við og kallaði mig stelpu. Það var fallegt orð sem Helgi notaði um konur. Við vor- um allar stelpur, alveg sama á hvaða aldri við vorum. Það var eitthvað svo bjart og fallegt yfir Helga, hann hafði góða nærveru, honum þótti vænt um fólk og sagði oft um þá sem áttu erfitt: elsku drengurinn, eða elsku stelpan, því hann fann til samkenndar með öðrum. Þetta speglaðist einnig í hjónabandi hans og Ástu, þar sem hann bar mikla virðingu fyrir henni enda var hún stelpan hans. Þegar við vinnufélagar Ástu komum saman ríkti líka alltaf sérstök stemning þegar Helgi var kominn á svæð- ið. Hann var glaður í sinni, og ekki leið á löngu þar til hann var byrjaður að raula og svo syngja. Nú er elsku drengurinn farinn og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Helga og fjöl- skyldunni hans. Elsku Ásta mín, ég votta þér, börnum ykkar og þeirra fjöl- skyldum mína dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Berglind Sigurðardóttir. Ég sá Völund fyrst sumarið 1975 á Mokka, ég var þar með mína fyrstu sýningu. Völundur var þar að sefa háværan vin sinn, Dag Sigurðarson skáld og málara og kaffihúsamatador. Þeir höfðu sýnt verk sín og ferðast um landið og skipt út myndlist fyrir vistir og gistingu, þeir voru róttæklingar og vildu listina til fólksins og um fólkið. Völundur var sérstakur í útliti og veitti ég honum náinn gaum um komandi tíma. Margsinnis reyndi ég að fá hann til sýning- arhalds, hann vildi heldur gefa út tímarit, góðir málarar eru oft Völundur Björnsson ✝ VölundurBjörnsson fæddist í Reykja- vík 20. júlí 1936. Hann lést á heim- ili sínu 23. júlí 2012. Útför Völundar fór fram í Hall- grímskirkju 2. ágúst 2012. hrifnari af skrifum sínum en myndum. Völundur hreifst af skrifum suðuram- eríska málarans „Sequerras“ sem skrifaði einhver reiðinnar býsn sjálfur. Völundur var sískrifandi seinni árin og þýddi meðal annars ljóð Nietsczhes úr þýsku, en það bíður framtíðar að henda reiður á skriftum Völ- undar. Seinna hætti ég þessu pexi um sýningar við Völund og varð fyrir slembilukku örlag- anna meðlimur í fjölskyldu hans. Mál fóru svo að við end- urbyggðum saman hús á Lauf- ásvegi 45b. Völundur var mér eins og vinur, hann ræddi málin við mig sem við værum „Zeitge- nosse“ eða samtímamenn. Oft- ast tókst honum að trekkja mig upp, svo róaði hann mig niður með orðunum: „Ég er bara að spóla í þér.“ Kúnstugt var að fylgjast með Völundi við smíðar, þar sem hann hummaði og pú- aði vindilinn sinn og hringsner- ist í djúpum þönkum á meðan ég skaust eftir ungversku rauð- víni, því hlutirnir gerðust hægt hjá Völundi, en féllu vel saman þegar upp var staðið. Völundur tilheyrði sérkennilegum hópi listamanna og skálda sem ýmist voru útskúfaðir af „elítunni“ og/ eða dóu ungir. Jónas Svafár, Pétur Pálsson, Dagur Sigurð- arson, Alfreð Flóki, og flest at- óm- og sýruskáld. Í verunni upplifði ég Völund alltaf sem vin bítnikka fremur en af ætt þeirra. Hann hreifst af anark- isma W. Blakes, sósíalisma W. Morris og byltingarsmíð suður- amerísku málaranna og í honum blundaði mystíker sem gruflaði í kabbalah og alchemí. Einrænn var hann en tilfinningaríkur eins og sagt er um fólk sem hef- ur engra kosta völ í völund- arhúsi tímans. Völundur fékk aldrei að kynnast föður sínum, en örlögin umkringdu hann kon- um og ást. Í honum hefur víst blundað blendinn harmleikur, sá er höfundur hefur samlíðan með og er oft hlutskipti listamanna. „Nú ertu rétt að sjá hvað lífið gengur út á“ sagði hann við mig þegar ég stóð á gati, blankur með marga menn í vinnu. Völ- undur var harður við sjálfan sig og kveinkaði sér ekki. Hann kunni þá list að tala sparlega. „Ég hefði getað gert betur“ eru kannski vinsæl lokaorð, en að standa gegn straumnum ævi- langt, án þess að guggna, er feikinóg! Minnstu hreyfingar sjáaldranna eru vísbending um annað og betra mannlíf handan hins mennska, hvar illskan verð- ur lögð að velli að eilífu. Að lok- um eitt ljóð handa Völundi eftir málarann Ómar Stefánsson sem kallast Stúss. Tungumálið segir manni að einhver sé að tala skipulagið segir manni ekki neitt að segja ekki neitt er eins og að gera ekki neitt sem er heilmikið stúss. Blessuð sé nær- og fjærvera þín Völundur Björnsson. Þinn vinur Ómar Stefánsson. Uppi á vegg heima hjá mér hangir lítil trérista. Listfengi listamannsins fer ekki milli mála. Hann hét Völundur Björnsson. Ég kynntist Völundi fyrir löngu gegnum æskuvin hans, Dag Sigurðarson. Dagur sagði einhvern tíma við mig eitthvað á þessa leið: Það er merkilegt með hann Völund, hann getur gert sig ósýnilegan. Sjálfur gat Dagur aldrei gert það. Og samt var Völundur ekki svipminni maður. Í ljóðabók Dags, Milljónaæv- intýrið, sem kom út árið 1960, kom nafn Völundar mér fyrst fyrir augu. Annars barst það mér frekar til eyrna, ekki oft, og ekki frá hverjum sem var: „Völundur Sólskin og logn. Völundur liggur á maganum og skrifar. Skrifborðið er grænt og svo stórt að hann getur bylt sér á alla vegu á borðplötunni án þess að velta framaf. Hið opinbera þrífur það. Blíðudjöfull. Völundur liggur og skrifar. Völundur heyrir álf- tagarg og flugnasuð. Völundur heyrir grasið vaxa.“ Í Þjóðviljanum 11. maí 1967 er frétt um myndlistarsýningu sem þeir félagar voru að opna saman og hefst fréttin á þessum orðum: „Það eru engir hvers- dagsmenn sem eru að opna sýn- ingu í Unuhúsi í dag: Dagur Sigurðarson og Völundur Björnsson.“ Nei, engir hversdagsmenn. Og þó var kannski meiri hvers- dagur í list þeirra en margra annarra. Hversdagurinn í öllu sínu veldi. Í jólablaði Þjóðvilj- ans, sem kom út á aðfangadag 1963, var viðtal við Völund. Þar segir hann um hvöt sína til myndsköpunar: „Upphaf allrar skepnu get ég þó með góðri samvizku sagt að sé sterk hvöt til að opinbera eitthvað: sýn, hugsun, tilfinningu eða við- horf …“ „Opinbera hverjum?“ spyr blaðamaður. „Ekki ráð- herrum, fjármálaspekúlöntum og böðlum þeirra, heldur hinum sem eru afl allrar framvindu, fólkinu í hinum ýmsu starfs- greinum.“ Í viðtalinu lagði hann áherslu á grafíska myndlist: „Grafík er undirstöðulistgrein, ódýr og hentug til útbreiðslu. Íslenzkir listamenn hafa að mestu sneitt hjá þessu alþýð- lega tjáningarformi sem gefur mörgum tækifæri til að eignast og umgangast myndlist.“ Þann- ig er litla myndin sem hangir uppi á vegg hjá mér. Látlaus andlitsmynd sem opnar djúpin handan við hversdaginn. Völundur sá ekki fyrir sér sí- stækkandi veggi góðborgaranna undir myndir sínar. Og reyndar fóru þær lítt upp á veggi. Það var alltaf svolítið eins og hann bæri huliðshjálm, þessi svip- mikli maður – ógleymanlegur þeim sem hann birtist. Einar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.