Morgunblaðið - 13.08.2012, Side 29

Morgunblaðið - 13.08.2012, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Í augnablikinu hljóma Tender- loin, Kiryama Family og gamalt eit- ís stöff í i-poddinum mínum. Svo er ég líka að hlusta á ný lög frá vinum mínum sem eiga vonandi eftir að rata inn á næstu sólóplötu mína. Fullt af fínni músík þar á ferð. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Það er ekki hægt að svara þessu en ég verð alltaf gátt- aður á snilldinni sem er Homogenic með Björk. Hver var fyrsta plat- an sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég keypti mér UB40 í Karnabæ. Þetta hefur verið ’80 eða ’81. Man ekki hvað platan heitir en á þessum tíma voru þeir mjög ferskir og með nýtt sánd. Svo kom náttúrulega Bubbi og Utangarðsmenn og maður hlustaði á þá næstu mánuði og ár. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Úff, margar kallaðar. Ég myndi segja Tívolí Stuðmanna. Það er al- gjör snilldargripur og kemur mér alltaf í gott skap. Hvaða tónlist- armaður værir þú mest til í að vera? Freddy Mercury. Á lífi! Hvað syngur þú í sturtunni? Ekkert. Hlífi fjölskyldunni. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Scissor Sisters. Mér finnst New York hommapoppið tilvalið til að koma mér í stuð. „Filthy/Gorgeous“ er þar í fyrsta sæti. En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Gamalt stöff frá Sting virkar alltaf til að koma manni vel inn í daginn. „Englishman in New York“, „They Dance Alone“... Svo er ég alltaf jafn hrifinn af Paul Simon og Graceland. Ótrúlegt að sú plata sé orðin 25 ára! Í mínum eyrum Felix Bergsson, söngvari og dagskrárgerðarmaður Fjölskyldunni hlíft við sturtusöng Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ómar Tony Bennett Á tónleikunum í Hörpu á föstudagskvöldið galdraði stór- krúnerinn oft fram þá töfra sem sérhvern listamann dreymir um. Eldborg í Hörpu Tony Bennett bbbbm Tony Bennett söng með kvartetti sín- um: Lee Musiker píanó, Gray Sargent gítar, Marshall Wood bassa og Harold Jones trommur. Sérstakur gestur: Ant- onia Bennett söngkona. Föstudagskvöldið 10.8. 2012. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Síðasti stórkrúnerinn ful“. ,,For once in my life“ var einnig sungin í ballöðustíl eins og Bennett- slagari allra tíma: „I left my heart in San Francisco“ og þar með gaf hann honum nýjtt líf – aftur á móti getur enginn mannlegur máttur bjargað „The shadow of your smile“ nema því sé snúið algjörlega á haus. Tony Bennett lét sönginn tala á þessum tónleikum, þó sagði hann frá því er hann fékk bréf frá Charlie Chaplin, sem hafði orðið að flýja Bandaríkin til Sviss, þar sem hann þakkaði honum fyrir að hafa komið lagi sínu ,,Smile“ á kortið að nýju. Svo söng Tony ,,Smile“ og Arms- trong-tæknin var notuð glæsilega, að breyta lengdargildum nótna þannig að lagið varð að gullnum djassi án þess að missa nokkuð af upprunalegum töfrum. Auðvitað lauk Tony tónleikunum að venju með því að leggja frá sér hljóðnemann og syngja „Fly me to the moon“ og áheyrendur yfirgáfu Hörpuna með gleði í hjarta. Sveiflan var svo mjúk, en um leið sterk að tíminn nam staðar og Benn- ett teygði og beygði tónhending- arnar svo lagið öðlaðist nýtt líf. Þarna heyrði maður hve mikið hann hefur lært af Louis Armstrong, eins og allir ryþmískir stórsöngvarar frá Bing Crosby til vorra daga. Eftir að hafa sungið Gershwin klassíkina „They all laughed“ var komið að „Maby this time“ og þegar hann söng ,,everybody loves a winn- er so nobody loved me“ hrópaði dama í salnum ,,I love you Tony“. Honum hafði tekist að breyta tón- leikahöllinni í klúbb og hélt nándinni allan tímann. Hér er ekki rými til að nefna öll þau lög sem Tony söng, enda má segja að hann hafi aðeins tæpt á sumum meðan önnur fengu glans- meðferð og hljóðfæraleikararnir sólóa við hæfi. Þó verður ekki skilið við þessa tónleika án þess að geta glæsilegrar túlkunar á ballöðunni „But beauti- Þá hefur fyrsti stórkrúnerveraldar heimsótt Íslandog sungið fyrir þjóðina.Bing Crosby, heimsótti Ís- land einnig en veiddi lax. Crosby var ekta Ameríkani, en hinir þrír stór- krúnerar tónlistarsögunnar allir am- erískítalskir, Frank Sinatra, Frankie Laine og Tony. Þremenn- ingarnir erfðu bel canto-hefðina, en uxu úr grasi með djassinn í eyr- unum. Þó að allir væru þeir djass- söngvarar á góðri stundu var Tony Bennett það flestum stundum. Það sannaði hann rækilega á tónleik- unum í Hörpu með fínan djass- kvartett þar sem gamli Basie- trommarinn Harold Jones, kynti undir sveifluvagninum. Tónleikarnir hófust á því að dóttir Tonys, Antonia, söng. Fraseringar hennar voru dálítið stífar og sveiflan ekki fljótandi. Best tókst henni upp í Gershwin-dansinum ,,Embracable you“ sem hún söng undurhægt og byrjaði á versinu, sem söngvarar sleppa of oft er þeir syngja söng- dansa. Svo rann stóra stundin upp er meistari Bennett, áttatíu og sex ára, sté á svið og söng „Watch what happens“. Áður en yfir lauk urðu lögin 25 og tónleikarnir nærri tveir tímar án hlés. Ég heyrði Tony Benn- ett síðast fyrir fjórtán árum á djasshátíðinni í Kaupmannahöfn og auðvitað eru fraseringarnar ekki eins leikandi og sveiflan ívið þyngri nú, en oft galdraði hann fram þá töfra sem sérhvern listamann dreymir um. Fimmta lagið á efnis- skránni var „If I had you“ sem Björn R, spilaði löngum og er ekki oft á dagskrá Tonys. Þar gerðist undrið. EGILSHÖLL VIP 12 12 12 L L L L L L L L L L ÁLFABAKKA 12 12 12 12 12 AKUREYRI  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL BRAVE ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 3D BRAVE ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 2D BRAVE ensku.Tali kl. 8 2D SEEKING A FRIEND... kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 3 - 6:30 - 8 - 10 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 3 - 6:30 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 2D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 3:40 2D KRINGLUNNI L L 12 12 BRAVE ísl.Tali kl. 5:50 3D BRAVE ísl.Tali kl. 5 2D SEEKING A FRIEND... kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 8 - 10:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 3 - 6:10 - 8 - 9:20 - 10 - 11:10 2D TOTAL RECALL kl. 5:20 - 8 - 10:30 2D TED kl. 7:30 2D BRAVE ísl.Tali kl. 3 3D BRAVE ísl.Tali kl. 3:20 - 5:40 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 3 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5 2D SEEKING A FRIEND.. kl. 6 - 8 - 10:10 2D BRAVE ísl.Tali kl. 6 3D DARK KNIGHT RISES kl. 8 2D Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment 53.000 GESTIR STÆRSTA MYND ÁRSINS b.o. magazine e.t. weekly STEVE CARELL KEIRA KNIGHTLEY KEFLAVÍK L 12TOTAL RECALL kl. 8 2D THE DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D 16 KYNNTU ÞÉR VILDARKERFI SAMBÍÓA Kolbrún Kristleifsdóttir kennari - Ég finn mig alltaf svo velkomna hérna! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.