Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eftir að Ferðaskrifstofa stúdenta lagði upp laupana myndaðist tóma- rúm á ákveðnum hluta markaðarins og bæði námsmenn og ungt fólk átti ekki lengur hægt um vik með að nálgast fargjöld og ferðir á hagstæð- um ungmenna- og námsmannakjör- um. Nú getur æskulýðurinn hins veg- ar byrjað að pakka ofan í töskurnar og dustað rykið af vegabréfinu því alþjóðlega ferðaskrifstofan Kilroy er komin til Íslands og búin að opna útibú á Skólavörðustíg. Hulda Stef- ánsdóttir ræður þar ríkjum en árið 2009 stofnaði hún fyrirtæki Náms- ferðir sem nú hefur runnið saman við Kilroy. „Við bjóðum allan pakkann, ef svo má segja. Kilroy sérhæfir sig í öllu frá sölu ævintýralegra ferða til fjar- lægra heimshluta, yfir í málaskóla- pakka og aðstoð við að koma fólki í fullt háskólanám erlendis. Við opn- uðum núna í sumar og af viðtökun- um er greinilegt að mikil vöntun var á þjónustu af þessu tagi hér á landi.“ Stórfyrirtæki í íslenskri eigu Kilroy á Íslandi er dótturfyrirtæki Kilroy International A/S. Er um að ræða stóra keðju sem varð til í Dan- mörku árið 1991 en á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1946. Rekur Kilroy 18 skrifstofur í sex löndum og hefur yfir 300 starfsmenn á sínum snærum. Stutt er síðan Kilroy komst að meirihluta í eign íslenska fjárfest- ingafyrirtækisins Íslensk fjárfesting ehf. sem svo er í eigu Arnars Þór- issonar og Þóris Kristjánssonar. Ís- lensk fjárfesting hefur einkum látið að sér kveða í ferðaþjónustu og heil- brigðisgeira. Hulda segir ljóst að markaðsum- hverfið fyrir ferðaskrifstofu eins og Kilroy hefur mikið breyst undanfar- in ár. „Styrkleiki Kilroy liggur með- al annars í ferðum á fjarlægari staði. Ef leiðin liggur t.d. til Asíu eða Suð- ur-Ameríku er hægara sagt en gert að bóka hagstæð og hentug fargjöld sem og að skipuleggja gistingu og flug áfram á aðra áfangastaði.“ Kilroy hefur einnig aðgang að mjög sveigjanlegum námsmannafar- gjöldum. „Flugmiðarnir sem við seljum bjóða t.d. iðulega upp á þann möguleika að breyta dagsetningum á einfaldari hátt og fjölga stoppum. Ef leiðin liggur t.d. til Asíu gegnum London eða Amsterdam er hægt að taka stutt stopp á leiðinni, auka þannig við ævintýrið og skoða fleiri borgir en ella. Ef það svo reynist vera afskaplega gaman í Bangkok eða Balí er auðsótt að lengja dvöl- ina.“ Loks segir Hulda að skipulagning á löngu ferðalagi með mörgum við- komustöðum geti verið flóknari en margan grunar, og huga þurfi að fleiri smáatriðum en í stuttum skreppitúr til Evrópu. „Í sumum löndum getur fólk t.d. lent í vand- ræðum á landamærunum ef það get- ur ekki framvísað miða með flugi áfram úr landinu. Í öðrum tilvikum hemur reynsla og sérþekking starfs- fólks Kilroy að miklu gagni við að finna réttu gistinguna eða velja réttu viðkomustaðina. Ferðaráðgjafar okkar eru sjálfir ferðalangar, hafa oft verið á þeim slóðum sem við- skiptavinirnir hafa áhuga á og geta miðlað af persónulegri reynslu sinni.“ Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur En hversu sterkur er markaður- inn? Efnahagsástandið er ekki með besta móti í samfélaginu og unga fólkið verður fyrir barðinu á at- vinnuleysi og samdrætti eins og aðr- ir. „En ég sé hins vegar merki um breytingu á áherslum unga fólksins. Þegar ég var sjálf að ljúka mínu námi voru jafnaldrarnir oft að kaupa sér sína fyrstu íbúð og bíl samhliða náminu og takast á hendur stórar langtímaskuldbindingar. Í dag velja fleiri leiðir eins og að leigja, lifa bíl- laust, og hafa þannig betri tök á að láta t.d. eftir sér ógleymanlega æv- intýraför.“ Val á áfangastöðum er einnig að breytast og hægt að laga ferðaáætl- anirnar til þannig að verðminni kreppukrónur dugi langt. „Unga fólkið er greinilega að sækja meira en áður í framandi áfangastaði, ferðast um lengri veg þangað sem uppihaldið er mjög viðráðanlegt.“ Fara á staði þar sem krónurnar endast  Unga fólkið fer á fjarlægari slóðir þar sem uppihaldið kostar minna  Breyttar áherslur í fjárhag ungmenna skapar svigrúm til að ferðast þrátt fyrir niðursveiflu  Íslenskir fjárfestar eiga meirihlutann í ferðarisanum Kilroy A/S Svigrúm Hulda segir breyttar áherslur unga fóksins skapa tækifæri til að leggjast í ferðalög. „Í dag velja fleiri leiðir eins og að leigja, lifa bíllaust, og hafa þannig betri tök á að láta t.d. eftir sér ógleymanlega ævintýraför.“ Banaríski leikjaframleiðandinn Zynga á í erfiðleikum með að halda í stjórnendur. Það sem af er ágústmánuði hafa fjórir yfirmenn hjá fyrirtækinu haldið á brott. Fréttaveita Bloomberg segir helstu ástæðuna vera að hlutabréf fyrirtækisins hafi lækkað mjög í verði síðan Zynga fór fyrst á markað í desember. Lækkunin nemur um 68% sem aftur þýðir að bónusar og árangurstengdar greiðslur af ýmsum toga lækka töluvert. Zynga framleiðir m.a. leiki sem spilaðir eru yfir samskiptavefinn Facebook og einnig snjallsíma- leiki. Starfsmenn eru samtals um 3.000 talsins og hafa framleitt smelli á borð við FarmVille, Mafia Wars og CityVille. ai@mbl.is Fíkn Zynga sló í gegn á sínum tíma með Fésbókarleiknum FarmVille. Rekst- urinn hefur lítið vaxið undanfarið og virði nýskráðra hlutabréfa dalað. Stjórnendur flýja fram- leiðanda FarmVille  Lækkandi verð hlutabréfa rýrir bónusa Risabankinn HSBC hefur tekið frá 700 milljónir dollara vegna mögu- legra sekta í kjölfar rannsóknar Bandaríkjaþings á viðskiptaháttum bankans. Er HSCB sakað um að hafa gert bæði eiturlyfjahringum og hryðjuverkasamtökum kleift að tengjast bandaríska bankakerfinu. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir Stuart Gulliver, framkvæmdastjóra bankan, að sektarupphæðin kunni að vera hærri en þau hundruð milljóna sem þegar hafa verið lögð til hliðar. Mikill slagur stendur yfir í Bandaríkjunum um þessar mundur þar sem stjórnvöld hafa getað sótt gríðarstórar fjárhæðir til ýmissa banka vegna brota á viðskipta- banni og peningaþvættislögum. Nýlega bættust við framvinduna ásakanir saksóknara á Manhattan sem vænir Standard Chartered- banka um að hafa þvegið um 250 milljarða dala fyrir Íran. Mögulegar sektargreiðslur HSBC gætu slegið fyrra met hol- lenska bankans ING sem í júní féllst á að greiða stjórnvöldum vestanhafs 619 milljónir dala. ai@mbl.is AFP Deilur Mótmælandi fyrir utan útibú HSBC í Mexíkóborg. HSBC leitar sátta vegna peninga- þvættis  Bandarísk stjórnvöld þjarma að bönkunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.