Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 skrýtið. Almennt breytast raddir með aldrinum og dökkna aðeins og svo öðlast maður meiri reynslu. Ég hef prófað margt og komið við í hinum ýmsu músíkstílum. Allt safnast þetta saman í reynslu- banka sem ég nýti mér.“ Frá sellói til söngs Andrea hóf tónlistarferil sinn með því að læra á selló í Tónlist- arskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garðabæjar og hún var einnig í einkatímum. „Foreldrum mínum fannst ég vera músíkalskt barn og sendu mig í tónlistarskóla þar sem ég lærði á hljóðfæri og svo varð sellóið aðalhljóðfærið mitt. En ég átti aldrei það hljóðfæri heldur var með það í láni og svo kom að því að ég þurfti að skila því. Ég átti rétt fyrir salti í grautinn og það að kaupa hljóðfæri var óyf- irstíganlegt. Fyrir nokkrum árum fékk ég reyndar selló í afmæl- isgjöf frá manninum mínum sem var mjög gleðilegt. Það er erfitt að taka upp þráðinn nítján árum seinna en ég fæ mikið út úr því að spila á sellóið fyrir sjálfa mig. Grunnurinn að söngferli mínum var lagður þegar ég hitti fyrir til- viljun Guðmundu Elíasdóttur en ég hafði verið í kór hjá henni þeg- ar ég var krakki og hún dreif mig í söngtíma.“ Andrea stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók þaðan burtfar- arpróf árið 1987. Það ár fór hún að koma fram með Grafík og hljómsveitirnar sem hún hefur komið fram með eru ansi margar og auk Grafíkur má þar nefna Vini Dóra, Blúsmenn Andreu, Borg- ardætur, Todmobile, Tweety og ýmsar djasshljómsveitir. Þess má geta að Borgardætur koma fram sem Andrews-systur á tónleik- unum Gullöld Glenn Miller í Eldborgarsalnum föstudaginn 31. ágúst. Andrea er afkastamikill textahöfundur og hefur tvívegis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem textahöfundur ársins. Fyrr á þessu ári var hún kjörin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverð- laununum eftir að hafa verið til- nefnd ótal oft áður. Þarf alltaf að vera á tánum Andrea er mjög fjölhæf söng- kona, syngur gamla dægurlaga- tónlist, popp, blús og djass. Hún er spurð hvort það sé einhver ein tegund tónlistar sem henni finnist skemmtilegri en önnur? „Nei, það er sennilega ástæðan fyrir því að ég hef verið út um allt Sá sem syngur er sögumaður  Andrea Gylfadóttir fagnar fimm- tugsafmæli með tónleikum í Hörpu Andrea Gylfadóttir Ég legg mikið upp úr því að fólk skilji textann sem ég syng og lifi sig helst inn í það sem ég er að segja því. VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Söngkonan fjölhæfa Andrea Gylfa- dóttir fagnar fimmtugsafmæli sínu með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 15. sept- ember. Afmælisdagurinn sjálfur er tveimur dögum fyrr, 13. septem- ber. Á tónleikunum koma fram auk Andreu hljómsveitirnar Todmobile, Grafík, Tweety, Borg- ardætur, Blúsmenn Andreu og Bíóbandið. Kynnir og gestgjafi verður Pálmi Sigurhjartarson. „Þetta er fínn aldur, eins og flestur aldur,“ segir Andrea, að- spurð hvernig henni lítist á að verða fimmtug. Hún bætir við: „Ég held bara áfram á minni braut, það er erfitt að bakka út úr þessu núna.“ Hún segist hafa verið hvött til þess að halda tónleika í tilefni af- mælisins. „Af hverju ekki að gera það eins og eitthvað annað? Ég hef verið 25 ár í þessum bransa þannig að það er ágætt að halda upp á það í leiðinni.“ Í tilefni tímamótanna kemur út tvöfaldur diskur með úrvali af því sem Andrea hefur verið að gera síðustu tuttugu og fimm árin. „Það var ekki auðvelt að velja lög á diskinn. Þegar ég hlustaði á allt það efni sem ég hafði úr að velja áttaði ég mig á því hvað ég hef breyst sem listamaður – og auðvit- að hef ég breyst, annað væri » Almennt breytast raddir með aldrinum ogdökkna aðeins og svo öðlast maður meiri reynslu. Ég hef prófað margt og komið við í hinum ýmsu músíkstílum. Allt safnast þetta saman í reynslubanka sem ég nýti mér. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Kvikmyndaleikarinn og -leikstjór- inn Ben Stiller flakkar um Ísland og undirbýr tökur fyrir kvikmynd sína, The Secret Life of Walter Mitty. Stiller er iðinn við tístið á Twitter og greindi frá því síðdegis í gær að hann hefði kafað í Silfru á Þingvöllum, í tærasta vatni heims og væri dofinn í vörunum eftir það. Því til sönnunar birtir Stiller In- stagram-ljósmynd af Silfru. Í eldri færslu, frá laugardegi, segist Still- er vera á leið með þyrlu til Stykkis- hólms og birtir mynd af stjórntækj- um þyrlunnar á vef Instagram. Víðförull Íslandsvinur hann Stiller. Tilfinningalaus í vörunum AFP Flakk Ben Stiller kemur víða við á Íslandi. Millennium-þríleikur sænska rithöfundarins Stiegs Larssons varð að þremur sænskum kvikmyndum og var sú fyrsta, The Girl With the Dragon Tattoo, eða Karlar sem hata konur í íslenskri þýðingu, endur- gerð í Hollywood af leikstjóranum David Fincher og frumsýnd í fyrra. Til stóð að frumsýna næstu Hollywood-mynd þríleikjsins, The Girl Who Played With Fire, eða Stúlkan sem lék sér að eldinum, á næsta ári en henni hefur nú verið frestað, ef marka má frétt á vefnum Entertainment Weekly. Þar segir að enn sé verið að vinna í handriti myndarinnar og því hafi myndinni verið seinkað. Handritshöfundur er sá sami og síðast, Steven Zaillian. Í kvikmynd Finchers fór Daniel Craig með hlut- verk blaðamannsins Mikaels Blomqvists og Rooney Mara með hlutverk tölvusnillingsins Lisbeth Sal- ander. Þau munu endurtaka leikinn í næstu mynd en ekki hefur verið stað- fest hver muni leikstýra henni. Tafir á öðrum hluta þríleiksins Rooney Mara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.