Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Maðurinn sem slasaðist í sprenging-
unni í íbúð í fjölbýlishúsi í Ofanleiti í
gærmorgun er enn í lífshættu og er
haldið sofandi en samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins virðist sem um
mjög öfluga gassprengingu hafi verið
að ræða. Nær allar rúður í íbúðinni,
sem er á jarðhæð, brotnuðu og
skemmdust nokkrir bílar á bílastæð-
inu fyrir utan þegar gleri og braki
rigndi yfir þá. Glerbrot, brak og inn-
anstokksmunir, t.d. kertastjaki og biti
úr millivegg, dreifðust á 50-60 metra
radíus umhverfis húsið og féllu m.a. á
leikvöll þar sem börn höfðu verið
skömmu áður. Hundur, sem var í
íbúðinni þegar sprengingin varð,
slapp ómeiddur.
Haukur Þorgeirsson, sem var
heima í íbúð sinni á þriðju hæð húss-
ins þegar sprengingin varð, segist
hafa upplifað hana eins og eitthvað
mjög þungt hefði dottið nálægt sér.
Hann hljóp strax að sjö mánaða göml-
um syni sínum, sem lá sofandi í rúmi
sínu, en þegar hann leit út sá hann eld
í grasinu fyrir utan húsið og síðan
hvernig rúður höfðu sprungið og eld-
ur logaði í íbúðinni á jarðhæðinni.
Hann segir að lögreglu, slökkvilið og
sjúkrabifreiðir hafi borið fljótt að og
tók tæknideild lögreglu við rannsókn
á vettvangi þegar tekist hafði að
slökkva eldinn í íbúðinni.
Rannsókn stendur enn yfir á til-
drögum slyssins en ljóst er að spreng-
ingin var mjög öflug og hrundi m.a.
milliveggur í íbúðinni sem skildi að
þvottahús og geymslu. Gaseldavél var
ekki í íbúðinni né önnur gastæki, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Að
sögn Jóns Viðars Matthíassonar
slökkviliðsstjóra urðu mjög miklar
skemmdir á íbúðinni og var allt til-
tækt slökkvilið kallað út til að slökkva
eldinn sem kviknaði. Hann sagði í
samtali við mbl.is í gær mestu mildi
að rúður í íbúðinni fyrir ofan hefðu
ekki brotnað en Sigurbjörn Guð-
mundsson, aðstoðarvarðstjóri hjá
slökkviliðinu, sagði fólk í húsinu í
miklu áfalli. Sprenging af þessu tagi
hefði ekki orðið í mjög langan tíma.
Íbúum nærliggjandi íbúða var gert
að rýma heimili sín í kjölfar spreng-
ingarinnar og dvelja annars staðar í
nótt en fengu þó að skreppa heim og
sækja nauðsynjar um eftirmiðdaginn.
„Okkur var sagt að okkur væri ekki
heimilt að vera í íbúðinni í nótt, enda
hefði ekkert vit verið í því, bara út af
reykjarbrælunni,“ segir Haukur.
„Það er vond lykt af fötum, glugga-
tjöldum og sængum og það þarf
örugglega að þvo eitthvað og kannski
henda einhverju,“ segir hann, en
hann átti von á því að verða hleypt aft-
ur heim í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
átti von á því í gærkvöldi að vettvang-
ur slyssins yrði innsiglaður yfir nótt.
Þrif voru þó hafin utanhúss í gær og
aðstoðuðu íbúar í nágrenninu við að
hreinsa burtu gler og brak á leikvell-
inum og bílastæðinu við húsið.
Morgunblaðið/Júlíus
Kröftug Sprengingin var svo öflug að bútur úr millivegg þeyttist 50-60 metra út úr íbúðinni og lenti á nærliggjandi bílastæði þar sem gler lá á víð og dreif.
Gríðarmikil sprenging
Var eins og eitthvað mjög þungt hefði dottið, segir íbúi Gleri og braki rigndi
út um allt Hundurinn slapp ómeiddur Nærliggjandi íbúðir rýmdar yfir nótt
Morgunblaðið/Júlíus
Langt Hálfbrunninn þúsundkrónuseðill lá á bílastæðinu en gríðarlegt afl
hefur þurft til að þeyta laufléttum seðlinum marga tugi metra.
„Spár háskólans fyrir næsta ár eru
að ekki verði greitt með um 350
nemendaígildum sem gera 520
nemendur (miðað við meðalvirkni
nemenda). Sú staðreynd veldur
Stúdentaráði miklum áhyggjum,
sem og úreltir reikniflokkar, og er
þessi niðurskurðargjörningur ætl-
aður til að vekja athygli stjórn-
valda á málinu ásamt því að krefj-
ast úrbóta,“ segir í tilkynningu frá
Stúdentaráði Háskóla Íslands í
gærkvöldi. Stúdentaráðsliðar ætla
að mæta fyrir utan Alþingishúsið í
dag kl. 13 og afhenda fjár-
málaráðherra um þrjú þúsund
póstkort sem nemendur við HÍ
hafa undirritað. Ráðist var í það
verkefni að hanna fimm útgáfur af
póstkortum sem hvert endurspegli
eitt fræðasvið skólans. Tilgang-
urinn er að vekja athygli á að ekki
sé greitt með fjölda nemenda við
skólann eins og eigi að gera.
Námsmenn
við HÍ krefj-
ast úrbóta
HÍ Framhlið eins af kortunum þrjú
þúsund sem nemendur létu gera.
Stórt viðtal birt-
ist við leikarann
og leikstjórann
Baltasar Kormák
í bandaríska dag-
blaðinu Los Ang-
eles Times um
helgina. Þar er
rætt við Baltasar
um nýjustu kvik-
mynd hans Djúp-
ið. Viðtalið tók
Steven Zeitchik á frumsýningu kvik-
myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í
Toronto fyrr í mánuðinum. Í viðtal-
inu segist Baltasar meðal annars
telja myndina geta höfðað til áhorf-
enda um heim allan.
„Kvikmyndin er um það hvað læt-
ur einhvern lifa af þegar það er í
raun engin ástæða fyrir því að við-
komandi ætti að takast það. Ég get
ekki ímyndað mér neitt mannlegra
en það,“ segir Baltasar.
Baltasar í
viðtali við
LA Times
Leikstjóri Baltasar
Kormákur.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra, og
Ane Hansen, sjávarútvegsráðherra
Grænlands, undirrituðu á föstudag
samning um stjórn grálúðuveiða í
hafinu á milli landanna.
Íslendingar munu eiga tilkall til
60% kvótans en Grænlendingar
40%. Grálúðukvótinn á næsta ári
verður 26.000 tonn en 15% minni ár-
ið 2014 eða 22.100 tonn. Þá kveður
samningurinn á um að á næstu
tveimur árum verði búin til stjórn-
unaráætlun og mótuð aflaregla sem
taki gildi 1. janúar 2015, samkvæmt
frétt atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins.
Steingrímur sagði meginefni ferð-
arinnar hafa snúist um landbúnaðar-
samstarf landanna, en Ana Hansen
fer einnig með landbúnaðarmál í
grænlensku landstjórninni.
„Við auðvitað ræddum sjávarút-
vegsmálin og skrifuðum undir þenn-
an samning sem er mjög ánægju-
legur áfangi í samskiptum þessara
tveggja landa,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði það hafa verið nokkurt
áhyggjuefni að ekki var samkomulag
um grálúðuna, en það náðist núna.
„Það er verulega stór áfangi í að
leysa úr óleystum málum milli
Grænlands og Íslands að klára þenn-
an grálúðusamning. Fyrir skömmu
náðist utan um karfann, þar sem við
erum líka stórir aðilar, Grænland og
Ísland. Þannig að það hefur nú mjög
fækkað þeim óleystu málum sem á
milli okkar eru.“
Aðspurður hvort rætt hafi verið
um makríllandanir sagði Steingrím-
ur að makrílmálin og önnur sjávar-
útvegsmál hefði borið á góma án
þess að til tíðinda drægi.
gudni@mbl.is
Samið við Grænlendinga
um veiðar á grálúðu
Ljósmynd/Valdimar Halldórsson
Narssarsuaq Ana Hansen og Stein-
grímur J. Sigfússon undirrita.